Vísir - 02.02.1963, Page 7

Vísir - 02.02.1963, Page 7
V1 S I R . Laugardagur 2. febrúar 1963. 7 Undanfarin ár hefur verið unnið á Lands- bókasafninu að skrásetn ingu efnis í íslenzkum blöðum og tímaritum. Þetta et seinlegt verk, sem stundum hefur orð- ið að víkja fyrir fjöl- mörgum öðrum verkefn um. Því miðar samt stöð ugt áfram svo að nú er sennilega búið að skrá- setja á um 100 þúsund kort, efni 49 tímarita og fylgirita, en meðal þeirra eru öli helztu rit- in, sem komið hafa út. hyggju að fá dagblöðin til að annast skráningu efnisins eftir- leiðis, vegna þess að bókaverð- ir Landsbókasafnsins hafa ýms- um öðrum hnöppum að hneppa. Þeir líta svo á, að þetta yrði ekki nema augnabliksverk á degi hv'erjum. Hins vegar geta þeir ekki annazt daglega skrán- ingu, þar sem blöðin berast þeim ekki í hendur nema með nokkurra mánaða millibili. jj^innur Sigmundsson hóf þessa skráningu og vann að henni þar til hann varð landsbóka- vörður. Um skeið vann Karölína heitin Einarsdóttir að skráning- unni, en nú starfar Haraldur Sigurðsson bókavörður ein- göngu að þessu. blaða og ^uk þess er búið að skrá efni Vísis og Morgunblaðsins frá byrjun til ársins 1944. Verið er að skrá efni Tímans og er lok- ið við að skrá efni blaðsins til ársins 1940. Ætlunin er að efni allra dagbiaða frá upphafi þeirra til ársins 1944 verði skráð í fyrstu lotu, en síðan verði byrj- að á annarri umferð, og iokið við það, sem eftir er. Jafn- framt hefur Landsbókasafnið í Hann kveðst skrá öll eftir- mæli og afmælisgreinar, alla rit dóma, ieikdóma og listgagnrýni, ritgerðir, sem ekki fjalla um dægurmál, utan prógrammgrein ar stjórnmálaforingja. Einnig eru skráðar helztu fregnir af þeim mönnum, sem helzt má ætla að framtíðin láti sig skipta. Yfirleitt má segja að þarna séu skráðar allar greinar, sem birt- ar eru undir nafni höfundar, ef þær fjalla ekki um mál dags- ins í dag. þess vegna er t. d. forystu- greinum dagblaðanna sleppt með öllu. Yrði reyndar óhægt um vik við skráningu þeirra, þar sem margar bera sömu heiti, og svo er það oftast að heitin gefa ekki mikið til kynna um efni þeirra. Þá myndi skráning þeirra verða gífurlegt verk, þar sem þegar hafa birzt um 50 þúsund forystugreinar í íslenzk- um dagblöðum. Þýddar sögur og kvæði eru skráð til að hægt sé að fylgjast með því hvaða erlendir höfundar eiga verk sín eða hluta þeirra þýdd á íslenzka tungu. íslenzkar blaða- og tímarits- tímaríta greinar eru ósjaldan merkar heimildir um menn og málsefni, stundiim þær einu, sem völ eru á. Það er því til mikils hag- ræðis fyrir þá, sem þurfa að styðjast við heimildir þessar að hafa fengið jafn ítarlega spjald- skrá sem þessa. Hún flýtir fyr- ir þeim og auðveldar starfið um leið og hún ætti að tryggja að ákjósanlegt efni þurfi ekki að fara framhjá þeim. — á. e. asti og afturhaldssamasti Hokkurím Vitnisburður Einurs Olgeirs- sonur n Alþingi Tjað hefur löngum verið venja Framsóknar að saka Sjálf- stæðisflokkinn um afturhaldsemi og jafnvel ólýðræðislegar tilhneig ingar. Hins vegar er það á vitorði ails almennings, að enginn flokk- ur í Iandinu hefur verið jafn harð svíraður afturhaldsflokkur og ein mitt Framsóknarflokkurinn og enginn Iýðræðisflokkur jafn hneigður til ólýðræðislegra vinn>’ bragða og hann, og það hefur löngum verið hlutverk Sjálfstæð- isflokksins, þegar þessir flokkar hafa starfað saman, að hafa hem- il á einræðistilhneigingu Fram- sóknar, svo að lýðræðið mætti vera í hciðri haft í þessu landi. J^ommúnistar hafa nianna sízt verið orðaðir við lýðræði og frelsisást, en jafnvelþeint ofbýður einræðishneigð Framsóknar og þeir saka ekki Sjálfstæðisflokk- inn unt mestu afturhaldsstefnuna í stjórnmálum og almennum mál- um, heldur eðlilega Framsóknar- flokkinn, þá sjaldan að þeir segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann, eins og fyrir kom í ræðu, sem Einar Ol- geirsst hélt í þinginu s. 1. fimmtudag. Hún vakti sérstaka athygli vegna þéss að þar sagði kommúnisti einu sinni sannleik- ann og sýndi Framsóknarflokkinn í sínu rétta Ijósi eins og hann hefur verið frá upphafi vega, og varð Einar nú að viðurkenna það, sem almennt er viðurkennt, en kommúnistar hafa að jafnaði reynt að