Vísir - 04.02.1963, Side 2

Vísir - 04.02.1963, Side 2
2 V1S I R . Mánudagur 4. febrúarl963. 1 ir L Wím. 1 ÍI&'O i 3 r/'////A LJ Z/////////M. ///////// y u Seinni umferB Handknutt- leiksmóts ísiands hafin ÍR — KR 39:19 og FH—Þróttur 27:18 Seinni umferð Handknatt- um FH gegn Þrótti, enda leiksmóts Islands hófst tneð heldur tilþrifalitlum leikjum í gærkvöldi. ÍR átti ekki í teljandi erfiðleikum með KR og sama má segja þótt Þróttur ynni síðari hálfleikinn með 13:10, sem þó nægði ekki til sigurs í lciknum. ÍR gekk ekki vel fyrst í stað, en FJÓRIR FYRSTU VORU NORSKIR NORÐMENN hafa eftir EM í skautahlaupi aftur unnið hina fornu frægð sína í þessari íþrótt og jafnvel öllu meira. Fyrstu fjórir keppendurnir á Ullevi í Gautaborg í gær voru Norðmenn: 1. Aan- ess, 2. Johannessen, 3. Moe, 4. Thomassen, en þá kom Rússinn Borls Stenin, en 10. maður var einnig Norðmaður, Mayer. Hefur skautaíþróttin aldrei staðið jafnhátt i Noregi og nú, ekki einu sinni á tímum Hjalmars Andersens, Oscars Mathiesens eða Ivars Ballengrund. Almenn gleði ríkir nú í Noregi yfir úrslitunum, enda sýna þau ekki aðeins yfirburði í Evrópu heldur og öilum heiminum. smám. saman komu yfirburðir í Ijós, enda má segja, að ÍR sé nú í mikl- um uppgangi og sýni vaxandi leiki. Má vænta meiri og betri út- komu hjá Iiðinu í seinni umferð- inni en hinni fyrri. í hálfleik var staðan 14:8 fyrir iR, en undir lok- in fóru iR-ingar að finna leiðina að marki KR og tókst að sigra með 10 marka mun, 39:19, sem var sanngjarnt. Þróttarar virtust í leiknum gegn FH ætla að láta alvarlega í minni pokann gegn þessu sterka liði og í hálfleik var staðan 17:5 fyrir FH. Síðari hálfleikurinn var hins vegar allvel leikinn af Þrótti og hvað eftir annað tókst þeim að læða boltanum framhjá Hjalta, sem varði þó oft mjög vel. Guðmundur mark- vörður Þróttar átti og mjög góðan leik og má mikið þakka honum að úrslitatalan var ekki hærri en 27:18 fyrir FH, en einnig Þórði Ásgeirs- syni, sem átti góðan leik. Hjá FH voru beztir Kristján, Hjalti og i Ragnar, sem er mikið að sækja sig HLYIR STRAUMAR FRÁ ÍSLANDI Engir leikir fóru fram um helg- ina í 1. og 2. deild í Englandi vegna vetrarríkisins þar í landi. Enska útvarpið sagðist vona að „bráðum færi að leggja hlýja strauma frá Islandi", en það virð- ist enn ekki hafa orðið. Fjórir leikir fóru fram, 2 í 3. deild og 2 í 4. deild. Alls hefur nú verið frestað frá 22. des. s. 1. 374 leikjum af þeim 477, sem fram áttu að fara, en 103 hafa verið leiknir. I Skotlandi fóru 4 leikir fram, þar af enginn ( 1. og 2. deild. ! Ríkharður aftur utun jtíl lækningu ii Ríkarður Jónsson fór um síð- ustu helgi utan til Þýzkalands, þar sem hann leitar nú áfram- haldandi lækningar á meiðslum þelm, sem hafa til þessa háð honum mjög mikið. Ríkarður mun að sögn konu hans, Hall- beru Leósdóttur, dvelja á Helle sen sjúkrahælinu í a. m. k. mán aðartíma í rafmagnsböðum. nuddi og ýmsri annarri með- höndlun og eru góðar vonir um enn meiri og betri bata en í fyrra, en þá varð Ríkarður það góður, að hann gat aftur