Vísir - 19.04.1963, Side 9
9
V í SIR . Föstudagur 19. aprfl 1963.
Látum viðreisnina leiða
til
velmegunar
i
ekkert gamanmál, þótt ýmsir kafl
ar hennar séu svo spaugilegir, að
menn fá ekki varizt brosi, svo
sem t. d. tjáningar þeirra Hanni-
N^bals og Hermanns um svo heitar
'lgagnkvæmar ástir, að ekkert
féhgi skilið þá nema gröfin.
gá stutti tími, sem ég hef hér til það muni stafa, að á þessum síð
umráða, endist að sjálfsögðu ustu árum hafi verið sett svo
ekki til að draga upp skýra mynd mikil, margvísleg og merk löggjöf,
af stefnu og starfi núverandi rík-
isstjórnar frá því hún tók við
völdum í nóvember 1959 og fram
á þennan dag, og þaðan af síður
til að lýsa aðkomunni.
Að þessu sinni læt ég nægja að
minna á, að vinstri stjórnin skildi
við þjóðarbúið í upplausn.
í augum nágrannaþjóðanna var
Ísíand sem máttvana, heillum horf
inn og trausti sviptur vesalingur,
sem þrátt fyrir mesta góðæri ald-
arinnar stóð svo tæpt á barmi
greiðsluþrots og glötunar, að
sjálfur formaður vinstri stjórnar-
innar lýsti því yfir hinn 4. des.
1958, að vegna sundurlyndis og
ráðleysiS ríkisstjórnar hans gæf-
ist hann upp í miðri gullnámu árs
ins 1958.'
Jafnframt tilkynnti hann, að yf
ir vofði óðaverðbólga, sem að
mati vitrustu sérfræðinga vinstri
stjórnarinnar myndi með öllu ó-
viðráðanleg, ef ekki yrði tafar-
laust spyrnt við fæti.
Það var þetta þrotabú, sem nú-
verandi stjórnarflokkar tóku við
í árslok 1958. Stjóm Emils Jóns-
sonar.tókst að stöðva þjóðina á
feigðargöngunni. Sjálfur aðalvand
inn beið núverandi stjórnar. Varn
ir sínar gegn greiðsluþrotinu og
glötun, sem leitt hefði af óða-
verðbólgunni leggur hún nú
ótrauð undir dóm kjósenda og
æskir þess, að þeir láti ekki
blekkjast af öfgum og ósannind-
um stjórnarandstöðunnar, heldur
kynni sér a. m. k. allra stærstu
málin og reyni að gera sér grein
fyrir hvað það 'sé, sem straum-
hvörfum hefir valdið og örlög
skapað. Hvað það sé, sem því
veldur, að eitt mesta velferðarmál
þjóðarinnar, landhelgismálið ,var leitt játi menn, að samstarf við-
leyst með svo glæsilegum sigri reisnarflokkanna hafi verið ó-
íslendinga, að illgjarnri stjómar- veníu heilsteypt. Ágreiningurinn
andstöðu varð orðfall, týndi verður um hitt, hvort uppskeran
glæpnum og gafst upp. Hvernig á 11311 verið jafn mikil og góð sem
því standi, að fslenzkir bankar, af er látið 1 stjórnarherbúðunum.
sem f febrúarlok 1960 skulduðu
erlendis 216 millj. króna, skuli á
réttum þrem árum hafa bætt gjald
eyrisstöðuna um 1408 millj. kr.
Hvað því valdi, að sparifjáraukn-
ing á þessum fáu árum skuli vera
meiri en allt sparifé, sem íslend-
ingar höfðu dregið saman frá upp
hafi byggðar og fram á þann dag.
Hvaða Aladínslampi það sé, sem
nú allt í einu virðist hafa opnað
á víða gátt þær dyr erlendra fjár-
hirzlna, sem áður voru íslending-
um harðlæstar. Hvernig auðnast
hafi að rétta nú sjúkum, gömlum,
öryrkjum og öðrum, er aðstoð
verðskulda og þurfa, fjórar krón
ur í stað hverrar einnar áður en
viðreisnin hófst. Hvernig á því
standi, að hrakspár vitrustu
stjórnarandstæðinga um allsherj-
ar atvinnuleysi, hrun og öngþveiti
eru nú eitt mesta gamanmál þjóð
ar, sem aldrei hefir búið við aðra
eins velsæld og nú, og það ein-
mitt vegna þess hversu mikil og
almenn atvinna er. Hvað þvf valdi,
að nærri megi segja, að sama sé
hvert litið er, alls staðar sé vor-
hugur f mönnum og alls staðar
sjái ávextina af bjartsýni, fram-
taki og dug fólksins. Af hverju
sem raun ber vitni, jafnframt því
sem útvegað hefir verið fé til
fleiri nauðsynlegra framkvæmda,
en nokkru sinni fyrr, og um leið
ráðin bót á fjármálaóreiðu hins
opinbera og þegnarnir verndaðir
geng ríkisræningjanum með vit-
urlegri skattalöggjöf o. s. frv.
