Vísir - 21.03.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 21.03.1963, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963. t Geir sagði að lokum, að hann byggist við, að KR yrði hættu- iegasta liðið í sumar, Þeir voru óheppnir að vinna ekki í fyrra, því þá voru þeir með bezta liðið — síðan kom Akranes og Akureyri — þeir taka það lík- lega í sumar, en við hérna f Val getum samt átt síðasta orðið í þeirri hörðu viðureign, sem háð verður í sumar. Það verður ekki nóg að vinna einn eða tvo leiki í sumar, sagði Guðbjörn Jónsson, þjálfari Kefla- víkur (nýliðanna í fyrstu deild). Menn verða að vinna fleiri leiki til að vera f deildinni næsta ár. Og að því marki keppum við. Síðastliðin ár hafa liðin, sem koma upp úr annari deild, fallið niður aftur árið eftir. En nú ætl- um við að reyna að bjarga þessu, haldast í deildinni næstu árin. Hjá okkur hefur verið æft þrisvar í viku, tvisvar inni og einu sinni úti. Það hefur verið sæmilega mætt, en okkur vantar fjóra leikmenn, er léku með í fyrra. Þeir eru allir í skólum úti á landi, og það er ekki gott fyrir liðið, því samæfingin er fyrir mestu. Við eigum mikið af góðum efni- við, sem æfir vel og er mikil keppni hjá þeim um að komast í liðið í sumar, enda -ést það bezt á æfingum, því þar gera allir sitt bezta, og ég er ánægður með það. Ég býst við þó nokkrum breyting- um á liðinu í sumar, en samt ekki afgerandi. Við eigum of mikið af varnarleikmönnum hér syðra en vantar tilfinnanlega fleiri góða sóknarleikmenn. En ég sé þetta samt betur í sumar. Ég býst fastlega við að KR vinni mótið. Þeir eiga beztu mennina, það sézt bezt á landsliðinu, sem oftast er skipað helmingi KR-liðs- ins Við erum ákveðnir í að vinna íslandsmótið í sumar, sagði Reynir ICarlsson, þjálfari Akureyringa, er blaðið ræddi við hann fyrir skömmu. Ég er nýkominn að norðan, þár \sem ég lagði á ráðin með Einari Helgasyni markverði, en hann hef- K.R.-ingar á hlaupaæfingu á grasvelli félagsins við Kaplaskjóisveg. Knattspyrnan hefst eftir páskana Strax eftir páska taka knatt- spyrnumenn okkar fram skóna, og hefja hið langþráða keppnistfmabil sitt. Keppnin mun sem fyrr hefjast með Reykjavíkurmótinu, en síðan hefst fslandsmótið, sem allir biða spenntir eftir. í fyrra var leikið eitt jaínasta Islandsmót, er sögur fara af, og ekki verður mótið í ár síðra. fþróttasíðan hefur snúið sér til þjálfara þeirra liða, er leika í mótinu f sumar, og spurt þá, hvernig leikmenn hafa æft í vetur, svo og um álit þeirra á mótinu í sumar. Og hvort von sé á breyt- ingum á liðunum. Við snerum okkur fyrst til þjálf- ,.ra fslandsmeistaranna Fram, Guðmundar Jónssonar: — Hjá okkur eru nær allir iromnir í góða æfingu, og hefur verið vel mætt í vetur. Aðeins vantar þá leikmenn, er leika með Fram í handknattleik, en búast má við, að þeir séu allir í góðri æf- ingu. Við höfum æft 4 sinnum í viku, 2 sinnum úti og 2 inni. Á sunnu- dagsæfingum hafa oftast verið um 25 manns, enda gekk allur 2. flokkurinn upp í fyrra. Eru mörg góð efni þar en erfitt verður að gera upp á milli þeirra, er koma H1 greina að leika í