Vísir - 27.04.1963, Page 5

Vísir - 27.04.1963, Page 5
V í S I R . Laugardagur 27. apríl 1963. 5 Sannleikur — Framhald af bls. 16. út í Bandaríkjunum áður en langt líður. Ég gerði líka tilraun til að koma þessu leikriti mínu á fram færi við CBS-sjónvarpið í Banda ríkjunum. En sá galli var þar á að þeir taka ekki lengri en 50 mínútna leikþætti til flutn- ings og ég hef ekki komið því í verk að stytta það. Geri það sennilega ekki heldur. — Það er nokkuð langt síðan að leikrit hefur verið flutt eftir þig, hvort heldur á sviði eða í útvarp? — Síðasta leikritið sem ég samdi á undan þessu, sem ég var að Ijúka við, var „Ekið fyrir Stapann", framhaldsleikrit í út- varpinu í 14 þáttum. — Síðan hefurðu hvílt þig? — Hvílt mig og ekki hvílt mig. Það hefur verið í mörgu að snúast, m. a. að koma mér upp íbúð. Þeir sem reynt hafa vita að það er tímafrekt. í öðru lagi fór ég til Bandaríkjanna haustið 1960 og var þar í tæpt ár. Þetta hvorttveggja tafði mig' verulega frá ritstörfum. — Hvert var erindi þitt! til Bandaríkjanna? — Þau voru í rauninni mörg. Gekk fyrst á leikskóla, Yale Scool of drama, sem er þekkt- asti skóli á sínu sviði í Banda- ríkjunum. Ég sótti líka tíma í Actors Studio í New York, en þangað sækir fjöldi heims- kunnra Ieikara, enda er leik- stjórinn þar, Lee Strassberg, frægur um endilöng Bandaríkin, harður kennari og grimmur við nemendur sína. 1 þessari sömu ferð fór ég í fyrirlestraferð um Bandaríkin, allt vestur að hafi og flutti þrjú erindi um fslenzkar bókmenntir við 12—14 háskóla. flesta á vesturströndinni. Einn þessara fyrirlestra var um Grettissögu með sérstöku tilliti til sálfræði hennar. Annar fyrirlesturinn fjallaði um íslenzkar bókmennt- ir á 20. öld og sá þriðji urn leikritagerð okkar frá lyiatthíasi Jochumssyni og fram á vora daga. — Hefurðu fleira á prjónun- um en „Sannleikann í gipsi“? — Helzt það að ég hef dramatiserað útvarpsleikritið „Víxla með afföllum11 fyrir svið í þrem þáttum. Ég ætlaði mér að frumsyna það hér í Reykja- vík í vor, en vantar leikara. Þeir eru allir bundnir Þjóðleik- húsinu og mega ekki leika fyrir aðra aðila. Sennilega reyni ég að fá það frumsýnt einhvers staðar úti á Iandi. Ég skal geta þess jafnframt, að ég hef af hálfu danskra að- ila verið beðinn að staðfæra þetta leikrit við danska stað- hætti og í samráði við danskan Ieikstjóra. Sökum timaskorts hefur ekki orðið úr þessu enn sem komið er. — Hvert er álit þitt á ís- lenzkri leikritagerð i dag? — Mér skilst annarra álit vera það, að hún sé rislítil og ekki upp á marga fiska. Það má vel vera að það felist einhver sannleiksvottur í þessu. En sé svo, þá er það einfaldlega af því að það er ekki nógu vel búið að leikritaskáldum þjóðarinnar. Þau verða að vinna leikrit sín í hjá- verkum frá öðrum störfum. Þá er heldur engin furða þótt verk- um þeirra sé á ýmsan hátt ábóta vant. Nú hefur íslenzka ríkið séð sér efni á því að greiða nokkrum hóp leikara föst laun. Þetta gerir það að verkum, að þeir geta helgað sig leiklistinni, enda eigum við orðið marga af- bragðs leikara. Ef íslenzka ríkið greiddi efnilegum leikritaskáld- um hliðstæð laun og leikurun- um, myndi árangurinn koma fljótlega í ljós með andríkari og heilsteyptari leikritum. Landsfundurinn — Framhald -X bls. 1. 