Vísir - 14.02.1963, Page 2
2
VÍSIR . Fimmtudagur 14. febrúar 1963.
Áhorfendur á Hálogalandi mega stundum standa þétt, ekki sízt þegar spennandi leikir fara fram.
Nýtt fyrirkomulag í
1. deild reyndist vel
„Yfirleitt má segja að hið nýja fyrirkomulag á 1.
deild gefist vel“, sagði Jóhann Einvarðsson, formaður
Handknattleiksráðs Reykjavíkur í viðtali við okkur í
gærkvöldi um ýmislegt varðandi Handknattleiksmót
íslands, sem er í umsjá HKRR, sem kunnugt er.
— Hvernig að aðsókn að leikjum
í J. deild, Jóhann?
'— Hún hefur aukizt talsvert frá
í fyrra, en það kemur einkum til
af færri seldur barnamiðum, en
fleiri fullorðinsmiðum, því strang-
ar er nú tekið á aldurstakmarkinu
en fyrr, einnig vegna nýs fyrir-
komulags á boðskortum og að lok-
um höfum við rekið okkur á að
bað fyrirkomulag að hafa einungis
1. deildarleiki sama kvöld hefur
gefizt vel.
— Hvað með 2. deild?
— Léleg aðsókn, eins og menn
sátu séð á dögunum, þegar aðeins
26 fullorðnir greiddu aðgang,
þegar tvö af beztu liðunum voru
að leika, að vísu gegn mun lélegri
andstæðingum, en mjög léleg út-
koma samt.
— Hvað er bezta aðsóknin í ár?
— Fyrsta kvöldið eftir nýjár
var mjög gott, líklega metkvöld
í handknattleiksmóti, en þá seldist
upp fyrir ki. 8.30 og urðu fjöl-
margir að snúa frá. Þá léku KR
og Víkingur, bæði taplaus í mót-
inu, og f seinni leiknum Fram og
FH, 6n Fram vann sem kunnugt
er.
r------------------n
Rabbað við
lóhann Ein-
varðsson, form.
Handknatfleiks-
róðs Reykja-
víkur
N_________________J
— Hvað voru margir áhorfendur
þetta kvöld?
— Þvf miður megum við ekki
selja meira en 750 miða, enda
varla hægt að selja fleiri stæði
í gamla Hálogalandshúsinu, en
eflaust hefði talan orðið talsvert
hærri annars.
— Batnar ekki aðstaðan í nýju
íþróttahöllinni í Laugardalnum?
— Jú, það er hætt við að að-
staða, bæði okkar og áhorfenda,
breytist þá til batnaðar. Áhorf-
endur geta þá væntanlega horft á
leikina úr þægilegum sætum og
við fengið betri aðstöðu á allan
hátt, en á Hálogalandi er hún ekki
upp á marga fiska. Með tilkomu
góðs íþróttahúss væntum við þess
líka að áhorfendatalan hækki til
muna, sagði form. HKRR að lok-
um.
Námskeið i
handknattleik
Glímufélagið Ármann, hefur á-
kveðið að halda námskeið f hand-
knattleik fyrir unglinga. Námskeið
þetta er fyrirhugað sem byrjenda-
námskeið fyrir unglinga á aldrin-
um 10 til 15 ára. Námskeiðið mun
standa yfir f tvo mánuði minnst
og fer það fram á Hálogalandi á
fimmtudögum kl. 6.
Beztu handknattleiksmenn Ár-
manns munu sjá um kennsluna.
Þarna er einstætt tækifæri til þess
að kynnast handknattleiksíþrótt-
inni og eru unglingar sérstaklega
hvattir til að nota tækifæri þetta.
Allir unglingar eru velkomnir og
nánari upplýsingar verða gefnar
á Hálogalandi á fimmtudögum kl.
sex. ,
Handknattleiksdeild Armanns.
KR-ingar á faraldsfæti
KR-ingar hafa að sögn fengið
DC-6B flugvél Flugfélags Islands
leigða í tvær ferðir í sumar. Sú
hin fyrri er ferð með 80 manna
hóp féiagsmanna til London en
þar verður m. a. horft á knatt-
spyrnuleik milli Englendinga og
heimsmeistaranna frá Brazilíu.
Þessi leikur verður 8. maí n. k„
en ferðalagið mun taka tvo daga.
