Vísir - 27.04.1963, Blaðsíða 4
V í S IR . Laugardagur 27. apríl ISS^.
i 4
„Þessi Landsfundur ú ui skera upp þú
fram
//
Síðdegis í gær flutti Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, framkvæmd
arstjóri Sjálfstæðisflokksins ræðu
og skýrslu um flokksstarfsemina.
Vék Þorvaidur í fyrstu að starfi
flokkskrifstofunnar, sem mjög
hefur mótazt af því verkefni að
koma í framkvæmd hinu nýja
skipulagi, sem samþykkt var á
síðasta landsfundi. Lét hann það
álit sitt í Ijós að flokkskerfið
væri skynsamlega og vel. upp-
byggt samkvæmt þessum reglum,
þótt enn væri erfitt að átta sig
á því, þar eð lítii reynsia væri enn
komin af hinu nýja skipulagi.
Ræddi hann í þessu samb'andi
um hin einstöku kjördæmi, félög-
in innan þeirra, blaðaútgáfu og
þá starfsemi, sem þar mótast.
Gat ræðumaður þess að efnt yrði
tll happdrættis á næstu vikum
og fjármálanefndum hefði verið
komið á fót.
1 lok ræðu sinnar fórust Þor-
valdi orð á þessa leið:
Það er þýðingarmikið fyrir alla
stjórnmálaflokka að halda uppi
áróðri og útbreiðslustarfsemi og
móta skipulag og starfshætti sfna
þannig, að sem beztum árangri
verði náð í þessu efni. Þetta er
okkur Sjáifstæðismönnum nauð-
synlegt og ég vil meina, að okkur
sé það enn nauðsynlegra en öðr-
um fslenzkum stjórnmálaflokk-
um. Til þess liggja sérstalrar á-
stæður. Það liggur í eðli og upp-
byggingu flokks okkar, sem er
frábrugðin því, sem gerist hjá
öðrum stjómmálaflokkum í land-
inu. Eitt megin einkenni annarra
stjórnmálaflokka hér á landi er
það, að þeir hafa byggt tilveru
sfna á því að nota, og þá fyrst
og fremst misnota, ýms hags-
munasamtök almennings f land-
inu.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, hvemig Framsóknarflokk-
urinn hefur notað Samband ísi.
samvinnufélaga f þágu flokksins.
Þessi verzlunarsamtök eru f eðli
sfnu ópólitfsk og hafa sem slík
rétt á sér sem hver önnur samtök
landsmanna. En Framsóknarflokk
num hefur tekizt að ná þeim tök
um á Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga, að hann hefur getað
f áratugi notað þetta fyrirtæki og
kaupfélög landsins, sem eru innan
þess vébanda, til þes að efla áhrif
flokksins um allt Iand. Samvinnu
hreyfingunni hefur verið beitt af
miklu harðfylgi út um hinar
dreifðu byggðir landsins til þess
að ná einokunarstöðu f verzlun
og atvinnurekstri, eða slíkum tök
um, að hægt væri að beita ofur
vaidi peninga og aðstöðu til að
efla fylgi og áhrif Framsóknar-
flokksins. Það.má heita, að skrif-
stofur kaupfélagsstjóranna út um
iand hafi verið gerðar að skrif-
stofum Framsóknarflokksins á
hverjum stað. Fjármagni og
starfskröftum þessara verzlunar-
fyrirtækja hefur verið beitt beint
og óbeint f þágu Framsóknar-
flokksins.
Þessa vorum við okkur mjög
meðvitandi , þegar við höfðum
gömlu kjördæmaskipunina. Þá
var ofurkapp og ófyrirleitni kaup
félaganna oft á tíðum svo augljós.
Nú höfum við hin nýju stóru
kjördæmi. Hverju breyta þau í
þessu efni? Ekki miklu. Það væri
sjálfsblekking að halda að í þessu
efni hefði orðið miklar breytingar
En ef til vill hættir okkur við
að blekkja okkur sjálfa í þessu
efni. Það ec ekki eins augljóst í
hinum stóru kjördæmum að bar-
izt sé um hvert atkvæði eins og
áður var. En víða eru vinnubrögð
in nákvæmlega eins og áður var.
Framsóknarflokkurinn hefur
sömu aðstöðu gegnum kaupfélög
in og áður. Við breyttum kjör-
dæmaskipuninni með því að sam-
eina gömlu kjördæmin, en við
sameinuðum ekki byggðarlögin.
Landslag og staðhættir eru þeir
sömu og áður. Hvert byggðarlag
heldur sér fyrir sig. Það er enn
sem fyrr efnahagsleg og atvinnu-
leg heild. Þótt kjördæmin hafi
verið stækkuð eru áróðursmið-
stöðvar Framsóknarflokksins á-
fram hver á sínum stað — eins
og áður — , og verða það meðan
Framsóknarflokkurinn hefur þau
sömu tök og hann hefur haft á
samvinnuhreyfingunni.
