Vísir - 05.03.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 05.03.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 5. marz 1963. .-,ym. Lasleiki eftir bóíusetningu Það hefur nokkuð borið á því hjá fólki að það kenni sér lasleika eftir bólusetningu. Vísir hafði því samband við skrifstofu borgarlækn is og spurðist fyrir um þetta. Hér er um að ræða smá krankleika, sem oft fylgir á eftir bólusetningu og hefur þessi bólusetning enga sérstöðu að þvi leyti. Menn verða máttfarnir, handleggurinn bólgnar og sumir fá hita. Lasleiki getur staðið allt frá nokkrum klukku- stundum og upp £ tvo daga. Ekki verða þó nærri allir veikir. BREFBERAR OC POSI'■ Póststjórnin í Reykjavík hefur gefið út tilkynningu um nýja tilhögun póstút- burðar í höfuðborginni, en bréfberar hafa mótmælt henni og hótað uppsögn- um. Hafa tveir þeirra látið verða af hótuninni. Áður er hin nýja tilhögun var ákveðin bar sérhver bréfberi út £ eitt hverfi dagiega, tvisvar á dag. Var reiknað með að það tæki allan fastan vinnutfma hans, frá kl. 8.30 til 12 og 13.30—17 að viðbættum hálftfma £ eftirvinnu. Eftir það gat staðið svo á, að hann yrði að STJÓRHIN DEILA fara £ annað hverfi til að bera þar' út póst f forföllum annars bréf- bera og voru þá greidd full eftir- vinnulaun fyrir það. Nú eru forföll hins vegar svo mikil að póststjórnin telur sig ekki hafa mannafla til að halda þessu skipulagi uppi i þvi skyni að póst- urinn verði kominn til viðtakenda á skikkanlegum tíma. Hefur því ■ verið ákveðið ný tilhögun til bráða birgða. Er hverjum bréfbera aðeins ætl- Framh. á bls. 5. Vegir á Austurlmdi lokast Vegir halda enn áfram að skemm ' ast sökum hlákunnar og hiýveðurs um allt land. Á Austurlandi eru vegir hvað verst farnir, enda eru þeir velflestir lokaðir fyrir aðra umferð en jeppa. Nýbúið er þó að ryðja Fjarðarheiði og þykir það tíðindum sæta að hún kuli fær bifreiðum í marzbyrjun. Norðurlandsleiðin er enn lokuð Langadal, þar eð Blanda flæðir 'fir veginn. Svinvetningabraut er parin, en hún er orðin mjög við- -járverð og þolir illa mikla umferð. Austur í Rangárvallasýslu hafa umir vegir lokazt, en þó engar iðalleiðir. Eyjafirði hafa orðið lítilsháttar egaskemmdir af völdum vatna- vaxta, en gert hefur verið við þá vegi jafnharðan, svo að ekki hefur komið til teljandi umferðartrufl- ana. Það hefur og hjlápað mikið að síðustu daga hefur ekki komið dropi úr lofti, en verið 6—12 stiga hiti. Fyrir bragðið eru vegir miklu þurrari en ella og hafa ekki vaðizt eins sundur. Öxnadalsheiði er ágæt yfirferðar öllum bílum. í nágrenni Reykjavíkur hafa vegir nokkuð spillzt og einkum var kvartað yfir Kjalarnesveginum í morgun. Talið að hann væri mjög ótraustur orðinn og jafnvel sums staðar komið niður úr klaka. Hann var þó enn fær öllum bifreiðum og í morgun voru gerðar ráðstaf- anir til að gera við hann. Þá voru og sendir vegheflar inn í Hval- fjörð til að laga veginn þar. Víðar eru vegir mjög ótryggir orðnir og sums staðar komið niður úr klaka. Vegir um afrétt- ar- og beitilönd Búnaðarþing hefir samþykkt og afgreitt eftirfarandi ályktun varð- andi jeppabrautir um beitilönd: MikiS unnríki hjá Akureyrurlæknum „Búnaðarþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að koma á fram færi við Alþingi ósk um, að tryggð ur verði fjárhagsstuðningur til j þess að ryðja vegu um afréttar- og beitilönd, sem létti fjárflutn- i inga og bæti aðstöðu sveitarfél- ; aga til hagnýtingar beitilandanna. Þórarinn Kristjánsson hafði sent Búnaðarþingi erindi um þetta efni , og tók Allsherjarnefnd þess það til meðferðar. -<•> Georges Bidault. Buckinghamhöllin