Vísir - 21.02.1963, Side 8
8
rv . Fimrr ___21. febrúar 1963.
VÍSIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði.
í lausasöiu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Eysteinn og aukaaðildin
Á forsíðu blaðsins í dag eru birt ummæli formanns
framsóknarflokksins, Eysteins Jónssonar, þar sem
hann lýsir því yfir að aukaaðild að Efnahagsbanda-
laginu sé sú leið sem mjög komi til greina fýrir íslend-
inga að fara. Kostir aukaaðildarinnar eigi eftir að sýna
sig í framkvæmd og því skuli íslendingar bíða og
sjá til.
Þessi ummæli Eysteins eru hér Ijósprentuð úr bækl-
ingi Frjálsrar menningar, sem út kom eftir umræðu-
fund í félaginu, svo Tímanum gefst enginn kostur á
að segja þau fölsuð. Allir geta því séð það svart á
hvítu, að fyrir rúmu ári gerði formaður framsóknar-
flokksins í fyllstu alvöru ráð fyrir því að þriðja leiðin
væri til, aukaaðildarleiðin samkvæmt 238. grein Róm-
arsamningsins og að hún mundi henta okkur íslend-
ingum.
Margt getur breytzt á einu ári. En það er ekki Róm-
arsamningurinn, sem hefur breytzt. Það er Eysteinn
sjálfur. Nú átelur formaður framsóknarflokksins ríkis-
stjómina harðlega fyrir það að láta sér til hugar koma
að önnur af hugsanlegum leiðum til tengsla við EBE
væri aukaaðild. Lætur Tíminn nú svo sem í því séu
fólgin hin verstu landráð.
Ef það er rétt að bollaleggingar ríkisstjórnarinnar
um hugsanlega aukaaðild að EBE hafi verið svo vara,
samar, þá hlýtur formaður framsóknarflokksins að
koma þar undir sama hatt.
Sannleikurinn er sá, að framsóknarflokkurinn hafði
framan af viturlega afstöðu í EBE málinu: þá, að bíða
átekta og sjá hverju fram yndi, með hinar tvær leiðir
í huga. En eftir því sem kosningamar nálguðust, hefur
flokkurinn reynt með óvanalegum óvöndugleik að telja
þjóðinni trú um að hann hafi aldrei talið aukaaðild
færa leið.
Ummæli Eysteins hjá Frjálsri menningu taka af all-
an vafa um það atriði. Og það er grátbroslegt dæmi um
veraldargæfu þessa steinrunna flokks, að aðalstefnu-
mark hans í dag skuli vera að afneita hinum sæmilega
gáfulegu ummælum formanns síns fyrir rúmu ári.
Hægri handar akstur
Svíar hafa nú í hyggju að taka upp hægri handar
akstur í sínu landi. Og við íslendingar stöndum raun-
veralega frammi fyrir því vandamáli hvort við ættum
ekki að gera slíkt hið sama. Margt mælir með því að
það sé gert. Og stórt atriði í því máli er að flestir bílar
hér á landi eru byggðir með stýristæki fyrir hægri
handar akstur — en ekki vinstri, þótt reyndar furðu-
legt sé.
Eftir því sem lengra líður verður öll breyting erfið-
ari og dýrari í þessu máli.
sömuleiðis verið þess hvetjandl
allt síðan að árásimar á Strauss
mögnuðust, að hann tæki sér
hvíld frá störfum.
Tek öllu
rólega.
Franz Josef Strauss sagði áð-
ur en hann lagði af stað í férða-
lagið: — Eftir ferðalagið ætla
ég aðeins að halla mér aftur,
taka það rólega og horfa á jörð-
ina snúast. Hann mun hafa góða
aðstöðu til þess. Skömmu áður
en hann fór, var Strauss kjör-
inn leiðtogi þingmanna Bæjara
í Bonnþinginu. Þar með er hann
aftur kominn í innsta hring
stjórnmálamannanna í Bonn, og
getur hæglega fylgzt með öllu,
sem gerist. Úr þessu sæti sínu
mun Strauss hafa í hyggju að
undirbúa endurkomu sfna sem
ráðandi afl í vestur-þýzkum
stjórnmálum.
Auknir möguleikar
Strauss.
