Vísir - 27.04.1963, Síða 1

Vísir - 27.04.1963, Síða 1
i Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hófust fundarstörf á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aft- ur í gærmorgun. Eftir hádegi hélt fundi áfram, og fluttu þá ræð- ur varaformaður flokks- ins, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Ingólf ur Jónsson landbúnaðar- ráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkv.stjóri flokksins. Um 500 manns sátu fundi í dag. Ríkti mikill einhugur með mönnum, ræðum ráðherranna og f ramk væmdar st j órans var fagnað mjög og glöggt er, að sóknarhug- ur meðal Sjálfstæðis- manna, hvaðanæva af landinu hefur sjaldan verið meiri. Er það mál manna að landsfundur- inn nú, sé einhver sá glæsilegasti, sem hald- inn hefur verið. Kl. 1,30 hófst fundurinn eftir hádegi. Fundarstjóri var kjörinn Árni Jónsson, Akureyri, en fund arritarar Valdimar Indriðason, Akranesi og Birgir Isl. Gunnars son, Reykjavík. Flutti síðan varaformaður flokksins, Gunn- ar Thoroddsen fjármálaráðherra ræðu. Er hún birt f heild inni í blaðinu f dag. RÆÐA INGÓLFS. Þá var hlé á fundinum, og bauð þá SUS ungum fulltrúum til kaffisamsætis að Hótel Borg, og ávarpaði þar formaður SUS, Þór Vilhjálmsson, viðstadda, með nokkrum orðum. Að fund- arhléinu loknu hófst fundur aft ur. Fundarstjóri var kjörinn Jóna- tan Einarsson Bolungarvik, en fundarritarar Benedikt Guð- mundssson V-Húnavátnssýslu og Jón Karlsson Norðfirði. Ingólfur Jónsson landbúnaðar ráðherra flutti yfirgriþsmikla rseðu um mörg af þeim málum, sem ríkisstjómin hafði látið til sín taka á kjörtfmabilinu. Vék hann sérstaklega f því sambandi að landbúnaðarmálum. Ráðherrann taidi í fyrstú upp ýmis merk lög á því.sviði, sem samþykkt hefðu verið. Nefndi hann, framleiðsluráðslögin, lög- in um stofnlánadeildina, lög um lausaskuldir bænda, lög um hækkun á styrkjum til bygginga íbúða, lög um bændaskóla, og fl. o. fl. Jarðræktarlögin eru í endurskoðun nefndar og verða væntanlega samþykkt á næsta þingi. Rakti ráðherrann nokkuð kosti hinna einstöku laga og sýndi fram á, hvernig hinum ýmsu málum bændastéttarinnar hafði verið komið á betri og fastari grundvöll. Auka á afköst Áburðarverk- smiðjunnar á árinu um 50%, sandgræðsla mun verða aukin, tvær flugvélar munu verða not aðar til að dreifa áburði á auðn- ir landsins. Skógræktarmálum er vel sinnt, og stefnt er að því að gróðursettar verði 1,5 millj. plöntur árlega. Ráðstafanir hafa veriö gérðar til þess að tilrauna starfsemi f kornrækt verði auk- in. Holdanautarækt mun verða efld og nú eru í Gunnarsholti um 200 holdanaut. Komið hefur verið upp klakstöð f Kollafirði, sem kostað hefur um 16 millj. kr. og eru miklar vonir bundnar við þá klakstöð. Má jafnvel bú- ast við, að ný atvinnugrein geti skapazt f landinu á þennan hátt, þ. e. með því að fylla ár og vötn af laxeldi. BATNANDI HAGUR. Þrátt fyrir hrakspár Fram- sóknarmanna og svartsýni þeirra, hefur flóttinn úr sveit- unum verið lítill og nýbýlin vinna að mestu upp þá fækkun sem verður vegna þeirra jarða sem fara f eyði. í heild er óhætt að segja að hagur bænda hafi batnað að mun, viðreisnin hafi heppnazt einnig á sviði land- búnaðarins. Unnið er að raforkumálum af fullum krafti, sagði ræðumaður, (jg til virkjana hefði verið varið Framh. á bls. 5. GóSur afli vii Mýfunámlmd Togararnir okkar hafa margir verið á Ný- fundnalandsmiðum að undanfömu og fengið góðan afla þar, er það karfi, eins og oft áður af þeim miðum. Sigurður var að landa i gær 354 tonnum í Reykjavik. Þá er Freyr væntanlegur á sunnudag með 400 tonn og Fylkir nokkru sfðar með góðan afla, en ekki er vitað nákvæmlega hve mik- inn. Hafnarfjarðartogaramir hafa Iíka verið á Nýfundnalandsslóð- um og er Maí væntanlegur til Hafnarfjarðar á sunnudag með um 350 tonn og Aprfl er á veiðum þar fyrir vestan. VÍSIR 53. árg. — Laugardagur 27. aprfl 1963. — 93. tbl. A kvöldfundlnum i gærkvöldi fóru fram almennar umræður. Tóku ekki færrl en 18 menn til máls. Margar hvatningaræður voru fluttar og lýstu ræðumenn ánægju sinni viðreisnarstjórnina og störf hennar. Hér sést Jón Pálmason frá Akrl I ræðustól, en hann var einn hinna mörgu ræðumanna. með LANDSFUNDURINN: Höfnum sundrung—veljum viBreisn

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.