dylja, að Framsóknar- flokkurinn er hinn eini sanni aft- urhaldsflokkur í landinu, seni alla tíð hefur haft það ntark og tnið að berjast gegn launahækk- unum og bættum kjörum almenn- ings, eins og Einar nefndi óhrekj- andi dærni um, og jafnvel viljað banna aðra flokka, að því er Ein- ar gaf nú fyllilega í skyn Einar fullyrti sem sé að það hefði verið rætt um það í rikis- stjórninni 1941, að banna Komm- únistaflokkinn hér á landi og einnig útkomu Þjóðviljans og það var auðheyrilega skoðun hans, að Framsóknarflokkurinn hefði viij- að beita sér fyrir þeim aðgerðum, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki tek ið slíkt í mál og sýnt þar með að hann var lýðræðissinnaður í orði og á borði, en Framsóknar- flokkurinn aðeins í nösunum. Þetta er þungur áburður á flokk, sem þykist vera lýðræðisflokkur, jafnvel þótt ásökunin sé af hálfu kommúnista, og er nú ekki nema um tvennt að gera fyrir Fram- sókn, að hreinsa sig af þessum áburði eða hverfa úr tölu lýðræð- iflokkanna og vera flokkaður undir sama númer og kommúnst- ar í framtíðinni. 17inar Olgeirsson nefndi mörg fleiri dæmi til sönnunar þvi að í öllum tilfellum hefði Sjálf- stæðisflokkurinn reynzt trúr hug- sjónum lýðræðisins. En Framsókn arflokkurinn er ótrúr þeim og hneigður til ofbeldis. Hann nefndi einnig mörg dæmi þess að Fram- sóknarflokkurinn hefði barizt gegn eðlilegum kauphækkunum og kjarabótum almennings og beinlínis haft þröngsýni og aftur- haldssemi að Ieiðarljósi, en Sjálf- stæðisflokkurinn alltaf.sýnt skyn- semi og sanngirni í þeim málum og alltaf verið fylgjandi raunhæf- um kjarabótum verkafólks og alls almennings. Auðvitað þóttist Ein ar tala sem fulltrúi alþýðunnar, og er því athyglisvert og vert að festa það í minni, að alltaf hafði Framsóknarflokkurinn, en alls ekki Sjálfstæðisflokkurinn, verið höfuðóvinur alþýðunnar á undan- gengnum áratugum. o ---- r----- - að batnandi manni væri bezt að lifa og Framsókn hefði reynzt alþýðunni (það er kommúnistum) auðsveipt og gott barn og trygg- ur bandamaður í tíð núverandi ríkisstjórnar. Duldist engum að það hlakkaði í honum að hafa getað dinglað Framsókn eins og hala Kommúnistaflokksins á þessu kjörtímabili. En hann sló einn varnagla, og hann ckki ódigr an, sem sé þann, að aldrei hefði verið að marka Framsókn í stjórn arandstöðu, hún reyndi þá ætíð að leyna sínu rétta innræti en sýndi því betur sitt rétta andlit er hún kæmist í ráðherrastólana, andlit afturhalds og einræðis- hneigða. Geta menn svo dregið sínar ályktanir af því hver útkoman yrði, ef sú ógæfa ætti eftir að henda þjóðina að fela slíkum flokki í félagi við kommúnista meirihluta á löggjafarsamkomu þjóðarinnar og stjórn landsins. Krabbameini í maga finnst fljótt með efnarannsékn í síðasta hefti af danska lækna tímaritinu Ugeskrift for Læger er skýrt frá því, að nýjar aðferðir hafi nú verið teknar upp til að finna krabbamein í maga og þörm um. Segir í greininni að þetta sé nú prófað með efnafræðilegum rannsóknum. Það er kunnur dansk ur læknir Torben Jersild, seni rit- ar grein um þetta og er það niður staða hans, að sjálfsagt sé að all- ir þeir sem komnir eru yfir 40 ára aldur láti framkvæma læknisskoð un á sér einu sinni á ári og þá sé það m. a. kannað með þessari einföldu aðferð hvort krabbamein sé farið að .grafa um sig. Leeknirinn segir, að það sé hægt með þessum efnafræðilegu rann- sóknum að komast að þvf miklu fyrr en með röntgenskoðun, hvort krabbamein sé farið að búa um sig. Hann segir að það sé undar- legt, hve fáir læknar séu búnir að taka þessa efnafræðiathug- un í notkun, þrátt fyrir það að hún sé bæði ódýr og auðveid. Aðferðin hefur um skeið verið notuð við menn, sem hafa fengið magasár. Er þá siður að þeir eiga að koma með stuttu millibili og er þessi efnafræðirannsókn á saurn- um framkvæmd. Þannig er hægt að fylgjast með því, hvort illkynjað mein kemur upp í maga eða þörrr,- um. Jersild yfirlæknir telur að menn sem komnir eru yfir fertugsaldur- inn eigi árlega að láta framkvæma ýtarlega skoðun á sér. Þeir þurfa t.d. að láta kanna hvort blóðþrýst- ingur sé réttur og hvort hjarta, lungu og nýru starfi eðlilega.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.