Hin ferðin er með þrjá flokka fé-
lagsins sem fara saman til Kaup-
mannahafnar í júlímánuði, en
ferðalag þeirra er alger nýjung í
ferðalögum íþróttahópa.
Meistaraflokksmenn KR verða
heldur ekki atvinnulausir I sumar.
KR mun fara til Danmerkur eins
og fyrr segir, en auk þess eru
uppi ráðagerðir um að taka þátt í
Evrópubikarkeppni bikarmeistara,
sem mundi þýða a. m. k. enn eina
utanför til viðbótar, kannski fleiri,
ynni KR samanlagðan sigur fyrir
fyrsta keppinaut sínum. KR á á-
reiðanlega eftir að fá valda nokkra
menn í landslið, en verkefni lands-
liðsins eru aldrei fleiri en einmitt
nú, þegar landsliðið er með I und-
ankeppni OL og mun leika í
Bretlandi í sumar. Fari svo að sig-
urinn iendi í höndum íslendinga
mundu leikmenn leika næst í
Grikklandi, e. t .v. í haust.
Ofan á þetta bætast 10 leikir í
I. deild íslandsmótsins og fjöldi
aukaleikja, m. a. landsliðsheim-
sóknir og heimsóknir erlendra liða.
Ólánið eltir
Wilmu Rudolph
WILMA RUDOLPH —
„drottning Rómarleikjanna",
eins og hún var kölluð eftir
Olympluleikana í Róm og hefur
hvað eftir annað vakið óskipta
athygli tugþúsundanna fyrir
hlaup sín, er nú skyndilega far-
in að tapa í keppnum í sprett-
hlaupum á mótum í Bandaríkj-
unum. Ástæðan fyrir þessu er
einfaldlega sú, að Wilma er ó-
endanlega óhamingjusöm, eftir
að hún skildi við mann sinn.
Wilma giftist eins og kunn-
ugt er samstúdent sínum Ward
að nafni og voru þau ham-
ingjusöm fyrst í stað, en upp
úr áramótunum síðustu fékk
Stórhriðarmót
á Akureyri
Um sl. helgi var svokallað stór-
hríðarmót Akureyrar í svigi háð
við svokallaðan Stromp í Hlíðar-
fjalli, nokkru fyrir ofan skíðahótel-
ið.
Alls voru þátttakendur 34, sem
telja verður mjög góða þátttöku.
Keppt var i þrem flokkum fullorð-
inna og tveim drengjaflokkum. Veð
ur var hið fegursta og skíðafæri að
sama skapi gott.
Fyrstu menn í hverjum flokki
urðu þessir:
I A-flokki Magnús Ingólfsson
KA á 86,7 sek.
I B-flokki Viðar Garðarsson KA
1:04,1 sek.
í C-flokki Sigurður Jakobsson
KA á 89,1 sek.
I drengjaflokki 13-15 ára Heiðar
Jóhannsson, Þór, 49,9 sek. og í
Wilma skilnað sem var veittur
vegna „slæms samkomulags í
hjónabandinu".
Nokkru síðar var hin niður-
dregna Wilma sigruð á hlaupa-
brautinni, I 60 metra hlaupi,
og það ekki aðeins af einni
stúlku, heldur tveim bandarísk
um stúlkum, en ósigur Wilmu
er hinn fyrsti í langan tíma.
Ofan á allt þetta tilkynntu
læknar henni að hún yrði fyrr
en síðar að ganga undir upp-
skurð vegna illkynjaðrar botn-
langabólgu, svo það er varla
nein furða þó hún sé ekki vel
upplögð á þessum sfðustu og
verstu tímum.
drengjaflokki 12 ára og yngri Árni
Óðinsson KA á 41,2 sek.
í dag og næstu daga seljum við:
Austin Gibsy ’62 — Landrover
’62 diesel — VW flestar árgerð-
ir — Opel Record og Caravan,
allar árgerðir.
Auk þessa höfum við ávallt
til sölu allar gerðir og árgerðir
af 4, 5 og 6 manna bílum. —
Munið a ðmiðstöð vörubílavið-
skiptanna er hjá RÖST.
Það er beggja hagur að RÖST
annist viðskiptin.
R ö S T , Laugavegi 146
Sími 11025.