Vísir - 07.03.1963, Síða 2

Vísir - 07.03.1963, Síða 2
f 2 VÍSIR . Fimmtudagiu' 'T. marz 1963. “T ^&Lr~l 1 n1 H3. c=n r* ‘n i_l zw//////^ 1 W///////L TVÖ SKÍÐAMÓT Á AKUREYRI Sunnudaginn 24. febrúar var haldið skíðamót I Hlfðarfjalli. Var það flokkasvig, og tóku fjórar sveit ir þátt I því. Þrjár frá Akureyri og ein úr Menntaskólanum. Brautar- lengd var 250 m., fallhœð 85 m. og 35 hlið. Leikar fóru þannig, að A-sveit Akureyringa sigraði á 354.8 sek. samanlagt, en sveitin var skipuð þessum mönnum: Otto Tulinius, MagnUsi Ingólfssyni, ívari Sig- mundssyni og Reyni Brynjólfssyni. 1 öðru sæti varð sveit Menntaskól- ans á 387.2 sek. samanlagt, en sú sveit var skipuð eftirtöldum mönn- um: Guðmundi Tuliníus, Eirfki Ragnarssyni, Birni M. Bjarnasyni og Theodór Blöndal. í þriðja sæti varð C-sveit Akureyringa á 401.6 sek. samanlagt, en B-Sveit Akur- eyringa var dæmd úr leik. Skíðaráð Akureyrar sá um mót- ið. Óvenju margt áhorfenda var á mótinu, enda hið fegursta veðúr. Sunnudaginn 3. marz fór fram Akureyrarmótið 1 svigi, og urðu úrslit sem hér segir: A-flokkur 1. Magnús Ingólfsson KA 99.0 samanl. 2. Guðmundur Tulinius KA 99.2 samanl, 3. Ottó Tulinius KA 103.9 samanl. Brautarlengd 375 m., fallhæð 130 m. og hlið 49. , B-flokkur 1. Reynir Pálmason KÁ 109.2 samanl. 2. Reynir Brynjólfsson Þór 109.5 samanl. 3. Eggert Eggertsson Þór 111.0 samanl. Brautarlengd 360 m,, falihæð 120 m. og hlið 46. C-flokkur 1. Sigurður Jakobsson KA 106.6 samanl. 2. Theodór Blöndal IMA 112.8 samanl. 3. Björn M. Bjarna- son iMA 115.2 samanl. Brautar- lengd 345 m., fallhæð 110 m. óg hlið 44. 13—15 ára 1. Heiðar Jóhannsson Þór 70.1 samanl. 2. Ingimar Karlsson Þór 79.9 samanl. 3. Bjarni Jensson Þór 82.7 samanl. Brautarlengd 180 m., fallhæð 50 m og hlið 23. 12 ára og yngri ^Árni Óðinsson KA 68.1 samanl. 2. Sigurður Sigurbjörnsson KA 74.0 samanl. 3. Öm Þórsson KA 80.0 samanlagt. } HEIMKOMA IMEISTARANNA ! Svíar og Norðmenn tóku vel á móti skautahlaupurum sínum í síð- ustu viku, er þeir komu heim eftir árangursríka ferð til Japan, Svlar fögnuðu heimsmeistara, en Norð- mehn fögnuðu „kvintettinum", sem undirstrikaði gífurlega yfirburði Norðmanna sem skautaþjóðar. Stóra myndin er frá hinum ný- tízkulega flugvelli á Arlanda, skammt fyrir utan Stokkhólm, en ’þar er Bertil prins að heilsa Jonný Nilsson. Stúlkan til vinstri er skautastúlkan Gunilla Jakobsson, sem stóð sig með prýði í keppn- inni. Minni myndin er frá móttöku- athöfn Norðmanna á Bislet, en þar voru skautakapparnir dregnir inn á Jeikvanginn á sleða. Frá vinstri á myndinni eru Per Ivar Moe, Magne Thomassen, Knut Johannessen, Nils Aaness, Fred Maier. — Fjöldi fólks tók á móti meisturunum í báðum löndunum. •V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V. !