Vísir - 19.04.1963, Side 4

Vísir - 19.04.1963, Side 4
V í S IR . Föstudagur 19. aprfl 1963. Kaflar úr yfirlitsræðu Sveins B. Yalfells á árs- þingi iðnrekanda í fyrradag Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr yfirlitsræðu Sveins B. Val- fells forstjóra, fyrrv. formanns Félags ísl. iðnrekenda, er hann flutti á ársþingi iðnrekenda í fyrradag. — Fjallaði ræða Sveins um ýmis hagsmuna mál iðnaðarins auk þess sem rætt var almennt um ýmsa aðra þætti íslenzks efnahagslífs. — Varð Sveinn góðrislega við beiðni Vísis um aðv, .'á að birta þessa kafla. Sveinn lét að eig- in ósk af formannsstörfum hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda á þessum fundi, og var, kjörinn nýr formaður í hans stað. Enn eitt ár hefur lokið göngu sinni í starfi okkar og sögu félags vors. Ár það er hér verður minnzt og reynt verður að gefa yfirlit yfir og meta, má telja að verið hafi hagstætt allri þjóðinni. Ár- ferði til lands og sjávar var gott og gömlu atvinnuvegirnir, land- búnaður og sjávarútvegur, stóðu með blóma, og útflutningur jókst. Var það sérstaklega að þakka aukningu síldaraflans, en hins vegar uxu þorskveiðarnar ekki. Vöxt fiskveiðanna má rekja til aukins skipastóls og mannfjölda, er við veiðarnar fæst, en fyrst og fremst fyrir tilkomu nýrra tækja og tækni við veiðarnar. Mun magnaukning aflans hafa verið 16,9%. Þar sem afurðir fiskveiðanna seljast fyrst og fremst til útflutn- ings og eru undirstaða gjaldeyris öflunar þjóðarinnar og auðveld- lega gekk að selja aflann, varð veruleg aukning á gjaldeyristekj- um þjóðarinnar, sem hafði í för um hjá félaginu. Við starfi hans tók Þorvarður Alfonsson, hag- fræðingur, er verið hefur starfs- maður félagsins um nokkurt skeið. Vil ég nota þetta tækifæri til að færa Pétri þakkir félagsins og stjórnarinnar fyrir hans ötula starf í þágu iðnaðarins og mál- efna hans fyrr og síðar og þann brennandi áhuga, er hann hefir jafnan sýnt velferðarmálum iðn- aðarins. Hann hefir nú, sem kunnugt er, horfið til annars starfs, sem reyndar er nátengt hinu fyrra, og vonumst við til, að starf hans þar reynist hagsmunum iðnaðar- ins giftudrjúgt. Skal nú vikið nokkuð nánar að hinum einstöku málum, er mest hafa komið við sögu á hinu liðna ári, og sem stjórn félags- ins hefir unnið að eftir beztu getu. Launamálin hér á landi hafa fyrir löngu komizt í algjört óefni, sem lítið útljt er fyrir að rætast muni úr á næstunni. Svo er þó að sjá, sem almennari skilningur hafi fengizt á því en áður, að launahækkanir, sem gengið hafa langt fram úr aukningu þjóðar- framleiðslunnar á mann, hafi á engan hátt verið til þess fallnar, að bæta tilsvarandi lífskjör laun- þeganna, nema síður sé. Auk þeirrar stefnu launþegasarptak-i.:s anna að koma fram launahækk- \ unum, er svari til aukningar þjóðarframleiðslunnar á mann og hinna pólitísku sjónarmiða, sem óumdeilanlega hafi ráðið miklu í kjaradeilum á undanförnum ár- um, virðist nú, sem í ríkara mæli að áhugi fyrir starfsmati fari. vaxandi meðal launþega og at- vinnurekenda, þannig að aðferð- ir þær, sem starfsmat byggist á, verði með tímanum hagnýttar hér, þar sem því verður við kom- ið