Vísir - 19.03.1963, Page 15
9
V í S IR . Þriðjudagur 19. marz 1963.
—ggSi.,.'<WWThWvWTBHW't'MIH?jaMEW«—■
75
BEATRICE HERZ:
13
URNAR
Framhaldssaga
En á því andartaki var ég sem
/ lömuð — ég hafði séð Dóru í faðmi
hans fyrir hugskotssjónum mínum
og óttaðist samanburðinn, er hann
færi að dansa við mig blinda, og
sagði:
— Ekki núna, seinna.
— Eins og þú vilt, sagði hann
kuldalega.
— Ég er til, sagði Dóra, komdu.
En Filippus sagði, að tími væri
til að við færum öll að hátta.
Áhyggjulitlir dagar.
Og nú runnu upp áhyggjulitlir
dagar á heimili okkar í Kaliforníu.
Ég hugsaði í fyrstu um hvort hann
saknaði Dóru, en ekki lengi, við
höfðum nú um svo margt að spjalla
um húsið en vinir hans höfðu þar
allt tilbúið handa okkur, um flug-
ferðina, næstu bókina hans, — sem
hann nú vann að, allt milli himins
og jarðar. Og hann las fyrir mig
kafla úr henni. En við töluðum
minnst um okkur sjálf — og Dóru.
Loks gat ég þó ekki stillt mig um
að nefna 1iana og spurði hann
hvernig honum 'geðjaðist að henni,
og hann sagði hikandi, að hún væri
öðruvísi en allar aðrar konur, sem
hann hafði kynnzt, og ég get ekki
rætt þetta frekar, — að ég væri
sannfærð um, að sú aðdáun, sem
hún hafði borið í brjósti til< pabba
og ást — beindist nú að honum.
En næstu mánuðina hugsaði ég æ
minna um þetta. Við höfðum á-
gæta ráðskonu, blökkukonu að
nafni Lizzie, Qg hún vaf mér. betri
en nokkur móðir hefði getað verið
— hún greiddi mér, hjálpaði mér
að klæða mig og afklæðíi, og oft
sátum við í eldhúsinu og röbbuð-
um saman, meðan Filippus sat við
ritvélina. Og nú kynntist ég hinni
fögru Kaliforníu, — hann lýsti
henni fyrir mér, — og ég sá hana
með hans augum. Og einu sinni
sagði Lizzie:
— Já, það er margt fallegt að
sjá í Kaliforníu, frú Jordan, en
þér skuluð vera glöð yfir að hafa
ekki séð mig! Hvílíkt flykki, —
það var náungi, svartur eins og ég,
sem lýsti mér þannig, að ég væri
eins og stór, svartur selur, en samt
sagðist bann elska mig. Já, þessir
karlmenn!
Og það fór líka vel.á með Fil-
ippusi og Lizzie, þótt hún tautaði
stundum um óreiðuna á skrifborði
hans.
Já, þetta voru hamingjudagar.
Lizzie deyr.
Ég óttaðist ekki lengur framtíð-
ina, — ekki heldur þegar Lizzie
veiktist. Hún ^ar flutt á sjúkra-
hús, en ég hugði hana svo hrausta,
að hún mundi brátt koma heim aft-
ur, en það átti að skera hana upp
við botnlangabólgu. En þetta fór
verr en horfði, — botnlanginn
sprakk á leið í sjúkrahúsið. Lizze
fékk lífhimnubólgu og dó.
Ég gekk við hlið Filippusar, þeg-
ar hún var borin til grafar og ég
syrgði hana innilega —- og það
var í þessari sorgargöngu, sem ég
fyrst uppgötvaði, að ég bar líf
undir brjósti. Mér varð allt í einu
óglatt og kaldur sviti spratt fram
í enni mér. Ég greip þétt í hand-
legg Filippusar og varð að nema
staðar. Ég gat ékkert sagt þarna
og til allrar hamingju leið þetta
strax frá. Og ég ætlaði að ségja
Filipppusi gleðitíðindin við fyrsta
tækifæri.
En fyrst fór ég til læknisins og
fékk staðfestingu á, að ég væri
með barni. Ég fékk ekki tækifæri
til að ségja Filippusi þetta þegar,
því að sama morguninn hafði hann
ekið til bæjarins, „mikilvægra er-
inda“, eins og hann orðaði það.
Hann hafði verið kátur eins og
ungur drengur, en dagana á undan
hafði það orðið okkur áhyggju-
efni ,að við höfðum ekki getað feng
ið húshjálp, sem okkur líkaði. Mér
flaug í hug, að einhver vina hans
hefði getað útvegað okkur hjálp,
og hann ætlaði að koma mér á
óvænt
Hin „snjalla hugmynd“ Filippusar.
Ég hlakkaði til að segja honum
tíðindin og þegar ég kom heim frá
lækpinum var hann þegar kominn
heim. Ég heyrði raddir inni í stof-
unni og mér fannst sem gripið
væri fyrir kverkar mér, er ég
heyrði Filippus segja:
— Þú veizt ekki hve það gíeður’
mig, að þú ert komin hingað,
Dóra!
— Og þú veizt ekki hve glöð
ég er að vera komin. Þau munu
allt í einu hafa orðið þess vör, að
ég stóð í gættinni. Þögn ríkti and-
artak.
