Vísir - 20.05.1963, Page 6

Vísir - 20.05.1963, Page 6
78 V í SIR . Mánudagur 20. maí 1963, HUÓÐFÆRIFYRIR JÓLAKORT Það væri synd að segja, að íslenzk barnaskólaböm væru gersneydd músíkáhuga. í Mið- bæjarskólanum ríkir svo mikil músíkgleði, að bömin hafa sjáif tekið sér fyrir hendur að afla sér hljóðfæra. Fyrir jólin teikn- uðu þau og útbjuggu jólakort, sem þau seldu síðan og unnu þannig inn tugþúsundir króna, er notaðar voru til hljóðfæra- kaupa. Nú er komin upp Iúðra sveit í skólanum og j.afnvel vísir að sinfónískri hljómsveit, þótt enn vanti tvö celló, sem þegar er búið að vinna fyrir að miklu leyti. Tónlistarkennari skólann er Jón G. Þórarinsson. Auk venju- . legra söngtíma eiga bömin kost á að læra ókeypis á hljóðfæri, ef áhugi er fyrir hendi, og á hann virðist ekki skorta. í vetur stunduðu 35 böm hljóðfæra- náhi, og nýlega vom haldnir tónleikar undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar, þar sem 15 ungir hljóðfæraleikarar komu fram. Lék hljómsveitin íslenzk lög og marsa, og auk þess komu fram einleikarar og spiluðu prófverkefni sfn: verk eftir Mozart, Beethoven og fleiri sí- gild tónskáld. Myndin sýnir hina ungu hljómsveitarmenn á tónleikun- um, sem haldnir vom í Mið- bæjarskólanum. Við píanóið er Jón G. Þórarinsson. Frá þingi ÆSÍ: Starfsemin ver sviði æskul J.......á J. 3. þing Æskulýðssambands íslands ,(ÆSl) var haldið helg- ina 27. og 28. apríl s.l. í Góð- templarahúsinu í Reykjavík. Þingið sátu um 30 fulltrúar frá aðildarsamtökunum og auk þess áheymarfulltrúi frá Bandalagi íslenzkra skáta. Setningarathöfn þingsins — ávörp og gjafir. Þingið hófst kl. 2 e. h. á laug- ardag með því að formaður sambandsins, Ólafur Egilsson, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Hann ræddi um þróun sambandsins og ýmis verkefni og minntist þess m. a., að 18. júní n. k. eru 5 ár liðin síðan ÆSÍ var stofnað. Síðan ávarpaði menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslaspn, þingfulltrúa, og lýsti hann því yfir m. a., að menntamálaráðu- neytið væri reiðubúið til sam- starfs við ÆSÍ um þau æsku- lýðsmál, sem undir ráðuneytið heyrðu. En af hálfu sambands- ins höfðu verið látnar í ljósi óskir um að svo gæti orðið. Lagði ráðherra áherzlu á nauð- syn þess að efla heilbrigt fé- lagsstarf og hollt menningarlíf meðal íslenzks æskufólks. I því sambandi skýrði hann frá þvi, að ráðuneytið hefði til athug- unar undirbúning löggjafar um æskulýðsmál. Minnti ráðherra á það að fjölþættari möguleikum æskunnar nú á dögum fylgdi aukinn vandi og yrði að gæta þess vel að láta bætta menntun einnig leiða til betra mannlifs. Færði hann Æskulýðssamband- inu heillaóskir I tilefni 5 ára afmælisins og árnaði því allra heilla í framtíðinni. Þá kvaddi sér hljóðs formað- ur Stúdentaráðs, Ellert B.<í> Schram, og tilkynnti, að Stúd- entaráð hefði ákveðið að færa sambandinu að gjöf 2000 kr., sem vera skyldi stofnframlag sjóðs, er varið yrði til að .koma á fót safni handbóka um félags- mál. Því næst flutti sr. Bragi Frið- riksson, framkv.stjóri Æsku- lýðsráðs Reykjávíkur, ávarp, en hann var einn þeirra manna, sem unnu að undirbúningi stofunar sambandsins. Lýsti hann ánægju sinni yfir vexti þess og flutti þinginu kveðjur og afmælisóskir Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Næstur talaði Hörður Sigur- gestsáon, SUS, og tilkynnti fyr- ir hönd stjórnmálasambandanna fjögurra, sem aðilar eru að ÆSÍ, að þau hefðu ákveðið að færa sambandinu fundarhamar að gjöf I tilefni af 5 ára afmæl- inú. Af hálfu gefenda tók enn- fremur til máls Hörður Gunn- arsson, ritari SUF. Formaður þakkaði fyrir hönd stjórnarinnar, g.jafir og árnaðar- óskir til sambandsins. Þingstörfin — ályktanir um framtíðarstarfsemi o. fl. Þingstörf hófust síðan með því að kjörnir voru þingforsetar, þeir Hannes Þ. Sigurðsson, ÍSl, og Sigurður Jörgensen, ÍUT. Formaður gaf yfirlit um starfsemi tveggja síðustu ára eða frá síðasta þingi, og gjald- keri gerði grein fyrir fjárhag sambandsins á sama tfmabili. Var starfsemin síðan rædd. Greinargerðum, sem fyrir þing- inu lágu, var vfsað til nefnda, svo og tillögu til lagabreytinga. Fundi var síðan frestað til næsta dags. En nefndir tóku til starfa, og héldu þær áfram störfum á sunnudagsmorgun. Á síðari fundi þingsins, sem hófst kl. 2 e. h. á sunnudag, voru tekin fyrir álit nefndanna og aðrar tillögur, sem fram voru lagðar. I ýtarlegri ályktun um fram- tíðarstarfsemi sambandsins var m. a. lögð