Vísir - 21.03.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 21.03.1963, Blaðsíða 1
Nemendur Kennaraskólans l ánægðir með frumvarpiðl 53. árg. — Fimmtudagur 21. marz 1963. — 66 tbl. Borun á Hásavík hætt — / bili Að sögn nemenda í Kennaraskólanum ríkir þar almenn ánægja í hópnum vegna frum- varpsins um Kennara- skólann, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Norðurlandsborinn, sem undan- farið hefur borað á Húsavík, en án þess að komast niður á heitt vatn, er hættur þar borun að sinni og verður hvað úr hverju fluttur yfir í Mývatnssveit. Eins og frá hefur verið skýrt áður komst borinn niður í 1100 metra dýpi, en dýpra getur hann ekki borað nema að fá viðbótar- tæki, sem nú er ráðgert að panta erlendis frá. Um það bil sem borinn hætti var hitastigið í botni holunnar orðið um 90 stig sem gefur á- kveðna von um að komizt verði niður á heitt vatn ef dýpra verður borað. Síðan að borun lauk hefur hitinn í bolholunni hitnað og er a. m. k. kominn upp i 110 stig og e. t. v. meira Gunnar Böðvars- son verkfræðingur tjáði Visi að þetta væri algengt fyrirbæri, því holurnar kólna vegna vatnsdæl- ingar meðan á borun stendur og það tekur þær alltaf nokkurn tíma að ná sér og hitna til fulls. Framh. i bls. 5 Veift Fálkaorða Robert B. Moore, yfirmanni varn- arliðsins, sem fór héðan á laugar- dag, var veitt Fálkaorðan nokkru fyrir brottförina. Venja er, að erlendum sendiherr- um er veittur stórkross orðunnar við brottför af landinu og var flota- foringjanum veitt orðan í samræmi við þessa venju. Hlaut hann stór- riddarakross með stjörnu, sem er næsta gráða undir stórkrossi. Emil Hjartarson Þar er m. a. gert ráð fyr ir að Kennaraskólinn fái heimild til að braut- skrá stúdenta. Frétta- maður frá Vísi og Ijós- myndari skruppu í skól- ann í morgun og hittu að máli nokkra nemend ur og spurðu þá um álit þeirra á frumvarpinu, einkum þó heimildina fyrir skólann til að braut skrá stúdenta. Emil Hjartarson er 1 stúdenta deild skólans: — Ég tel sjálf- sagt að gefa nemendum hér við skólann tækifæri til að fara í háskóla til framhaldsnáms. Ýmsir hafa efazt um að skól- inn geti rækt tvöfalt hlutverk svo vel sé, að útskrifa kennara- efni annars vegar og stúdenta hins vegar. Ég álít hins vegar enga hættu á því að þarna muni hallast á deildir. Jóhanna Steinþórsdóttir frá Hæli er í fjórða bekk: — Ég veit ekki hvort ég notfæri mér þetta tækifæri. En ég tel afar heppilegt að kennarar geti átt kost á að taka stúdentspróf hér í skólanum. Þóra Guðmundsdóttir frá Ingjaldssandi í Önundarfirði er í þriðja bekk: — Ég tel heimild ina handa skólanum til að Frnmh. á bls. 5 Jóhanna Steinþórsdóttir. Stefnt að þinglausnum fyrir pcíska: vörp setja svip á Mikíð annríki er á Al- þingi um þessar mundir, mörg stórmál til með- ferðar, miklar umræður og yfirleitt góð fundar- sókn. Ætlunin mun vera að ljúka þinginu fyrir páska, en páskar eru um miðjan apríl. NÝ STJÓRNAR- FRUMVÖRP. Síðustu dagana hafa mörg meiriháttar stjórnarfrumvörp verið lögð fyrir þingið. Nefna má ný almannatryggingalög, sem gera ráð fyrir stórauknum tryggingum. Verður tsland með samþykkt þeirra í röð þeirra landa í heiminum, sem hafa fullkomnastar tryggingar. Þá eru frumvörp að nýjum höfunda lögum, sem mikil þörf er á að setja, og frumvarp um listfiytj- endur, þess efnis að ísland ger- ist aðili að nýrri alþjóðasam- þykkt, sem gerir • ráð fyrir að listflytjendur eða listtúlkendur, fái hliðstæð réttindi og höfund- ar hafa á verkum sínum. Þá var lagt fram í gær stjórn- arfrumvarp um nýskipan Kenn- araskólans, þar sem m. a. er gert ráð fyrir að skólinn fái réttindi til að brautskrá stúd- enta. Mikill frumvarpsbálkur er fram kominn að nýjum loft- ferðaiögum, þar sem samræma á hérlenda löggjöf öllum þeim alþjóðasamþykktum um flug- mál, sem ísland er aðili að. Frumvarp um stóraukin fjár- framlög ríkisins og hins opin- Framh. á bls. 5. Þóra Guðmundsdóttir Fanney að h Fanney byrjar síldarleit e"in- hvem næstu daga. Sild veiðist nú á Hraunsvík, en það háir veið- unum, að hún stendur djúpt og er dreift. Síldveiðar eru ekki byrjaðar á ný af neinum krafti, þótt fyrstu göngu sumargotssíldarinnar hafi orðið vart, en allmargir bátar eru nú tilbúnir að hefja síldveiðar aft- ur og sumir farnir að þreifa fyrir sér. Ekki hefir frétzt um neina síldveiði nema á Hraunsvík. Þar fengu bátar þó lítið í fyrri- nótt, vegna þess að þeir náðu ekki til hennar. Hún lá nefnilega niðfi á botni. En í gærkvöldi kom Haildór Jónsson til Rvíkur með 450 tn., sem hann hafði fengið í ljósaskiftunum í gærkvöldi á Hraunsvík, Hafrún með 150 og Ól- afur Magnússon með 46. Sumir fengu ekkert. Nokkrir bátar köst- uðu' í morgun, og er þetta er ritað var ófrétt nánara um það, nema að Pétur Sigurðsson hefði fengið 350 tn. Síldin er stór og falleg. VÍSIR Leitarstjórinn / Torbay segir að orsök slyssins hafi verið ísing Leitinni að íslenzku f lugvélinni er enn haldið áfram á hafinu milli Ný- fundnalands og Græn- lands, en hún hefur enn engan árangur borið. í morgun átti að stækka leitarsvæðið. Vísir átti símtal við leitarstjórann, sem er yf irmaður björgunarsveit- arinnar í flugstöðinni Torbay, skammt frá St. Johns. Hann skýrði frá því, að enginn vafi væri á því, að íslenzka flugvél- in hefði farizt vegna ís- ingar. Kvaðst hann hafa öruggar heimildir fyrir því, að íslenzku flug- mennirnir hefðu nokkru áður en hætti að heyrast Framhald á bls. 5 Rannsókn á sumargotssíld sem Guðmund- ur Þórðarson veiddi leiddi í ljós, að búkfita var yfir 10% og mun það teljast gott miðað við árstlma. — Vorgotsslld reyndist að fitu- magni um 8% (búkfita). Það kom fram í frétt I Vísi fyrir nokkru, er sagt var frá afla Kóps, að síldin væri feit og falleg. Við rannsókn kom hins vegar í ljós, að hún var ekki eins feit og hún sýndist vegna þess, að hún var fuil af svilum og hrognum. Blaðið átti tal við Jakob Jak- obsson fiskifræðing árdegis og taldi hann allar líkur fyrir, að það væri sumargotssíld sem veiddist á Hraunsvíkinni, — sýnishom af síld veiddri þar koma f dag til rannsóknar. — Orsök þess, að 1 Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.