Vísir - 27.04.1963, Page 10

Vísir - 27.04.1963, Page 10
70 VÍSIR . Laugardagur 27. apríl 1963. SPARNADUR Framhald af bls 9: Þannig má lengi telja vörur, sem ýmist eru almennar nauðsynja- vörur eða sem mjög margir lands- menn nota og þurfa að nota, og sem lækka verulega í verði. Vita- skuld bætir þetta lífskjör fólks- ins í landinu, þó að ekki komi það inn í vísitölu framfærslukostn aðar. Sparnaður og hagsýsla. Annað meginboðorð í fjármála stjórn er aðgát um útgjöld, skipu lag, sparnaður, hagsýsla. Ég hef oft áður gefið yfirlit um það, hvað gert hefur verið og er til athugunar í þeim efnum og skal ekki rekja það hér að ráði. Það er unnið að því skipulega af sér- fróðum mönnum, hvernig megi skipuleggja málin betur, hagræða vinnubrögðum þannig, að hvort tveggja vinnist, betri þjónusta fyrir almenning og sparnaður fyr ir það opinbera. Glöggt' dæmi er sú breyting, sem gerð hefur verið £ vegamál- urn. Á núverandi kjörtfmabili hafa fjárveitingar til vega verið stór- hækkaðar, ekki aðeins að krónu- tölu, heldur að notagildi. Um leið hefur verið fækkað vinnu- stöðum, til þess að nýta vélar og mannskap betur, og stærri fjár- veitingar í hvern stað. Það vita og viðurkenna allir menn, sem með þessu fylgjast, að miklu meira hefur orðið úr peningun- um, vegaféð nýtzt betur heldur en áður. Annað dæmi er sameining á gjaldheimtu. Með því að sameina hér í borg innheimtu tekjuskatts og eignaskatts, útsvara, trygg- ingagjalda, sjúkrasamlagsiðgjalda o. fl. hafa sparazt milljónir króna. Þannig mætti lengi telja. Margt af þessu er komið þegar í framkvæmd, að ýmsu er unnið. Rétt er að nefna ríkisábyrgð- irnar, sem voru komnar út í það öngþveiti, að bráðlega hefði slig- að ríkissjóðinn, ef haldið væri á- fram á þeirri braut ábyrgðarleys- is. Nú hefur þar verið gjörbreytt um, komið á meiri festu varðandi veitingu ríkisábyrgða, og eftirlits með því, að aðilar standi í skilum. Ein breyting er þegar farin að segja til sín, sem menn hafa kannski ekki almennt áttað sig á í byrjun. Svo er mál með vexti, að ríkið hefur áður yfirleitt veitt svokallaða „sjálfskuldaábyrgð. Það þýðir að standi skuldari ekki í skilum, getur lánveitandi snúið sér beint að ríkissjóði, án þess jafnvel að gera tilraun til þess að innheimta skuldina hjá skuldar- anum. Þessu var breytt þannig, að nú er almenna reglan „einföld ábyrgð": Ef skuldarinn stendur ekki í skilum, verður lánveitand- inn fyrst að reyna til þrautar inn- heimtu hjá skuldaranum sjálfum og þvi aðeins, að það beri ekki árangur, getur hann snúið sér að ríkissjóði. Síðan lögin um ríkisábyrgð voru sett 1961, hafa í meginatriðum verið veittar aðeins einfaldar á- byrgðir. Það hefur brugðið svo við, að ég ætla, að ekki hafi fall- ið, á ríkissjóð ein einasta af þess- um ábyrgðum. Hinar gömlu sjálf- skuldaábyrgðir halda gildi sínu, svo að það tekur langan tíma, að þessi komi að fullu gagni. En reynslan sýnir, að rétt er stefnt. Þetta er ekki aðeins mál ríkis- sjóðsins, heldur nauðsynjamál fyrir allt fjármálasiðferði í land- inu. Það var