Vísir - 21.02.1963, Síða 3
VfSIR . Fimmtudagur 21. febrúar 1963,
3
Við erum staddir i leikfimi-
tíma í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Kennarinn hinn kunni
iþróttamaður Karl Guðmunds-
son, gefur snöggar, ákvcðnar
skipanir sem er hlýtt með
hraða og öryggi. Allt ber vott
um þjálfun og gott samstarf.
Strákamir þenja sig á harða-
hlaupum um salinn þveran og
endilangan, og setjast svo sam-
kvæmt skipun á gólfið og gera
'ú'HZ BnJOIÓ OB KBSCj i
fistnjriwTri I yo oiiósv i ikgni>í/í
þar ýmsar æfingar sem fá okk-
ur til þess að svitna þó að við
séum aðeins áhorfendur. Hug-
urinn leitar til baka til þess
þegar við vorum sjálfir nem-
endur þessa skóla. Og þá mun-
um við bezt eftir hvíthærða
manninum ógurlega sem borð-
aði eitt Ijón til morgunverðar
tvö um hádegið, og skolaði
þeim niður með nitroglycerini.
Þegar hann þrumaði skipanir
sínar var eins og hvirfilbylur
færi um salinn. „Og svo upp“,
segir Karl, og strákarnir svifa
upp í handstöðu. Örfáir detta
niður aftur en þeim tekst öllum
í næstu tilraun. Allir geta stað-
ið á höndum segir Karl. Við
roðnum. Eftir margvíslegar æf-
ingar sem miða að því að
styrkja og mýkja líkamann, cr>
dýnurnar teknar fram og strák
arnir skipa sér i cinfaldar rað-
ir fyrir framan þær. Karl hefur
þjálfað þá upp í að vinna sjálf
stætt, svo að hann gengur róleg
ur á meðal þeirra og horfir á.
Á stöku stað kemur athuga-
semd eins og „rétta úr“, ef
pilturinn er í aðhiaupinu, en
RÉTTA ÚR, ef hann er í stökk-
inu.
Leikfimi er mjög hollt „fag“
og líka einn skemmtil3gasli
tíminn í skólanum fyrir utan
frímínúturnar.
Efsta mynd: Einn og tveir og
hoppa. Karl sést á milli, einnig
hoppandi.
Miðmynd: Ekki sæmir fjórðu
bekkingum annað en standa
á höndum (K. G.)
Neðst t. v.: Svifstökk. Fæt-
umir eru einhversstaðar á eftir.
Neðst t. h.: Bolvinda.
í LEIKFIMITÍMA