Vísir - 13.02.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 13.02.1963, Blaðsíða 16
VISIR Miðvikudagur 13.,,febrúar 1963. Lítil síldveiði í nótt Nokkrir Reykjavfkurbátar lögðu af stað héðan kl. 3—4 í gær til síidveiðar f Ckeiðarárdjúpi, þar sem mikið aflaðist í fyrrinótt, en f nótt sem Ieið brást aflinn sökum bess hve sfldin stóð djúpt. En það er nóg sfld f sjónum — bað var lóðað á mikla síld, og þess er ekki getið, að neitt hafi verið að veðri. Fimm bátar fengu samtals 2450 tn og voru það þessir: Erlingur III 600, Jónas Jónasson 400, Kópur 350, Erlingur IV 500 og Gunnólfur 600. Struku Þrír drengir struku síðdegis í gær frá bamaheimilinu að Reykja- hlfð f Mosfellssveit, en þeir komu <*31ir fram f gærkveldi. Þeir munu hafa horfið um klukkan hálf sex í gær og var lög- reglunni f Reykjavík þá tilkynnt um hvarf þeirra. Þarna var um tvo átta ára drengi og einn 9 ára að ræða. Lögðu þeir leið sína 'iingað í borgina og um eða upp úr kl. 9 í gærkveldi var tilkynnt að drengirnir væru komnir til heim- ;la sinna hér. Um klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni tilkynning um það að vegfarandi nokkur hafi valdi, 'kemmdum á bifreið, sem var í akstri á Kleppsveg. Lögreglan fór á staðinn og náði beim sem valdur var að þessu skemmdarverki. Var hann drukk- •nn og neitaði að segja til nafns. Hann var fluttura f fangageymsl- una. Samgöngur á dönsku sund- ustum Inmaðar af ísalögum Stórhríð skellur yffir Bretlundseyjur poti'rmr.m aPOK íaeiJ. jsœm m s uc Fœrgerm má gim op „Ilolger ÐumhrUilem Jfírnbane fœrge fmt i overfor mkrunínger om at klare trafikken i»en ~ drimr nordpá Forsíða Politiken talar um „Sammenbrud" eða algert umferðaröngþveiti. DAILY ' t \ >y '4*1 Wtiaíntf t * '46 Wi* , VdmM. ■&~ carrier I to be mw sratm am> ics as tuk tuaw scmm wktaiu r-,«.Xú- , ; * i.r,tknt\-<+4 io ■\tssee&>&si ; *.* > jrvtö . ; t'áft* nt ■■ ■ rt> 1 ht* ■■ * i ***4tt* •**' v ______________________ ________________________________ ■:■:• ■A&hýý.Ort'fiA Atít***#'* iciubiied: wm íHH - Forsíða Daily Express talar um , Blizzard“ eða of sahríð. Ekkert lát verður enn á vetrahörkunum suður í álfu. Verst er ástandið sem fyrr á dönsku sund unum, þar sem skipa- samgöngur mega nú heita með öllu stöðvað- ar. Um tíma kom þíð- viðri yfir Bretlandseyjar og vonuðust menn til þess, að það væru fyrstu merki vorsins, en sú von hefur nú brugðizt, þar sem óhemju mikill bylur skall yfir mikinn hluta Bretlandseyja á mánu- daginn og síðan hafa hríðarbyljir verið að skella yfir ýmis héruð landsins með stuttum hléum. í morgun var t. d. grenjandi snjóhríð í Norður Englandi, Skot- landi og Wales. Á dönsku sundunum rfkir nú sem fyrr vandræðaástand. T. d. eru allar ferjur í höfnum við Stórabelti, þar sem þýðingar- laust er að sigla út. Þegar frost in hafa aðeins lægt um síðustu Framh. á bls. 5. Bjöm i tveim mikilmgum fíugferðum í morguu Tveimur mikilvægum hlut- verkum var sinnt skjótt og vel í nótt og morgun og kom þar flugvél Björns Pálssonar, TF- VOR, við sögu. Tíðindamaður Vísis hringdi til Björns í morgun og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar: í gær bilaði rafstöð austur í Neskaupstað á Norðfirði, og Allt í óreiðu á vél- bátnum SævaUi Réttarhöld áttu að hefjast i morgun 1 Vestmannaeyjum yfir Bimi Gústafssyni skipstjóra á Sævaldi, sem hefur nú verið tek- inn þrisvar sinnum með skömmu milliblli fyrir ólöglegar togveiðar