og þær geti orðið til að stuðla að meiri friði á vinnumarkaðnum en verið hefur. Óskir okkar flestra beinast í þá átt, að ná sem beztum lífs- kjörum til jafns við hinar iðn- væddu nágrannaþjóðir okkar. En til þess að slíku marki verði náð, þurfa að vera fyrir hendi hinar réttu forsendur, það er iðnvæð- ing á sama mælikvarða og þá ekki aðeins einstaklingsfyrirtæki og fyrirtæki af tiltölulega tak- markaðri stærð heldur og á okk- ar mælikvarða stór fyrirtæki, sem geti notfært sér hina full- komnustu tækni, er þekkt er á hverjum tíma. En slík fyrirtæki krefjast fjármagns, sem einstak- lingi er ofviða að leggja fram og aðeins fæst með samstilltu átaki fjölda aðila. Ef við óskum að lifa í lýðræðisþjóðfélagi með efna- hagslega sjálfstæðum einstakl- ingum og jafnframt njóta þess arðs, er stóriðjan megnar að færa okkur, verður þessu tvennu ekki náð nema með tilkomu al- menningshlutafélaga. Þetta skyldu menn íhuga. En nú verða ekki efnahagslega sjálfstæðir og frjálsir einstakling- ar þvingaðir til framlags eigna :sinno í almenningablutafélag. Það verður að samræmast hag þeirra. Og til þess að svo verði, verða þeir að sannfærast um, að þeir geti á þann hátt fengið jafnmikla arðsvon af fjármagni sínu með framlagi þess í almenningshluta- félag, sem þeir hafi það í sjálfs- um okkar, að þær fjárfestu hlutfallslega miklu meira en við I atvinnufyrirtækjum, en við aft- ur í óarðbærum íbúðarhúsnæði. Hver er nú ástæðan fyrir þessari þróun. Jú það er óttinn við verð- fellingu peninganna og svo van- trúin á arðsemi atvinnufyrir- tækjanna og að þau geti gefið sömu vernd gegn verðbólgu sem húsnæðið. f Bandaríkjum Norður-Ame- ríku, sem fremst standa allra þjóða í atvinnuþróun og velmeg- un á vorum tímum, eru svo til öll stórfyrirtæki þjóðarinnar al- menningshlutafélög, Samkvæmt nýgerðum skýrslum eru 17 milljónir einstaklinga í Bandaríkjunum skráðir eigendur hlutabréfa eða 10. hver maður, sem samsvarar annari til þriðju Sveinn B. Valfells. hverri fjölskyldu. Þessi almenna eignaþátttaka er meðal annars sprottin af ótta við verðbólgu, kaupmáttúr peninganna þverr, en verðgildið á bak við hlutabréfið ekki. Jafnframt tengir þetta þorra þjóðarinnar lífrænu sam- bandi við hagsmuni og velgegni atvinnulífsins og vekur áhuga al- mennings á efnahagslegum máí- um. framleiðsluaðstöðu, sem honum er búin í tollskránni. Fyrir utan það, hve illa er búið að veiðar- færaframleiðslunni, tel ég veiga- mestu annmarkana þá, hve véla- tollar eru háir 35% auk 3.3% söluskatts við innflutning. Þessir háu vélatollar, setja óumdeilan- lega nokkuð fótinn fyrir tilkomu nýrra iðngreina og draga úr aukningu og aukinni vélvæðingu þeirra, sem fyrir eru í landinu. Gera má ráð fyrir því, að toll- vernd þeirra iðngreina, sem mestrar tollverndar njóta nú verði enn minnkuð og jafnvel því að á dagskrá komist að toll- vernd iðnaðarins í heild sé ó- þarflega og óhæfilega mikil. F.f.I. mun að mínum dómi ekki geta snúizt öndvert gegn slíkum fyrir- ætlunum í heild sinni, en gerir á hinn bóginn kröfur til þess að tollvernd verði ekki lækkuð veru- lega án undangenginnar athugun- ar á aðstöðu hverrar einstakrar