Vísir - 13.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 13.02.1963, Blaðsíða 15
VY8IR . Miðvikudagur 13. febrúar 1963. 15 Ceci/ Saint - Loureni: NÝ ÆVINTÝRI KARÓLÍNU lega við myndinni. Svo studdi hún sig við vegg. — Eruð þér veikur? spurði Collins óttasleginn. — Nei, nei, aldrei, aldrei fæ ég fullþakkað yður, Collins. Hún gat ekki sagt það, sem henni var efst í huga: — Ég get aldrei fullþakkað yður, Collins, því að mynd yðar sannar, að Anni litli er sonur Gastons. Hún gat ekki haft augun af litlu myndinni. — Hann er svo líkur yður, sagði Collins. — Er hann það? Jú, hann er það líklega. Það fór að koma hreyfing á Collins. — Ég verð víst að fara. Verið þér sælar, Karólína. — Ég vildi mega afhenda yð- ur það fé, sem ég hef lagt til hliðar handa drengnum . — Það er ekki nauðsynlegt. Hann hefur allt, sem hann þarfnast. Þegar ég er kominn aft ur til Lundúna, hef ég í huga að fela hann í umsjá skipaeig- andak.nt>kkurs, vinar míns. Yið gætum auðveldlega sent dreng- inn til Frakklands um Spán. — Ég væri yður þakklát fyrir að annast það. Ég mun sjá um að þér fáið hið nýja heimilis- fang mitt, því að ég mun verða farin héðan, þegar búið er að koma því í kring. — Styrjöldin stendur ekki að eilífu. Þér ættuð að senda mér íiriu undir eins og hún er um J gengin? Viljið þér lofa mér því? — Já, vinur minn, ég mun gera það — og oft hugsa til yð- ar. Dymar opnuðust allt í einu. Karólína horfði hvasslega á hana, því að hún hafði ekki bar- ið að dyrum. — Ég bið frúna afsökunar, — mér varð svo mikið um það, sem fyrir kom. Þegar við vorum á leið hingað af dansleiknum stöð vaði lögreglan okkur. Það er ný- búið að sleppa okkur. Collins listmálari var kominn út að dyrum. Ég hefði líka fréttir að færa af systur yðar, sagði hann. Hún er nýbúin að eignast þriðja barnið sitt. Hún heimsótti mig fyrir 3—4 mánuðum ásamt manni sín um og móður ykkar, sem býr hjá henni. Þau vildu taka Anna litla að sér, en ég taldi ekki rétt að fela hann í þeirra umsjá. Ég vona, að ég hafi gert það sem rétt var og yður að skapi. — Það hafið þér gert, Collins, ég get aldrei þakkað yður. Hann gekk til hennar, hneigði sig og kyssti á hönd hennar í kveðjuskyni og var óðara farinn. Karólína, sem fór niður með honum, gaf sig þegar á tal við þeriitf jgí»^,et úpp ltojn, Þernan var að kveikja upp í arninum. Karólína bað hana að fara. Hún vildi ver ein. Anni var sonur Gastons! Engin önnur hugsun komst að, en hún get ekki dvalist við þær hugsanir, sem skotið hafði upp í huga hennar, er hún sá myndina, því a ðenn var bjöllunni hringt. Maður nokkur, óhreinn og órak- aður, stóð fyrir dyrum úti. Hann rétti henni bréf og hraðaði sér burt án þess að mæla orð af vör- um. Hún opnaði það ekki fyrr en hún var komin upp aftur. Á örk inni stóð ekkert nema þetta: Jósefína Beauhamais býst við yður klukkan hálffjögur. Hún kallaði á Jeanette til þess að hjálpa sér að klæða sig. Jean- ette sagði henni nú, að lögreglan hefði hótað henni að senda hana í flokki hórkvenna handa her- mönnunum í hersveitunum í Egyptalandi og einnig hefðu þeir hótað að pynda hana. — Hvers vegna? Hvað voru þeir að reyna að veiða upp úr þér? — Þeir neyddu mig að lokum til þess að segja það, sem ég vissi um skrínið, sem ég heyrði yður tala um við Thiebault