1961 15,1 millj. og 1962 25 millj. kr. Áður var 4 millj. kr. varið til virkjana árlega. Hins vegar væru í þessum efnum mikil verkefni framundan. Möguleikar til nýtingar jarð hita hafa stóraukizt og boranir eru sífellt framkvæmdar, bæði sunnan og norðan lands. Framlög til samgangna, vega, brúa og flugvalla hafa stór- hækkað frá því sem áður var, og samningu vegalagafrumvarps er nú svo langt komið, að hægt verður að leggja það fyrir næsta þing. Kemur þar til greina að afnema sýsluvegi og koma þeim í þjóðvegatölu og einpig að allur benzínskattur renni beint til vegamála. Ráðherrann vék síðán að ferðamálum og drap á þær að- gerðir sem gerðar hefðu verið í sjávarútvegi og verzlun. HLUTUR FRAMSÓKNAR. í lok raeðu sinnar minnti ráð herrann á það vandræðaástand sem ríkti þegar núverandi ríkis stjórn tók við. Hann drap á hlut Framsóknar í stjórnarandstöð- unni og sýndi fram á hentistefnu þá sem sá flokkur hefði. Fram- sóknarmenn ásökuðu stjórnar- ' flokkana um landráð, að þeir hyggðust svíkja landið í hendur útlendinga á næstu árum. AlHr vissu hver stefna stjórnarflokk- anna væri í þessum efnum, hún væri að vernda rétt Islands um alla framtíð, landgrunnið og auðlindir landsins. Ekki væri hægt annað en fordæma róg Framsóknar. Við búum í réttar- og velferð arríki, sagði ráðherrann, þar sem ör þróun, efnahagsleg og menningarleg á sér stað. Við treystum þjóðinni til að hugsa og Iesa, kynna sér þau vinnu- brögð sem viðhöfð hafa verið. Við treystum því að þjóðin láti t Bróðir minn, ÞORKELL ÞORKELSSON, Freyjugötu 46, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, þriðju- daginn 30. apríl kl. 15. Bióm afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna Elín Þorkelsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, EMIL ROCKSTAD, lézt að heimili sinu, Marklandi, Garðahreppi 25. þ. m. « Jóhanna Rockstad. Ræða fjármálaráðherra — Framhald af bls. 10. þurft að leggja á sig langt og dýrt nám og bera mikla ábyrgð. Tilboð það, sem ríkisstjórnin lagði fyrst fram, var talið að myndi kosta árlega um 80 millj- ánir króna. Síðasta tilboð ríkis- stjórnarinnar myndi kosta ríkis- sjóðinn um 100 milljónir króna á ári. Nú hefur verið gerð hver tilraunin eftir aðra til þess að ná samkomulagi, og m. a. hefur rík- isstjórnin framlengt frest til samn ingaviðræðna fjórum sinnum og sýnt með því samningsvilja sinn. Það tókst að ná samkomulag um niðurröðun starfsmanna í 28 launaflokka, en hins vegar er ekki samkomulag um launastiga, vinnutíma og yfirvinnugreiðslur. Er það mál því farið til kjara- dóms, sem kveður upp úrskurð sinn fyrir 1. júlí n. k. í sambandi við mál hinna opin- beru starfsmanna er rétt að geta annars, að nú á þessu þingi voru lögfest ný lög um lffeyrissjóð op- inberra starfsmanna, sem veita þeim starfsmönnum, sem láta af störfum fyrir elli sakir eða van- heilsu, miklar kjarabætur, frá því sem verið hefur. Það eru mörg verkefni fram- heilbrigða dómgreind ráða vali sínu á kosningardaginn, því þann dóm hræðumst við ekki. Að ræðu landbúnaðarráðherra Iokinni talaði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdar- stjóri. Var síðan fundi frestað fram til kvölds, en var þá fram haldið kl. 8,30. Fundarstjóri var kjörinn AI- -frað Gíslason Keflavík og fund- arritárar Páll Björgvinsson Efra hvóli og Óttó Pálsson Akureyri. Síðan hófust almennar umræð ur og tóku þessir til máls: Jón Pálmason, A-Hún., Sveinn Ólafsson Garðahreppi, Helgi Tryggvason Köpavogi, Herbert Jónsson Hveragerði, Þorkell Sigurðson, Rvík., Jóhannes Magnússon Neskaupstað, Snæ- björn Jónsson S.Múl. Garðar Pálsson Rvík., ÓIi Guðbjartsson Selfossi, séra Magnús Guð- mundsson Ólafsvík, Gunnar Sig urðsson, Ávnesýslu, Ingólfur Möller, Rvík frú Elín Jósefs- dóttir Hafnarfirði, Þorlákur Björnsson V-Skaft. Páll Schev- ing Vestm. og Oscar Clausen Rvík. Fundi var slitið laust fyrir kl. 11. undan, sem ekki eru enn leyst, og ýmis konar löggjöf er í smíðum til endurbóta á sumum þeim mála flokkum, sem ég hef hér rakið. Meðal þess sem verið hefur f undirbúningi er það, að koma fastri skipan á hagsýslustörf rík- isins. Þá hefur verið samið frumvarp um tollgæzlu og tolleftirlit, til að koma tolleftirlitinu í sem allra bezt horf, og gera ráðstafanir til þess að draga sem mest úrólög- legum innflutningi. Vegna þeirrar miklu