Vísir - 04.02.1963, Side 15
IR . Mánudagur 4. febrúar 1963.
Cec/7 Saint - Laurent:
NÝ ÆVINTÝRI
jr jT
KAROLINU
sér blökkukerlingu:
— Yfirheyrðu hana, skipstjóri
— því að hún veit...
— Hefirðu séð hvítan mann
og konu hans? Hvar eru þau?
Þegar skipstjóri hafði farið
vel og hörkulega að henni á víxl
langa stund leysti hún loksins
frá skjóðunni:
— Hvíti maðurinn hvílir í jörð.
Hvíta konan drap hann — svo
bjó hún inni í skóginum í kofa
frumskógabúa sem kona hans
— þetta er vond kona, hún er
úlfur á nóttinni, sýgur blóð úr
börnum og eitrar fiskana.
— Jæja, jæja, hún gerir þá
þetta, og svo tölum við ekki
meira um það, en þú verður að
vísa okkur veginn til hennar.
Hún hikaði fyrst, en loks benti
hún á stíg, sem lá inn í skóginn.
— Skipherrann og menn hans
fylgdu henni eftir. Eftir nokk-
urra klukkustunda göngu komu
þeir að kofa. Fyrir utan hann
sat sólbrennd, hálfnakin kona,
og knosaði korn í mortéli. Hún
sat bogin við vinnu sína og virt-
ist hvorki heyra eða sjá komu-
menn. Allt í einu skauzt risa-
stór negri fram úr byrgi og áður
en skipstjóri fengi nokkuð að
gert hafði hann þrifið konuna
og hljóp burt með hana í farigý
inu.
sínum að veita þeim eftirför, en
skógargróðuj-inn var svo þéttur,
að þeir komust hvergi, og hann
var nýbúinn að skipa svo fyrir,
að leitinni skyldi hætt, er einn
manna haris kallaði:
— Komið. Þau eru hérna!
15. kapituli.
Endurfundir á Ítalíu.
— Ég veit ekki hvort hann
getur sinrit yður nú. Ég skal
spyrja, ef þér viljið bíða andar-
tak.
.Préval aðstoðarhershöfðingi
greip kertastjaka og gekk upp
stiga svo hrörlegan, að svo virt-
ist sem hann mundi hrynja þá
og þegar.
Gaston de Salanches hershöfð
ingi sat þarna uppi á lofti bænda
býlis, sem nú var höfuðstöð
Ítalíuhers Frakka. Þarna hefði
verið kolamyrkur ef tunglið
hefði ekki náð að varpa þar inn
dálítilli birtu. Suð skorkvikinda
barst að eyrum og úr fjarska
klukknahljómur.
— Vill hershöfðinginn gera svo
vel að koma með mér? Joubert
hershöfðingi bíður eftir yður.
Gaston stóð upp og fór með
aðstoðaffiérshb’fðmgjánur.-! inn lí
illa Iýst herbergi. Suchet hers-
tæklegt rúm en á því var út-
breitt landakort. Joubert hers-
höfðingi steig fram og heilsaði
Gaston með handabandi.
— Gleður mig að hitta yður,
Calanches. Við höfum nokkurn
tíma aflögu. Herforingjaráðið
kemur ekki saman fyrr en á mið
nætti,
Salanches mælti hikandi:
— Ég kom fyrr en þörf var,
því að ég hefi bónar að biðja .. .
— Það myndi gleðja mig, ef
ég gæti gert yður greiða. Hvað
get ég gert fyrir yður?
— Ég vildi gjarnan geta kom-
izt hjá að sitja fundinn í nótt.
Gömul vinkona mín, Karólína
Berthier, er stödd hérna í þorp-
inu mikilvægra einkaerinda.
— Er hún skyld yður,
— Mjög. fjarskyld. Hún var
gift Georges Berthier ...
Suchet kinkaði kolli.
— Ég þekki hann. Hann var
ger útlægur til fanganýlendunn-
ar í Cayenne. Han var duglegur
og heiðarlegur maður. Vafalaust
verður hann náðaður bráðlega
og þá mun hann hefja þátttöku
í stjórnmálum á ný.
— Það er of seint að náða
hann nú. Hann er látinn, — bug
aðist, — þoldi ekki loftslagið.
Þér munið kannski, aðég gekk
að eiga Karlottu systur hans.
Ég misti hana fyrir misseri —
og — ég gat ekki verið við út-
för hennar . . .
Joubert lagði hönd sína á öxl
hans.
— Ég man, að þér höfðuð
stjórn á hendi í mikilvægum her
leiðangri þá — þér urðuð að
gegna hermannsskyldum yðar
hvað sem raunum yðar öt af
konumissinum leið. Að sjálf-
sögðu verð ég að fallast á, að
þér fáið undanþágu frá að sitja
fundinn, en klukkan fjögur í
nótt leggjum við af stað til
Movi—..P^ef Lþrýn nauðsyn kref
ur sendi ég aðstoðarforingja á
yðar fund með skilaboð. Hvern
ig gat frú Berthier annars kom-
ist hingað? Það hlýtur að hafa
verið mjög erfitt ferðalag.
— Hún hitti sameiginlegan
vin í París, Thiebault hershöfð-
ingja. Hann útvegaði henni vega
bréf í hermálaráðuneytinu.
