Vísir - 20.05.1963, Qupperneq 3
VlSIR . Mánudagur 20. maí 1963.
75
rcía
feHttí.iihwN*.i , :|ilf!Éi§yi;|l ’* ;„ir!ijL: ij
ÍapiiMiiliÉll ! i' "“.|Í '' l|! |||!il
1 ||ij[ •« _ ■>1 •> r. ijL
.f fctr-'fi. ‘ ^
-i >' . ‘
........ •____-• .
!
Thresher á siglingu. Hraði hajis var ótrúlegur, 85 km. á klst.
Kafbáturinn Thresher
IJm páskana síðustu
varð mikið og
hörmulegt sjóslys á At-
lantshafinu um 300 míl-
ur frá austurströnd
Bandaríkjanna. Það var
k j amorkukaf báturinn
Thresher nýkominn úr
skipasmíðastöð, sem
fórst þarna skyndilega
og sökk til botns með
129 manna áhöfn.
Þetta sjóslys vakti þegar
feikimikla athygli. Þetta var i
fyrsta skipti, sem kjarnorku-
kafbátur hefur farizt og kom
eins og eðlilegt er upp ótti um
það að hætta stafaði af geisla-
virku eldsneyti hans. Auk þess
var þetta mesta kafbátsslys
sem orðið hefur. Aldrei hafa
svo margir menn látið lífið með
kafbát, ekki einu sinni á striðs-
árunum.
"170 mesta athygli vakti þetta
slys þó fyrir þá sök að við
það var að nokkru lyft biæj-
unni frá mestu hernaðarleynd-
armálum Bandaríkjanna. Kaf-
báturinn ,,Thresher“ mátti segja
að væri allur frá stefni og aftur
í skut eitt hernaðarleyndarmál.
Sannleikurinn er sá, að hann er
fullkomnasta skip sem nokk-
urntíma ‘hefur verið smíðað.
Og hann var aðeins fyrsti kaf-
báturinn af 25 sömu tegundar,
sem Bandaríkjamenn eru að
smíða.
Fulltrúar Bandaríkjaflota
reyndu að láta smíði þessarar
nýju kafbátsgerðar liggja sem
mest í þagnargildi, en þegar
slysið mikla varð, fór öll hin
volduga fréttastarfsemi banda-
rískra blaða og sjónvarps af
stað og smámsaman varð vitn-
eskiaji almenn um nýju kjarn-
orkukafbátana, furðulegustu
verk nútímatækninnar.
Jj,að upplýstist nú, að kafbátar
þessir, sem eru um 4300
brúttótonn og knúnir kjarnorku-
hreyflum eiga að geta siglt með
85 km. hraða neðansjávar, þ. e.
a. s. hraðar en nokkuð annað
skip sem til er í heiminum.
Þó það sé algert hernaðar-
leyndarmál, hvað djúpt þeir
geta kafað, þykjast flotamála-
sérfræðingar bandarískra blaða
hafa sannreynt að þeir komizt
að minnsta kosti niður á 330
var
fullkomnasta skip
sem smíðað hefur verið
metra dýpi, en það er þrisvar
sinnum dýpra en fullkomnustu
kafbátar stríðsáranna gátu kom-
izt.
Auk þess geta þeir legið mán-
uðum saman og jafnvel ár neð-
ansjávar, án þess að þurfa að
koma upp á yfirborðið. Því
valda kjarnorkuhreyflarnir, sem
geyma nægilegt eldsneyti til
langs tíma og þurfa ekkert súr-
efni til brennslu. Kjarnorku-
eldsneytið nægir kafbátnum 200
þús. km. leið, það er fimm
hringferðir kringum jörðina.
Jgins og áður var sagt er sigl-
ingahraði þessara nýju kaf-
báta neðansjávar 85 km. á kist.
Menn þekkja af eigin raun hve
mikill hraði það er, af því að
sitja í bifreiðum á þjóðvegum
með álíka hraða og einnig
þekkja menn af eigin raun gang
fiskiskipanna, sem sjaldnast er
meiri en um 15 km. á klst.
En siglingaeiginleikum „Thres
her“ kafbátanna er ekki þar
með öllu iýst. Það er athyglis-
vert, að í ölium klefum þeirra
er komið fyrir handföngum úr
leðri, í loftunum, á veggjunum
og í göngum eru langar raðir af
þessum hönkum. Veggir eru
víða stoppaðir með ieðurpúðum.
Tilgangur þessara varúðartækja
er auðséður. Þeir eru til þess að
áhöfnin geti haldið sér þegar
kafbáturinn bregður á leik.
það er áiit flotamálasérfræð-
inga bandarísku blaðanna,
að siglingaeiginleikar „Thres-
her“ kafbátanna séu ótrúlegir."
Þeir geta siglt um hafdýpin eins
og hákarlar. Þeir geta ætt með
ofsahraða fram á við, stungið
sér eins og fiskur niður f haf-
dýpið, velt sér og snúið á báða
bóga. Það er þvf nauðsynlegt
að verja áhöfnina áfalli með
öllum þessum fjölda hanka til
að halda sér í.