Um allt þetta er spurt og margt
fleira.
Að sjálfsögðu verða svörin
nokkuð eftir því hver spurður er.
Mitt svar er þetta:
Þótt fleira komi til, þá veldur
það miklu, að allt þetta kjörtíma
bil hafa Alþýðuflokkurinn óg
Sjálfstæðisflokkurinn borið gæfu
til að. leggja ágreiningsmáiin á
hilluna, en einbeina getunni að
því að reisa úr rúst og byggja upp
að nýju svo veglega, að þar verði
húsrými og athafnasvæði fyrir
stórhuga, dugmikla æsku örtvax-
andi þjóðar.
Ég þykist mega staðhæfa, að
ríkisstjórnin hafi verið miklu sam
hentari en dæmi eru til um sam-
steypustjórnir hér á landi, og að
hún og flokkar hennar hafi af
einhug og undirhyggjulaust alltaf
stefnt að einu marki, þvf — að
rétta við og reisa við, og alltaf af
fullum drengskap látið þjóðarheill
sitja f fyrirrúmi fyrir stundar-
hagsmunum flokka sinna.
Vildi ég mega vona, að ferill
viðreisnarstjórnarinnar megi
verða þeim til lærdóms, sem alltaf
virðast hafa verið óheilir í sam-
starfi, svo ekki sé sterkara að
kveðið, og með þeim hætti stór-
spillt árangri þess samstarfs, sem
þeir hafa tekið þátt í. Væri það
út af fyrir sig mikill ávinningur.
Mér þykir ekki ólíklegt, að yfir
Ólafur Thors forsætisráðherra.
ina með gengisfalli, fyrst f febrú- Það fór nú sem fór, að fyrir-
ar 1960 og síðan í ágúst 1961, sem heitin, sem þeir gáfu hvor öðrum,
því valdi, að verðhækkunaraldan reyndust eins og önnur vinstri
flæði nú óhindrað yfir Iandið. Sé fyrirheitin: Tuttugu ára sambúðin
nú svo komið, að menn geti ekki
lengur reist bú, byggt sér bát,
eignast þak yfir höfuðið o. s. frv.
Óþarft er að deila um ,hvort
dómar manna um skaðræði verð-
entist ekki nema í rúm tvö ár og
var báðum vorkunn.
Læt ég útrætt um þetta og vind
mér að því að upplýsa málið.
— O —
Þegar forsætisráðherra vinstri
Ræða Ólafs Thors forsætisráð-
herra við útvarpsumræðurnar
Stjómarliðið bfður rólegt dóms
þjóðarinnar við kosningarnar í
vor.
Vinstri stjómin olli
verðhækkununum.
Stjórnarandstaðan gerir sér
ljóst, að ekki muni sigurstranglegt
að leggja til orustu við stjórnar-
liðið, ef deilt verður um það,
hvort viðreisnin sjálf hafi tekizt
betur eða verr. Fyrir því er það nú
orðið viðkvæðið hjá andstæðing-
unum, að enda þótt rétt kunni að
vera, að stjórnin hafi eitthvað vel
gert, þá sé það léttvægt og lítils
virði borið saman við þá ógæfu,
sem stjórnin hafi leitt yfir þjóð-
bólgunnar em eitthvað ýktir eða
ekki.
En um hitt skal spurt: hver
valdi þessum verðhækkunum.
Er það viðreisnarstjórnin eða er
það vinstri stjórnin og ef til vill
fleiri, sem gengisfallinu valda?
Á svarinu veltur við hvern ber
að sakast um verðbólguna.
Ef til vill yrði svarið skýrt, ef rifj
uð er upp saga vinstri stjórnarinn
ar, raupsöm og vanhugsuð fyrir-
heit, og fálmkenndar athafnir
hennar og óbrotinn slysa- og van-
efnaferill, allt þar til hún geisp-
aði golunni af pólitískum van-
mætti og ófeiti.
En þessi saga er svo margsögð,
að ég hlífi mönnum við að hafa
hana yfir að nauðsynjalausu, af
þvf líka að út af fyrir sig er hún
stjórnarinnar baðst lausnar 4.
desember 1958, tilkynnti hann, að
ný verðbólgualda væri að rísa, en
engin samstaða væri í stjórn hans
um varnir gegn henni.. Hann
sagði sjálfur, að yrði viðnám ekki
tafarlaust veitt, myndi aldan
flæða yfir landið.
