Vísir - 02.02.1963, Síða 9

Vísir - 02.02.1963, Síða 9
V í SIR . Laugardagur 2. febrúar 1963. 9 Hvar er frumbyggi Reykjavíkur, Ingólfur Arnarson heygður? Marg ir hafa velt þeirri spurn- ingu fyrir sér og sumir hafa gizkað á Arnarhól, en sú tilgáta er af ýmsum ástæðum ekki sennileg. Nú hefur Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður komið fram með nýja tilgátu, en hún er sú að haugur Ingólfs sé í hólnum norð- an við Breiðagerðisskóla, en sá hóll gengur undir ýmsum nöfn- um, oftast Álfhólsnafninu í seinni tíð, en eldra'heiti á honum er Skyggnir. Áður var býli undir hólnum og hét það Sjónarhóll. Er nærtækt að álykta, að nafnið sé dregið af hólnum. Ekki er langt síðan að gárungarnir köll- uðu hann Alkohól, meðan lítil byggð var þar nærlendis og næð- issamara til drykkju. Lárus Sigurbjörnsson telur margt mæla með því að hóllinn og nánasta umhverfi sé fornt kumlastæði. — Það var skömmu áður en bygging Breiðagerðisskóla var Hann taldi og steinana vera af jafnri. stærð og þótti þetta allt næsta einkennilegt. Bað hann mig að koma og líta á þetta með sér. Þegar ég hafði skoðað ummerki á staðnum, taldi ég fulla ástæðu til að biðja um að frekari að- gerðum yrði hætt, sem var og gert, og síðan stendur hóllinn þarna með sömu ummerkjum og áður. Hvað sem öðru líður er hóllinn Skyggnir merkilegur. Það vill nú svo til að landar- eign Reykjavíkur er ekki ókannað land lengur, heldur hefur verið rótað rækilega til á því í 5 km. fjarlægð frá miðju borgarinnar og hvergi fundizt svo mikið sem urmull af neinum þeim leifum eða ummerkjum, sem bent geti til þess hvar fyrstu kynslóðir Reykja víkur séu heygðar. Ekki sér held- ur neins staðar dysjarSeltirninga,' næstu nágranna þeirra. Einhvers staðar hlýtur þeim þó að hafa verið búinn legstaður eins og öðru fólki. Þannig háttar til að sunnan við hólinn Skyggni og steinsnar frá honum lá gamli Bústaðavegurinn, sem var alfaraleið öldum saman til Reykjavíkur. Við þenna sama veg og þó nær Eskihlíðinni, fund- ust fornar rústir einhvem tfma á árunum næstu eftir 1930. Ólafur unni. Og enn stendur — þar sem gatan lá áður — merkilegur steinn, sem heitir Söðulsteinn. Hann stendur fyrir neðan Hólm- garð og er í rauninni einu minj- amar sem enn eru til um þessa ævafornu þjóðbraut heim á bæ Ingólfs Arnarsonar, Reykjavík. ur í mómýri og hvar ætti hann þá að vera heygður annarsstaðar en þarna á Bústaðahálsinum rétt við þjóðleiðina heim að bænum? Hafi skipið verið dregið í haug- inn, sem líklegt má telja, var auðveld leið úr þrem áttum að koma því frá sjó og þarna upp. ert væri líklegra en jarðmyndun I hólsins hafi orðið með eðlilegum I hætti og þar þyrfti því ekki að vera um haug né önnur manna- ; verk að ræða. Þrátt fyrir þetta taldi Lárus eðlilegt að hóllinn væri rannsakaður vel og gaum- gæfilega, enda þótt það kostaði nokkurt fé. Vísir hefur innt Þorkel Gríms- son eftir áliti hans á Skyggni. Þorkell kvað sér þessa tilgátu Lár usar Sigurbjörnssonar þegar löngu kunna og að þeir hafi rætt hana sín á milli, enda þótt enn hafi ekki orðið neitt úr fram- . kvæmdum með að rannsaka hól- inn eða grafa í hann. Þorkell sagði ennfremur að það væri í rauninni ekki margt, annað en þá lögunin á hólnum sjálfum, sem mælti með þvf að þar gæti verið um haug að ræða, enda hafi graf- haugar yfirleitt ekki fundizt hér á landi til þessa. Þrátt fyrir það væri þó ekki ófýsilegt að grafa í gegnum hólinn og kanna hvort nokkuð það fyndist, sem benti til að hann væri gerður af manna- höndum. Hvenær af þeim fram- kvæmdum gæti. orðið væri enn óvíst, og a. m. k. yrði það ekki fyrr en í vor eða sumar í fyrsta . lagi. Vísir spurði ennfremur Hjört Kristmundsson skólastjóra Breiða gerðisskóla hvort hann teldi ástæðu til, skólans og barnanna vegna, að hólnum yrði rutt burt. Skólastjórinn svaraði því