meistaraflokki f sumar. Ég býst ekki við neinum veru- legum breytingum á liðinu frá í fyrra, en allt getur samt skeð, bæði slys og annað. Við eigum t. . bæði Ragnar og Grétar slasaða eftir innanhúsknattspyrnuna um daginn, en, sem betur fer, ekki hættulega. Takmark okkar er að sigra aftur f sumar, en ég og strákarnir ger- 'im okkur gein fyrir, að það verður ekki auðvelt. Ég hræðist ekki neitt lið sér- itaklega — þau eru öll mjög jöfn, en ég hef tröllatrú á Fram sem 'vrr. unum í langan tíma, og flestir er- um við að einhverju leyti háðir fiskveiðunum hér. Við byrjuðum ekki að æfa fyrr en eftir áramót, og æfúm nú þrisv- ar í viku, tvær þrekæfingar inni og eina æfingu á sunnudögum. Ég býst við þó nokkrum breyt- ingum á liðinu t sumar. Við eigum nokkra unga drengi, er hafa æft vel, en skortir alla reynslu, og eru of ungir til að keppa við hina reyndu* fyrstu deildar leikmenn. Við höfum undanfarin ár misst marga af leikmönnum okkar úr liðinu, og ekki batnar það í ár. Helgi Hannesson hefur verið veik- ur í vetur, og ekkert æft, og er mjög vafasamt, að hann verði með f sumar. Og nú hefur Þórður Jóns- son ákveðið að leggja skóna á hill- una, og er hann nú þegar kominn á bát héðan og verður á honum í sumar. Þetta veikir liðið mikið, en við hinir ætlum að gera okkar bezta þrátt fyrir þetta tap. Við höfum allir þó nokkra reynslu, og keppnisskapið er mikið f Akurnesingum sem fyrr. Við ætlum að gera okkar bezta á næsta íslandsmóti, en búumst ekki við neinum sigri f mótinu. Það eina sem við ætlum ekki að gera er að falla niður í aðra deild — við látum eitthvað annað lið um að fara þangað. KR er langbezta iiðið, og hefur verið það undanfarin ár, mér finnst þvf líklegast, að þeir vinni mótið í sumar, og þeir eigi að gera það, ef rétt er haldið á spilunum. Við spurðum Ríkharð, hvort hann hefði hug á að hætta knatt- spyrnu eftir sumarið. „Ekki býst ég við því,“ sagði hann, „ég hætti ekki fyrr en ungu drengirnir eru allir komnir upp, og hafa hlotið einhverja þekkingu. Það er ekki gott að segja eftir það. Mér finnst minn tími bráðum kominn til að hætta, þvf miður“. •hjá hinum rauðklæddu í Austur- bænum. Alltof fáir af fastamönnum liðs- ins æfa reglulega. En það er tilgangslaust að æfa, ef ekki er æft vel og reglulega. Valur var í öðru sæti á síðasta íslandsmóti, og við ætlum að reyna að vera ofar í sumar, en til þess þarf liðið að æfa vel, og þetta hef ég sagt þeim oft. En það hefur lítinn árangur bor- ið til þessa. Við eigum nokkra unga og efni- lega drengi, sem eru í sigtinu fyr- ir meistaraflokk, en flesta þeirra vantar líkamlegt þrek. Við höfum æft þrisvar f viku í vetur — tvisvar inni, og einu sinni úti, og hefur verið mest af nýlið- um á þessum æfingum. • Ég get ekki sagt, að ég sé á- rægður með, hvernig mætt er á æfingar hjá okkur, sagði Ríkharð- 'tr Jónsson, þjálfari Akraness, og er þar margt sem hjálpast að, t. d. hefur ekki verið landiega hjá bát- Ekki var hljóðið. gett í hinum nýja þjálfara Va's, Geir Guð- mundssyni, en þetta er j fyrsta skipti, er hann þjálfar meistara- flokk félagsins. Hann hefur áður verið með 2. flokk félagsins og er, því öllum hnútum vel kunnugur I í sjöunda landsleik V.