Vísir - 21.05.1963, Side 8

Vísir - 21.05.1963, Side 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 21. maí 1963 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og 'Vgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði, I lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Laun hinna öldruðu Stefna núverandi ríkisstjórnar hefir verið sú, að bæta hag þeirra, sem við bágust kjör eiga að búa í þjóð laginu og þeirra, sem aldraðir eru. í langan tíma hefir mjög nærri verið höggvið því aldraða fólki, sem sett hafði fé sitt á vöxtu. Verðbólgan hefir blásið burtu lífeyri þess, svo mikill hnekkir hefir verið af. Því var mikið spor fram á veginn stigið með breytingunni á lífeyri aldraðs fólks nú fyrir skömmu. Frá því 1959 hefir ellilífeyrir hjóna verið hækkaður um 106%. Hann var þá um 15 þús. krónur. Nú er hann yfir 32 þús. kr. á ári. Auðvitað er hér ekki um hreina kjarabót að ræða. Því miður hefir reynzt nauðsynlegt að lækka gengið frá 1959, sökum þeirrar óðaverðbólgu, sem Hermann Jónasson lýsti og vinstri stjórnin hljópst síðan frá og skirrðist við að leysa. En engu að síður er hér um mikilsverða kjarabót að ræða. Og þá ekki minnst það, að nú fær allt aldrað fólk ellilaun, jafnvel þótt það vinni fullan vinnudag og sé í eigin lífeyris- sjóðum og fái þaðan aldursrentu. Það var ekki áður, þetta sjálfsagða réttlætismál hefir nú náð fram. Verk ríkisstjórna verða ekki mæld í pundum. En þau verða mæld eftir því hvern hug valdhafarnir bera til þeirra, sem þurfa á ríflegri samhjálp að halda. Því munu þeir fáir, sem lasta þennan merka áfanga. Örlög læmingjanna Eitt er það dýr náttúrunnar, sem frábrugðið er öðrum spendýrum. Það er læminginn. Á ferðum sínum heldur dýrið áfram í beina stefnu, þeysist fram af klettasnösúm og bíður unnvörpum bana, heldur í kol- blátt hafið og drukknar, gengur beint í eld ef hann verður á vegi þess og brennur lifandi — fremur en að taka aðra stefnu. Framferði Framsóknarflokksins að undanfömu minnir furðumikið á þetta litla dýr í ríki náttúmnn- ar. Dæmi um það eru viðbrögð Tímans í landhelgis- málinu. Framsókn einsetti sér að taka þá stefnu í upp- hafi að landhelgissamningurinn væri ófær. Stefnunni er síðan haldið, þrátt fyrir alla skynsemi og öll rök og mátti lesa um síðasta dæmið í Tímanum nú um helgina. Þar er sagt að með síðustu orðsendingu Bretastjórnar neiti Bretar að viðurkenna 12 mílna landhelgina íslenzku. Auðvitað er ekkert í orðsending- unni sem gefur minnsta tilefni til slíkrar fullyrðingar, enda gildur alþjóðasamningur þegar gerður við Breta um viðurkenninguna. En Framsókn á sína stefnu og frá henni verður ekki hvikað! Ferð læmingjanna norður á vorin endar oft með þvl að heilar hjarðir, farast vegna einstefnunnar. — Framsókn má gæta þess vel að hennar bíði ekki sömu örlög. í dag stefnir sá gamli flokkur beint í sjálfseyð- ingaráttina. 2,2 millj. kr. úthlut- að í vísinda styrki í gær blrti Raunvísindadeild Vísindasjóðs skýrslu um úthlut- un vlsindalegra styrkja. Var samtals úthlutað 2,2 milljónum króna og fer skýrsla deildar- innar hér á eftir. I. Dvalarstyrkir til vísindalegs sémáms og rannsókna. 