vinnu, sem lögð var í toll- skrána, þótti ekki fært að leggja þetta frumvarp einnig fyrir þing- ið nú. Þá er það einnig í undirbúningi, að koma á staðgreiðslu skatta, þannig að skattar og opinber gjöld séu tekin af Iaunum manna jafnóðum og þeirra er aflað. Samið hefur verið frumvarp að nýrri löggjöf um bókhald ríkis- ins, fjárlög, ríkisreikning og sam- band þess við þjóðhagsreikninga. Núgildandi lög um ríkisbókhald eru orðin yfir 30 ára gömul. Þá er í undirbúningi að koma því skipulagi á, að endurskoðun hjá ríkinu geti farið fram jafnóð- um, en ekki eftir á, eins og nú er. Ekki einu saman brauSi. Á næstunni verður að gera nokkrar endurbætur á skattalög- unum til viðbótar því, sem þegar hefur verið gert, meðal annars í þá átt, að rekstur einstaklinganna fái tækifæri til að njóta ýmissa þeirra hlunninda, sem félög njóta nú. Með endurbótum á fjárhag rík- isins og efnahag, endurbótum á skatta- og tollamálum, er verið að vinna undirstöðuverk, færa björg in í grunn undir framtíðarhöll. Það er verið að leggja hornstein að framförum og bættum lífs- kjörum í framtíðinni. En þótt efnahagur batni og raunhæfar kjarabætur fáist, megum við aldrei láta hinn efnahagslega á- vinning glepja okkur sýn, aldrei láta hann byrgja okkur útsýn yfir þau önnur verðmæti, sem gefa lífinu gildi. Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Menning, list- ir, líknsemi, þurfa að skipa sitt rúm í lífi og starfi. Og hvort sem glímt er við og dæmt er um hin veraldlegu mál, eða þau, sem standa hjartanu nær, þá verður hin innri rödd, dómgreind manns- ins og samvizkan í brjðsti hans, sá óskeikuli dómari, sem alltaf má treysta, ef spurt er og hlustað af einlægni. Og því er það sann- mæli, sem jafnan stendur í góðu gildi, þegar skáldið Tómas Guð- mundsson segir: Samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða. Kaffisalo fatlaðra Hinn árlegi kaffidagur fatlaðra og lamaðra skáta verður í Skáta- heimilinu 1. maí n. k. kl. 2—6 e. h. Skátar oð aðrir vinir, góðfúslega gefið kökur og komið svo og kaup ið þær aftur ásamt kaffibolla. Hjálpumst öll að, að styrkja og efla starf vanheilla skáta. Kökunum veitt móttaka í Skáta heimilinu frá kl. 10 f. h. 1. maí. Kökur verða einnig sóttar til gefenda, ef óskað er, vinsamlegast hringið þá í síma 15484 kl. 10—12 f. h. 1. maí. Miðsiæfursýning Leikfélagið Gríma hefur ákveðið að efna til miðnætursýningar á sunnudagskvöldið á þrem leikþátt- um eftir Odd Björnsson, sem frum- sýndir voru í Tjarnarbæ s.l. laugar- dag. Miðnætursýningm hefst kl. 11,15 á sunnudagskvöldið. Að- göngumiðasala er £ Tjamarbæ, laug ardag og sunnudag frá kl. 4. Stúlka -sælgætissala Stúlka óskast í sælgætissölu. Uppl. í Tónabíói frá kl. 3—5 í dag. SUMARBÚÐIR K.F.U.M. VATNASKOGUR Sumarbúðir K.F.U.M. í Vatnaskógi verða starfræktar í sumar eins og undanfarin ár. Gefst drengjum og unglingum kostur á að dveljast í sumarbúðunum, samkvæmt eftir- farandi skrá: 1. flokkur 7. júní—14. júní 2. flokkur 14. júm—28. júní 3 flokkur 5. júlí—12. júlí 4. flokkur 12. júlí—19 júlí 5. flokkur 19. júlí—26 júlí 6. flokur 26. júlí—2. ágúst 7. flokkur 2. ágúst—9. ágúst 8. flokkur 9. ágúst—16 ágúst 9. flokkur 16. ágúst—23. ágúst 10. flokkur 23. ágúst—30. ágúst vika Drengir 10—12 ára. 2 vikur Drengir 10—12 ára. vika Piltar 12—14 ára. vika Piltar 12—14 ára- vika Piltar 12—14 ára. vika Unglingar 14—16 ára. vika Drengir frá 9 ára vika Drengir frá 9 ára. vika Drengir frá 9 ára. vika Drengir frá 9 ára. Innritun fer fram á skrifstofu K.F.U.M., Amtmannsstíg 2 B, kl. 4—6 e. h. alla virka daga nema laugardaga. Innritunargjald, kr. 25,00 fyrir hvern dvalarflokk greiðist við skránmgu Nánari upplýsingar fást á skrifstofu K F U.M. sími 17536 og 13437. SKÓGARMENN K.F.U.M.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.