-Þjóð- verja og Frakka í handknatt- leik, sem fram fór I Freiburg í byrjun marz, sigruðu Þjóðverj- ar með 13 mörkuni gegn 8. Þjóðverjar byrjuðu á að rugla vörn Frakka gersamlega með sífelldum skiptingum, og f hálf- leik stóðu mörkin 8:3 Þjóðverj- um í hag. Frakkar sóttu %ig í síðara hálflcik, en gátu aldrei jafnað metin. Myndin sýnir Þjóðverjann Bartels setja ó- verjandi mark. ur séð um þjálfunina í vetur. Hann er íþróttakennari að menntun, og kann því sitt fag vel, enda eru strákarnir komnir f ágætisæfingu þegar. Ég kemst ekki sjálfur norður fyrr en seinna f sumar, og mun þá taka við af Einari. Tveir af fastamönnum liðsins æfa ekki með því nú, þeir Kári Árnason, sem er á Laugarvatni, og Jakob Jakobs- son, sem er í Þýzkalandi og ekki væntanlegur fýrr en í júlí. Það hafa verið þrjár æfingar í viku í sumar — ein inniæfing og tvær útiæfingar, en aðstaða til þeirra er ekki góð, völlurinn blautur eftir veturinn, en vonandi verður hann samt betri nú en f fyrra. Upp á síðkastið hefur flensan verið slæm fyrir norðan og hafa því æfingar legið niðri um tíma hennar vegna. Það verður erfitt að spá um úr- slitin í sumar, allt getur skeð í knattspyrnunni, en eitt veit ég með vissu, að aldrei hafa Akur- eyringar verið jafn ákveðnir að sigra og nú, en það, sem hefur háð liðinu hvað mest, er að við höfum ekki fengið neina leiki fyrr en íslandsmótið hefst, en þá hafa Reykjavíkurfélögin verið búin að leika marga leiki. Útkoman hjá okkur verður því ætíð sú, að okkar beztu leikir eru seinni part sum- ars. Ég er eins ánægður og hægt er, sagði Sigurgeir Guðmannsson þjálfari KR. Það er að vísu aldrei nógu vel æft hjá neinu félagi, en hér hjá okkur hefur þetta verið á- gætt í vetur. Það er vel mætt hjá meginhelmingi fasta Iiðsins frá í fyrra. Sumir hafa sjaldan æft eins vel og nú, t. d. Hörður Felixson, og fleiri bafa mætt mjög vel upp á síðkastið. Aðeins einn af hinum mörgu Iandsliðsmönnum KR hefur ekki mætt á æfingar enn, en það er .Garðar Árnason, einn af beztu leikmönnum félagsins, en hann mun byrja að öllum líkindum ein- hvern næstu daga. Við æfum fjórum sinnum í viku — eina þrekæfingu hjá Benedikt Jakobssyni — eina hlaupaæfingu " — eina tækniæfingu og svo er leikið á sunnudögum. Flestir eru komnir í góða æfingu, enda veitir ekki af. Liðið fer til Danmerkur 24. júlí og niun Ieika þar nokkra leiki. Einnig höfum við sótt um leyfi til KSÍ til að taka þátt í Evrópukeppni bikarliða — en höf- um ekki fengið svar enn. Ég vona, að KR geti sýnt áhorfendum góða knattspyrnu í sumar, og að vinna íslandsmótið er takmarkið hjá okk- ur, en það verður ekki auðunnið — það vitum við. En KR er alltaf KR, og þeir hafa ekki sagt sitt síðasta orð ennþá. — klp — LAUGAVE6I 90-92 700-800 bílar eru á söluskrá vorum. ★ Sparið yður tíma og fyr- irhöfn. Ef bifreiðin er til sölu er hún hjá okkur. ★ Okkar stóri viðskipta- mannahópur sannar 10 ára örugga þjónustu. ★ Bílaval er allra val.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.