Vísir - 19.04.1963, Side 15

Vísir - 19.04.1963, Side 15
VÍSIR anwi Föstudagur 19. apríl 1963. o© framhaldssaga eftir Jane Blackmore stjjörnuskin og skuggar 8. kapituli. Reynolds fyrrverandi lögreglu- fulltrúi tróð vandlega í pfpuna sína. — Það er auðveldara að fást við morðmál þegar morðið hefir verið framið. — Þú heldur kannski, að það ætti að leggja mig inn á geðveikra- spítala? Reynolds horfði á hann rólegu augnaráði undan loðnum augna- brúnunum. Davíð fannst hann á- vallt minna sig á fjárhund, sein- an að hugsa, en kænan, slyngan, gamlan hund. — Nei, það held ég ekki, svar- aði Reynolds. — En hvað get ég gert, sagði Davíðs hásum rómi. Reynolds fór sér hægt, valdi sér eldspýtu úr öskjunni af mik- illi nákvæmni, kveikti svo í og blés frá sér reyknum, og var blátt á- fram hulinn reykskýi í bili. — Það, sem ég tel athyglis- verðast er hvers vegna sá, sem hefir morðið f huga, eða hefir á- formað það, hagar sér svona ein- kennilega. — Við hvað áttu? spurði Davíð. |— Hann' skilur eftir blett;á teppalögðum 'stiga í aflæstum göngum. Daginn eftir er slrengdur stálþráður yfir efsta þrepið í stig- anum, sem aðeins móðir þín not- ar. Er það nokkur furða þótt ég spyrji sjálfan mig: Hvers vegna? Davíð hristi höfuðið. — Ég botna ekkert í því. — Morð er einkafyrirtæki, sagði Reynolds eins og við sjálfan sig. Er fyrirfram ákveðið og skipulagt, leyniverknaður, fram- kvæmdur í skyndi. Davíð hallaði sér fram í stáln- um: — Hvers vegna þá þessar fálm- kenndu tilraunir? — Einmitt, sagði Reynolds og hélt áfram að blása frá sér reykn- um, sem lá eins og skýjalag yfir hinum gráa og virðulega kolli lög- reglumannsins fyrrverandi. — Hvað er hann að reyna að gera? Hræða móður mína? — Vafalaust? En hvað svo? — Hvað annað gæti vakað fyr- ir honum sagði Davíð og reis á fætur. Reynold hélt áfram að blása frá sér reyknum. — Þessi stigi, byrjaði hann. — Já? — Ég hefi áhuga fyrir honum, — segðu mér annars hefir móðir þfn fengið sér ný gleraugu nýlega? Spurningin kom Davfð mjög ó- vænt. Hann hafði verið farinn að ganga um gólf, hætti þvf nú, snarstoppaði og horfði á vin sinn: Já, það er rétt. — Hvenær? — Núna í byrjun vikunnar. Ég held á þriðjudaginn var. — Fjær- og nærsýnis-gleraugu. Reynold sagði þetta eins og hann væri að taka eitthvað fram en ekki að spyrja. — Já. — Og í fyrsta skipti, sem hún notar slík gleraugu? Davíð hló. — Já, sagði hann. — Aha, sagði hann með sigur- stolti leynilögreglumannsins, sem telur sig kominn á eitthvert spor, og er næstum barnslega glaður. — Hvað kemur þetta málinu við? Það tekur dálítinn tíma að venjast slíkum gleraugum — allt eins og í þoku fyrst. — Og einhver hefur gert sér von um, að það leiddi til þess að hún hrasaði í s.tiganum? Reynold kinkaði-kolli ákaft. — Já, og hún hefði svo sem vel getað hrasað f stiganum án þess nokkur stálþráður væri, en hefði hún reynt að fara niður og hras- að um þráðinn hefði án nokkurs efa illa farið. — Þá kann Sorrel að hafa kom- ið f veg fyrir, að hún lenti f slíkri hættu, sagði Davið hægt. — Nokkur annar sem notar þennan stiga? spurði Reynoids — Marlene gerir hreint þarna einu sinni í viku. — Það skyldi þó aldrei vera koha, sem við þurfum að finna. — Marlene, sagði Davíð undr- andi, það væri alveg óhugsandi. — Hvers vegna? Reynolds horfði á hann rannsakandi augum. — Ég — ég veit varla, sagði Davíð hálfstamandi . . hún er ekki af þeirri manntegund, að maður gæti látið sér detta neitt slíkt í hug — Lagleg? Davið brosti. — Það mun mörgum þykja. Og hún er — dálítið ögrandi. — Hefir þú orðið fyrir nokkrum áhrifum — ? -Ég get vel gert mér grein fyrir þvf í fari hennar, sem hefir áhrif . . — Nú, jæja, — en hvernig er það með mág þinn? — Rupert? Hann hefir aldrei látið í ljós neinn áhuga fyrir henni. — Það sannar ekkert til eða frá. — Rupert og Marlene, sagði Davíð hugsi. Nei, hann mundi ekki falla fyrir stúlku úr þorpinu. — Telur það ekki virðingu sinni