— Er það of nærgöngult að
spyrja hversu gömul hún er?
— Hún er víst um það bil
25 ára.
— Berið henni kveðju mína
og þar með, að þetta sé ekki
heppilegur staður fyrir hana, og
það hefði verið alvarleg skissa
sem hún gerði að velja ekki
Signubakka í stað bakka Sere-
viafljóts.
— Ég skal bera henni kveðju
yðar og reyna að fá hana til
þess að halda heim aftur — og
leggja af stað þegar í birtingu.
Það var brjálæðislegt tiltæki ^f
henni að leggja upp í þetta ferða
lag og ég mun að sjálfsögðu
gera það sem í mínu valdi stend
ur til þess að hún komist þang-
að, sem hún getur verið örugg.
— Já, hún gæti komizt í mik-
inn vanda hér. Stjórnamefndin
gerir ekki annað en senda fyrir-
skipanir um nýjar árásir, en Sou
vorov hefir fjórum sinnum meira
lið en ég og þrefalt fleiri fall-
ur.
Gaston lagði af stað ríðandi
til Karólínu, sem beið hans í
Pasturana, en hann reið hægt.
Hann var mjög hugsi — var í
miklum vafa um afstöðu sína
gagnvart henni. Hann mætti fót-
gönguliði. Það gljáði á byssu-
stingina í tungjsljósinu. Her-
mennirnir sungu, en þeir voru
svo þreyttir, að þeir gátu rétt
dregizt áfram.
Allt í einu vaknaði þrá hans
eftir henni og hann keyrði hest
inn sporum. Og þegar hann kom
að húsinu í Pasturana, þar sem
hún var, heilsuðu varðmennimir
honum, er hann hljóp upp tröpp
umar.
Karólína sat við borð og var
að snæða bjúga. Á borðinu var
flaska og glas. Þegar Gaston
kom inn horfði hún á hann rann
sakandi augnaráði en hélt áfram
að snæða. Hún sagði ekkert,
kinkaði bara kolli til hans.
Gaston henti hatti sínum,
kápu og sverði á rúmið og sagði
svo hálf vandræðalega:
— Ég feékk tveggja klukku-
stunda burtfararleyfi, sagði
hann loks og settist við börðið
gegnt henni.
— Viltu fá þér bita, Gaston?
Ég lét þjón þinn færa mér þetta.
Gaston var dálítið hikandi og
sagði svo?
— Vesalings Karólína, þegar
fundum okkar loks ber saman,
hefi ég ekki annað upp á að
bjóða en þetta. Ég verð að sjá
um, að . . . .
Skipstjórinn skipaði mönnum
höfðingi beygði sig þar yfir fá-
Hreinsum veí — Hreinsum ffljótt
Hreinsum allan fatnað — Sækjum - Sendvm
ifnaluugin LINDIN H.F.
Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51.
Simi 18820. Simi 18825.
T
A
R
Z
A
N
A VAST LANP GKEETS7
THE AF’E-WAN AS HE
TKAVELLE7 A LAN7
7EV0l7 0PALu ANIMALS"
jliet
VbjJvUM
Ci'MO
EXCEFT LIONS!
EVERWVHEKE HE
LOOICEP, THE
BEASTS 7ACE7
NEKVOUSLY
A50UT.. .
AÍKUPTLXSEVEKAL LIONS CL0SE7 IKl!
THEY HA7 LONS SINCE KILLE7 MOST OF
THE NATUKAL SAME, AN7 THUS EYE7
TAKZANI HUNSRILY!
On* IW S4fkP RM« BarMMlM. Im —T. iu> I l.Hiot
Dlitr. by Unlted Feituri Synditite, Inc.
Á landi því sem Tarzan fór yf- nema Ljón. Hvert sem hann leit söfnuðust nokkur þeirra saman, grimmdin í augum þeirra var ó-
ir á leið til VUDU þorpsins var sá hann þessi ógurlegu villidýr. gengu hægt í áttina til Tarzans og lýsanleg.
ekki nokkra lifandi veru að sjá Þau ráfuðu um . . . en skyndilega
Konan mín er nú alveg draum-
ur. Hún veit að ég elska ný-
steiktan mat!
PERMA, Garðsenda 21, simi 33968
Hárgreiðslu- og snyrtistofan
Dömur, hárgreiðsla við allra hæfl.
TJARNARSTOFAN,
Tjarr.argötu 10, Vonarstrætlsmegin,
S' *i 14662.
Hárgreiðslustcfan
HÁTÚNI 6, sfmi 15493.
Hárgreiðslu- oi snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ,
Laugrveg 11, sími 24616.
Hárgreiðslustofan
SÓLEY
Nuddstofi. sama stað. —
Sólvallagötu 72, sfmi 14853.
Hargreiðslustofan
PIROLA
Grettisgötu 31, simi 14782,
Hárgreiðslustofa
.ESTURBÆJAR
Grenimel 9, sfmi 19218.
Hárgreiðslustofa
SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Freyjugötu 1, sfml 15799.
rgreiðslustofa
KRISTÍNAR INGIMUNDAR-
DÓTTUR, Kirkjuhvoli, slml 15194.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir).
Laugaveg 13, sími 14656.