Vísir - 04.02.1963, Blaðsíða 4
4
V í SI R . Mánudagur 4. febrúarl963.
CHAPMAN.
egs og var þar við nám 1957
og 1958 og eftir heimkomuna
illM til Bandaríkjanna kenndi ég
sænsku og norsku við háskól-
ann i Wisconsin.
★
Kennir íslenzku
í Kaliforníu.
Ég starfa þar við Kaliforníu-
háskólann, en hann starfar í
< deildum, sem eru staðsettar I
Los Angeles, Berkeley og San
Francisco, og kenni ég aðallega
norsku og flyt erindi um norsk-
ar bókmenntir við háskóladeild-
ina í Los Angeles (UCLA —
University of California Los
Angeles). Og ég kenni þar ís-
lenzku — ef tækifæri er til
þess, þ. e, ef nemendur óska.
★
Vinnur að norsk-
enskri orðabók.
Ég gat þess, að mér hefði
verið sagt, að samstarf væri
áfram mikið með þeim Einari
Haugen prófessor, og sagði
Chapman þá:
— Ég hef verið misseris tíma
í Wisconsin. Við Einar Haugen
erum að vinna að norsk-enskri
um þetta, að nýkomin er út bók
eftir Chapman, og sagði hann
frá henni með þessum orðum:
— Hún er um skyldleika ís-
lenzkra og norskra mállýskna.
hún er nýkomin út i Noregi —
ég hef ekki séð hana enn. Hún
er um 200 bls„ en henni fylgir
uppdráttur til skýringar — og
það er oft hægt að segja meira
með góðum uppdrætti en mörg-
um síðum lesmáls.
Grein um ísland.
— Þér minntust á, að þér
ætluðuð að skrifa greinar frá
Noregi? En héðan?
— Ég er að vinna að grein
um íslenzkar nútímabókmennt-
ir — og ég hef verið önnum
kafinn síðan ég kom, svo að ég
hef ekki getað hitt alla kunn-
ingja og vini, og ég bið Vísi að
bera þeim kveðju og þar með
að ég vonist til að koma bráð-
um aftur.
„íslenzkur aðall“.
Chapman kvaðst hafa notið
er
Nú í vikunni fór héð-
an eftir hálfsmánaðar-
dvöl góður gestur, Chap
man háskólakennari,
sem mörgum er hér að
góðu kunnur, er hann
dvaldist hér fyrir nokkr-
um árum við íslenzku-
nám. — Hann er mál-
fræðingur að menntun,
talar íslenzku með ágæt-
um, hefur kennt ís-
lenzku við bandarískar
menntastofnanir, og
mun gera það áfram, og
auk þess hefur hann
kynnt íslenzkar bók-
menntir erlendis, aðal-
lega í Bandaríkjunum.
Ég spurði Chapman að því,
er ég ræddi við hann dagstund
rétt fyrir burtför hans, hvort
eitthvað sérstakt hefði vakið á-
huga hans á íslenzkri tungu,
bókmenntun og menningu yfir-
leitt, svo sem það að hann ætti
ættir að rekja til norrænna
manna o. s. frv.
— Nei, svaraði Chapman. Ég
er ættaður frá New Jersey og
ekki af norrænum stofni, —
las þýzku, er ég lagði fyrir mig
málfræðinám, og þá kom það
eins og af sjálfu sér við nám
á fornþýzku og fornensku, að
ég fékk áhuga á forníslenzku
og einnig nútímaíslenzku. Síð-
ar las ég fornfslenzku hjá Ein-
ari Haugen, prófessor við há-
skólann í Winconsin.
Og nú brosti Chapman, er
hann bætti við:
— Og ég kenndi flugmönn-
um þar íslenzku á námskeiði,
sem haldið var fyrir þá, áður en
þeir færu til íslands. Ég kenndi
því íslenzku áður en ég kom til
islands. Ég fékk annars náms-
styrk hjá íslenzka menntamála-
ráðuneytinu, af fé því, sem er-
lendum mönnum er veittur hér
til háskólanáms, og var hér tví-
vegis við námið, alls tvc miss-
eri. Héðan fór ég svo til Nor-
Rætt við Chapman háskóla
kennaro, sem kennir ís-
lenzku og kynnir ísland
orðabók, og fer ég nú héðan
til Noregs og dvelst þar 7 mán-
uði, áður en ég fer aftur til
Kaliforniu.
— Erindið ef til vill tengt
orðabókarstarfinu?
— Já, en aðalerindið er að
fá aukin kynni af norskum mál-
lýskum.
— Er það orðabók, sem þið
hafið f smíðum? Ef til vill snið-
in eftir þörfum stúdenta við
bandaríska háskóla?
— Báðum spurningunum get
ég svarað játandi. 1 orðabókinni
verða um 60.000 orð og mun
hún verða um 800 síður prent-
aðs máls og koma út eftir 2 ár.
Hún er sérstök að því leyti,
að hún nær yfir bæði málin
í Noregi — Iandsmálið og
rikisniálið. Og hún mun verða
stærsta norsk-enska orðabók-
in, seni samin hefur verlð.
★
Ný kennslubók.
Úr því á þetta er minnzt get
ég sagt frá þvf, að við erum
líka að gefa út nýja kennslu-
bók i norsku, og það er vegna
þeirrar útgáfu einnig, sem ég
ætla að kynna mér norskar mál-
lýskur, og viða að mér efni, og
skrifa greinar frá Noregi.
íslenzkar og norskar
mállýskur.
Það kom þá upp, er við rædd-
þess mjög, að hafa heyrt Þór-
berg Þórðarson rithöfund lesa
hér upp úr verkum sfnum, en
hann hefur mætur á Þórbergi
fyrir gáfur hans, sérkennileik f
stíl og aðra kosti — og í fyrra
kom út þýðing hans á köflum
úr íslenzkum aðli og nefnist í
þýðingunni In Seafch of Our
Beloved.
Viðtal þetta fór fram, þegar
Chapman var að búa sig undir
brottförina morguninn eftir, og
höfðum við þvf lítinn tíma til
spjallsins. Það fór fram á City
Hotel, þar sem Chapman bjó —
og — eins og þeim mun ekki
koma á óvænt sem þekkja hann
fór viðtalið fram á fslenzku.
Hann talaði fremur hægt, senni-
lega vegna þess að það er hátt-
ur hans sem kennara — því að
íslenzk tunga er honum töm,
hann hefur öll orð, sem hann
þarf á að halda, og orðatiltæki.
Fannst mér sérlega ánægjulegt
að kynnast þessum unga mennta
manni og fannst, er við urðum
samferða niður í bæ, gott til
þess að hugsa, að slíkir menn
sem Chapman fái það hlutverk
að kynna fslenzka menningu
með öðrum þjóðum, — í þessu
tilfelli hjá stórþjóð, sem á fjölda
menntastofnana, þar sem nem-
endur eiga þess kost að nema
forníslenzku — og allvíða einn-
ið nútíðarmálið.
A.Th.