Vísir


Vísir - 27.04.1963, Qupperneq 9

Vísir - 27.04.1963, Qupperneq 9
VÍSIR . Laugardagur 27. apríl 1963. LDAR FARAIACDIR ríkara mæli. Það sama hefur gerzt liér á þessu kjörtímabili. Kostir óheinna skatta. Við fyrstu sýn munu vafalaust margir segja: það er meira rétt- læti í því, að ná ríkistekjum inn með beinum sköttum af þeim, ' sem hafa háar tekjur, það er rétt að þeir borgi meira en hinir, í stað þess að tollar og söluskattar lenda einnig á fátæka fólkinu. Þetta lítur eðlilega út við fyrstu sýn, en reynslan sýnir og sannar allt annað. Þegar beinir skattar eru komnir úr hófi, eins og þeir voru komnir, ekki aðeins hér, heldur í flestum nágrannalöndum okkar, þá draga þeir úr framtaki manna. Ekki aðeins draga þeir úr uppbyggingu og eflingu at- vinnulffsins, heldur voru þess mörg dæmi, að launamenn sem voru komnir sæmilega hátt í tekj- um, höfðu ekki áhuga á því að leggja á sig meiri vinnu og afla meiri tekna, vegna þess, hve mik ið hlutfallslega fór þá í skatta. Fyrir fáum árum fór ég í sjávar- pláss hér úti á Iandi. Þar voru mér sögð mörg dæmi þess, að þegar sjómenn höfðu aflað mik- illa tekna, komið var fram á haust og eiginkoumar vildu fara að vinna í frystihúsum og afla sér aukatekna, þá var það illa séð af eiginmönnunum. Þetta gat hækkað1 skattana gífurlega, og þegar ætti að fara að greiða þá, væri erfiðara að fá konumar til þess að borga af sínum tekjum þeirra part af skattinum. Og það er athyglisvert, að þar sem at- vinnuleysi er eitthvað að ráði nú, t. d. í Bandarfkjunum og Bret- landi, er fyrsta ráðið, sem menn grfpa til, að lækka hina beinu skatta. Framsóknarmenn hafa mjög reynt að koma óorði á Kennedy Bandaríkjaforseta með þvf að kenna hann og flokk hans við Framsókn. En þegar hann leggur fram tillögur til að draga úr atvinnuleysinu, þá er fyrsta ráðið það að lækka hina beinu skatta á atvinnurekstrinum til þess að skapa atvinnufyrirtækj- unum möguleika á að færa út kvíarnar, efla starfsemi sfna, end umýja hana og auka, og þar með skapa aukna atvinnu. Hinir háu beinu skattar hafa jafnan leitt til undandráttar undan skatti. Þar komum við að öðru atriði: Þetta skipulag leiðir oft til þess að verulegur þungi skattabyrðarinn- ar lendir einmitt á hinum efna- minni launamönnum. Meðan skattarnir vom hér sem hæstir, þurftu launamenn, sem urðu að borga háa skatta, oft að horfa upp á það, að nágranni þeirra, sem hafði aðstöðu til þess að telja ekki allt fram, greiddi ekki nema brot af þeim skatti, sem á launamanninn var lagður. Þetta skapaði svo mikið ranglæti milli manna innbyrðis, að til vand ræða horfði. Ég held, að flestir menn muni kjósa heldur að borga það, sem á að fara til ríkisins, jafnóðum í vöruverði, um leið og þeir kaupa vömna, heldur en að þurfa að snara út þúsundum króna í beinan skatt. Þar við bætist, að álagning og innheimta hinna óbeinu skatta, tolla og söluskatts, er miklu ódýr ari og handhægari heldur en hinna beinu skatta. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi ríkisstjórnar að lækka verulega beinu skattana, fella tekjuskattinn með öllu niður af almennum launatekjum og síðar að endurskoða allt skattakerfið með það fyrir augum að gera at- vinnurekstrinum kleift að byggja sig upp og endurnýjast. í sambandi við þetta standa þær endurbætur, sem gerðar voru ó tekjustofnum sveitarfélaga. Þeim var útvegaður nýr tekju- stofn, sem var hluti af söluskatti. Sveitarfélögin hafa fengið i sinn hlut 314 milljónir á þessum fjór- hef ég látið athuga hver heildar- lækkunin er, þegar við tökum tollalækkunina frá nóvember ’61 líka með. Ef reiknað er út, hve miklu nemi tollalækkr^irnar báð- ar saman, frá ’61 og nú og byggj- um á