Vísir - 05.03.1963, Blaðsíða 10
w
V í S I R . I'riöjudagur 5. marz 1963.'
Kenningar
y Framhala af bls. 9.
legum vandamálum Vesturlanda-
þjóðanna. Hann skrifaði stundum
nútlma-írönsku, stundum hreina
t’orn-persnesku, og virtist jafn-
leikinn í rithætti fornmáls og nú-
tímamáls arabiskunnar. Samt
veit enginn, hvernig hann lærði
þessi mál“.
„Átti hann enga afkomend-
ur?
„Jú, elzti sonur hans, Abdu‘l-
Bahá, fæddist 23. maí 1844, á
sömu stundu sem Báb opinberaði
köllun sína. Hann dvaldist í fang-
elsinu með föður sínum frá
bernsku og var ekki látinn' iaus
fyrr en árið 1908. Þegar Bahá-
’u’lláh andaðist, tók hann við
af honum sem verndari trúarinn-
ar og túlkandi kenninga föður
síns. En fólk af öllum trúar-
brögðum dfe þjóðernum kom viðs
vegar að úr heiminum til að
ræða við hinn mikla spámann í
fangelsinu. Jafnvel fangaverðirn-
ir tilbáðu hann, og sonur hans
var elskaður og virtur af ölium.
Abdu’l-Bahá ritaði m. a., þegar
hann var í fangelsinu: „Hryggizt
ekki vegna fangelsisveru minnar
Að utan —
Framhald af bls. 8.
T fimmtán ár biðum við eftir
Sögu hermannsins, en nú
hefur ríkisútvarpið bætt úr sár-
ustu þörfinni. Verkið var flutt
af leikurum og hljómlistarmönn
um f útvarpinu um daginn, og
verður ekki annað sagt, að sú
uppfærsla er öllum hlutaðeig-
andi til sóma, svo langt sem
hún nær. En mikið hefði verið
fyrir gefandi, að sjá hana og
heyra á sviði einhvers leikhúss
ins. Ekki aðeins vegna þess að
eitt hlutverk er danshlutverk
(prinsessan), og fellur því úr í
útvarpsflutningi, heldur einnig
vegna andans, atmosferunnar
sem býr í verkinu og er leikhús
frjálsustu tegundar. Við skulum
vona að úr þessu verði bætt
áður en langt um líður, og ber
útvarpinu í rauninnl skylda til
þess, því það hefur komið í veg
fyrir sviðsuppfærslu þess uin
allanga hrfð, með þvf að ríg-
halda í frumflutningsréttinn hér
á landi, eða svo er mér tjáð af
kunnugum aðilum.
Leifur Þórarinsson.
Baháulláh
og óhamingju, þvf að þetta fang-
elsi er yndislegasti garðurinn
minn, paradfsarbústaður, hásæti
í mínu jarðneska ríki. Ógæfa
mín í fangelsinu er dýrðarkóróna
mín í samvist við hina réttlátu.
Það er auðvelt að vera hamingju-
samur, þegar allt leikur í lyndi,
þegar lífið er friðsamt og fagn-
aðarríkt með heilbrigði og ham-
ingju, en sá, sem er hamingju-
samur og ánægður á tímum erf-
iðleika, þrauta -og stöðugra sjúk-
dóma, hefur til að bera sanna
göfgi““.
Boðaði kenningar
föður síns.
„Og hvað gerði hann, þegar
hann var látinn laus?“
„Þá ferðaðist hann um heim-
inn og boðaði kenningar föður
síns. Hann vann þrotlaust að
fræðslu, ritstörfum, bréfaskrift-
um, líknarstarfsemi og sjúkra-
vitjunum f fátækrahverfin, eins
og hann hafði gert f fangelsis-
borginni Akká, og hvar sem hann
kom, gat hann taiað við fólkið
um vandamál þess og hugðar-
efni. Hann ræddi við vísinda-
menn á Vesturlöndum, og þeir
undruðust þekkingu hans og
speki. Og hann leitaðist í sífellu
við að sameina ólík trúarbrögð,
kynflokka og tungumál og bera
sáttarorð milli einstaklinga og
þjóða“.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæsfu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.
Ford ’53—’59 Chervolet ’52-’60. Ford
Opel Karavan ’60. Tanus station ’59
Thunderbird ’57 tveggja dyra dyra.
—’60. Merkury ’50 góður. Skóda 440
’56 kr. 25 þús. Chervolet ’53 vélar-
laus 25 þús. - Kaupendur athugið að
við höfum hundruð bíla á skrá hjá
okkur og oft með litlum eða engum
útborgunum ef nægilegar tryggingar
á greiðslurn eru fyrir hendi.