áherzla á nauðsyn þess að treysta samtökin inn á við með auknu starfi á öllum Samvinnu- 102 millj. ' Aðalfundir Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku fóru nýlega fram í fundarsal Kaup- félags ísfirðinga á ísafirði. Formaður minntist Kjartans heitins Sæmundssonar forstjóra Kron. Fundarmenn risu úr sæt- um og vottuðu þannig hinum látna virðingu sína og aðstandendum samúð. Erlendur Einarsson flutti skýrslu félagsstjórnanna um árið 1962. Framkvæmdastjóri félaganna, Ás- geir Magnússon, flutti ýtarlegt yf- irlit um starfsemi þeirra og skýrði reikninga. Iðgialdatekjur Samvinnutrygg- inga fóru nú í fyrsta skipti í starf- sögu félagsins yfir 100 millj. króna og námu kr. 102.400.477.— og höfðu hækkað um 13% frá fyrra ári. Tjónabætur urðu kr. 74.463.- 951.— eða 74.7% af iðgjöldunum, og höfðu hækkað að meðaltali frá fyrra ári um 24,8%. Af kr. 7.868.076.42 tekjuafgangi endurgreiða nú Samvinnutrygging- ar til tryggingatakanna kr. 7.368.448.—. Vegna taps á bif- reiðatryggingum var ekki hægt að endurgreiða neinn tekjuafgang af þeirri tryggingagrein að þessu sinni. Líftryggingafélagið Andvaka gaf út 107 ný líftryggingaskírteini á árinu. % Tryggingastofn félagsiris nemur nú kr. 100.489.886.— og skiptist á 8646 skírteini. Iðgjalda- tekjurnar námu kr. 2.357.016.6 á árinu og vaxtabær eign félagsins var í árslok 1962 kr. 21.423.384,- Ur stjórn fyrirtækjanna áttu að ganga Erlendur Einarsson formað- ur og meðstjórnendumir Jakob Frímannsson, Akureyri, og Karvel Ögmundsson, Ytri-Njarðvik. Voru sviðum æskulýðsmála. Vaxandi samskipti við æskulýðssambönd annarra þjóða væru einnig bæði gagnleg og nauðsynleg. Æskilegt væri að koma á ár- legum starfsráðstefnum, er fjalli um ýmis aðkallandi vanda- mál æskulýðs og æskulýðsstarfs og þeim hagað svo, að ungt fólk víðs vegar að af Iandinu fái kost á að sitja þær. Fyrir þinginu lágu ýtarlegar upplýsingar varðandi útgáfu- starfsemi. Var samþykkt að halda áfram útgáfu „Frétta- bréfs“ með líku sniði og verið hefur', en einnig að taka upp útgáfu á veglegu ársriti £ tengsl um við áðurnefndar starfsráð- stefnur. Talið var æskilegt að koma á árlegum æskulýðsdegi til hátíða halds, örvunar og kynningar á samstarfi alls íslenzks æsku- lýðs. Að því er snertir samskipti við erlend æskulýðssambönd, taldi þingið, að halda bæri á- fram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið með aðild að WAY (World Assembly of Youth) og CENYC (The Council of European ‘ National Youth Committees), þ. e. stefna að auknum samskiptum við erlend æskulýðssamtök tii aukins skiln ings þjóða í milli, til trygging- ar friði, til eflingar alþjóðlegu samstarfi. í ályktun um starfsfræðslu, fagnaði þingið vaxandi skiln- ingi ráðamanna þjóðfélagsins á nauðsyn starfsfræðslu og því, sem þegar hefur verið unnið á þessu sviði. Þingið lýsti yfir þeirri skoð- un sinni, að æskufólk í landinu verði jafnan að búa við þann vinnutíma og aðstöðu að nægi- leg tækifæri gefist fyrir hina uppvaxandi kynslóð til að sinna__ hinum mörgu hugðarefn- um á sviði félags- og menn- ingarmála. Þingið taldi að gjalda yrði varhug við því að ofboðið sé starfsgetu unglinga við erfið störf. í störfum þingsins ríkti mik- ill einhugur og voru fulltrúar sammála um nauðsyn þess að efla og auka starfsemi ÆSÍ í þágu æsku landsins. -K þeir allir endurkjörnir. Erindi á fundinum flutti Baldvin Þ. Kristjánsson útbreiðslustjóri — um umboðsaðstöðu Samvinnu- trygginga. Urðu um það allmiklar umræður. Að kvöldi fimmtud. 9. maí var svo efnt til fjölmenns hófs í Al- þýðuhúsinu á ísafirði. Voru þar gestir Samvinnutrygginga ýmsir embættismenn og helztu forystu- menn félagsmála á Isafirði og víðs vegar að af Vestfjörðum. Hóf- inu stýrði Erlendur Einarsson for- stjóri. Fjölmargar ræður voru fluttar um kvöldið og sungið milli þeirra við undirleik Jónasar Tómas- sonar tónskálds. I lok samkvæmisins sæmdi Er- Iendur Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum gullmerki Samvinnutrygg- inga. Kristján hefur verið í full- trúaráði þeirra frá upphafi og setið á öllum aðalfundum fyrirtækisins og haft brennandi áhuga á málefn- um þess öllum. Þakkaði Kristján heiðurinn. Að síðustu sungu sam- kvæmisgestir „Island ögrum skor- ið“, og aðkomumenn stigu beint á skipsfjöl til heimferðar, en strand- ferðaskipið Hekla hafði eins og Vísir hefur áður sagt frá, sýnt þá „vinsemd" að bíða eftir þeim.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.