innflutningsmagni ársins ’62, þá nema þessar tollalækk- anir samtals rúmlega 200 milljón- um króna. Tollalækkunin frá ’61 nemur nefnilega, þegar miðað er við innflutninginn ’62, sem var miklu meiri en árið ’60, yfir 100 milljónum króna. Með öðrum þau orð falla í framsöguræðu minni fyrir tollskránni, að þessar lækkanir mundu ekki hafa veru- leg áhrif á vísitöluna. í eldhúsumræðunum komst Ey- steinn Jónsson svo að orði: „lækk unarskammturinn nær þvf ekki að vera mælanlegur á dýrtíðarvog- ina. Hann hreyfir ekki vísinn“. Og því var svo haldið fram, að þar sem þessi 100 milljóna Iækk- un á tollunum hreyfði ekki vísi- töluvísinn, þá hefði hún þar með töluna, þá hefur hún engin áhrif á lífskjör fólksins. um árum, sem hafa orðið til þess að veita sveitarstjómunum meira svigrúm til athafna og til að lækka útsvörin á almenningi. Ný tollskrá. Tollamálin voru komin í slíkt óefni hjá okkur, að við slíkt varð ekki unað. Það var því lögð í það mikil vinna að semja hina nýju tollskrá, sem felur það í sér að gera allt kerfið einfaldara: einn verðtoll í staðinn fyrir þann ara- grúa af gjöldum sem áður var, að samræma tollaálögurnar þann- ig, að sams konar vara verði í sama tolli, og ekki sízt að lækka tollana þar sem þeir voru gjör- Á landsfundinum f gær. orðum: Ef við tökum innflutn- inginn eins og hann var 62 og spyrjum: hvað hefði þurft að borga í tolla, eins og þeir vom fyrir nóvember ’61, og hvað þarf að borga nú, þá er það á ári rúmlega 200 milljónum lægri upp hæð eftir breytingarnar. Eysteinn lék á vísitöluna. Þá er von, að menn spyrji: Þolir ríkissjóður þetta? Hvernig fer hann að þvi að missa þessar tekjur? Við því eru fyrst og fremst þrjú svör. í fyrsta lagi: Lækkunin á hátollavömm þýðir engin áhrif á llfskjör fólksins I landinu. Þessi röksemdafærsla ber vott um ákaflega takmarkaðan skiln- ing á þvf, við hvað lífskjör fólks- ins í landinu miðast. En hún er skiljanleg og skýranleg vegna þess, hve lengi Eysteinn Jónsson hefur verið að glima við það að leika á vísitöluna. Ár eftir ár var hamazt við að hækka tolla og gjöld á öllum vöram, sem vísi- talan náði ekki til. Skemmst er að minnast jóla- gjafarinnar frá ’56, þá vom hækk- aðir tollar á flestum vörum, sem eru utan við vísitöluna. Og til þess að fá sem mest af þessum Landsfundarræða Gunnars Thor- oddsen fjármáíaráðherra í gær samlega úr hófi. í stað þess að tollamir vom á fjórða hundrað % á sumum vörutegundum, þá er hámarkið nú 125%. Þegar tollskráin var lögð fram, var tekið fram bæði í greinargerð og framsöguræðú minni, að þessi tollskrá þýddi, miðað við inn- flutninginn 1962, um 100 millj. kr. lækkun tolla. Það heyrðist fljótlega hljóð úr horni frá Fram- sókn, sem býsnaðist yfir því, hvað stjómin væri búin að taka mikið til sfn f hækkuðum skött- um á þessu kjörtímabili og gæfi nú 100 milljónir til baka. Tíman- um þótti það heldur lítið, sem Gunnar gæfi til baka. Það er þó alltaf nokkuð, að gefa 100 millj. til baka, en munurinn er sá, að Eysteinn gaf aldrei til baka. 1 sambandi við þessa lækkun, 100 milljónir skv. nýju tollskránni, það, að stórlega dregur úr hin- um ólöglega innflutningi og miklu meira kemur að löglegum leiðum. Sú reynsla sem við feng- um eftir lækkunina ’61, sýnir þetta og sannar. I öðm lagi: Inn- flutningur til landsins fer vax- andi ár frá ári og gefur þvf meiri tekjur f ríkissjóð að óbreyttum tollstigum. Og í þriðja lagi: Þjóð- artekjurnar fara ört vaxandi ár frá ári, og þar með vex veltan f Iandinu. Það skilar einnig meiri tekjuskatti og söluskatti, að óbreyttum öllum stigum. Ég geri ráð fyrir, að þegar þetta þrennt kemur saman, þurfi ekki að óttast, að hag ríkissjóðs sé í háska stefnt með þessum