Vísir - 20.05.1963, Page 1

Vísir - 20.05.1963, Page 1
VISIR Mánudagur 20. ma'i 1963 BLAÐ II. ÍG HEF TÖLUVERT FENGIZT VIÐ ÓTTANN Eftir blindingsleik um kaup túnið á Eyrarbakka tókst að fá áheyrn rithöfundarins. Málkunnugur vísaði á hús- ið, eign ríkis og hrepps. Hlam azt á dyrabjöllu (síðar kom í ljós, að hún var óvirk). Haf- rænan frá Eyrarbakka sleikti andlit komumanns. Á meðan þagði húsið eins og handrit af skáldsögu, sem bíður óprentuð. Á leið um þröngar götur þorpsins mættum við Volks- wagen, sem kvenmaður 6k. „Þetta er konan hans — hann hlýtur að vera hér ein- hvers staðar,“ segir kunning- inn. 1 stað þess að spyrja hana var síminn spurður, sem veit margt um hús náungans. „í box eitt — gerið svo vel. Guðmundur Daníelsson er heima hjá sér,“ segir síma- pían. Þögn í heymartólinu. „Hafið þér gefið samband- ið?“ spyr ég símapíu. „Það er verið að ná I hann.“ Og nú var rétt eins og Þjórsá kæmi í símann: Stund um virðist hún hið eina, sem í heyrist í sunnlenzkri kyrrð. „Ég lofa því minnsta kosti, að þér verður ekki mein- að að ganga inn um dyr húss- ins,“ sagði hann og hló stór- laxalega. f A ^LGENGASTA sjón, þegar komið er í návígi við menn, sem fást við að skrifa bækur, eru bækur og aftur bækur. Það er líkast því, að þær séu vopna- búr þeirra, í sumum tilfelium jafnvel kvennabúr — sverð þeirra og harpa. Hins vegar er vitað mál, að rithöfundar lesa ekki alltaf meira en annað fólk, jafnvel minna. Stundum neyðast þeir til að taka á sig rögg og lesa mikið, bæði á lífið og bæk- ur. Inni á kontór skáldsins var sambland af kennsluanda og dugnaði við ritmennsku. Bunki af vélrituðum blöðum lá á borð- inu. „Ný bók?“ „Ég er að ganga frá handriti að róman," segir skáldið. „Það hittist vel á.“ „Það hittist svona á.“ „Hvernig er að búa á Eyrar- bakka og vera rithöfundur sam- tíðar?" „Ætl’það hvetji ekki til að vinna. Svo eru hér góðar sam- Eöugur. Þetta er eins og að búa f útjaðri stórrar borgar. Ég er einn klukkutfma og korter á bílnum mfnum til Reykjavíkur. Við hjónin skreppum iðulega í leikhúsið. Það er ekkert erfiðara fyrir okkur en fólk í úthverfi Lundúnaborgar, sem þarf að komast niður f West End eða miðborgina.'1 „Er ekki innantómt til lengd- ar að vera í fásinni og hafa alltaf sömu andlit fyrir augun- um?“ „Alveg nauðsynlegt að rjúfa stundum einangrunina og kom- ast í snerting við fólk. Maður fær iðulega leiða á umhverfi hér sem annars staðar. En það er lífsspursmál fyrir listamann, fyrir rithöfund að vera ekki of sáttur við umhverfið. Ég hef borðið og horfir nú út um glugg- ann og drepur fingri á handritið fyrir framan sig og segir: „Hún gerist í þorpi — líkt og í þessu þorpi...“ „Hvenær gerist hún?“ „Hún gerist á milli stríða eða árin ’20—’30. Nýliðið strfð — og það er ekki frítt við, að far- ið sé að blika á lofti fyrir nýj- um ófriði. Ég og fólk á mínum burði og þjóðfélagsbreytingar, sem orka á mig. Ég tek ekki sérstök atvik úr raunverulegu lífi, spinn sjálfur söguþráðinn. Persónurnar eru settar saman úr ótal pörtum, sumar frá um- hverfinu, sem forsjónin hefur lagt upp í hendurnar." „Þú skrifar langar sögur — 250—300 sfður?" „Þær þykja langar nú á tím- *.•.*.y ’.’.yy.. V Skáldið er laxadrepur af lífi og sál. Hér sést það við veiðiskap norður í Laxá í fyrrasumar. enga vanmetakennd af um- hverfi, læt það ekki draga mig niður — kann vel við mig hér eins og víðar." Nú var ekki hægt að standast mátið lengur og spyrja hann um nýju bókina. „Hvað heitir bókin?" „Hún heitið HÚSIÐ." „Hvers konar bók er það?“ „Mannlffssaga — titillinn táknar margt bæði f eiginlegri og óeiginlegri merkingu — eig- aldri munum eftir hroðafrásögn- um úr fyrra striði. Einni aðal- persónunni skolar í land utan úr strfði...“ „Er þetta þjóðfélagslegur harmleikur?" „Allar sögur eru þjóðfélags- sögur. í þessari sögu er léttur tónn með sorglegum undirtón.” t >ð, TTALIÐ sveigist nú að vinnu- brögðum og aðferðum í rit- um, þegar stefnan á íslandi virð- ist sú að vera eins spar á papp- ír og unnt er — menn skyldu vara sig á þessari stefnu. Út- lendingar eru ekki nærri þvf eins sparir á pappír." „Hvað verður skáldsaga til á löngum tíma?