Vísir - 19.03.1963, Síða 6

Vísir - 19.03.1963, Síða 6
VI SIR . ÞrifSjudagur 19. marz 1963. HRraKS Fást í öllum bókabúðum. Ef ni: Leikdómar Leikhúsfréttir, inn- lendar og erlendar Viðtöl Gagnrýnd gagnrýni Almennar greinar Umsögn um útvarp og kvikmyndir. Leikrit: Saga úr dýragarðinum eftir E. Albee í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Heiisuhæli N.L.F.Í. Hveragerði, auglýsir: Starfsstúlkur vantar nú þegar. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konu hælisins, Hveragerði. Framtíðarátvinna Tveir ungir menn, sem hafa áhuga fyrir vél- um, geta fengið framtíðaratvinnu við fram- leiðslu á nýtízku vélum við pappírsiðnað. PAPPÍRSPOKAGERÐIN, Vitastíg 3 (Uppl. ekki í síma). 2 - 3 herb. íbúð Nýtízku íbúð óskast nú þegar fyrir erlend hjón (sænsk) með 5 ára dreng. Helzt með hús- gögnum. Fyrirframgreiðsla eftir samkomu- lagi eða allt leigutímabilið. Uppl. í síma 33039. PAPPÍRSPOKAGERÐIN, Vitastíg 3. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofustarfa í landbún- aðarráðuneytið (jarðeignadeild) frá næstu mánaðamótum. Skriflegar umsóknir sendist Jarðeignadeild ríkisins, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10. Speglar — Speglar Speglar í TEAK-römmum. Nýkomið fjölbreytt úrval. Ennfremur: Baðspeglar — Rakspeglai Handspeglar — Veggspeglar SPEGLABÚÐIN, Laugavegi 15. Sími 1-96-35. ÍFELAGSLIF Körfuknattleiksmót skólanna hefst föstudaginn 22. marz kl. 13.00 f íþróttahúsi Háskólans. Þá fara fram eftirtaldir leikir: Kvennaflokkur: 13.00—13.30 Kenn- araskólí íslands — Hagaskóli, Menntaskólinn í Rvík situr hjá. II. fl. karla: 13.35—14.05 Gagn- fræðask. Vesturbæjar — Laugar- nesskóli — 14.10—14.40 Gagnfr.- sk. við Vonarstr. — Verknám — 14.45—15.15 Verzlunarsk. íslands Hagaskóli — 15.20—15.50 Lang-' holtsskóli—Menntask. í Rvík. — 15.55—1625 Gagnfr.sk. Austurb.— Vogaskóli, — Leiktími er: Kvenna- fl. 2x15 mí., II. fl. karla 2x15 mfn. og 1. fl. karla 2x20 mín. -— Keppni heldur áfram laugard. 23. marz kl. 13.00 og sunnudaginn 24. marz kl. 13.00. — Ath.: Skólar verða að skrá lið sitt 15 mín. fyrir leik. Þægileg atvinna Nokkrar stúlkur eða miðaldra konur geta fengið þriflega og góða atvinnu nú þegar. Uppl. í dag og á morgun kl. 5—7 á Vitastíg 3. PAPPÍRSPOKAGERÐIN, (uppl. ekki í síma). Auglýsið í Vísi KFUK, ad. Aðalfundur í kvöld kl. 8.30. Kaffi. Fjölsækið. Um erlendan atvinnurekstur hér á landi — Hið rétta um afstöðu ríkisstjórnarinnar - Furðu- legur málflutningur Þórarins - Stjórnin má vel við una. A llsnarpar umræður urðu f neðri deild Alþingis f gær, og létu þar að sér kveða, sem oft fyrr, viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gfslason og Tfmarit- stjórinn Þórarinn Þórarinsson. Umræðuefnið var þó, því mið- ur, ekki nýtt af nálinni, því til- efnið var tillaga Þórarins um að banna útlendingum að reka hér lendis fiskiðju og talið snerist nær samstundis um Efnahags- bandalagið og afstöðu ríkis- stjórnarinnar til erlends at- vinnurekstrar og fjármagns. Þórarinn hélt því fram, eins og hann hefur gert sf og æ í allan vetur í Tímanum, að við- skiptamálaráðherra og ríkis- stjórnin öll vilji koma útlend- ingum inn f fsl. atvinnurekstur, að hún vilji opna útlendingum leið inn f fiskiðnaðinn. Las Þór arinn upp kafla úr ræðu þeirri, er viðskiptamálaráðherra flutti á aðalfundi yerzlunarráðs síð- ast, og vildi með því renna stoð- um undir þessa ályktun sína. /^ylfi Þ. Gíslason svaraði þess- 'Jr ari fullyrðingu Þórarins,1 með því að lesa upp annan kafla úr annarri ræðu, ræðu þeirri, er ráðherrann flutti sem skýrslu stjórnarinnar um EBE fyrr í haust á Alþingi. Segir þar orðrétt: „Mér viröist kjarni mólsins vera þessi: Annars vegar getur atvinnu- rekstur útlendinga og störf sér- menntaðra erlendra manna hér á landl orðið okkur tll mikilla hagsbóta. 