til að hóllinn væri raunar til nokkurs ónæðis og að það stafaði af hon- um viss hætta fyrir börnin. Þau renndu sér niður af honum í snjó, en það væri ekki hættulaust, þvf það er umferðargata annars vegar við hann en húsið hins vegar og ef ógætilega væri farið, gæti hlot ' við Breiðagerðisskóla ? hafin, sagði Lárus í viðtali við Vísi fyrir skemmstu, að ljósmynd ir voru teknar úr lofti með tilliti til mælinga á svæðinu. Þá var það að Haukur Pétursson mæl- ingamaður vakti athygli mína á þessum Ijósmyndum, en á þeim kom í Ijós einkennilegur stein- hvirfingur undir efsta jarðvegs- yfirborði. Þótt ég feginn hefði viljað, sagði Lárus, hafði ég ekki tök á að rannsaka þetta nánar, enda voru framkvæmdir við skólabygg inguna þá hafnar með því að byrjað var að grafa fyrir grunn- inum. Þessar steinhvirfingar, sem voru rétt sunnan og austan til við hólinn Skyggnir, báru ýmis einkenni dysa. Og þegar við fór- urri að rýna í myndina af hóln- um sjálfum, sást að hann var ílangur og gæti hæglega rúmast í honum skip. 1 hitteðfyrra gerði skólastjóri Breiðagerðisskóla mér aðvart um. þegar rýmka þurfti fyrir dyrum á skólahúsinu, að við þær aðgerð ir hafi komið fram grjót í hól- fætinum og enn fremur sagði hann að jarðvegsmold og sandur hryndi jafnt og þétt úr hólnum. Friðriksson skrifaði um þetta á sínum tíma og hélt því fram að þetta myndu hofrústir vera. Matt- hfas Þórðarson þjóðminjavörður taldi líklegra að þetta væru rústir af gömlu seli. Rúst þessi var tví- hólfa og með greinilegum milli- vegg. f henni fundust tveir merki Iegir steinar, annar greinilega til- höggvinn sem sæti og hinn í lög- un sem Þórshamar. Báðir þessir steinar eru nú komnir í Árbæjar- safn. Af rúst þessari sér ekki urmul lengur. Hún er gersamlega horfin, og var farið yfir það síð- asta af henni með ýtu. Fram með þessum rústum, hvort þær hafa heldur verið af hofi eða seli, og síðan eftir Bú- staðahálsinum, lá gamli vegurinn inn að Elliðaám. Hefur hann, eins og að framan getur, legið rétt sunnan við hólinn Skyggni. f því sambandi er rétt að benda á, að lega hans kemur vel heim við staðsetningu annarra kumla- stæða, því þau lágu skammt frá götum eða alfaraleiðum. Nú er gamli Bústaðavegurinn algerlega horfinn, enda búið að róta mestöllu landinu rækilega til. Á gömlu loftmyndakorti, sem til er, örlar þó aðeins fyrir göt- Með þvi framtíðarskipulagi, sem gert hefur vérið á þessu svæði, kemur Söðulsteinn til með að skaga út í götu, sem þarna á að gera. En steininum verður að hlífa. Hann verður að fá að vera hvað sem tautar. Mér sýnist margt benda til þess, sagði Lárus Sigurþjörnsson að lokum, að Skyggnir, hóllinn við Breiðagerðisskóla, kunni að vera haugur landnámsmannsins. Það er útilokað að Ingólfur sé heygð- Ein leiðin var upp úr Fúlalækn- um, önnur úr Fossvogi og sú þriðja úr Elliðaárvogi. Frá öllum þessum stöðum var um mýrar eða annað gróðurlendi að fara, a. m. k. mest af leiðinni og því tiltölu- lega auðvelt að draga skip. Þá kvaðst Lárus Sigurþjörns- son bæði hafa fært þetta mál í tal við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing og Þorkel Grimsson fornminjafræðing. Hann sagði að dr. Sigurður hafi tjáð sér að ekk- izt af þessu slys. Þrátt fyrir þetta kvaðst Hjörtur skólastjóri ekki myndi beita sér fyrir þvl að hóll- inn yrði fjarlægður, allra sízt ef þarna væri um mannvirki eða haug að ræða, sem hann kvaðst engan veginn telja ólíklegt. Hjört ur kvað vandalítið að draga úr slysahættu við hólinn með því að hlaða utan með honum eina til tvær beltaraðir af stórgrýti. Við það myndu börnin hætta að renna sér niður hólinn. i 111 - 1 , ;;L; |,ite{|«p,l:,l!f !'',t' ■ í; i, j 7 •" 11 " "'íiT'Í!/ f , imm Rætt við Lárus Sigurbjörns- son um athuganir hans og nýstárlegar kenningar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.