iðngreinar, þar sem reynt verði að meta eðlilega og sanngjama tollvernd fyrir hverja grein um sig. Síðan þarf að minnka toll- verndina stig af stigi, til þess að framleiðendurnir fái tækifæri til þess að aðhæfa fyrirtækin breytt- um aðstæðum. Þetta er talið sjálfsagt 1 lö'ndum þar sem iðn- aðurinn er rótgróinn og stendur föstum fótum, og á slík aðferð ekki síður við hér. ★ Svo er nú komið að hin lang- varandi íhlutun hins opinbera um verðlagsmál iðnfyrritækja hefur í fjölmörgum tilfellum komið f veg fyrir, að fyrirtækin gætu við- haldið eðlilegri endurnýjun fjár- magns. Hefur þetta eðlilega dreg- ið úr hagkvæmni í rekstri og hlýt ur nú þegar að vera orðið þjóð- arbúinu óhagkvæmt. Samkeppni innflytjenda og iðnrekenda ann- ars vegar og iðnrekenda innbyrð- is hefur aukizt það verulega nú á síðustu ámm að hún.á.að geta tryggt sanngjarnt og eðlilegt vöruverð. Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnarvaldanna að undanförnu, að ef tryggja eigi hliðstæðar efnahagslegar framfarir hér á landi og í nágrannalöndunum, AFRAM SKAL HALDA með sér, að gjaldeyrisforði Seðla- bankans fór vaxandi og aukið frelsi ríkti I sölu gjaldeyris til fullnægingar hvers konar þörfum á neyzluvörum, sem vörum til fjárfestingar. Um afkomu hins innlenda iðn- aðar liggja ekki enn fyrir nákvæm ar skýrslur, en þó má gera sér nokkra hugmynd um hana af úr- taksrannsókn Hagstofunnar um starfsmannahald í ýmsum iðn- greinum. Um nokkra aukningu iðnaðarframleiðslunnar hefur ver- ið að ræða, sem þó mun misjöfn eftir atvinnugreinum. Er lög þau um gjald af verð- mæti iðnaðarframleiðslu til Iðn- lánasjóðs koma til framkvæmda, eiga að fást miklu öruggari og nákvæmari skýrslur um verðmæti iðnaðarframleiðslu hvers árs en verið hefur til þessa. Stjórn félagsins hefur með svip- uðum hætti og að undanförnu reynt að standa vörð um hin ýmsu hagsmunamál iðnaðarins, er verið hafa efst á baugi á hverj- um tíma og notið til þess að- stoðar skrifstofunnar og starfs- fólks hennar. 1 árslok lét Pétur Sæmundsen, er verið hefir framkvæmdastjóri félagsins um 8 ára skeið, af störf- sé farið að bera á baráttu milli launþegasamtakanna innbyrðis um það, hver launamismunurinn skuli vera milli hinna ýmsu stétta við hin ólíku störf. Benda síð- ustu Iaunahækkanir, sem til framkvæmda kornu f febrúar s.l. og launakröfur opinberra starfs- manna eindregið til þessa. Ekki er úr vegi að vekja á því athygli hér, að víða erlendis hef- ur verið reynt að mæta þessum vanda með kerfisbundnu starfs- mati, sem aðallega er í því fólgið, að meta á kerfisbundinn hátt hin- ar ólíku kröfur, sem hin mis- munandi störf gera til þeirra, sem inna þau af hendi, t. d. líkamleg áreynsla, vinnuskilyrði, menntun, ábyrgð o. s. frv. Á almennum félagsfundi í F. í. í. í nóvember s.l. flutti Sveinn Björnsson, forstjóri I.M.S.Í. er- indi um kerfisbundið starfsmat. 1 erindi sínu gaf hann skýra mynd af því, hvað í starfsmati felst og á hvern hátt það geti stuðlað að því að lægja öldur kaupdeilna. Þar sem hér er um málefni að ræða, sem fram að þessu hefur verið lítt þekkt hér á landi, þótti stjórn F.