samboðið, ha? Davíð hló kuldalega. — Hann hefir reynt að gera hosur sínar grænar fyrir Sorrei. — Og hún?, sagði Reynolds og púaði enn ákaft. Davíð færði sig til dálítið vand- ræðilega. Hann hafði lofað Sorrel að segja ekkert um að þau væru trúlofuð. — Nú?, hélt Reynolds áfram af algeru tillitsleysi. — Ég ætla að taka hana mér fyrir konu, svaraði Davíð rólega. — Þú? — Er það svo furðulegt spurði Davíð þurrlega. Reynolds lét sem hann hefði ekki heyrt þetta og spurði: — Hvað heitir hún? — Sorrel. — Veit ég það — hvert er ættar- nafnið. — Thornhill. — Thornhill . . . Thornhill . . . Davíð ættlaði að segja eitthvað, en Reynolds stöðvaði hann með því að lyfta hönd sinni. — Thornhill, ég man eftir þessu nafni. Og það er ekki iangt síðan, sagði hann hugsi, misseri eða svo. Hann gekk að gömlu skrifborði, tók lykil og opnaði það. Einhvern veginn leið Davíð allt í einu eins og hann vildi helzt leggja á flótta úr þessu herbergi, þar sem loftið var mettað af tóbaksreyk, og ýms leyndarmál voru vafalaust skjal- fest. Hann gekk út að glugganum og horfði út í garð, þar sem allt var skipulagt vandlega — því að þannig var allt i umsjá Reynolds. 4 \ v V'VT> Ég Výrþ að koma mér af stað nú Reynolds, sagði hann. Reynolds leit upp þar sem hann sat við skrifborðið. — Hræddur? — Já, sagði Davíð og yggldi sig dálítið. Reynolds skoðaði hverja vasa- bókina af annarri og Ðavíð horfði á hann. án þess að geta hreyft sig úr sporum. & — Aha, hérna er hún. Hér er það sem ég var að leita að. Davíð horfði eins og dáleiddur á svörtu, littlu vasabókina. Hvítur miði hafði verið límdur framan á hana og eitthvað var skrifað á miðann, en hann gat ekki séð hvað það var — og þótt hann hefði staðið þarna á gólfinu með bóldna í hendinni mundi hann ekki hafa getað greint bókstafina, sökum þess hvað honum var mikið niðri fyrir. — Það er erfitt að finna eitt- hvað til þess að hafa fyrir stafni alla tið, þegar maður er búinn að draga sig í hlé, sagði Reynolds. Hann gekk framhjá Davíð og út í veröndina og svo niður í garðinn. Þar settist hann á bekk og Davíð fylgdist með honum, — Það er gaman að fást við rósa rækt sagði Reynolds — rósirnar eru sérkennilegar, fagrar, en séu blóm tilfinningarík eru rósir ekki þeirra meðal. Þær eru kaldar — eins og sumt mannfólk. Hann leit upp og horfði vingjarn Iega á Davíð. — Mér geðjast annars yfirleitt að fólki — ég hefi áhuga fyrir öllum sem ganga á tveimur fótum og hafa heilabú í kollinum. Og þann áhuga hefi ég aldrei misst — til dæmis fylgist ég með þeim, sem ég sjálfur hefi haft einhver af- skifti af I starfi mínu í lögreglunni FISKUR Reyktur fiskur, ýsuflök, ný ýsa og sólþurrkaður saltfisk- ur, nætursöltuð ýsa, siginn fiskur, saltsíld í lauk. Egg og lýsi FISKMARKAÐURINN Langholtsvegi 128. Sími 380S7 T A R Z A N EF FACP C0MTINUE7 HIP STORV. "POR THKE5 NISHTS T, LE0PAZ7 ATTACKEP’, KILLIllS ^ ANÍ7 ESCAFING WITH ONfc OF A\Y VALUASLE 70GS EACH TI/AE.. OonJ Ed Pace hélt áfram frásögn sinni: „Þrjár næstu nætur kom pardursdýrið og drap einn hund í hvert skipti og fór með hann burtu”. Tarzan varð forviða á svip: „Gaztu ekki drepið villi- TAK2AN LOOKEÉ PUrZLEP. "COULPN'T YOU SHOOT THE SEA5T?// 11-6-6010 dýrið?” „Ég reyndi”, svaraði Pace hryggur í bragði, ,,en næt- urnar eru svo dimmar aö ég ÍWntun t prentsmiöja & gúmmlstimplagcrð 'EInholtl Z - Sfmi 20960 Trúlofunarhringar Gnrðssff Óðafsson Orsmiður við Lækjartorg, sími 10081. SÆKGUR í ýmsum stærðum. — Endur- nýjum gömlu sængurnar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Simi 33301 Smm SAMEINAR MARGA KOSTI: FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTIEIKA RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI OG LÁGT VERO! TÉHhNEShA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONAMTMITI I2.5ÍMIJ7WI Ódýrar felpuúBpur gat ekki skotið — ég var svo hræddur um að skjóta þá hunda na mína”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.