Vísir - 21.03.1963, Blaðsíða 16
LögregkbifreB
í árekstri
Fimmtudagur 21. marz^ 1963
Tveir piltar
slasast
Tveir piltar slösuðust, þó ekki
alvarlega, hér í miðbænum, annar
í gær en hinn f fyrradag.
Sá þeirra sem slasaðist í fyrra-
dag, var á skellinöðru á mótum
Grófinnar ög Tryggvagötu, en
lenti þar utan í bíl og féll í göt-
una. Hann skrámaðist og skarst í
andliti og flutti sjúkrabíll hann í
slysavarðstofuna.
1 gær datt drengur í Austur-
stræti og meiddist í fæti, en ekki
vitað hve mikið. Hann var einnig
fluttur í slysavarðstofuna
1 gærmorgun um kl. hálftíu
kviknaði í tjörupotti á þaki húss-
insv nr. 54 við Álftamýri. Verka-
,menn voru að asfaltera þakið und-
'ir jámklæðningu og hafði tjaran
ofhitnað. Slökkviliðið var kvatt á
staðinn, en áður en það kom hafði
verkamönnunum sjálfum tekizt að
kæfa eldinn.
Skipstjórinn á Gulífossi fyrir rétti:
Sök skipasmíða-
stöðvarinnar
Kennaraskólinn út-
skrífí stúdenta
Líkan af Kennaraskólanum nýja.
Einkaskeyti frá fréttaritara
Vísis í Kaupmannahöfn í
morgun.
Réttarhöld vegna Gull
foss-brunans hófust í
sjó- og verzlunarréttin-
um í Kaupmannahöfn í
morgun. I dag munu 10
menn, áhafnarmeðlimir
og starfsmenn skipa-
Framh. á bls. 5
Komið er nú fram á
Alþingi frumvarp til
laga um Kennaraskóla
íslands, þar sem m. a.
segir að skólinn geti út-
skrifað stúdenta. Fleiri
breytingar hefur frum-
varpið að sjálfsögðu í
för með sér. Kunnugt
hefur verið, að þessar
breytingar hafa staðið
fyrir dyrum, en enn er
óvíst hvort frumvarpið
verður afgreitt á þessu
þingi sem lög. Rétt er að
geta í þessu sambandi
hálfrar aldar afmælis
Kennaraskólans ^og
vígslu hins nýja skóla-
húss á næsta hausti. Er
hér sannarlega um mikil
tímamót að ræða fyrir
skólann.
Eins og fyrr segir cru hclztu
breytingarnar sem felast f frum
varpinu, ákvæðið um mennta-
deildina og réttinn til braut-
skráningar stúdenta. Aðrar
meginreglur eru að komið verð-
ur á fót framhaldsdeild við skól
ann, að stofnuð verður undir-
búningsdeild fyrir sérkennara,
æfingakennsla verður aukin og
nokkuð kjörfrelsi verður um
námsefni.
Þess skal getið, að ekki er
ætlazt til að stúdentspróf frá
kennaraskólanum veiti aðgang
að öllum deildum Háskólans.
Mercedes Benz bfllltlö var illa farinn eftir áreksturinn á Hverfisgötu.
Lögreglubifreið sem var að
flytja ölvaðan mann inn í Síðu-
Kunnur vísindumuður athugur hufnar
skilyrði á suðiirströndmni
Víðkunnur sérfræðingur á
sviði hafnarmannvirkja, prófess
or Per Brun, sem starfar nú við
Floridaháskóla í Bandaríkjun-
um, kemur hingað til lands með
vorinu og vinnur hér á vegum
ríkisstjórnarinnar í sumar í
sambandi við tæknilegar rann-
sóknir á hafnarskilyrðum i
Þykkvabæ og við Dyrhólaey.
Prófessor Brun mun einkum
rannsaka hinn mikla tilflutning
á sandi og öðrum jarðefnum,
sem er úti fyrir suðurströnd
Iandsins og skapar mikla tækni-
lega erfiðleika í sambandi við
hafnarmannvirki á fyrrnefndum
stöðum. Sérfræðingur þessi er
danskur að ætt og starfaði Iengi
í heimalandi sínu að tæknileg-
um rannsóknum varðandi hafn-
argerðir, og er tilflutningur
jarðefna í sjó einmitt hans sér-
svið. Emil Jónsson sjávarút-
vegsmálaráðherra skýrði frá
þessari væntanlegu heimsókn á
Alþingi í gær í umræðum um
rannsóknir á hafnarskilyrðum
á fyrrnefndum stöðum. Ráðherr
ann gat þess einnig, að unnið
hefði verið síðustu misserin að
rannsóknum, mælingum og bor-
unum, á sjó og landi, við Dyr-
hólaey og væri heimsókn pró-
fessors Brun og athuganir hans
liður í þeirri heildarrannsókn.
múla ók í nótt á nýlegan Mercedes
Benzbil á Hverfisgötunni. Mercedes
bíllinn sem er eign Einars Ás-
mundssonar forstjóra í Sindra
skemmdist mikið. Bíllinn stóð fyr-
ir utan heimili hans að Hverfis-
götu 42.
Lögreglumennirnir sem voru
þarna á leiðinni inn Hverfisgötu
höfðu ekki gefið skýrslu um at-
burðinn í morgun, en blaðið hefur
frétt að hinn ölvaði maður sem
verið var að flytja hafi orðið þess
valdandi að lögreglumaðurinn sem
ók bifreiðinni hafi eitt augnablik
misst stjórn á bifreiðinni. En fang-
inn var erfiður viðureignar. LÖg-
reglubifreiðin sem notuð var til
flutningsins var af Land-Rover-
gerð en f henni er ekki slíkur að-
skilnaður milli fanga og ökumanns
sem í stærri lögreglubílunum.
i