Vísir - 21.05.1963, Qupperneq 3
V1SIR . Þriðjudagur 21. maí 1963,
3
m
........................:
.
'
É
1 - i
I
í
j
d _
SILFURIAMPINN AFHCNTUR
Það var mjög fjölmennt í hófl því, sem Félag fslenzkra leik-
dómenda hélt í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Var Gunnarl
Eyjólfssyni veittur SILFURLAMPINN, hin íslenzku Oscar-verðlaun,
fyrir beztan leik á þessu leikári. Fékk hann 875 stig af 900 fyrir
leik sinn í „Pétri Gaut“ og „Andorra“. Næst kom Regína Þórðar-
dóttir (,,Eðlisfræðingarnir“) og þá Brynjólfur Jóhannesson („Hart
í bak“). Ræðu flutti Haraldur Bjömsson, leikari, Oddur Björasson,
leikritaskáld, talaði fyrir minni Gunnars Eyjólfssonar, og Karl
Guðmundsson, Ieikari, skemmti með eftirhermum. Á myndinnl sést
leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, Sigurður A. Magnússon,
rétta Gunnari Silfurlampann.
Félag ísl. stórkaupmanna 35 ára
1 dag eru liðin 35 ár frá stofnun
Félags íslenzkra stórkaupmanna.
Félagið var stofnað að frumkvæði
nokkurra stórkaupmanna, sem þ. 7.
febrúar 1927 ákváðu að stofna fé-
lagið. Var þeim Arent Claessen,
aðalræðismanni, Birni Ólafssyni,
stórkaupmanni, og John heitnum
Fenger, stórkaupmanni, falið að
undirbúa stofnun félagsins. Þann
21. maí 1928 var svo formlega
gengið frá stofnun félagsins. í
fyrstu stjórn þess áttu sæti eftir-
taldir menn: Formaður var Arent
Claessen, aðalræðismaður, en með-
stjórnendur stórkaupmennirnir
Björn Ólafsson, Hallgrímur Bene-
diktsson, Ingimar Brynjólfsson,
Magnús Th. S. Blöndalhl, John
Fenger og Kristján Ó. Skagfjörð.
Tilgangur félagsins þá og síðar
hefur ætíð verið sá að efla frjálsa
verzlun á íslandi og koma í veg
fyrir hvers konar höft í verzlun,
bæði á innflutningi og útflutningi.
Þá hefur félagið barizt fyrir því,
að einkasölur ríkisins yrðu lagðar
niður og því haldið fram, að inn-
flutningi á einkasöluvörum væri
betur komið í höndum innflytj-
enda sem gætu dreift þeim fyrir
mun minni kostnað heldur en
oinkasölurnar hafa gert og gera.
Hin síðari ár hefur eitt af bar-
attumálum félagsins verið krafa
um algert afnám verðlagsákvæða.
Telur félagið, að leitt hafi verið í
ljós, að hag neytenda er sízt betur
borgið með tilkomu þeirra. Er það
skoðun félagsins, að frjáls sam-
keppni skapi neytendum hagstæð-
ast vöruverð og gæði.
Félagið hefur einnig látið tolla-
mál mikið til sín taka frá byrjun
og hefur það verið baráttumál
félagsins að hafa tolla sem lægsta.
f samvinnu við önnur félaga-
samtök kaupsýslumanna stuðlaði
félagið að stofnun Verzlunarspari-
sjóðsins 1956 og síðan að stofnun
Verzlunarbankans, en stofnanir
þessar hafa orðið verzlunarstétt-
inni í landinu mikil lyftistöng. Fé-
lagið hefur beitt sér mikið fyrir
þvl, að Verzlunarbanki fslands h.f.
fái réttindi til að verzla með er-
lendan gjaldeyri til þess að sú
stofnun geti fullnægt öllum við-
skiptum kaupsýslumanna.
Á árinu 1961 festi félagið kaup
á húseigninni nr. 14 við Tjarnar-
götu, þar sem félagið hefur nú að-
setur sitt og skrifstofur.
Fyrsti framkvæmdastjóri félags-
ins var Hinrik Sv. Björnsson, nú-
verandi sendiherra íslands í Lon-
don. Síðar tók við því starfi Einar
heitinn Ásmundsson, hæstaréttar-
lögmaður og ritstjóri, og frá 1956
hefur Hafsteinn Sigurðsson, lög-
maður, gegnt því starfi.
Núverandi formaður félagsins er
Hilmar Fenger, stórkaupmaður, en
aðrir £ stjórn eru Hannes Þorsteins-
son, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
Einar Farestveit, Ólafur Guðnason,
Gunnar Ingimarsson og Jón Hjör-
leifsson.
í tilefni þessa merkisáfanga í
sögu félagsins gengst stjórn fé-
lagsins fyrir hátíðarfundi í Hótel
Sögu á hádegi f -dag.
Núverandi stjóm Félags íslenzkra stórkaupmanna, talið frá vinstri: Einar Farestveit, Ólafur Guðnason, Hafsteinn Slgurðsson framkvæmda-
stjóri félagsins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Hannes Þorsteinsson, Jón Ó. Hjörleifsson, Gunnar Ingimarsson og Hilmar Fenger form. félagsins
a