verið að koma þeim hugsunarhættj inn, að sveitarfé- lög, atvinnufyrirtæki og aðrir að- iljar gætu fengið ríkisábyrgðir og þyrftu jafnvel ekkert að hugsa um þá skuld, lánveitandinn hann mundi bara rukka ríkissjóð. Það er óhollt og háskalegt að gera fjölda aðila í landinu að van- skilamönnum. Hallalaus ríkisbúskapur. Þriðja atriðið er hallalaus ríkis- búskapur. Ég tel, að það eigi að vera stefnan hjá hverri ríkis- stjórn, að fjárlög og ríkisbúskap- ur sé hallalaus. Að vísu halda sumir fróðir menn því fram, að undir vissum skilyrðum geti ver- ið rétt, að ríkissjóður sé rekinn með halla. Um margra ára skeið hefur rfkissjóður Bandaríkjanna verið rekinn með halla. En þar er ólíku saman að jafna, svo auð- ugu þjóðfélagi sem Bandaríkjun- um og okkur. Ég held að við eig- um að halda olckur ákveðið að þeirri stefnu, að rikissjóð eigi að reka hallalausan. Við höldum því fram, að atvinnuvegirnir eigi að ganga styrktarlaust, og að allt eigi að bera sig. Hvernig gæti þá ríkisstjórn, sem rekur ríkissjóðinn með halla, kannski ár eftir ár, heimtað það af öðrum, að þeir láti allt bera sig? í sambandi við hallalausan rík- isbúskap, vil ég nefna furðulegt dæmi, sorglegt og skringilegt í senn, um viðhorf vinstri stjórnar- innar. Einstök eymd. Þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1958 var lagt fram í október ’57, var greiðsluhalli þess 711/2 milljón króna. I greinargerð frum- varpsins segir svo: „Ríkisstjórn- in telur sér engan veginn fært að ákveða það, án náins sam- starfs við þingflokka þá, sem haná styðja, hvernig leysa skuli þann vanda sem við biasir í efna- hagsmálum landsins, þar á með- al, hvernig mæta eigi þeim mikla halla, sem fram kemur á fjárlaga- frumvarpinu" ... Síðan segir: „Ríkisstjórnin hefur ekkert tæki- færi haft til að ráðgast við stuðn- ingsflokka sína á Alþingi um fjárlagafrumvarpið né viðhorfið í efnahagsmálunum eins og það nú er eftir 'reynslunní á þessu ári. Þess vegna er fjárlagafrumvarpið lagt fram með greiðsluhallanum, en ríkisstjórnin mun í samráði við stuðningsflokka sína á Alþingi síðar taka ákvörðun um það, á hvern liátt tryggð verði af- greiðsla greiðsluhallalausra fjár- laga“. Ég held að sjaldan hafi sézt meiri eymd í nokkurri greinar- gerð fyrir nokkru frumvarpi. Stjórnin leggur fram fjárlaga- frumvarp með stórkostlegum halla, af því að hún hefur ekki getað talað neitt við stuðnings- flokka sína allan þann tíma, sem hún var að undirbúa fjárlögin. En hún ætlar, þegar hún fær færi á beim á þinginu, að jafna þetta og að eyða hallanum. Og hvernig var það svo gert? Fjárlögin voru afgreidd hallalaus með því, að tekinn var meginparturinn af út- gjöldum til dýrtíðarmálanna og fleygt fyrir borð. Þannig var jafn- aður hallinn á fjárlögum. En eftir áramótin yrði Alþingi að finna einhverjar leiðir til þess að koma atvinnuvegunum til hjálpar og til þess að standa undir þessum dýr- tíðargreiðslum. Þau fjögur ár. sem núverand1 ríkisstiórn hefur starfað, hefur því boðorði verið fylgt, að leggja alltaf hallalaus fjárlög fyrir