„Hvað heldurðu, að Bahá’í-
fylgjendur séu margir í heimin-
um núna?“
„Það er ómögulegt að segja,
því að hreyfingin breiðist út svo
óðfluga, að á hverjum degi bæt-
ast fjöimargir í hópinn. Hún á
sér fylgjendur í öllum löndum
heims, að járntjaldslöndunum
meðtöldum".
„Er hún ekki bönnuð þar?“
„Nei, því að Bahá’f-fylgjendur
hlýða alltaf stjórnarvöldunum í
sínum löndum. Þeir hvetja til
sameiningar og góðvilja, en ekki
uppreisna og sundrungar. Og
það get ég sagt þér, að\fyrsta
Bahá’í-musterið var byggt í Rúss-
landi. Núna er það notað sem
safn, og stjórnarvöldin láta halda
þvf mjög vel við fyrir okkur“.
„Eru mörg Bahá’f-musteri í
heiminum?“
„Fimm alls. 1 Ástralíu, Afríku,
Bandaríkjunum, Rússlandi og
Þýzkalandi. Þau hafa öll níu dyr,
sem eiga að merkja, að hver
fari sfna leið, en allir komist til
Guðs, ef þeir vilji. Við höfum
enga prestastétt og enga messu-
gjörð í venjulegum skilningi,
heldur er Iesið úr ritningum
hinna ýmsu trúarbragða og beð-
izt fyrir í sameiningu, hvort sem
menn eru Bahá’í’s eða einhverrar
annarrar trúar“.
„En hafið þið engar samkom-
ur hérna á Islandi?"
„Jú, jú, á 19 daga fresti höld-
um við fundi, sem skiptast í þrjá
liði. Fyrst er bænagjörð eða öllu
heidur tiiraun til að ná sambandi
við uppsprettu æðra lífs og
byrja samkomuna í réttum
anda. Síðan ræðum við ýmis
vandamál, sem viðkoma Bahá’f-
fylgjendum og heipiinum yfir-
leitt, og reynum að öðlast skiln-
ing á veraldlegum málefnum fyr-
ir tilverknað andlegs máttar.
Loks er drukkið kaffi og rætt
um hvað sem er, það er tilraun
til að styrkja vináttuböndin á
andlegum grundvelli. En við er-
um ekkert hátfðieg, héldur er
mikið hlegið og gert að gamni
sínu á vinsamlegan hátt“.
AUir hjartanlega
velkomnir.
„Þessar samkomur eru aðeins
fyrir Bahá’í-fylgjendur, er það
ekki?“
„Jú, af því að við erum eins
og ein fjölskylda, hvar sem við
komum saman í heiminum, og
þú veizt, að margt er sagt á
heimilum, sem maður vill ekki
láta aðra en fjölskylduna heyra!'.
„En við höfum líka aðrar sam-
komur fyrir alla, sem kæra sig
um að koma“, segir Florence,
kona hans. „Þá eru fyrirlestrar
og svo frjálsar umræður á eftir,
sþurningar og svör. Ailir eru
hjartanlega velkomnir, en þvf
miður erum við ekki nógu góð í
íslenzku ennþá“.
„Ég les Morgunblaðið á
hverjum morgni", segir Charlie.
„En ekki VfSI! Þú ferð þó ekki
að segja, að þú Iátir svo merki-
legt blað fara framhjá þér!“
Þau hlæja öll. Það eru fleiri
Bahá’í-fylgjendur viðstaddir, allt
saman hláturmilt og elskulegt
fólk og auðsjáanlega góðir vinir.
„Ég sagði á morgnana“ flýtir
Charlie sér að taka fram. „Vísir
kemur ekki fyrr en seinna um
daginn".
„Geturðu ekki sagt, að ef ein-
hver skyldi kæra sig um að
koma til okkar, sé hann innilega
velkominn?" segir Lise Becker,
sem er þýzk að þjóðerni. „Það
eru líka Islendingar í okkar
hópi, en okkur finnst það ekki
skipta máli, hvort fólk er af
þessu þjóðerni eða hinu, aðhyll-
ist einhver ákveðin trúarbrögð
eða engin — við erum öll mann-
eskjur fyrst og fremst. Og ef
einhvern kynni að langa til að
fræðast um ; Bahá'í-trúna, erum
við himinglöð að fá tækifæri til
að segja frá henni".
„En við reýnum aldrei að troða
henni upp á neinn" segir Char-
lie. „Það er algerlega bannað.
Aðeins kynna bana. Við reynum
aldrei að snúa fólki til okkar
trúar, enda álítum við, að allir
menn tilbiðji hinn sama Guð, þó
að þeir kalli fcann ýmsum nöfn-
um“.
