Vísir - 02.02.1963, Qupperneq 5
V í S IR . Laugardagur 2. febrúar 19ð&.
5
inn þá nð verki -
Framhald af bls. 16.
und krönur.
Áfgreiðslustúlkan kærði málið
strax til lögreglunnar, en nokkru
seirina kom einn drengjanna
þriggja inn í verzlunina og færir
stúíkunni ávísunina og meiri hluta
peninganna, en þó vantaði nokkur
Iiundruð krónur. Sagði drengurinn
einnig til nafns sfns og kvaðst hafa
hitt, hina tvo drengina af tilviljun
rétf áður. Sagði hann að þegar fé-
lögum hans sem stóðu að þjófnað-
inum hafi orðið ljóst hve mikil
verðmæti voru geymd í töskunni
hafi þeir orðið hræddir og það
hafi orðið úr að hann tók á sig
að skila megninu af þýfinu. Aðal
þjófarnir höfðu sig á brott með
nokkur hundruð krónur í vasan-
um .,og lögreglan bjóst í gærkveldi
við .að þeir væru þá að eyða fénu.
Var verið að leita þeirra en voru
ófundnir þegar blaðið vi'ssi síðast.
ifómas Einarsson rannsóknarlög-
reglumaður, sem fjallar einkum
um mál afbrotaunglinga, sagði
Vísi í gærkveldi að það væri vitað
að drengirnir tveir sem stálu úr
töskunni í gær hafi verið þeir
sömu og brutust inn í Nýja bíó,
og Vísir skýrði frá í gær. Aftur á
móti hafi sá, sem skilaði þýfinu,
ekki verið meðal þeirra, og taldi
Tórrias það virðingarvert og sýna
í sehn kjark og drengskap hvernig
hann brást við í þessu efni.
Tómas sagði ennfremur að annar
tveggja sem þarna voru að verki,
sé einkar kræfur. Hann er aðeins
12 ára gamall en hefur margoft
komið við sögu hjá lögreglunni
allt frá því er hann var 9 ára gam-
all. Hann tæki engum fortölum
hvernig sem að honum væri farið
og reynt að tala um fyrir honum.
í þessu sambandi kvaðst Tómas
sérstaklega vilja benda á þau vand
kvæði sem væru að því að koma
vanÖræðabörnum fyrir utan kaup-
staðanna. Aðeins eitt uppeldis-
heimili fyrir vandræðabörn væri
til á öllu landinu — vestur í
Breiðuvík — en það væri lokað
í vetur vegna viðgerða. Auk þess
er það alltof lítið, tekur aðeins
15 börn og er alltaf meir en yfir-
fullt.
Fram til þessa hefur Reykjavík
mátt heita ein um hituna við að
koma börnum þar fyrir. En nú
virðast fleiri kaupstaðir landsins
hafa eignazt líka vandræðabörn
og - sótzt eftir að koma þeim á
uppeldisheimilið í Breiðuvík. Ekki
væri viðlit lengur að koma vand-
ræðkbörnum fyrir á sveitaheimil-
um, sízt á veturna og það væri
alltóf stór hópur barna, sem for-
eldrár, lögregla og barnavernd
væri í hreinum vandræðum með
vegna þess að hvergi væri unnt
að koma þeim fyrir á rólegum og
afskektum stöðum eða þá á upp-
eldisheimilum sem æskilegast væri
og í rauninni sjálfsagt.
Dæmið um þessa unga drengi
sem að framan er nefnt, þar sem
þeir ráðast í hvert afbrotið af
öðru, þótt þeir séu teknir og talað
um fyrir þeim, sýnir átakanlega
hvílík þörf er fyrir uppeldisheimili
fyrir afbrotaæsku landsins.
Næturvakfsn —
Framhald af bls. 16.
það að einn okkar varð að sjá
um að „klarera“ skipin. Við
uriðum að taka við skipspappír-
um, fara með lækni um borð og
innsigla tollinn. Lögreglumenn
leituðu í skipunum, í auka-
vinnu. Ef við fundum ekkert
fengum við ekkert borgað, en
ef eitthvað fannst, fengum við
borgað tímakaup fyrir þetta.
— Hvað var bærinn stór þá?