í baksýn. Akureyri 1 morgun. Læknar á Akureyri hafa verið á þönum undanfama daga við að bólusetja fólk, jafnt starfshópa á vinnustöðum sem heilar fjölskyld- ur. Hafa læknarnir verið á ferðinni frá morgni til kvölds og farið hús úr húsi með stóra potta með bólu- efni og sprautur. Hafa þeir bólu- sett mörg hundruð manns síðustu dagana. Nokkur brögð eru að því að þeir sem bólusettir hafa verið, einkum böm, hafa veikzt af bólusetning- unni og fengið allt upp í 40 stiga hita. En hitasóttin varir venjulega ekki nema skamma hrið, oftast að- eins eina nótt eða sólarhring. Full- orðið fólk verður aftur á móti aumt £ handleggnum, sem bólu- settur hefur verið, fyrst á eftir. Byrjað er að verða vart inflú- enzu á Akureyri, en aðeins £ litlum mæli og ekki vitað til að hún hafi lagzt þungt á fólk. I skólum bæj- arins hefur hennar ekki gætt svo neinu nemur, enda búið að bólu- setja allan þorra nemenda. Fáir vilja myria De Gaulle — en hunn fær upp ú móti æ fleiri ser Frönsk blöð birta þessa j að hann hafi verið í Lond- mynd af Georges Bidault | on að undanförnu og not- með Buckinghamhöll í bak I ið „verndar Scotland sýn, en þv! er haldið fram, j Yard“. mWi VERÐURINGIALÞJOÐ- LEGUR SKÁKMEISTARI? Þaö hefur flogið fyrir að Ingi R. Jóhannsson muni fá titilinn alþjóðiegur skákmcistari ef hon um tekst að sigra störmeistar- ann Friðrik Ólafsson f einvigi þeirra, sem nú stendur yfir, um skákmeistaratitil Reykjavfkur. Ingi hefur þegar skapað sér verulega möguleika til sigurs þar sem hann hefur nú einn og hálfan vinning eftir tvær skák- ir af fjórum. Verður Friðrik þvi að vinna báðar skákirnar, sem eftir eru til að bera titil- inn úr býtum. Fylgzt er með skákeinviginu af athygli, ekki aðeins hérlend- is heldur einnig erlendis og stendur það f sambandi við þann möguleika að Ingi verði gerður að alþjóðlegum skák- meistara ef hann sigrar Frið- rik. Það er jafnvel sagt að Inga muni nægja jafntefli til að fá titilinn. Það var vikuritið Minuta, sem fyrst birti myndina hér að ofan. Fréttaritari Parfsarblaðsins L’Aur- ore segir, að brezka lögreglan hafi leyft Bidault að fara um að vild, þar til Argoud fyrrverandi hers- höfðingja var rænt i Miinchen, — síðan hafi Bidault ekkert farið nema með leynilögreglumenn á hæl um sér. Ekki er vitað með vissu hvort Bidault er enn í London. Að ým- issa ætlan stóð franska öryggis- lögreglan að baki mannráninu £ Miinchen — og birtar hafa verið fréttir um, að ætlunin hafi verið að ræna Bidault með líkum hætti og Argoud. I sumum fréttum kemur nú fram að samtökin gegn De Gaulle i hern um og annars staðar séu ekki eins víðtæk og til skamms tíma var ætl- að. Hér er átt við þá, sem skirrast ekki við að drepa hann, gefist tæki- færi til, — þessi hópur er ekki sagður fjölmennur. Hins vegar sé vaxandi andúð gegn stefnu varð- andi viðskipta- og Evrópumálin og hefur hann reitt verkalýðinn til reiði — að sögn Ieiðtoga Kaþólska verkalýðssambands- ins, með þvi að gefa út tiiskip- un um heimild til að sekta og jafnvel fangelsa þá, sem gera verkföll i þjóðnýttum iðngrein- um Frakklands, en öli verka- lýðssamböndin þrjú hvetja verkamenn til þess að hafa að engu hótanir De Gaulle. Verkföll voru boðuð frá deginum i dag f ýmsum þjóðnýttum kola- námum, en ekki verður úr því skor ið fyrr en á morgun hvort menn mæta, þar sem víða í námunum er frídagur i dag. De Gaulle nýtur virðingar fyrir margt vel gert, en sú skoðun Virð- ist nú nokkuð almenn, að hann fái fleiri upp á móti sér, en fáir vilja myrða hann. Fréttir frá Madrid í gær herma, Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.