„Hvað mynduð þið segja, að
væru aðalatriði trúar ykkar —
í stuttu máli?“
„Að mannkynið sé allt ein
fjölskylda, að andi allra trúar-
bragða sé hinn sami og allir
spámenn sendiboðar hins sama
Guðs. Að trúarbrögð- og vísindi
séu greinar á sama meiði, en
ekki andstæð hvort öðru. Að all-
ir menn séu jafnir. Konur jafn-
réttháar karlmönnum, allir menn
jafningjar án tillits til þjóðernis,
hörundslitar, kynþátta eða trúar-
bragða, auðæfa eða fátæktar".
Charlie brosir til eiginkonu
sinnar. „Helzt vildi ég nú geta
sagt: Á þessu heimili er það
maðurinn, sem ræður!“ segir
hann stríðnislega, „en einhverju
verða allir að fórna fyrir trú
sína!“
Njóta lífsins
með hófsemi.
„Bahá’u’lláh vildi sameina öll
trúarbrögð og innleiða frið á
jörðu", segir Fiorence. „Hann
spáði fyrir um styrjaldir og erf-
iðleika, en sagði, að á eftir
myndi koma friður og velsæld
mannkynsins. Hann vildi, að aliir
fengju menntun, og að efnahags-
vandamálin yrðu leyst með að-
stoð andlegs máttar, sem kæmi
fram í vaxandi göðvilja og þjón-
ustusemi meðal manna. Hann
vildi, að tekið yrði upp eitt al-
þjóðamál, sem kennt yrði ásamt
tungumáli hvers lands, svo að
allar þjóðir gætu talað saman.
Og hann vildi, að settur yrði upp
alheimsdómstóll, sem jafnaði
deilur á friðsamlegan hátt“.
„Lifið þið eftir sérstökum
reglum eða boðorðum?"
„Bahá’u’lláh bannar vínnautn
og eiturlyf, en þó er áfengi ekki
bannað, sé það gefið sem lyf
samkvæmt læknisráði", segir
Charlie. „Okkur er ekki fyrir-
skipað að lifa neinu mein-
lætalífi, heldur aðeins að gætaf
hófsemi. Spámaðurinn hvetur
menn til að njóta lífsins gæða og
fagnaðar, bæði andlega og lík-
amlega, og segir á einum stað:
„Sú skylda hvilir á yður, að
fögnuður og gleði skíni af ásjón-
um yðar““
„Og ,þið 'eruð hamingjusöm i
trúnni?"
„Ég skyldi nú halda það! Við
værum féleg auglýsing fyrir ný
trúarbrögð, ef við gengjum um
með sorgarsvip og létum okkur
leiðar:.' Nei, þessi nýja trú er
eins og vorið, hún er ung og örv-
andi og fyllir mann gleði og
hvatningu. Við trúum því stað-
fastlega, að mannkynið sé á leið
til fegurra og fyllra lífs, og/að
bræðralag alira manna verði und-
irstaða hinnar nýju menningar.
Bahá’u’lláh var innblásinn af
Guði, og Guð veit áreiðanlega ó-
sköp vel, hvað hann er að gera!“
„Gerðu nú eitt enn fyrir mig,
Charlie — skrifaðu í afmælis-
dagabókina mína“.
Hann er fæddur 6. apríl. Og
vísan eftir Guðmund Inga á ein-
kennilega vel við:
Það kemur, það kemur, hið nýja, hið nýja!
- — Hvar ætlar þú þina dáð að drýgja?
£rtu liðsmaður hins, sem hverfur og fer,
eða hermaður þess, sem í vændum er? —SSB
NÚ HEFUR Curt Jurgens orð-
ið að kaupa sér nýja Iysti-
snekkju til að sigla í á Mið-
jarðarhafinu. Sú gamla strand-
aði, því að skipstjórinn tók
feil á skeri og öldu.
— Ég held að hann hafi ver-
ið blindfullur, segir Curd, og
sjálfur var ég ekki alveg „app-
elsínuedrú“. — Og f varúðar-
skyni lét hann ekki gera bar
á nýju snekkjuna.
ÞETTA ER hún Maria Pier-
angeli og fimm vikna gamall
sonur hennar, Howard 'And-
rew, sem einnig ber nafnið
Trojavoli, eins og faðir hans,
hinn þekkti stjórnandi. Mynd-
in var tekin við komu þeirra
til Rómar fyrir stuttu.
*
Yves Montand.
IVES MONTAND gerði samn-
ing um að koma fram í franska
sjónvarpinu — en með bví skil
yrði að ekki væri strikuð út
ein einustu setning úr handriti
hans.
Ein þeirra hljóðaði svo: —
Það er aðeins einn stjórnmáia-
maður í heiminuni, sem ég vil
alls ekki syngja fyrir .Það er
Franco.
En vegna þeirra samskipta,
sem de Gaulle á við Franco
um þessar mundir, þorði sjón-
varpið alls ekki að láta þessa
setningu hevrast, en liinum
þrjózka Yves varð ekki þokað
svo að öllu var kastað í rusla-
körfuna.
En peningana fékk Yves
Monstand.