Vísir - 07.03.1963, Síða 8
ð
V1SIR . Fimmtudagur 7. marz 1963.
Otgefjtndi: Blaöaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarriéstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur). »
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
am
Endurskoðun vinnulöggjaf-
arinnar
Hvað er ofbeldi í verkföllum, spyr Þjóðviljinn í
gær.
Því er auðsvarað.
Þegafr forseti ASÍ hótar því að rafmagn skuli tekið
af sjúkrahúsunum þá er það ofbeldi. Þegar hann hót-
ar því að flutningur mjólkur og annarra nauðsynja til
sjúkra og ungbarna skuli hindraður þá er það ofbeldi.
Þegar hann hótar því í nafni verkalýðshreyfingarinnar
að rafmagnið skuli tekið af frystihúsunum, svo hundr-
uð milljóna króna þjóðarframleiðsla eyðileggist þá er
það ofbeldi.
Það er gegn slíku háttarlagi sem allir góðir ís-
lendingar þurfa að sameinast. Hver sanngjarn maður
skilur að vinnulöggjöf, sem gerir slíkt ofbeldi kleift, er
úrelt. Henni verður að breyta. Það er ekki hagur verka-
manna að lögum sé beitt til ólaga. Það kemur þeim í
koll ekki síður en öðrum borgurum þjóðfélagsins.
Verkamenn þurfa á skilningi að halda í kjarabaráttu
sinni. Þeir þurfa að hafa þjóðina með sér en ekki á
móti sér. En þegar ofstopafullum foringjum þeirra ey,
kleift að hóta stórkostlegum árásum á almenná hags-
muni innan ramma vinnulöggjafarinhar þá eru það
verkamennirnir sem sízt hagnast á slíku háttalagi.
Ritstjóri Þjóðviljans kann ekki að lesa ef hann hygg
ur að tillaga Sjálfstæðismanna um endurskoðun laga
um stéttarfélög og vinnudeilur boði það að skerða eigi
starfsfrelsi verkalýðshreyfingarinnar. Hér er aðeins
um að ræða að Iagíæra þá augljósu annmarka á gam-
alli löggjöf, sem minnzt hefir verið á hér að framan.
Og því skal ekki trúað að íslenzkir verkamenn telji
málstað sínum í vinnudeilum bezt borgið með því að
grípa til slíkra ráða sem forseti ASÍ hótaði á Lækjar-
torgsfundinum 1955.
Að velja sér starf
Hér á landi hefir lengi skort brú milli atvinnulífs-
ins og menntastofnananna. Allt of margir hafa gengið
í gegnum langskólanám, sett á sig hvítan flibba og
horfið inn á skrifstofurnar. ,
Starfsfræðslan er því mikil happasending. Hlut-
verk hennar er tvíþætt: að hjálpa unglingum að kom-
ast á rétta hillu í lífinu og jafnframt að sjá svo um
að hæfileikar hvers einstaklings nýtist sem bezt í þágu
atvinnulífsins.
Það eru einnjiitt atvinnuvegirnir, sem standa undir
menntastofnunum þjóðarinnar, en þeir hafa verið af-
skiptir um ungt hæfileikafólk, Ólafur Gunnarsson er
sá maður, sem byggt hefir upp þessa mikilvægu nýju
fræðslugrein hér á landi. Þar hefir hann séð lengra en
flestir aðrir og þar hefir hann unnið óvenju hagnýtt
starf.
• •
Orlög vor
stór
og smá
Guðmundur Böðvarsson: Salt-
kom í mold, ljóð, 102 bls. —
Verð kr. 154.50. Bláfellsút-
gáfan.
/^uðmundur Böðvarsson hefur
** um alllangt skeið talizt til
beztu núlifandi ljóðskálda ís-
lenzkra þótt undarlega hljótt
hafi stundum verið um hann
enda er Guðmundur ekki mikið
gefinn fyrir að ota sjálfum sér
fram persónulega. Saltkorn í
mold er 7. Ijóðabók Guðmund-
ar, en auk þess hefur hann gef-
ið út eina skáldsögu, Dyr í
vegginn (1958). Fyrri ljoðabæk-
ur hans eru: Kysstu mig sól
(1936). Hin hvítu skip (1939).
Álfar kvöldsins (1941) Undir
óttunnar himni (1944). Kristall-
inn í hylnum (1952). Mlnn guð
og þinn (1960). 1 þessum bókum
hefur Guðmundur birt mikið af
sjálfum sér, kannski enn meira
en mörg önnur skáld. Tónninn
í ljóðum hans er ævinlega hlýr,
mjúkur og þægilegur og þa|i
hafa sama eiginlcika og flautan
meðal hljóðfæranna: hún lætur'
ekki mikið yfir sér við fyrstu
kynni en býr yfir ótrúlegu
kynngimagni við frekari kynni.