1 því sambandi er sérstaklega vert að benda á að tæknikunnáttu er oft á tíðum ekki hægt að verða aðnjótandi nema í sambandi við hagnýt- ingu erlends fjármagns. Hins vegar fylgir atvlnnurekstri út- lendinga og erlendri fjárfest- ingu hér á landi sú hætta, að út lendingar gætu nóð úrslitaáhrif um í einstökum atvinnugreinum og starfsemi þeirra stuðlað að eyðingu náttúruauðlinda. Gegn þessu hvoru tveggja verðum við að geta tryggt okkur. Við verð- um að hafa það á okkar valdi hvern atvinnurekstur útiending- eftir Elleri B. Scliram ar megi stunda hér og hver á- hrif þeirra í hverri atvinnugrein megi verða“. ^llir þeir sem sæmilega skyn- semi hafa og vilja skilja, sjá í þessum ræðukafla vilja og af- stöðu ríkisstjórnarinnar. Ein- mitt þessi afstaða, að vera á verði gegn útlendingum, varð til þess, að ríkisstjórnin, þegar í upphafi og æ sfðan, hefur lýst því yfir, að full aðild að EBE komi ekki til greina. Hún komi ekki til greina, því full aðild kveður á um fullan rétt erlendra aðila til atvinnu og fjárfestingar í öðrum aðildarríkjum. Allt þetta benti Gylfi á og margt fleira, þðtt kjarni máls hans sé hér aðeins rak inn. En Þórar- inn lét ekki standa á svar- inu: ,.Sko“, sagði hann, „hér kemur að ríkisstjórnin atvinnurekstur". og las síðan upp fyrstu setn- ingu ofannefnds ræðustúfs „... annars vegar getur atvinnurekst ur útlendinga og störf sérmennt aðra manna hér á landi orðið til mikilla hagsbóta“. „Er ekki ríkisstjórnin að segja hér, að hún vilji erlenda íhlutun í at- vinnurekstri og fjárfestingu", sagði sá rökfasti Tímaritstjóri! TTmræður þessar eru raktar hér á þennan hátt, nákvæm ara en venjulega, til að gera fólki grein fyrir þeim furðulega málflutningi, sem haldið er á lofti af hálfu Framsóknar- manna. Undanfarna mánuði hef ur Tíminn hamrað á því, að stjórnarflokkarnir séu fylgjandi erlendri íhlutun hér, beinlínis lagt höfuðáherzlu á að koma þessum skoðunum inn hjá fólki. Nú, þegar kostur gefst á, að andmæla þessum fullyrðingum og það með einföldum rökum og skjalfestum orðum, sbr, ræð an hér á undan, láta Framsókn- armennirnir, þ. e. a. s. Þórar- inn sér hvergi bregða, en slítur einmitt fram vilji erlendan setningu út úr samhengi, sbr. einnig hér að framan, og segir „sjáið bara“. Tekur síðan þar upp þráðinn, leggur út af setn- ingarbútunum og rekur í löngu máli, áhrif bandarfsks einka- auðmagns í S-Ameríku og Kan- ada, áhrif dönsku kaupmann- anna hér á Iandi o. fl. o. fl. Öllum þeim, sem þetta lesa og öllum þeim, sem með mál- um hafa fylgzt, er ofur ljós stefna ríkisstjórnarinnar. Hún er sú, I stuttu máli, að fsl. aðilar geti hagnýtt sér erlent fjármagn og erlenda tæknikunnáttu, án þess að erlendir aðilar geti náð hér áhrifum eða stuðlað að eyð- ingu náttúruauðlinda. Hún er einnig sú, að viðurkenna þá staðreynd, að örðugleikar eru á að koma hér upp stóriðju án hagnýtingar erlends fjármagns. Þessar skoðanir eiga ekki ein- göngu heima í liði stjórnar- flokkanna. Fjölmargir Framsókn armenn s. s. Steingrímur Her- mannsson formaður FUF, hafa einnig lýst yfir sömu skoð- unum og það í sjálfum Tím- anum. ^uk þessa, sem telja verður kjarna deilu þeirra Þórar- ins, snerust umræðurnar nokk- uð um hvort rfkisstjórnin hafi haft I hyggju að sækja um fulla aðild að EBE. Þórarinn hélt þeirri skoðun fram, og reynd- ist ráðherranum til lítils að telja Þórarni trú um annað. Á- stæðulaust er að telja upp það rétta í því máli, svo oft sem það hefur verið gert, en eftir- farandi orð Gylfa Þ. Gíslason- ar er hægt að taka undir: „Það hljóta að vera mikil meðmæli með ríkisstjórninni, hvernig gagnrýni stjórnarand- stöðunnar er nú hagað. Hún gengur ekki út á, hvað stjórn- in hafi gert, ekki hvað verið sé að gera, heldur hvað ríkis- stjórnin hafi ætlað að gera. Megum við í stjórnarflokkun- um sannarlega vel við una“. I þínginu voru einnig til um- ræðu, frumvarp til laga um Iðn lánasjóð, frumvarp um kirkju- garð# og frumvarp til laga um loftferðir. Verður þess nánar geti?> síðar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.