innan landhelgi. En hér er um mik- ið vandamál að ræða. Hafa nú ver- ið gerðar ráðstaðanir til þess, að ekki verði siglt út með vélbátinn til veiðar f bráð. Það hefur nú komið f ljós, að báturinn hefur ekki haffærisskír- teini, engir menn eru lögskráðir á hann og auk þess er talstöð báts- ins innsigluð vegna þess að hann skuldar Landssímanum gjöld. Þó ér hér um að ræða stóran bát eða um 50 tonn. Er það vissulega al- i varlegt og getur verið hættulegt þegar bátar eru gerðir út með þessum hætti, í algerri óreiðu. Björn Gústafsson hefur borið sig illa upp undan því að varð- skipin skuli vera að taka Sævald hvað eftir annað fyrir ólöglegar veiðar. Hann segir, að þeir sjó- mennirnir hafi annað að gera en að elta varðskip til hafnar og segir ennfremur að aðstaðan við veið- arnar sé þanniv. að nær ómögulegt sé að gera sér grein fyrir hvort menn eru fyrir utan eða innan línu. En landhelgisgæzlunni ber að sjálfsögðu skylda til að halda lög- um uppi við Suðurströndina, eins og annars staðar. var reynt að fá varahluti hér, en' þeir voru ekki til hér í Reykjavík, en hægt var að fá stykki eins og það sem bilað hafði, vestur f Ólafsvík. Voru Framh a bls 5 Smíði stálskipu Með breytingum þeim sem fyrir- hugaðar eru á Iðnlánasjóði og hinum auknu tekjum sjóðsins er sá möguleiki nú fyrir hendi að hægt verði að veita lán til bygg- ingar smfðastöðva fyrir stálskip. Verið er að koma upp slíkum smíðastöðvum víðsvegar á land- inu, og yrði það að sjálfsögðu geysimikil bót ef hæg yrði að veita lán til þessa þýðingamikla atvinnu rekstrar. Bjarni Benediktsson iðn- aðarmálaráðherra gat þess í ræðu þeirri sem hann skýrði frumvarpið um iðnlánasjóð, að hann hefði þegar átt tal við sjóðstjórnina, og hefði hún tekið vel í að greiða fyrir þessum nýja og veigamikla atvinnurekstri. Iðnlánasjóði berast auknar tekjur samkvæmt frumvarpinu með ýmis konar fjáröflun honum til handa. Þjóðskjalasafnið krefst af- hendingar á erfðaskránni Þjóðskjalasafnið hefur sýnt allmikla aðgangshörku f þvf að það hefur nýlega krafizt þess að Minjasafn Reykjavíkur afhendi þvi erfðaskrá Arthurs Dillons, þar sem hann ánafnar barnsmóður sinni Syri Ottesen Dillonshúsið. Hefur Þjóðskjala- safnið krafizt þess að fá skjalið tafarlaust og jafnvel hótað málssókn til þess. Það varð úr að á fundi borg- arráðs í gær var ákveðið að verða við þessari kröfu, með fyrirvara sem tilgreindir eru í bréfi frá skjalaverði Reykja- víkurborgar, Lárusi Sigurbjörns syni. f kröfu þjóðskjalavarðar til Reykjavíkur er því haldið fram að skjal þetta sem þykir all merkilegt sé lögmæt eign Þjóð- skjalasafnsins, þar sem það sjá- ist af bréfabók Landfógeta- embættisins, að það hafi verið afhent til geymslu hjá jarða- bókasjóði Lárus mótmælir bessu hins vegar og bendir á að skjalið hafi aðeins verið afhent til geymslu og líkur séu fyrir því að viðkomandi menn hafi síðan tekið það aftur úr þeirri MMIBMIMHIasBDMMmi geymslu. Kjarni málsins er hins vegar sá, að margir munu telja, að þetta skjal sé réttast að varð- veita hjá Reykjavfkurbæ, sem hefur flutt Dillonshús upp að Árbæ og sýnir minningu þessa fólks þannig sérstakan sóma. En erfðaskráin hefur sérstakt minjagildi í sambandi við það hús. Hins vegar er auðvitað að Reykjavíkurborg nennir ekki að standa í málþrasi við Þjóð- skjalasafnið fyrst þvf finnst sæmilegt að vera með slíka kröfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.