Á hliðstæðan hátt og Fram-
sóknarflokkurinn hefur misnotað
samvinnuhreyfinguna hafa hinir
svokölluðu verklýðsflokkar frá
fyrstu tíð misnotað verklýðshreyf
inguna eftir því sem þeir hafa við
komið. Það er að vísu liðinn sá
tími, að Alþýðusamband íslands
og Alþýðuflokkurinn sé skipu-
lagslega. ein heild, og í dag er það
ekki Alþýðuflokkurinn sem hér á
fyrst og fremst hlut að máli,
heldur kommúnistar eins og við
öll þekkjum. Þeir hafa hreiðrað
um sig1! þessum hagsmunasam-
tökum almennings og nota og
misnota hvert verklýðsfélag, sem
þeir ráða og alþýðusamtökin í
heild með hjálp Framsóknar-
manna. Aðstöðu og fjármunum
verkalýðsfélaga víðs vegar um
landið er beitt miskunnarlaust f
þágu kommúnista, þar sem þeir
koma því við.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, flutti yfirlitsræðu um flokksstarfsemina á siðasta ári. Ræðuna
flutti Þorvaldur síðdegis í gær og var myndin tekin við það tækifæri.
ast að því að hamla gegn mis-
notkun þeirra. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur leitazt við að losa um
tök vinstri flokkanna á þesspm
hagsmunasamtökum, og beina
starfsemi þeirra að þeim verkefn-
um, sem eru þeim eiginleg, en
það er að vinna að hagsmuna-
málum meðlima sinna eftir því
sem við á.
En af þessum leiðir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur orðið a8
byggja eingöngu á eigin flokks-
kerfi, hinum beinu flokkssamtök
um og starfsemi þeirra. Sjálf-
stæðisflokkurinn hvorki vill né
getur viðhaft aðferð hinna flokk-
anna að nota hagsmunasamtök al
mennings í slna þágu. En þeim
mun fremur ríður á að hafa flokks
skipulag okkar og starf svo öfl-
ugt hverju sinni Sem nokkur kost
ur er.
En svo mikilvægt sem skipulag
ið er, er þó annað enn nauðsyn-
legra. Og án þes er skipulag
flokksins lítils virði eða einskis
virði. Án þess er skipulagið hjóm
eitt og hismi. Það er maðurinn
sjálfur. Það eruð þið, sem starfið
og vinnið. Það eruð þið, sem af
eldmóði og óeigingirni vinnið fyr
ir hugsjónir ykkar og flokk. Það
eru þið, sem í blíðu og stríðu
leggið flokknum lið. Það eruð
þið, sem starfið fyrir flokkinn af
þrautsegju og þolinmæði. Það eru
flokksmennirnir, konur og karlar
um land allt sem með ótrauðri
baráttu sinni hafa fært flokki okk
ar fylgi, áhrif og völd.
Enn sem fyrr reynir nú á ykk-'
ur. Alþingiskosningar eru fram-
undan. í þetta sinn verður lands-
fundurinn upphaf þeirrar kosninga
baráttu, sem í vændum er. Þessi
landsfundur á að setja flokknum
Úr ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar
• . ^ | '• ' ' ' • ''
fr^mkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei reynt, né viljað, nota sam-
vinnuhreyfinguna og verkalýðs-
hreyfinguna í áróðurs- og út-
breiðslukerfi sínu. Við Sjálfstæð
ismenn teljum, að þessi hags-
munasamtök almennings f land-
inu eigi að vera óháð stjórnmála
flokkum og ekki eigi að beita
þeim til framgangs neinum sér-
stökum stjórnmálaflokki. I stað
þess að njóta þannig styrks frá
þessum hagsmunasamtökum hef-
ur mikið af baráttu og starfi
flokkssamtakanna þurft að bein-
kosningastefnuskrá. Þessi lands-
fundur á að kveikja eld hugsjóna
og áhuga. Þessi landsfundur á að
skera upp þá herör, sem leiðir
okkur fram til sigurs.
Aialfundur Sambands fé-
laga Siúlfstæiiskvenna
Kristfn L. Sigurðardóttir.
Landssamband félaga Sjálfstæðis-
kvenna hélt aðalfund sinn í fyrra-
dag f Sjálfstæðishúsinu. Var stjóm
in öll endurkjörin, en formaður
er Kristín L. Sigurðardóttir.
f upphafi fundar minntist for-
máður frú Soffíu Ólafsdóttur, sem
lézt á árinu en hún sat í varastjórn
sambandsins. Flutti frú Kristín síð-
an skýrslu stjórnarinnar um starf-
ið á árinu. Var það fjölþætt og mik-
ið. Frú Auður Auðuns hafði fram-
sögu um lagabreytingar sem nauð-
synlegar em vegna hinna nýju
skipulagsreglna flokksins. Vora
þær samþykktar í einu hljóði.
Þá fór fram stjórnarkosning og
var stjórnin öll endurkjörin. 1 stað
frú Sofffu Ólafsdóttur var frú Sig-
ríður. Auðuns Akranesi kjörin í
varastjórn. Þá fóru fram almenn-
ar umræður um skýrslu hinna ein-
stöku sambandsfélaga og kom
fram ánægja með störfin á árinu
og mikill sóknarhugur í þeirri kosn
ingabaráttu sem nú stendur yfir.
í fundarlok bauð Sjálfstæðis-
kvennafélagið Hvöt öllum fundar-
konum til kaffidrykkju en þáer
voru samtals 75, sem þennan aðal
fund sóttu, hvaðanæva að af Iand-
inu.
í sambandinu eru eftirtalin félög
Sjálfstæðiskvenna: Hvöt, Reykjavík
Vorboðinn, Hafnarfirði, Edda,
Kópavogi, Vörn, Akureyri, Eygló,
Vestmannaeyjum, Þuríður Sunda-
fyllir, Bolungarvík, Bára, Akranesi,
Sókn, Keflavík og Sjálfstæðis-
kvennafélögin á Siglufirði og ísa-
firði.
i