Þetta þekkja flestir jafn vel og
það, sem eftir fór, að Alþýðu-
flokkurinn myndaði flokksstjórn,
sem Sjálfstæðisflokkurinn varði
vantrausti með vissum skilyrðum,
m. a. þeim, að fyrstu flóðgarðar
yrðu reistir til varnar gegn óða-
verðbólgunni. Það var gert, en
aðalvandinn beið úrlausnar núver
andi stjórnar.
Sú rannsókn, sem viðreisnar-
stjórnin lét fram fara strax eftir
valdatökuna, leiddi í Ijós svo að
ekki varið um villzt, að arfleifð
vinstri stjórnarinnar var miklu
uggvænlegri en menn höfðu gert
sér grein fyrir, svo að ekkert
blasti við annað en glundroði inn
anlands og greiðsluþrot út á við,
ef ekki yrði fast og röggsamlega
f taumana tekið.
— O —
Öllum varð ljóst, að við svo
búið mátti ekki standa.
En hvað átti nú til bragðs að
taka?
Aðeins tvær Ieiðir hafa verið
taldar koma til greina.
Stjórnarandstaðan, einkum
Framsóknarmenn, hefir haldið þvf
fram, að auðveldast hefði verið að
búa áfram við falskt gengi og
útflutningsuppbætur. Þeir vita þó,
að þetta var útilokað. Einhvers
staðar varð að fá peninga í upp
bæturnar, og hafði það verið gert
með tollum á innflutningsvöruna,
sem runnu til útflutningssjóðs. En
nú var löngu komið f ljós, að
því fór svo fjarri, að þessar toll-
tekjur útflutningssjóðs nægðu til
að standa undir útflutningsuppbót
unum, að tekjur sjóðsins námu
aðeins 4 krónum af hverjum 5,
sem honum bar að greiða. Þannig
myndaðist halli, er nam nærri 1/5
af andvirði alls útflutningsins.
Reynt hafði verið í tvö ár í röð
að bæta úr þessu með þvf að
auka innflutning á luxusvörunum,
sem voru tollhæstar, til þess með
þvf að hækka tekjur útflutnings-
sjóðs og jafna hallann. Þetta var
auðvitað neyðarúrræði, sem auk
þess mistókst einfaldlega vegna
þess, að fólkið vildi ekki kaupa
nægilega mikið af rándýrum óþarf
anum. Þar við bættist, að þessi
óheilbrigða stefna varð að byggj-
ast á erlendum lánum, en frum-
skilyrði fyrir þvf, að erlend lán
fengjust var einmitt, að algjörlega
yrði breytt um stefnu. Kerfi, sem
byggist á Iánum, sem ekki voru
fáanleg nema gjörbreytt yrði um
kerfi, bar dauðameinið undir
hjartarótunum, og var þvf sjálf-
dautt. Það sjá allir.
Um þetta þarf ekki frekar að
ræða.
Gjörbreytt um stefnu.
Eftir stóð þá sá eini möguleiki,
að gerbreyta um stefnu viður-
kenna rétt gengi krónunnar, en af
nema uppbæturnar.
Sá vandi, sem nú tók við, var
að ákveða rétt gengi þeirrar
vinstri stjórnar krónu, sem við-
reisnarstjórnin tók við — að taka
út vinstri krónuna, — ef svo
mætti segja.
Til þess vandaverks voru valdir
hinir hæfustu innlendu og erlendu
sérfræðingar, sem völ var á.
Er skemmst frá að segja, að
eftir að þeir höfðu framkvæmt
ýtarlegar rannsóknir, urðu þeir all
ir sammála, og gerðu því sameig-
inlega tillögu til stjórnarinnar.
Það er eftirtektarvert, að sér-
fræðingarnir mátu krónuna tals-
vert minna virði en stjórnin eftir
atvikum taldi rétt að fallast á.
Vildu þeir hafa 40 eða helzt þó
42 kr. í bandarfskum dollar.
Stjórnin ákvað 38 krónur. Gerði
hún sér þó auðvitað ljóst, að var
færnara var að meta krónuna
lægra, eða eins og sérfræðingarn-
ir ráðlögðu. Með því var hættan
á nýju krónufalli. ef eitthvað gekk
úr skorðum, minni. Höfuðsjónar-
mið okkar voru hins vegar þau,
að vart væri þess að vænta, að
skráð gengi krónunnar yrði bráð-
Framh. á bls. 13
i