100 þús. kr.: Baldur Ellasson, verkfræðingur, til sérnáms og rannsókna á útbreiðslu rafseg- ulaldna, einkum hátlðnisaldna, og hagnýtri notkun þeirra (I Sviss). Haukur Kristinsson, efna verkfræðingur, til sérnáms og rannsókna I eðlisfræðilegri efna fræði (I Þýzkalandi). 60 þús. kr.: Einar Vigfússon, fil. lic., til framhalds rannsókna sinna á frjóvgun æðri plantna og dýra (I Svlþjóð). Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur, til náms I stókastískum prócess um (I Englandi). Gunnar Ólafs- son, búfræðingur, til rannsókna á meltanleika fóðurs (I Eng- landi). Ragnar Stefánsson, fil. kand., til náms I jarðskjálfta- fræði (I Svfþjóð). Valdimar K. Jónsson, verkfræðingur, til þess að ljúka námi slnu I eðlisfr. og hagnýtri stærðfræði„.CL.Æanda-1 ríkjunum). 45 þús. kr. Hrafn Tulíriiús, ’ læknir, til rannsókna I meina- fræði (í Bandaríkjunum). Jónas Haligrímsson, læknir, til rann- sókna á kalkmyndun í hjartalok um (í Bandaríkiunum). Júlíus Sólnes, verkfræðingur, vegna dvalar í Japan við nám I bygg- ingatækni á jarðskjálftasvæð- um. Ólafur Haligrimsson, Iækn- ir, til rannsókna á Meniéres sjúkdómi (í Þýzkalandi). Sigrún Guðjónsdóttir, fil. kand., til náms og rannsókna I lífeðlis- fræði plantna (I Svfþjóð). Sig- urður Þ. Guðmundsson, læknir, til rannsókna á kalkefnaskipt- um lfkamans (I Bandaríkjunum). Sæmundur Kjartansson, Iæknir, til rannsókna á eggjahvítuefn- um I blóði I sambandi við húð- 6júkdóma (f Bandarfkjunum). 30 þús. kr. Guðmundur Ge- orgsson, læknir, til náms og rannsókna I meinafræði (I Þýzkalandi). Guðmundur Pét- ursson, læknir, til meinfrumu- rannsókna (I Bandaríkjunum). Þorgeir Þorgeirsson, læknir, til náms og rannsókna I meina- fræði (I ísrael). Þorkell Jóhann esson, læknir, til framhaldsrann sókna I farmakologi (I Dan- mörku). II. Styrkir til stofnana og félaga. Til tækjakaupa og rannsóknaverkefna. Atvinnudeild Háskólans, bún- aðardeild. Hálft andvirði tækis til frærannsókna (Laboratory Cleaning Plant). 64 þús. kr. Sama stofnun til framhalds grundvallarathugana á nytja- gróðri og ræktunarskilyrðum á hálendi fslands. 50 þús. kr. Atvinnudeild Háskólans, iðn- aðardeild (I samvinnu við Nátt- úrugripasafn), til jarðfræðirann sókna í Dyngjufjöllum vegna síðasta Öskjugoss. 50 þús. kr. Bændaskólinn á Hvanneyri til fóðurrannsókna. 50 þús. kr. Eðlisfræðistofnun Háskólans til undirbúnings nýrrar mælinga Sðfe'rðár tiH aldtifsákvarðana á fsfenzku bergi. 100 þús. kr. Sama stofnun til norðurljósa rannsókna undir stjórn dr. Þor- steins Sæmundssonar. 250 þús. kr. ísienzka stærðfræðafélagið vegna kostnaðar við að senda sérfræðing utan til að kynna sér viðhald og smíði rafreikna. 40 þús. kr. Jöklarannsóknafélag íslands til þess að fylgjast með magni af brennisteinssamböndum I jökulvatni undan Mýrdals og Skeiðarárjöklum. 18 þús. kr. Sama félag vegna veðurathug ana og leysingamælinga á Tungnaárjökli 30 þús. kr. Landsspítalinn, lyfja og barna deild vegna kostnaðar við -ann sókn á meðfæddum hjartasjúk- dómum, 50 þús. kr. Landsspitalinn, rannsókna- deild I meinafræði. Til þriggja rannsóknarverkefna: 1) nýrna- rannsóknir. 