Al- þingi, afgreiða þau hallalaus og framkvæma þau þannig, að þau skiluðu afgangi. Fleiri aðferðir en ein hafa verið notaðar við að reikna úr greiðslu jöfnuð ríkissjóðs. Eftir þeirri að- ferð, sem viðurkennd er af al- þjóðastofnununum og sem Seðla- bankinn hefur nú um margra ára skeið notað, varð tekjuafgang- urinn 1960 35 milljónir, 1961 72 milljónir og árið 1962 verður hann ekki undir 140 milljónum. En þá spyrja menn, þegar fyrir liggur tekjuafgangur, hvernig á að ráðstafa honum. Þá komum við að mjög þýðingarmiklu atriði í efnahagsmálum okkar. Á undan- förnum áratug, þegar greiðsluaf- gangur hefur orðið, var yfirleitt keppzt við að setja hann £ verk- legar framkvæmdir og viðskipta- lífið sem allra skjótast, hvernig sem á stóð, þó að þensla væri og verðbólga £ landinu. Safnað í forðabúr. Eins og atvinnu- og efnahags- ástandið er hjá okkur i dag, tel ég, að það væri óverjandi, að setja greiðsluafgang frá síðasta ári út f viðskiptalífið og verk- Iegar framkvæmdir, ofan á það mikla fé, sem bæði er samkvæmt fjárlögum og af lánsfé varið til framkvæmda á þessu ári, og ofan á hið blómlega atvinnuástand í landinu. Slíkt myndi verða til þess að gefa verðbólgunni byr undir báða vængi. Greiðsluafgangurinn árið 1961 var fyrst og fremst notaður til þess að greiða upp láúsaskuldir hjá rikinu. En siðastliðinn áratug hafa Iausaskuldir jafnan verið hjá ríkinu £ árslok, frá 28—105 millj. í árslok 1961 gerðist það í fyrsta sinn í langan aldur, að engar lausaskuldir voru hjá ríkissjóði, og sama varð i árslok 1962. 'Fyrir þrjátfu árum rúmum var það mjög til umræðu á Alþingi, að þá stéfnu bæri að taka upp, að safna £ góðærum til erfiðu ár- anna. Þetta var út af fyrir sig ekki ný hugmynd. Það hefur verið hygginna manna háttur um lang- an aldur að geyma frá góðæri til mögru áranna. Öllum er kunn- ug sagan af Faraó og Jósef, þeg- ar Faraó dreymdi drauminn um feitu kýrnar og hinar mögru. Hann dreymdi, að upp úr ánni kæmu 7 kýr, feitar og holdugar og sællegar, en nokkru síðar komu „pp úr sömu á 7 magrar kýr, ljótar og illar útlits, þær átu upp þær feitu, en skánuðu ekkert né fríkkuðu við það. Jósef réð drauminn þannig, að 7 vænu kýrn ar merktu 7 góð ár, og mundu þá vera miklar nægtir um allt Egiptaland, en 7 mögru kýrnar merktu 7 hallærisár, sem mundu eftir þau koma, og þá mundi hungrið eyða landið Og fyrir því réð Jósef konungi Egipta til að safna vistum £ nægtaárunum, og vistirnar skyldu vera forði fyrir fólkið og landið á hallærisárun- um, sem á eftir myndu koma. Og Faraó hlýddi ráðum Jósefs, og 7 nægtaárin liðu á endá og 7 hall- ærisárin gengu f garð. Þá var hallæri f öllum löndum, en í öllu Fgiptalandi var brauð. Það mun hafa verið árið 1929, sem sú hugmynd kom fram frá Jóni Sigurðssyni fyrrum alþing- ismanni á Reynistað, að taka af tekjum góðu áranna til hallæris- áranna. Ungir Sjálfstæðismenn tóku upp f stefnuskrá sína árið 1931, „að nokkur hluti af tekjum góðæra verði lagður til viðlaga- sjóðs, er sfðar verði varið til að bæta afkomu erfiðu áranna“. Alþýðuflokksmenn