Vísir - 19.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Þriðjudagur 19. marz 1963. Totty- Totty hrópuðu 35 þús. áhorfendurá ÞÓRÓLFBECK —i er hann jafnaði fyrir St.Mirren „Þórólfur hefur staðið sig með afbrigðum vel í tveim síðustu leikjum sín- um“, sagði Ólafur Jónsson hjá Flugfélagi . íslands í Glasgow okkur fyrir helg- ina. Hljótt hefur verið um Þórólf sem aðra knattspyrnumenn í Bret- landi undanfarnar vikur, enda að- eins örfálr leikir farið fram og lítið að marka frammistööu leikmanna á spllltum völlunum. Eltt skozku blaðanna ( sagði í síðustu viku að útilokað megi telja, að Þórólfur geti skorað mark öðru sinni, sem verður fagn- að jafn innilega og Paislayáhorf- endur á Celtu Park gerðu þegar Þólólfur tók sig út úr þvögunni á vítapunkti og jafnaði 1:1 fyrir St. Mirren á 35. mín. fyrri hálfleiks, en úrslit leiksins urðu einmitt þau sömu. Var mark Þórólfs mjög laglegt, og notfærði hann sér háa fyrir- gjöf af kanti, en tveir varnarmenn, sem höfðu hann á milli sín sáu ekki við honum. Úrslitin voru talin sanngjörn og er St. Mirren greinilega á réttri leið því Celtic er geysisterkt fé- Iag. Þórólfur fær, sem fýrr segir, lof- samlega dóma og má búast við áframhaldi á góðum fréttum af honum og liði hans, sem enn er meðal Iiða, sem eftir eru í skozku bikarkeppninni. Dick Beatty markverði St. Mirren var fagnað ákaflega er hann hljóp inn á með St. Mirren sem fyrirliði liðsins. Hann lék með Celtic fyrir 5 árum síðan en er nú fyrir alllöngu orðinn St. Mirren- maður. Sömu menn og hrópuðu •„velkominn Beatty“ f byrjun Ieiks, voru ekki jafn hrifnir í leikslok, því Beatty varði skot gömlu félag- anna stórkostlega og færði St. Mirren, ásamt Þórólfi, dýrmætt stig. Floyd Patterson. Sonny Liston. Nú er uð dugu eðu drepust Floyd Patterson hefur mánuðum saman lokað sig inni til að sinna íþrótt sinni Ég skal hefna 126 sek. keppninnar " ## Glæsileg Lincolnbifreið tneð hvítum síma og njim- erinu EP 1 ekur til Miami Beach. Við stýrið situr eigandi bifreiðarinnar og fyrrverandi heimsmeistari í þungavigtarflokki í hnefa leikum, Floyd Patterson, sem var velt úr sessi af hinum skuggalega kyn- bróður sínum Sanny List- on, sem vann hann á rot- höggi á aðeins 126 sek- úndum! Eftir ósigurinn var Patterson ekki mönnum sinnandi og hann skauzt út um hliðarútgang í Comiskey Park og ók út í nóttina, dulbúinn með falskt yfirskegg. Hann vissi ekki hvert hann vildi fara, bara eitthvað burtu, burtu frá niðurlægingunni. Flestir héldu að Patterson hefði hér með kvatt hringinn að fullu og öllu, en svo var þó ekki því hann ákvað skömmu síðar að notfæra sér rétt- inn til annarar keppni við Liston. Fyrir nokkrum dögum setti Floyd upp æfingabúðir sínar í Tropical Park, sem er frægur fyr- ir veðhlaupabrautir sínar, en eftir tæpan mánuð, eða 10, apríl, munu þeir Liston og hann berjast öðru sinni, þá í Convention Hall á Miami. Liston tekur hlutunum ekki jafn alvarlega og Patterson og lifir enn meðal þægindanna á Hótel Casa- Fyrir nokkru keppni St. Mirren, lið Þórólfs Beck, við Celtic. Var þessi mynd tekin í þeim leik. örin sýnir hvar markmaður St. Mirren liggur emjandi eftir meiðsli, sem hann fékk við það að einn af félögum hans sparkaði í hann af misgáningi. En þrír leikmenn fóru í markið og tókst að verja skot á það. Þeir sjást hér þrír f markinu_og hafa stöðvað knöttinn við hornstöngina. blanca í New York og æfir ekkert að ráði. Framkvæmdastjóri hans segir þó að ekki sé neitt að ótt- ast, sinn maður muni ekki lenda í erfiðleikum. Þó Nilon fram- kvæmdastjóri segi það ekki beint má skilja að meiri ástæða sé að óttast hinn unga, sjálfumglaða Cassius Clay. Vinni Clay Doug Jones þann 13. marz munum við gefa honum tækifæri gegn Liston í júlí n. k. Sú keppni ætti að færa okkur 5 millj. dala I kassann og keppni við Ingemar Johannsson í september mundi gera a. m. k. 4 milljónir og að um 2 millj. af þessu fé rynni til Clay og Ingo, gæti Sonny tekið sér nokkurt frí frá störfum, peninganna vegna. Sérfræðingar reikna fastlega með sigri Listons og um leið síð- ustu keppni Pattersons, en þó er spenningur mikill í sambandi við keppnina. Patterson hefur frá þvf í haust er hann tapaði í Comiskey Park á 126 sekúndunum, lagt geysivinnu í þessa keppni. Hann hefur engu öðru sinnt en íþrótt sinni og hrein- lega lokað sig inni við æfingarnar, með þjálfara • og æfingafélögum, í yfirgefnu veitingahúsi í New York. Veitir þetta sumum nokkrar vonir um að Patterson geti varizt hina hræðilegu hramma heims- meistarans. Það sýnir sig nú þegar, að mik- III áhugi er fyrir keppninni. Miða- sala hófst fyrir viku síðan og eftir þeirri eftirsprn sem var þá strax, er reiknað með fullu húsi, 15.000 manns. Þó kosta miðarnir frá 4300 krónur við hringinn) og nið- ur í 215 krónur, stæði úti í salar- hornunum. Danmerkurmeisf- ararnir hingað I danska blaðinu B. T. gat að 1 1 líta í síðustu viku þá frétt, að I I Danmerkurmeistararnir f hand- | knattleik karla 1963 Aarhus , , KFUM hefðu fengið um 20 boð frá flestum löndum heims um! að koma og keppa þar en þeir ( I hefðu aðeins áhuga fyrir einu . I þeirra og það kæmi frá íslandi, þar væri þeim boðið 8 daga ^ I frítt uppihald og að keppa við ( | hin sterku íslenzku handknatt- l leikslið sem þeir hafa mikinn' áhuga fyrir að reyna sína hæfni I 1 við, — Blaðið hefur reynt að , I kynna sér hvaða félag sé að | bjóða þessu góða liði heim en I hefir ekki komizt að því enn | |með vissu, en líklegasta' liðið . er Ármann sem á næstu heim-' ' sókn. Loftfesting Veggffesting RENNIBRAUTIN FYRIR AMERÍSKA UPPSETNINOU. Mælum upp Setjum upp • SlMI 1374 3 L I NDARGOTU 25 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.