“ „Vanalega lfður 1V2—3 ár, þar til hún er fullgerð." „Margskrifarðu?" „Nú er svo komið, að sá er talinn bögubósi, sem skrifar Viötal viö Guðmund Damelsson, rithöfund inlega symbolskt nafn: fjöl- skylda, ætt og þetta, sem hver maður verður að eiga: þak yfir höfuð sér ... það gæti jafnvel verið persóna (hús f óeiginlegri merkingu) ...“ „Hvurslags persónur?" „Fólkið, sem kemur við sögu, er kaupmannsfólk og vinnufólk og þurrabúðafólk." „Hvar gerist sagan?" Rithöfundurinn situr við skrif- mennsku höfundar. „Sækirðu efnivið f raunveru- leg atvik og frásögur og persón- ur, sem þú hefur kynnzt f líf- inu?“ „I sögulegum skáldsögum vefst þráðurinn með sannfræði- legri uppistöðu eins og t. a. m. í Hrafnhettu og Syni mfnum Sinfjötla, en í öðrum sögum styðst ég við mannfólk, sem ég hef kynnzt um mína daga og at- ekki aftur og aftur.” Skáldið horfir ofan í handrit skáldsög- unnar óprentuðu og segir: „ ... ég nota hins vegar þá aðferð, að ég skrifa afar lauslega beina- grind með blýanti, punkja niður f kompur og laus blöð, meðan ég er að setja saman söguþráð. Svo lausskrifa ég annað upp- kast, sem ég geng svo inn f og breyti, felli úr og bæti inn í — „líttu á,“ segir hann og dregur fram tfu fingurbreidda þykkan bunka af handskrifuðum blöð- um „— þetta er allt útsparkað eins og þú sérð. Svo vélrita ég handritið eftir öðru uppkasti, og sum blöðin vélrita ég á ný, ef ég þarf að breyta." V 4 /^UÐMUNDUR Daníelsson hef- ur fengizt við kennslu í ein þrjátíu ár — þar af nokkur ár á Vestfjörðum (þá hittust þeir stundum, hann og Hagalín). Um langa hríð hefur hann verið skólastjóri á Eyrarbakka. Að loknum vinnutíma í skólanum (hann kennir 30 stundir á viku átta mánuði ársins) kl. 4 á dag- inn, sezt hann niður og skrifar þrjár klukkustundir í striklotu. ....og það má heita, að aldrei falli úr neinn dagur við að skrifa," segir hann og opnar skrifborðsskúffuna og dregur fram kompu. „Ég get lesið sköp- unarsögu hverrar bókar, þvf að ég held dagbók yfir það, sem ég skrifa á hverjum degi. „Er ekki erfitt að skrifa með mikilli kennslu?” „Alls ekki — kennslan hefur engin áhrif á mig nema hún er tímatöf. Ég veit ekki, hvað er að vera þreyttur eftir kennslu." Hann viðurkenndi, að stund- um (jafnvel oft) kæmu þeir tlm- ar, að honum fyndist hann ekki getað skrifað meir, og þá missti hann heilsuna, en fengi hana aftur, þegar hann gæti skrifað. „Ég gæti ekki þrifizt, ef ég skrifaði ekki. Ég skrifa heils- unnar vegna — skrifa mér til skemmtunar.” Inntur eftir því, hvernig honum liði, þegar hann hefði lokið við bók, sagðist hann vera haldinn hálfgerðri tóm- leikakennd, sem blandaðist við tilfinningu um að hafa fengið frí ....já, eins og maður sé kominn í sumarfrí,“ sagði hann. Aðspurður, kvaðst hann ekki hafa orðið var við, að hann væri farinn að draga af sér við ritstörf ... „mér finnst alveg eins gaman að skrifa eins og mér þótti áður fyrr.“ t * „'T’REYSTIRÐU þér til að skrifa nútimasögu um Reykjavík?” „Reykjavík er svo margir þættir — peningakapphlaup, samkvæmislíf, m. m.; ég þekki afar lítið inn á það------nei, ég mundi ekki treysta mér til þess. Ég legg aðaláherzlu á skáldskapargildi verksins (ég lít á bókmenntir sem nautnavöru) en ekki að filma upp skyndi- áhrif, sem renna f og úr far- vegi svokallaðrar nútímamenn- ingar. En um það má deila, hvort nútímamenning sé góð eða slæm.“ „Hvernig er fyrir menn á þín- um aldri að fást við skáldskap á svona tfmum?“ „Hér hefur gerzt feiknlega ör breyting á öllum sviðum (og um leið breytist hugsunin). Afar erfitt að vera rithöfundur f dag: Öll verðmæti hafa breytzt og gengið á andlegum og líkamleg- um verðmætum er metið ein- Framh. á 23. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.