Minnkandi áhrif Erhards, efna
hagsmálaráðherra, að undan-
förnu, hafa aukið möguleika
Strauss til að verða eftirmaður
Adenauers. En Strauss er ekki
STRAUSS
Hvað er orðið um
Franz Josef Strauss, fyrr
verandi landvarnarráð-
herra Vestur-Þýzka-
lands, sem varð að segja
af sér vegna hins svo-
kallaða SpiegelmáIs?Era
dagar hans sem áhrifa-
mikils stjórnmálamanns
í innsta kjarna stjómar-
flokkanna í Bonn með
öllu taldir? Stjórnmála-
fréttaritarar eru ekki al-
deilis á því.
í síðastliðinni viku hreinsaði
Strauss til í skrifborði sínu, en
lagði að því búnu af stað í stutt
hvíldarferðalag um Spán og
Portúgal. Hann áætlar að verða
sex vikur í ferðinni. Hin unga®-
og aðlaðandi eiginkona hans !
verður með Strauss í ferðinni.
Hann hefur í hyggju að láta;
aðra um stjórnmálavafstrið það
sem eftir er vetrarins,
Ekki undanhald.
frá sér fara vegna meiðyrða,
sem hann telur sig hafa orðið
að þola vegna Spiegelmálsins.
En það er í rauninni enn í full-
um gangi og hefur margt komið
í ljós, sem andstæðingar Strauss
geta óspart notfært sér.
Fagna
brottför hans.
Ráðgjafar Strauss hafa fagn-
þeirri ákvörðun hans að hverfa
á brott um stundarsakir. Meðal
þeirra eru margir háklerkar ka-
þólsku kirkjunnar í Bæjaralandi,
sem eru uggandi út af minnk-
andi áhrifum hins kirkjuhlynnta
flokks hans, Kristilega flokksins
í Bayern. Monsignor Freiberger,
einn af áhrifamestu prelátum
Bæjaralands, hefur opinberlega
skorað á Strauss að draga sig
í hlé um stundarsakir til að end
urskoða stjórnmálalega afstöðu
sína. Eiginkona Strauss hefur
talinn líklegur til að hætta sér of
fljótt út í baráttuna um þetta
eftirsótta embætti. Heppilegasti
tími Strauss er talinn koma síð-
ar á þessu ári, þegar Adenauer
neyðist til að hefja andspymu
sína gegn yngri mönnum flokks
ins, sem vilja að hann viki fyrir
einhverjum úr þeirra hópi.
Sterkur
persónuleiki.
Franz Josef Strauss er ein-
hver sterkasti persónuleikinn í
Bonn. Fyrir utan Adenauer á
enginn yfir að ráða jafnmikilli
baráttuhörku og dugnaði annar
en utanríkisráðherrann Gerhard
Schröder. Það má gera ráð fyrir
að þeim lendi síðar saman í bar-
áttu um völdin, annað hvort um
stöðu eftirmanns Adenauers eða
næsta Ieiðtoga Kristilegra demo
krata.
Þjóðverjor byrjaðir að
soilða kjarnorkukaupfar
En enginn í Bonn lítur á brott
för Strauss sem merki um veik-
ari vilja hans. Það er litið á
fjarveru hans sem tímabundna
hvild, sem hann muni notfæra
sér til að endurnýja krafta sína
og búa sig undir nýja atlögu f
baráttu sinni fyrir því að verða
foringi kristilegra demokrata
eftir að Adenauer kanslari hef-
ur ákveðið að láta af embætti.
Áður en Strauss hélt af stað.
afturkallaði hann fjölda máls- j
höfðana, sem hann hafði látið I
Bygging fyrstu kjarnorku-
knúna kaupskipsins, sem Vestur
Þjóðverjar ráðast í að smíða,
er hafin fyrir skemmstu i Kiel.
Það er Howaldts-skipasmíða-
stöðin, sem tekur verkið að sér,
en hún er að nokkru leyti eign
þýzka ríkisins. Skipið verður
16.000 lestir að stærð og notað
til flutninga á lausafarmi, kol-©
um, olíu og komi. Lengd þess
verður 173,5 metrar, breiddin
23,4 metrar og hæð af kili á
borðstokk 14,5 metrar. Vélarafl
verður 10.000 hestöfl og meðal-
hraði verður tæpir 17 hnútar.
Byggingarkostnaður er áætlaður
40—50 milljónir marka, og skip
ið á að verða fullgert eigi síðar
en í ársbyrjun 1966.
Mahassen utanríkisráðherra Sýr-
lands hefir boðið upp á, að Irak
og Sýrland geri með sér banda-
lag — er verði kjami stærra
Arabaríkjabandalags sfðar.
rsma