fluttu í þrjú ár frumvarp um þetta efni og var hugsunin sú, að í góðum árum yrði tekið nokkuð af tekjuafgang- inum og lagt í sérstakan sjóð, Jöfnunarsjóð rikisins, og verði það notað, þegar atvinnubrestur verður, til þess.að bæta og auka atvinnu. Að Iokum voru sam- þykkt lög um þetta á þingi 1932, að vísu í breyttri mynd frá því, sem Alþýðuflokkurinn lagði til. Ætla ég, að Jón Þorláksson hafi ráðið miklu um það, hvernig frum varpið varð að lokum. Hann seg- ir, þegar málið er afgreitt, að frumvarpið feli nú að talsverðu leyti í sér „þær grundvallarregl- ur, sem þarf að fylgja til þess að fjármálastjórnin verði heil- brigð hér í okkar landi, þar sem afkoma atvinnuveganna og ríkis- sjóðs e'r svo mismunandi frá ári til árs“. í þessum lögum um Jöfn- unarsjóð rfkisins er svo ákveðið, að þegar tekjuafgangur ríkissjóðs fer fram yfir visst mark, skuli leggja hann í þenna jöfnunarsjóð. Úr honum má aðeins verja fé í fyrsta lagi, til þess að borga greiðsluhalla hjá ríkissjóði, í öðru lagi að auka verklegar fram- kvæmdir, þegar hætta er á ,að þær dragist saman, og í þriðja lagi til aukaafborgana af skuld- um ríkisins. Það er ekki ríkis- stjórnin, heldur Alþingi, sem á / að ákveöa greiðslu úr sjóðnum. Leggjum í Jöfnunarsjóð. Nú má það vera, að ýmsir muni í dag ekki eftir atvinnuleysinu eða böli þess .Formaður Sjálf- stæðisflokksins lýsti því í fáurn orðum á fundinum í gær, hvflíkt geigvænlegt böl atvinnuleysið hefði verið á árunum 1930—40, þegar þúsundir manna hér í bæ gengu atvinnulausir. Sem betur fer hefur slíkt ástand ekki komið aftur síðan, að öðru en því, að á árunum 1951 og 52 var nokkurt atvinnuleysi um hríð hér í Reykja vík. En nú f rúman áratug höfum við átt því láni að fagna, að þess hefur ekki orðið vart. Og vissu- lega er á íslandi unnið að því, jafnt og þétt, að búa svo f hag- inn með nýjum og afkastamiklum framleiðslutækjum, að til atvinnu- leysis þurfi aldrei að koma. En þrátt fyrir alla þá viðleitni, þá geta dunið yfir ógæftir, aflaleysi, markaðstregða, verðfall og ýmis konar ólán og óáran. Slíkir at- burðir hafa því miður oftlega að höndum borið í sögu landsins. Og þegar úr atvinnu kynni að draga af þess háttar orsökum, kæmi sér vel fyrir verkamenn, fyrir iðnað- armenn, fyrir þjóðina alla, ef rikið ætti þá gildan sjóð frá góðu árunum til þess að auka fram- kvæmdir og skapa vinnu. Þessl lög um Jöfnunarsjóð rík- isins frá 1932, sem byggjast á vit- urlegri hugsun, hafa aldrei kom- ið til framkvæmda. Lögin áttu nýlega brjátfu ára afmæli. án bess að þau hafi komið til fram- kvæmda. Ég held, að það væri rétt að leggja t. d. 100 millj. af tekjuafgangi ársins 1962 i Jöfn- unarsjóðinn nú í fyrsta sinn. Sá sjóður gæti með sanni orðið vara- sjóður vérkamannsins. En tekjuafgangur hjá ríkissjóði hefur margvíslega þýðingu aðra heldur en þá sem ég hef nú lýst. Hann er mikilvægur hlekkur í viðreisninni. Af öllum okkar sér- fræðingum, innlendum og erlend- um, var lögð á það rík áherzla, þegar viðreisnin hófst, að tekju- afgangur hjá ríkissjóði