Yrkisefni hans bafa verið marg
visleg en alltaf hefur þó borið
á tengslum mannsins við nátt-
úruna. Guðmundur er bóndi og
hefur lesið umhverfi sitt trú-
verðuglega, gengið á vit heims
ins sem hversdagsmaður án
uppskrúfaðrar fordildar og ver-
ið trúr eðli sínu sem skáld og
maður.
Caltkorn f mold birtir okkur
^ nýja mynd af skáldskap
Guðmundar Böðvárssonar. Yrk
isefni hans f þessari bók er
yfirgripsmikið og ákaflega vand
meðfarið. Hann gengur um
kirkjugarð, virðir fyrir sér leið
in og rekur minnisverð atvik
frá liðinni ævi þeirra sem nú
hvíla I mjúkum faðmi moldar-
innar. Hér er því á ferðinni að
nokkru leyti samfelldur bálkur
22 ljóða sem þó geta staðið
hvert út af fyrir sig. En kvæð-
in eru samt miklu sterkari sem
heild. Ekki er hægt að segja
að hér sé á ferðinni saga sveit-
ar heldur saga einstaklinga,
„örlög vor stór og smá“ eins
og segir í siðustu lfnu bókar-
innar.
Segja má að efnisvalið, sé
mjög fjarri „nútfmaljóðinu"
samkvæmt þeim skilningi sem
ungir höfundar hafa lagt í það
orð. En bæði er það að orðið
„nútímaljóð" er hæpin flokkun
i sjálfu sér og svo hitt að góð-
ur skáldskapur sprengir af sér
allar skilgreiningar. Góðu
skáldi er f rauninni allt leyfi-
legt svo framarlega þvf tekst að
nýta yrkisefni sitt innan þeirra
takmarka sem það setur sjálft.
Ég veit ekki hvort hægt er
að kalla þessi Ijóð Guðmundar
fabúlur en bálkurinn er þó sem
heild að nokkru leyti sagnaljóð
og það kæmi mér ekki á óvart
þótt samsveitungar Guðmundar
könnuðust við eitt og annað
úr þessum kvæðum. Þau eru
sett þannig fram að þau hljóta
eiginlega að styðjast að ein-
hverju við raunverulega at-
burði.
/"'agnstætt því sem ungir höf-
'Jr undar birta lesandanum
yrkisefni sín er Guðmundur að
segja lesandanum sögu í ljóði
og heldur sig að því leyti inn-
an ævafornrar hefðar íslenzks
ljóðforms. Hann gerir grein
fyrir þessum vinnubrögðum f
inngangs- og niðurlagkvæðum í
bókinni og hvern fjársjóð hann
hafi sótt í sögu föður sins í
dagsins önn. Hann játar einnig
þakkarskuld sína við horfin
W®tll
Guðmundur Böðvarsson
skáld Þjóðarinnar, ekki sfzt þau
sem höfðu til að bera hið fá-
gæta „stolt að stytta / stundir
með glettnum brag“ meðan
þjóðin bjó við hörmungar og
skort:
Enn varpar ljósgeisla löngum
langt yfir rúm og tfma
orðtak, sem ekki gleymdist,
atvik, sem sagt var frá,
yfir ást vora og hatur,
yfir líf vort og dauða,
yfir ættstofnsins sögu,
örlög vor stór og smá.
Yfir mörgum ljóðunum er
skemmtilega kfmilegur blær án
þess að nokkum tfnia sé farið
of langt burt frá þeirri ögun
sem skáldið hefur sett sér f
framsögn. Ég kæri mig ekki um
að fara að rekja örlagasögu
þeirra einstaklinga sem Guð-
mundur Böðvarsson kfefur
sagna. Það væri einungis til
að spilla ánægju lesandans. Ég
get þó ekki stillt mig um að
taka dæmi til þess að varpa
Ijósi á fáguð vinnubrögð höf-
undarins og þann árangur sem
slík vinnubrögð veita. Sjöunda
Ijóðið segir af tveimur drykk-
felldum bræðrum sem hleyptu
hestum sínum trylltum á hús-
þekjur sofandi manna svo fólk-
ið þusti út og vissi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið. Nú liggja
þessir bræður lágt f mold og
Guðmundur Böðvarsson kveð-
ur hjá leiði þeirra:
Ef grundir í nálægð glymja
af gnýför æðandi fáka
og loftið ymur af ópum
og ærslum þeysandi stráka,
i þá dunar í dimmum moldum
svo dauðir leggja við eyru
og grasið þærist á gröfum
garpanna tveggja frá Leiru.
Fjannig mætti halda áfram að
rekja dæmi en þess er ekki
kostur í svo stuttri blaðagrein.
Þetta ætti að nægja til að sýna
að Guðmundi Böðvarssyni tekst
á fágætan hátt að skapa agaða
list úr erfiðu og sundurlausu
yrkisefni. Hann fetar að þessu
sinni í fótspor þeirra sem
„stytta stundir með glettnum
Framhald á bls. 10.
.\V í