■■■■■! NATO - VÍSINDASTYRKIR Menntamálaráðuneytið hefur fyr ir nokkru úthlutað fé því, sem kom 1 hlut íslendinga af vislnda- styrkjum Atlantshafsbandalagsins 1962 („Nato Science Fellowships") Eftirtaldir menn hlutu styrki, 18 þús. kr. hver: Baldur Johnsen, læknir, til að kynna sér og stunda krabbameins- rannsóknir á Norðurlöndum. Bergsteinn Gizurarson, verkfræð ingur, til framhaldsnáms í bygg- ingaverkfræði í Bandaríkjunum. Einar Ingí Siggeirsson, grasa- fræðingur, til framhaldsrannsókna á sviði jurtakynbóta við háskóla í Þýzkalandi. Gunnar Vagnsson, viðskiptafræð ingur, til að kynna sér aðgerðir við að áætla hagkvæmni iðnaðar- og rannsóknarverkefna. Gunnar B. Guðmundsson, verk- fræðingur, til að kynna sér nýj- ustu tækni í gatnagerð I Evrópu. Hjaltl Þórarinsson, dósent, til framhaldsrannsókna á sviði brjóst- holsskurðlækninga f Svíþjóð eða Bretlandi. Ingi Þorsteinsson, M.Sc., til að kynna sér beitarrannsóknir (varð- andi hagnýting beitilanda og á- kvarðanir á beitarþoli þeirra) við rannsóknarstofnanir í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi. Jóhannes Guðmundsson, verk- fræðingur, til framhaldsnáms í jarðstiflugerð og skyldum grein- um við Rannsóknarstofnun Noregs í „geoteknik". Ófeigur J. Ófeigsson, læknir, til framhaldsrannsókna á meðferð brunasára við Dept. of Pathology, Royal Infirmary, Glasgow. Pétur Gunnarsson, deildarstjóri, til að kynna sér fóðurrannsóknir við háskóla í Bretlandi og Dan- mörku. Theódór Diðriksson, verkfræð- ingur, til framhaldsnáms og rann- sókna i burðarþolsfræði við Kali- forníuháskóla, Berkeley. Örn Helgason, sálfræðingur, til að kynna sér starf sálfræðinga að barnaverndarmálum f Danmörku og Noregi. Haldinn verði Evrópudagur Evrópuhúsið í Strassborg, en þar eru aðalstöðvar Evrópuráðsins. Alþjóðasamband sveitarfélaga hefir farið þess á leit við Samband ísl. sveitarfélaga að það beitti sér fyrir því, að haldinn yrðl Evrópu- dagur hér á landi, en hans mun verða ninnzt í dag í þeim 15 Ev- rópurfkjum, sem aðiljar erii að Ev- rópuráðinu og munu sveitarstjórn- ir hvarvetna hafa frumkvæði að því. Einn þátturinn í starfi Evrópu- ráðsins er að efla samvinnu og samstarf milli sveitarfélaga Evrópu ráðslandanna. í því skyni starfar föst nefnd, Sveitarfélaganefnd Evrópuráðsins. Nefnd þessi átti frumkvæði að þvf, að sveitarstjórnarþingi Evrópu var komið á fót. Þingið sitja 138 full- trúar eins og ráðgjafarþingið, en þeir eru ekki valdir af þjóðþing- unum, heldur úr hópi sveitarstjórn- armanna. Þingið er nú orðið föst stofnun, sem heldur árlega fundi. I’sland á 3 fulltrúa á þessu þingi og er einn þeirra tilnefndur af ut- anríkisráðuneytinu, einn af stjórn Sambands íslenzkra sveltarfélaga og einn af Reykjavíkurborg, en mæta þó allir sem fulltrúar Sam- bands ísl. sveitarfélaga, þvf að að- ilarnir að þinginu eru sambönd sveitarfélaga f hverju landi. Fulltrúar íslands á undanförnum þingum hafa verið: Jónas Guð- mundsson, formaður Samb. ísl. sveitarfélaga, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, Hálfdán Sveins- son, fyrrv. bæjarstjóri á Akranesi, Stefán Gunnlaugsson, fyrrv. bæj- arstj. i Hafnarf.. Páll Lfndal, skrif- stofustjóri borgarstjórans f Reykja- vík og Gunnlaugur Pétursson borg- arritari. Á sveitarstjórnarþingum Evrópu- ráðsins hafa verið til meðferðar ýmis mikilvæg mál, sem sveitar- félögin varða og samskipti þeirra við borgarana. Þótt sum þeirra séu ekki miðuð við fslenzka staðhætti, þá er þó mjög margt tekið þar fyr- Framh. á bls, 5 t

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.