Eftir þessa lýsingu á siglinga-
eiginleikum hinna nýju kafbáta
ætti það að vera ljóst, að þau
herskip, sem tíðkazt hafa fran|
að þessu eru að sjálfsögðu orð--
in að mestu úrelt. Kafbáturinn
sem getur ferðazt með ofsa-
hraða um hafið upp og niður
eins og flugvélin um loftin hef-
ur svo mikla yfirburði yfir hina
gömlu tundurspilla, að sýnilegt
er að sjóhernaðurinn er nú ger-
breyttur.
Tjegar svo miklum hraða er
náð verður lögun kafbáts-
ins að vera algerlega straum-
línulaga. Thresherbátarnir eru
eins í laginu og Zeppelin-
loftskipin sem þekkt voru fyrir
stríðs. Þessu lagi verður að
fylgja svo fast eftir, að á þilfari
má ekki einu sinni koma -fyrir
sléttum gagnpöllum. Sjóliðarnir
verða að ganga um sívalan
búkinn og eru f skóm sem eru
útbúnir sérstökum gúmmísólum.
Það eina sem rýfur straum-
línulögunina er stjórnturninn,
sem stendur upp úr kafbátnum
framanverðum. Og hann líkist
einna mest stéli á orustuþotu.
T nefi „Thresher“kafbátanna
er komið fyrir stórkostleg-
um rafeindatækjum, það er
radartækjum og því fullkomn-
asta f öllum öðrum leitartækj-
um, sem tæknin nú ræður yfir.
Undir þessi nákvæmu tæki fer
allur fremsti hluti kafbátsins,
um 83 metrar á lengd.
En kafbáturinn hefur einnig
varnartæki sem eiga að gera
honum auðveldara að felast
fyrir leitartækjum óvinanna. Á
allar vélar f honum eru settir
sérstakir hljóðdeyfar, sem valda
því m. a. að mannlegt eyra
heyrir ekki til þeirra. Hafa
sjónarvottar skýrt frá þvf að
undarlegt sé að sjá kafbát af
þessari tegund sigla áfram.
Hann er hljóðlaus og ekkert
heyrist nema gutlið í öldunum
en ef hann eykur ferðina, aðeins
straumniður sjávarins sem
bylgjast á báða bóga. Hann er
ennfremur útbúinn sérstökum
tækjum, sem eiga að draga úr
andsvari viö kafbátaleitartækj-
um, hinum svokölluðu sonar-
tækjum.
En þrátt fyrir fullkomieika
Tresher kom þetta mikla óhapp
fyrir, kafbáturinn fórst skvndi-
lega á miklu dýpi og ekkert
varð að gert til bjargar áhöfn-
inni.
'C'ins og siglingaeiginleikum
kafbátsins hefur verið lýst,
er það jafnframt sýnilegt, að
mjög mikið reynir á kafbátinn,
einkum þegar hann er á fullri
ferð eða kafar niður í mesta
dýpi sem honum er ætlað. Við
það koma fram sömu vandamál
og flugvélasmiðir eiga við að
glíma, sérstaklega það vanda-
mál, sem kallað hefur verið
málmþreyta. Hún er einfaldlega
í þvf fólgin að málmurinn í
skrokk bátsins þoiir ekki nún-
inginn eða þrýstinginn og tærist
upp.
Hugsið yður t. d. að þegar
kafbáturinn er kominn á 300
metra dýpi, þá hvílir þungi
hafsins með 300 tonna þrýst-
ingþá hverjum einum fermetra
yfirborðs hans.
Og ef stálið lætur einhvers
staðar undan, ef einhver smá-
rifa myndast, lítið meira en
títuprjónsstórt gat, þá hefur það
í för með sér ægilega spreng-
ingu.
'IC'n það er einmitt þetta sem
talið er að hafi gerzt þegar
Tresher fórst um páskaleytið. Á
einu augnabliki hefur kafbátur-
inn sprungið gersamlega og
engum manni af áhöfn hans
gafst minnst tóm tli að senda
út neyðarskeyti. Þannig hefur
aukin hætta jafnan fylgt hinum
tæknilegu framförum.
Sími 3 29 60
HJÓLBARÐA SALA
VIÐGERÐIR
M Ú L A
við Suðurlandsbraut
Kaupmenn —
Kaupfélög
Damask Vasafóður
Lakaléreft Nylon-slæður
Hvítt léreft, Teygja, 6 og 8 cords
90 og 140 cm. Hálfdúnn, danskur
Mislitt iéreft, 90 cm. Úlpu-spennur
Handklæðadregill Innkaupa-net
Diskaþurrku-efni Herra-danzkar
Khaki-tau, 3 litir Herra-sokkar
Borðdúkaefni Kven-krepsokkar
Fóður-lastingur, 3 litir „ESDA“
Eldhúsgardínuefni Nylonsokkar „3 Tannen“
Skyrtuflónnel Vasaklútar, mislitir
Loðkragaefni Rennilásar
Sirs-efni OG MARGT FLEIRA.
HesldverzSun
JOHL KARISSON & C0 1
Aðalstræti 9c — Sími 15977. Pósthólf 434.
m