væri ó- missandi hlekkur í þeim keðju. Sá afgangur, sem orðið hefur hjá ríkissjóði hefur einnig hjálpað til þess að byggja upp gjaldeyris- varasjóð þjóðarinnar. Ef ríkissjóð- ur hefði verið rekinn með halla, þá hefði það kallað á fé að láni úr Seðlabankanum og dregið úr möguleikum hans til þess að mynda gjaldeyrissjóðinn. Með þeim tekjuafgangi sem orðið hef- ur, hafa einnig skapazt möguleik- ar til að lækka skuldir ríkisins. Það hefur orðið til þess að lækka vaxtabyrði ríkissjóðs. Kemur það fram í því m. a. að á árinu 1962 gerðu fjárlög ráð fyrir að vaxta- greiðslur ríkissjóðs yrðu 9 millj. króna, en urðu tæpar þrjár millj. eða 6 millj. minni heldur en fjár- lög gerðu ráð fyrir. Um leið og reynt er að gæta hófs um útgjöld ríkisins, sparn- aðar og hagsýni, þá verða menn að hafa víðsýni og frjálslyndi til þess að skilja, að nauðsynlegt er að ríkið stuðli að velgengni at- vinnuveganna, verklegum fram- kvæmdum, menningarmálum, Iíkn ar- og félagsmálum. Varðandi atvinnuvegina hefur ríkissjóður getað veitt þeim at- beina, stuðning á undanförnum ár um, ekki sízt með þeim atbeina, sem hann hefur veitt ýmsum sjóð- um atvinnuveganna, og þá alveg sérstaklega stofnlánasjóði land- búnaðarins, sem lyft var úr gjald- þroti og eymd, upp í það að verða öflug lánastofnun fyrir Iandbúnaðinn og ómetanleg lyfti- stöng fyrir hann. Það var hvort tveggja, að með setningu þeirra laga lagði ríkissjóður fram tugi milljóna í stofnfé til sjóðsins og hækkaði auk þess stórlega árlegt framlag sitt. Hagur opinberra starfsmanna. Ríkinu ber og skylda til að gera eins vel og framast er unnt við starfsmenn sína. Margir starfs menn og starfsmannahópar ríkis- ins hafa dregizt aftur úr varð- andi launakjör á undanförnum árum og nauðsynlegt að bæta kjör þeirra. I stað þess að undirbúa ný lauiialög fyrir ríkisstarfsmenn, ákvað rikisstjórnin að ganga til móts við margítrekaðar óskii hinna opinberu starfsmanna um að veita þeim samningsrétt. Það var svo gert með lögum frá í fyrra um kjarasamninga. Það oll; nokkrum vonbrigðum, þegar op inberir starfsmenn fengu nú í- fyrsta sinn viðurkenndan samn-. ingsrétt, að forystumenn þeirra skyldu stilla sínum kröfum svo hátt, að þær myndu kosta ríkis- sjóð á ári í aukin útgjöld um 600 milljónir króna, en það v^r að meðaltali 120% hækkun launa. Auk þess voru kröfur um stók- fellda styttingu á vinnutíma, sem hefði kostað stórfé. Ríkisstjórnin og samninganefnd hennar undir- bjó málið þannig, eins og lögin um kiarasamninga gerðu ráð fyr- ir, að opinberir starfsmenn ættu að fá laun, sem væru hliðstæð og í samræmi við það, sem greitt væri á hinum almenna vinnu- markaði, þar sem. slíkur saman- burður væri fáanlegur. Það þýddi t. d., að verkamönnum í þjón- ustu ríkisins voru í tilboði ríkis- stjórnarinnar ætluð sömu laun og Dagsbrúnarmenn hafa, og iðn aðarmönnum f þjónustu ríkisin'’ eru sömu laun og iðnaðarmenr hafa. Tekið var sérstakt tillit ti þeirra starfsmanna, sem hafr Framh. á bls 5 æey/j a

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.