hers- höfðingja. — Jæja, þér vitið þá, að það var ólæsilegt. Nei, grátið ekki Jeanette, ég er ekkert reið. Hún var svo glöð nú, eftir komu Collins — eftir að hún hafði séð myndina, sem hann málaði af Anna litla, að hún gat ekki verið neinum reið. — Já, kvenborgari. Yðar er beðið, sagði dyravörðurinn. Ger- ið svo vel og ganga yfir húsa- garðinn, ég get því miður ekki farið með yður, því að ég býst við konsúlnum þá og þegar. Gangið bara upp tröppurnar. Karólína hlýddi. Hún leit ekki í kringum sig, en hún gat ekki annað en veitt athygli stórum dragkistum sem þarna voru alls staðar, vafalaust eign hins nýja valdhafa. Hún mætti þjónustu- fólki, sem leiðbendi henni. Og loks var hún leidd fyrir hús- freyju. — Vilduð þér tala við mig? var spurt kæruleysislega. Jósefína Bonaparte sat við saugpbE^ípantar glitruðu í hári hennar. — Mér barst bréf, þar sem gefið var til kynna, að ég ætti að fara hingað, sjálfsagt vegna við- ræðu sem ég átti í gærkvöldi við lögreglumálaráðherrann. — Já, við lögreglumálaráð- herrann. Hann bað mig að veita yður áheym, en seinna sendi hann mér boð um, að óþarft væri að við ræddumst við. Mér þykir leitt, að þér skylduð verða fyrir þessu ónæði .... Karólína kvaddi hana og lagði af stað í áttina til dyranna, er maður nokkur kom inn askvað- mm* mmm andi. Hann var klæddur hers- höfðingjabúningi. — Jósefína, hvar er Roustan? Ég kem heim dauðþreyttur og ætla í bað og hann fyrirfinnst hvergi. Allir segja, að þú . . . Hann þagnaði, er hann kom auga á Karólínu. — Hver er þessi kona?, spurði hann. Jósefína t r staðin upp. — Það er konan, sem við töluðum um er við sátum að morgunverðarborði, sú, sem Fouché hafði sagt okkur frá. Hún var að fara .... Lösfræðistörf Innheimtur Fasteignasala Hermann G. Jónsson hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Skjólbraut I, Kópavogi. EINAR SIGURÐSSON, hdl Málflutnlngur — Fastelgnasala Ingólfsstræti 4. — Slmi 16767. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Siml 11043. PÁLL S. PÁLSSON *'irét*arlögmaðui Bergstaðastræti 14. Slmi 24200 Gústaf Ólafsson hæstaréttarlögmaður Austurstrætl 17 . Slml 13354 Nærfatnaöur Karlmanna og drengja fyrirliggjandi. L H Muiier ■ T A R Z A N ALL THKOUSH THE NIGHT, THE VU7U HA.TIVES CAROUSEPt ANF P’ANCEC7 A50UT THEIK. I70L, WAITING FOZ THE HOUK OF SACKIFICE! -----* jMuÆ Lni'.ad Fenture Syndicat*. Ire.! c-uwo THE afe-man also WAITE7, NEfcVOUS ANF AFFSEHENSIVE—ö-lí'-Wl Alla nóttina hoppuðu og döns- uðu VUDU mennirnir í kringum líkneskið og biðu þolinmóðir morgundagsins. Tarzan beið hans einnig, taugaóstyrkur og skelfdur Þegar dagaði kom varðmaður til hans: „Kondu“ sagði hann, „nú áttu að mæta SABOR“. Börnin eru orðin svo stór að við verðum að kaupa handa þeim stóla — — Rafglit Nýjar skraut og rafmagsnvörur daglega. Hafnarstræti 15 Sími 12329 ÍBÚÐIR önnumst kaup og sölu á hvers konar fasteignum. Höfum kaup- endur að fokheldu raðhúsi, 2ja, 3ja og 4 herbergja íbúðum. Mjög mikil útborgun. Fasteignasalan Tjarnargötu 14. Sími 23-987. ÓDÝR BARNA NÆRFÖT SELJUM í DAG: Ford ’58 original, VW 62 og ’63. - Einnig ýmsar fleiri teg. bif- reiða. VANTAR: Nýlegan Caravan eða Taunus í skiptum fyr- ir Caravan ’56. SKOLAGATA 55 SÍMl 15»U

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.