— Sjáðu hver er komin, elskan
mln, sagði Filippus svo. Dóra! Mér
fannst snjöll hugmynd að biðja
hana að koma, þú mundir þurfa
svo mjög á henni að halda. Og hún
kom þegar.
— Gaman að sjá þig, sagði Dóra
áhyggjulaust, en þú ert mjög
þreytuleg.
— Af hverju þarftu að vera
svona grimm, hugsaði ég, en Fil-
ippus sagði eins og hann væri
hinn ánægðasti yfir hugmynd
sinni:
— Var þetta ekki góð gjöf, ást-
in mín?
Hann hafði sjálfsagt gert þetta
í beztu meiningu, og ég svaraði
hrygg í huga:
— Jú, ég veit varla hvernig ég
fæ þakkað þér.
Hann mun ekki hafa orðið vör
beizkjunnar undir niðri ,en ekkert
fór framhjá Dóru:
— Góð kona hagar sér eftir ósk-
um mannsins síns. Þú gætir í öllu
falli látizt vera glöð. Það var hans
úppástunga, gleymdu því ekki,
Helena.
Dóra hafði komið fyrir vösum
með rósum og kirksuberjatrjá-
greinum á miðdegisverðarborðinu
og það var ljúf angan I stofunni.
Og áður en við settumst að borð-
um sýndi hún Filippusi landslags-
teikningar' sínar — kvaðst hafa
<S26 "-'-t.- ©PIB
— - • •’COPENHMÍEN
Já. en ég Iofa yður að við látum gifta okkur um leið og það skolar
presti á land hér.
teiknað þær sér til dægrastytting-
ar aðeins, og Filippus var mjög
hrifinn. Og hann hafði orð á því
að hún væri einkennileg kona, sér-
kennilega kvenleg., en teikningar
hennar bæru því líka vitni, að hún
ætti djarfa karlmennslund. Hann
kvaðst oft hafa skoðað teikningar
og málverk kvenna, — margt af
þvl fínlegt og fagurt, en dirfskuna
hefðf skort.
— Ég veit hvað ég vil, það er
það, sem gerir muninn, sagði hún,
og Filippus svaraði:
— Um það hef ég aldrei efazt.
Brátt fannst mér blómaanganin
fullsterk. Það lá við að mér yrði
óglatt — og gleðin og eftirvænt-
ingin, sem hafði búið innra fyrir
með mér, var þverrandi. Beygur
minn var vakinn á ný, beygur um
að lífshamingja mín væri I hættu.
Og nú fór Dóra að tala um hve
heimilið væri yndisjegt, — það
væri vart neitt, þar sem hún ekki
vildi að væri eins og það var. Hvað
mig snerti þá var það líkast sem
ég væri ekki til. Og ég hugsaði
um, að heimilið mitt fengi ég aldrei
að sjá.
— Kínversk speki er athyglis-
verð, sagði Dóra, og minntist ég
þess að hafa lesið I bók um hana,
T
A
R
Z
A
N
Tarzan: „Allar líkur benda til
að farið hafi verið með leikkon-
una til Tombu-þorpsins“. Zukoff,
*AREyOUSURE?'<?UEKlE7
ZUKOFP. *l’JA POSITIVE/
SA!7 TAKZAN FLATLV.
*let's eo...<,iO.|Q.>59g7
efablandinn: „Ertu viss um það?“
Tarzan: „Alveg hárviss um það.
Höldum áfram“.
Tombu-mennirnir tóku óvin- um. Tarzan: ;,Við komum I friði
gjarnlega á móti leitarmönnun- — til að spyrja um hvlta konu".
að mannlegt eðli sé eins og straum
röst, — fái hún farveg í austur-
átt, beinist húrt þangað — sé far-
veginum breytt til vesturs, renni
hún þangað. Mannlegt eðli þekk-
ir ekki muninn á illu og góðu frek-
ar en vatnið á austri og vestri.
Ég hafði einhvern tlma heyrt
pabba hafa yfir þessi orð — og
mér fannst nú eins og það væri
hann, sem mælt hefði — og nú
þegar Dóra endurtók • þessa kald-
ranalegu speki, leit ég á það sem
hún væri að ögra mér.
— Þú gleymir svarinu, sagði ég
lágt, sem líka er að finna í kfn-
verskri speki: Að dyggðin sé það
æðsta, sem mönnum hafi borizt
af himnum ofan.
Dóra hló.
-— Þarna ertu lifandi komin, Hel
ena. Það var þér líkt, að hampa
hinum eilífu dyggðum, en það
gera vfst oft þeir, sem ekki þurfa
að óttast að verða fyrir freisting-
um.
Grunaðl Dóru nokkuð?
Ég hafði mælt lágt og vissi þvl
ekki hvort Filippus hafði heyrt til
mín. Hann hafði gengið að grammó
fóninum til þess að setja á plötu.
— Hvort viltu heldur, Dódó, —
Bach eða EIvis Presley?
SÆNGUR
Endumýjum gömlu sængum-
ar. Eigum dún og
fiðurheld ver.
Dún og fiburhreinsun
Kirkjuteig, 29. Sími 33301
Vinnuskyrtur
Vinnujukkur