miklu tollalækkunum. Stjómarandstæðingar komu nú auga á eitt, sem þeir gerðu sér mikinn mat úr. Ég hafði látið tekjum inn, þá voru „lúxusvör- urnar“ svokölluðu látnar hafa forgang um gjaldeyri. En þetta dugði bara ekki af tveim ástæð- um. Annars vegar vegna þess, að gjaldeyririnn var á þeim tíma af mjög skornum skammti, og það var ekki hægt að láta til lengdar gjaldeyrisleyfi fyrir lúx- usvörurnar, tollháum vömm, ganga fyrir gjaldeyri til nauðsynja vara eða rekstrarvara atvinnuveg- anna. Hins vegar leiddi þessi gff- urlega hækkun á hátollavömm af sér, að smyglið færðist stórlega í aukana, og hinn löglegi innflutn- ingur á þessum vöram minnkaði að sama skapi. Þannig var hvað eftir annað verið að leika á vísitöluna. Það var þvf eðlilegt, að þessir menn segðu: Fyrst þessi tolla- lækkun hefur engin áhrif á vísi- Bætt lífskjör. Framfærsluvfsitalan, sem kaup lagsnefnd reiknar út, er góður mælir, svo langt sem hún nær. Önnur er vísitala kaupmáttar tfma kaupsins, sem kommúnistar hampa mjög. En gefa nú þessar tvær vísitölur, framfærsluvfsital- an og vfsitala kaupmáttar tfma- kaupsins, rétta mynd af lífskjör- unum almennt? Það þarf engan veginn að vera. Það, hvort full atvinna er f landinu eða geigvænlegt atvinnu- leysi, sést ekki á vfsitölunni. Það, hvort húsnæðisskortur er í land- inu eða ekki, það sést ekki á vfsitölunni. Það, hvort vömúrval og framboð er nægilegt, eða vöm skortur og svartur markaður, það sést ekki á vfsitölunni. Hvort elli- lffeyrir gamla fólksins hefur hækkað eða lækkað, það sést ekki á vísitölunni. Það er vissulega athugunarefni, hvort hægt er að finna einhverja vísitölu, sem gefur rétta og glögga mynd af lífskjömm fólks- ins í landinu f heild. Éf við lftum t. d. á lffskjör verkamanna, þá nægir þeim ekki, að þeir hafi fengið einhverja hækkun á tfma- kaupinu, ef þúsundir þeirra búa við atvinnuleysi og húsnæðis- skort. Það virðist vera ákaflega örð- ugt að finna slíka allsherjar lffs- kjaravfsitölu. En það verða menn jafnan að hafa f huga, þegar rætt er um vísitöluna og kaupmátt tfmakaupsins, að það eru fjöl- mörg önnur veigamikil atriði, sem áhrif hafa á lífskjörin. Ég npfndi ellilffeyrinn, en hann kemur ekki fram í vfsitölunni. Til glöggvunar á þvf, hvemig búið hefur verið að gamla fólkinu nú á þessu kjörtímabili, vil ég upp- lýsa þetta: Árið 1958 höfðu hjón, sem bæði nutu ellilífeyris, 14.700 kr. á ári f ellilífeyri, rrú hafa þau 32.800. Hann hefur meira en tvö- faldazt. Þetta er á 1. verðlags- svæði, sem er Reykjavík og stærstu kaupstaðirnir. Ef við tök- um hins vegar 2. verðlagssvæði, þar sem lffeyririnn var lægri þangað til nú, þá lítur málið þannig út, að hjón höfðu 1958 11.000,00, en nú 32.800,00. M. ö. o. þrefaldazt. Miklar tollalækkanir. Nú era tollar lækkaðir á fjölda mörgum vöram, sem allur almenn ingur notar og þarf að nota, þó að þær komi ekki inn f vísitöl- una. Ég hef látið taka saman örfá dæmi, sem sýna, hvemig verðlag hefur breytzt á vissum vömm vegna tollalækkananna 1961 og nú. Kvenkápa, sem mundi kosta 3.100,00 kr. ef engar tollabreyt- ingar hefðu orðið, kostar nú 2.400,00 kr. — lækkun um 700 krónur. Karlmannshattar, sem hefðu kostað 690 krónur, ef engar tollalækkanir kæmu til, fara nið- ur í tæpar 500 krónur. Armbands úr, sem ég ætla að sé nauðsynja- vara fyrir unga og gamla, mundi kosta 1750 krónur, ef engar lækk anir hefðu orðið, en fara nú niður f 1.060 krónur. Niðursoðnir ávext- ir, sem hefðu kostað 39 krónur að óbreyttum tollum, fara niður í 29 krónur. Ef engin breyting hefði verið gerð, kostaði pfanó 52 þúsund, en lækkar vegna tolla- breytinga niður í 36 þúsund. Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.