Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 02.02.1963, Blaðsíða 3
3 VISIR . Laugardagur 2. febrúar 1963. Hér sést hið myndarlega hæli Náttúrulækningaféiagsins austur við Hveragerði BUFFiÐ GERT ÚR BAUNUM Við vorum farnir að hlakka til matartímans, þegar kallað var á okkur félaga inn til rit- stjórans. I'egar þaðan kom vor- um við heldur rislágir, enda ekki nema von. Við höfðum nefnilega fengið skipun um að sleppa matnum og fara austur í Hveragerði á Náttúrulækninga hælið. Ekki svo að skilja, að heilsa okkar væri svo mikils- vert atriði í augum ritstjórans. Þegar við komum niður að rútunni, sem beið okkar, sáum við að þar voru einnig staddir blaðamenn frá hinum blöðunum og komumst við í örlítið betra skap við tilhugsunina um að þeir myndu líklega líka missa af hádegismatnum. Var nú haldið af slað og gckk ferðin vel, nema stundum virt- ist það vera vafamál hvað væri framendi bílsins. Þegar til Hveragerðis kom, var okkur boðið að borða, og var þá hark mikið og virtist enginn blaðamanna kannast við hina göfugu reglu: „konur og börn fyrst“. Þegar komið var að borðinu, gaf þar að líta eitt- hvað sem líktist mjög safaríku, mjúku nautabuffi, og hlóðum við diska okkar svo, að fram- reiðslustúlkurnar urðu stóreyg- ar af undrun. En þegar tekið var til að borða, komumst við að raun um, okkur til mikillar skelfing- ar, að „buffið“ var þurrkaðar sojabaunir, og þar ofan á höfðu flestir hrúgað að minnsta kosti kýrfóðri af grænum baunum. Maturinn reyndist samt prýði- legur o’ brauðin með afbrigð- um góð. Þegar diskarnir voru hroðnir var svo farið um hælið og það skoðað. Þetta er merkileg stofnun að öllu leyti og verðskuldar miklu meiri athygli en henni hefur verið veitt liingað til. Læknarn- ir tveir, Karl Jónsson og Högni Bjarnason, ásamt Árna Ásbjarn arsyni, forstjóra hælisins og frú Arnheiði Jónsdóttur námstjóra, sýndu blaðamönnunum hælið og svöruðu spurningum. Hlutverk hælisins er að hjálpa fólki til nýrrar og betri heilsu og beita I því skyni, eins og nafnið bendir til, mestmegnis gróðri og heilsumagni jarðar. Lögð er áherzla á hollt fæði, og er það að miklu Ieyti ávextir og annað grænmeti. Þá erVreynt að fá sjúklinga til þess að forðast notkun tó- baks, áfengis og annarra skað- Iegra Iyfja. Gigtarsjúklingar stunda nudd, sjúkraleikfimi, leirböð, hveravatnsböð og ýmis konar Ijósböð. Einnig er á staðnum finnsk baðstofa og tvær sundlaugar. Fyrir skömthu var tekið í notkun nýtt tæki, svonefnt „vatnsnudd“. Er sjúklingurinn látinn liggja I sérstaklega út- búnu baðkerl, og vatnsbunu beint með miklum krafti á hinn sjúka likamshluta. Vatnsnuddið hefur reynzt mjög vel, og er sér staklega vel fallið til lækningar gigtar. Þegar við höfðurn skoðað hæl ið og sannfærzt um að betri stað er ekki hægt að hugsa sér til heilsubótar, fóru blaðamenn irnir óspart að ráðleggja hverjir öðrum langan dvalartíma til bóta á sínum synduga skrokk. Þá var kominn tími til að kveðja. Að skilnaði bergjum við á blóðbergstei með hun- angi og röltum svo af stað, ánægðir yfir að vera búnir að finna stað til þess að eyða elli- árunum á. Hér er eingöngu notað heilhveiti, hvítur sykur. — ekkert hvítt hveiti, enginn Nei, þú verður að taka myndir. Heilsulindin, — bað og nudd. á þverveginn, «oa > i .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.