— Hann náði frá Snorrabraut
og vestur í Kaplaskjól. Við
vorum bíllausir og reyndum því
að halda sambandi við stöðina
með þvl að fá að hringja hér
og þar. Fram til tólf, þegar
sjoppurnar lokuðu, vorum við
alltaf tveir og tveir saman, en
eftir það dreifðum við okkur,
um bæirin. Ef stöðvarmaðurinn
þurfti að senda okkur eitthvað,
varð hann að fara út á götu og
leita að okkur.
— Var mikið um slagsxnál?
— Það kom varla fyrir kvöld
að ekki væru slagsmál og var
mest um það í Miðbænum.
Stundum var það þó um allan
bæ. Veit varla hvernig stóð á
því að við sluppum yfirleitt vel
úr" þeim. Það er miklu minna
um slagsmál núna. Ég held að
þeir þori ekki eins I lögregluna
núna. Svo var líka miklu meira
af útlendingum hér þá.
— Kom oft fyrir að Tugthús-
ið væri fullt?
— Það var mjög oft. Ég held
að þeir geri miklu meira af að
sleppa þeim lausum aftur núna,
vegna rúmleysis.
— Hvað voruð þið lengi á
næturvakt í einu?
— Þá voru fastir menn á næt
urvakt. Ég var á næturvaktinni
frá 1923 til 1930. Við fengum
aldrei frí, hvort sem var um
helgar eða á stórhátfðum, svo
sem jólum. Við vorum líka oft
kallaðir út á daginn til viðbótar
og fengum aldrei borgaða neina
aukavinnu.
— Þótti þér þetta skemmti-
lega vinna?
—■ Ekki get ég sagt það. Það
var dag eftir dag og ár eftir ár
verið að eiga við sömu menn-
ina. Stundum varð maður svo
að fara með menn fulla heim
til konu og barna og þá var allt
vitlaust.
Söngvarinn —
Framhald af bls. 6.
og gamla mannsins.
Ég hlakka mikið til að syngja
hérna, segir Tajmer og ég vona
bara að fólkinu líki við mig.
Hvað verðið þið lengi hérna
á íslandi?
Við verðum út þennan mán-
uð, en síðan verður haldið aftur
til Danmerkur og þar syng ég
í Zigeunerhallen og Dyrhavs-
bakken.
Finnst yður ekki leiðinlegra
að koma hingað um vetur, þá
eru ekki eins mikil tök á að
skoða landið?
Sussu nei, mér er alveg sama,
við förum samt, við erum mjög
spennt að sjá hverina ykkar hér
á íslandi, og viljum ekki „missa
af því fyrir nokkurn snjó!“
79 af stöðinni —
Framhald af bls. 8.
farirnar sjást frá upphafi til
enda — m. a. frá öðrum og að
sínu leyti ekki ófróðlegri sjón-
armiðum — eru m. ö. o. raun-
verulegar? Spyr sá sem ekki
veit. Almenningur getur alls
ekki verið þess fullviss með
sjálfum sér að ekki sé, frammi
fyrir kvikmyndavélinni leikið
til muna meira en honum er
sýnt. Slíkur vafi á þátt í því,
að éta sundur siðgæðisundir-
stöður hans, svo sem raun ber
vitni á vorum dögum. Slíkt og
hvilíkt er tönn í kjafti Níð-
höggs, sem hann nagar með rót
asks Yggdrasils — lífstrés
þjóða og mannkyns.
að var ósvikin fegurð, sem
Ieikkonan sýndi í framan-
greindu atriði. En jafngilda
fegurð hefði hver lítt spillt
kona, við viss skilyrði, getað
sýnt. Til þess hefði ekki þurft
neinn leikara.
(Skrifað eftir komu í Bæjar-
bíó 27. janúar 1963.)
Björn O. Bjömsson.
Teikning af hinni nýju byggingu Heildverzlunarinnar Heklu. Guðni Magnússon teiknaði húsið i samráði
við Þór Sandhoit. í kringum húsið eru steinsteypt bifreiðastæði.
BIFREIÐA VERKSTÆÐI
Heildverzlunin Hekla
er flutt í nýja skrifstofu-
byggingu við Laugaveg.