Ieikið með Ilði sínu og lék að auki tvo iandsleiki. i * Emil Griffith vann Danann Cris Cristensen á knock-out í 9. lotu í Kaupmannahöfn í gærkveldi. Var keppnin um heimsmeistaratitilinn í millivigt. Petii Nikula setti heimsmet í stangarstökki innanhúss i fyrra dag, er Jiann jafnframt fór yfir „5 metra múrinn“, sem svo lengi hefur verið ósigraður og oft ógnað. Hann stökk 5,10 metra á glerfíberstöng í Lahti. Nikula stökk þessa hæð í öðru stökki sínu. Áður hafði hann stokkið töfrahæðina 5.00 í ann- arri tilraun, síðan 5,05 í 3. tll- raun og sfðan 5,10 í fyrstu til- raun. Eftir nokkrar vikur fer Nikula til Bandaríkjanna og mætir þá beztu Bandaríkja- mönnum á mótum þar. Golf innanhúss Birgir skýtur í mark í leik FH ojg Þróttar. 26 greiddu aðgangseyrí I dag, mánudag, hefjast innan- hússæfingar í golfi á vegum Go)f- klúbbs Reykjavíkur í leikfimissal undir áhorfapöllum Laugardalsvall arins. Komið verður fyrir netum til að slá í, og verður þeim sem vilja veitt tilsögn A'lir klúbbmeðlimir eru hvattir til að notfæra sér þessa æfingartíma. en utanfélagsmenn eru einnig velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Eftir æfingar geta menn fengið sér hressandi bað á staðnum eða brugðið sér í Sund- laugarnar. Fyrst um sinn verða tímar þrisv ar í viku: mánudaga kl. 5,10—6,50, miðvikudaga kl. 5,10—6 og föstu- daga kl. 6—6,50. Kennarar verða: mánudaga Óttar Yngvason, sfmi 16398 og Pétur Björnsson, sími 18704, miðviku- daga Þorvaldur Ásgeirsson, sími 11073, og föstudaga Ólafur Bjarki Ragnarsson, sími 23142. Tuttugu og sex áhorfendur greiddu aðgangseyri að Háloga- landi á laugardagskvöld, og fengu fyrir tvo ójafna leiki í 2. deild, þar sem Haukar og Ármenningar „burstuðu“ andstæðinga sína. Fyrri leikurinn var milli Hauka og Keflvíkinga, en Haukarnir náðu fljótt undirtökunum gegn hinum kornungu leikmönnum Keflavíkur. Reyndu Haukar ekki mikið á sig við að sigra, enda þótt Ásgeir Þor steinsson væri forfallaður að þessu sinni. I hálfleik var staðan 18:8, en leiknum lauk með enn meiri mun, eða 41:16. Beztu menn voru þeir Viðar Sí- monarson, sérlega skemmtilegur, óeigingjarn og laus við marka- græðgi, en skoraði samt 13 mörk í leiknum, Hörður, Sverrir og Garðar, sem allir léku vel, en yf- irleitt var liðið gott og verður ef- laust ekki lamb við að leika fyrir Ármenningana. Tveir menn Kefla- víkurliðsins vekja mesta athygli, Karl Hermannsson og Kjartan Sig- tryggsson. Seinni leikurinn var milli Ár- manns og Breiðabliks, og var sama uppi á teningnum þar. Ármann skoraði strax á örskömmum tíma 8 mörk og var með 22:6 I hálf- leik, en yfirburðir voru minni f síðari nálfleik, enda ekki keyrt á fullum hraða, en sigurinn varð 38:13, eða 25 marka munur, eins og í fyrri leiknum. Kvöld þetta var annars mjög leið inlegt handknattleikslega og mátti lesa þetta jafnt af andlitum hinna 26 áhorfenda og leikmanna, að ekki sé talað um dómarana, sem voru algerlega búnir að missa á- hugann og jöpluðu á karamellum sér til dægrasyttingar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.