Í.I. rétt að gangast fyr- ir kynningu á því og væntir þess, vörzlu. Og til þess að svo megi verða er það fyrst og fremst komið undir skynsamlegri skatta- löggjöf, sem sé á þann veg, að atvinnufyrirtæki heimilist að halda svo miklu eftir af fram- leiðsluverðmæti sínu og verja því til arðgreiðslu til hluthafanna, að til jafns komi við það, sem eðlilegt meðaltal megi teljast á þeim arði, er einstaklingar fá af fé sínu í sjálfs sín höndum í einkarekstri. Annað það, sem almennings- hlutafélagið á að gera er að tryggja fjármuni hluthafans gegn verðbólgu. Ef verðgildi pening- anna fellur á hluturinn í almenn- ingshlutafélaginu, sem hefir var- anlegt verðgildi á bak við sig, að stíga tölulega til jafns við verð- bólguna og það að sjálfsögðu ekki reiknast sem tekjur eða verðmætaaukning, sem það og heldur ekki er. í formálanum að hinni ný- útkomu framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar er þess getið að íslendingar hafi á undangengn um árum fjárfest flestum öðrum þjóðum meira af þvl fé er þeir höfðu til umráða. En sá er mun- urinn á okkur og nágrannaþjóð- Um tollamál get ég verði fá- orður að þessu sinni, þar sem nú er svo skammt um liðið síðan ýtarlega var gert grein fyrir þeim málum á almennum félags- fundi. Tollskráin nýja verður væntanlega lögfest nú í vikunni og tekur gildi 1. maí n. k. í ýms- um greinum minnkar sú toll- vernd, sem fyrir er og stafar að verulegu leyti af aukningu að- flutningsgjalda á undanförnum árum, vegna sérstöku ráðstaf- ana löggjafans, til þess að halda útflutningsframleiðslunni gang- andi. Á hinn bóginn er margt til bóta í nýju tollskránni og að- stöðumunur milli skyldra iðn- greina hefur verið jafnaðar. Eitt merkasta nýmælið í tollskránni fyrir iðnaðinn tel ég vera ákvæð- in um undirboðstoll (antidump- ingtoll). Þótt ákvæðum þessum verði ekki mikið beitt, felst í til- komu þeirra mikil trygging fyrir iðnaðinn, sem jafnframt er vilja- yfirlýsing stjórnvalda í þá átt, að það verði ekki þolað, að inn- lendar framleiðslugreinar verði lagðar í rúst með óheiðarlegri samkeppni erlendis frá. Við laus- lega athugun virðist mér, að iðn- aðurinn megi vel við una, þá verði ísland að leita eftir nánara efnahagslegu samstarfi við þessi lönd. Það er fyrirfram vitað að slíkt aukið efnahagslegt samstarf hefur í för með sér lækkun að- flutningsgjalda og aukna sam- keppni innlendra fyrirtækja við fyrirtæki 1 þessum löndum. Hlýt- ur það að teljast varhugaverð stefna, ef ekki er á sama tíma reynt , að gera alla aðstöðu at- vinnuveganna til eðlilegrar upp- byggingar sem jafnasta á við það, sem tíðkast í þeim löndum, sem talið er nauðsynlegt að ná nánari tengslum við. Hinar síendurteknu kauphækk- anir, sem m. a. eiga rætur sínar að rekja til pólitískra átaka og umframeftirspurnar á vinnu- markaðnum eru látnar bitna harðast á iðnfyrirtækjum, sem framleiða undir verðlagsákvæð- um, þar sem nauðsynlegar verð- breytingar vegna hækkaðs fram- leiðslukostnaðar, er hin einstöku fyrirtæki geta á engan hátt ráð- ið við, hafa annað hvort alls ekki fengizt eða þá seint og síðar meir. ★ Það hefur lengi verið baráttu- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.