Jafnframt hefur verið
byggt yfir bifreiðaverk-
stæði fyrirtækisins, og
verður verkstæðið hið
fullkomnasta, sem hér er
á landi. í skrifstofubygg-
ingunni er einnig stór
varahlutaverzlun fyrir-
tækisins, ásamt ýmsum
öðrum fyrirtækjum.
Heildverzlunin Hekla hef-
ur .m. a. umboð fyrir Volkswag-
en bifreiðar og Land-Rover bif-
reiðar, og mun viðgerðarþjónusta
fyrirtækisins fyrst og frems mið
ast við þessar tegundir svo og
viðgerðir á Porchebifreiðum, sem
heildverzlunin hefur einnig um-
boð fyrir. Þá hefir Hekla um-
boð fyrir Caterpillar vinnuvélar.
Bifreiðaverkstæðinu er skipt í
deildir: Þvottadeild, kvoðunar-
deild, smurstöð, mælingadeild,
skyndiviðgerðadeild, aðalviðgerða
deild, vélaviðgerðadeild og rétt-
ingar. Auk þess eru þar húsa-
kynni fyrir móttöku- og biðstofu
viðskiptavina o. fl. Er skipulag
verkstæðisins mjög fullkomið og
er þar lögð áhersla á að allt geti
verið sem þrifalegast, nákvæmast
og fljótlegast unnið. T.d. er bif-
reiðin þvegin áður en hún er
tekin til skoðunar, þá er vélin
þvegin áður en hún er tekin til
viðgerðar. Sérstakt tæki leitar
að bilunum í vél, mælitæki at-
huga allar stillingar og má þann-
ig lengi telja.
Bifreiðavarahlutaverzlunin er
með stærstu verzlunum borgar-
innar. Þar eru 160 skápar hólfað-
ir fyrir 117 mismunandi hluti
hver skápur. Framhlið verzlunar
innar er um 27 metra löng, björt
og rúmgóð.
í húsakynnum verzlunarinnar,
verkstæðisins og skrifstofunnar
er mikil áherzla lögð á rétta lýs-
ingu, auk þess sem vinnuskilyrði
eru öll eins góð eins og bezt
verður á kosið.
í tilefni af opnun hinna nýju
húsakynna koma hingað til lands
fulltrúar nokkurra þeirra fyrir-
tækja, sem Hekla hefur viðskipti
við. Gestirnir eru þessir: Con-
stantin von Velsen, framkvæmda
stjóri utanríkisdeildar Dresdner
Bank í Hamborg. Sá banki hefir
lánað DM 800.000.00 í bygging-
una með góðum kjörum vegna
fyrirgreiðslu Volkswagen. Leyfi
til þess að taka erlent lán fékkst
eingöngu vegna þess að gjald-
eyristekjur bankanna af sölu
Volkswagenbifreiða til erlendra
starfsmanna Keflavikurflugvall-
ar hafa numið milljónum króna
á undanfömum árum, og er
Á EVRÓPUMÆLIKVARÐA
í skoðunarverkstæði Volkswagenumboðsins. Þar er allt búið full-
komnustu tækjum sein og aðrar deildir verkstæðisins.
Hekla að því leyti útflytjandi.
Mr. E. Schneider, umdæmis-
stjóri Volkswagen, en umboð
hans nær yfir ísland og Bret-
landseyjar. Hefir hann aðsetur í
London.
Mr. H. Hiller, einnig frá Volks
wagen, sem komið hefur nokkr-
um sinnum áður til ráðuneytis í
sambandi við rekstur verkstæðis
ins. Mun hann nú starfa hjá
Heklu í mánuð, meðan verið er
að koma nýja verkstæðinu yfir
byrjunarörðuleikana.
Mr. Oscar von Seeger, sölu-
stjóri Caterpillar I Evrópu.
Mr. R. Richter, útflutnings-
stjóri Land-Rover.
Heildverzlunin H(Lla er stofn
uð árið 1933 af Sigfúsi Bjarna-
syni, núverandi forstjóra þess og
nokkrum öðrum, en hefur síðan
1940 algjörléga verið í eigu'fjöl-
skyldu hans. .. - V.