2) rannsóknir á magni og dreifingu vefjavatns. 3) rannsóknir á áhrifum ýmissa þarategunda á kopamýtingu I þörmum. 75 þús. kr. Náttúrugripasafn, dýrafræði- deild, vegna þátttöku 1 brezk- fsienzkum rannsóknum á grá- gæsum. 30 þús. kr. Safnritið Zoology of Iceland vegna undirbúnings að veður- farshefti ritsins, úrvinnslu töl- fræðilegra gagn og gerð llnurita og korta. 15 þús. kr. III. Verkefnastyrkir Til einstaklinga. Eggert Jóhannsson, yfirlækn- ir, til rannsókna á haptoglobin og transferrinvariöntum og öðr- um proteinavariöntum I bióði íslendinga. 25 þús. kr. Elsa G. Vilmundardóttir, fil. kand., til jarðfræðirannsókna á Tungnáröræfum. 30 þús. kr. Gunnlaugur Snædal, læknir, til þess að ljúka rannsóknum slnum á krabbameini I brjósti. 80 þús. kr. Helgi Hallgrímsson og Hörð- ur Kristinsson til rannsókna á fléttuflóru hálendisins umhverf is Eyjafjörð. 30 þús. kr. Jens Pálsson, mannfræðingur, vegna mannfræðirannsókna á íslandi. 40 þús. kr. Dr. Jóhannes Bjömsson, lækn ir, til rannsókna á Colitis ul- cerosa á íslandi árin 1950—’59. 25 þús. kr. Dr. Ivka Munda til rannsókna á þörungum á svæðinu milli ölfusár og Þjórsár. 31 þús. kr. Páll V. G. Kolka, læknir, vegna rannsókna á útbreiðslu og útbreiðsluháttum berklaveik- innar 1800—1814. 15 þús. kr. Ófeigur J. Ófeigsson, læknir, til framhalds rannsókna sinna á bruna. 80 þús. kr. Ólafur Bjamason, læknir, til ónæmisrannsókna 1 sambandi við skjaldkirtilsjúkdóma. 45 þús kr. Sveinn Haligrímsson, búfræð ingur, til rannsókna á arfgengi frjósemi hjá sauðfé og öðrum Framh á bls. 5. Hinir horfnu kontrabassar Sýningu seinknr Blessaður trúbadorinn lét á sér standa á sunnudag. Þetta var vlst spænsk-itölsk stund- vfsi — I Suðurlöndum er enginn að ætlast til, að byrjað sé á heyrendurnir ekki fyrr en þeim sjálfum sýnist. En þrjú kortér eru nokkuð langur tími, jafnvel fyrir sunnan Napoli. Það gæti kostað fúleggjahríð, skemmda tómata og þess háttar — ítalir eru svo dæmalaust forsjálir að hafa með sér birgðir af slíkum vörum, þegar þeir fara út að skemmta sér, er ske kynni, að þeim mislíkaði eitthvað og þyrftu að grípa til róttækra að- gerða. Jæja, ísiendingar eru sem í Þjóðleikhúsinu betur fer rólynd þjóð og þolin- móð. Þeir kipptu sér ekkert upp við að þurfa að bíða þrjú kortér eftir að sýning hæfist. Fjörutíu mínútur voru það reyndar, ef nákvæmni skal gætt en þrjú kortér hljóma betur. Það eykur bara spenninginn, ef óvíst er, að sýningin geti yfir Ieitt hafizt. Og hver var ástæðan fyrir þessari óvenjulegu töf I íslenzku Ieikhúsi? Voru keppinautarnir um ástir Leonoru farnir að berj ast upp á líf og dauða bak við tjöidin? Eða var einhver söngv- arinn orðinn kvefaður? Nei, nei, állir voru við beztu heilsu að tjaidabaki og niðri I hljómsveit argryfjunni. En tvo kontrabassa vantaði. Þeir voru læstir inni I herbergi í Háskólablói. Og lyk- illinn fannst víst ekki. Það er ómögulegt að sýna II trovatore án kontrabassa — þeir eru ó- missandi, þegar stemmningin á að vera dimm og draugaleg. Á endanum komu svo bass- arnir, hvernig sem farið var að því að finna þá. Og sýningin gat hafizt.Leikhúsgestir voru beðnir afsökunar með mikilli hæversku, tvisvar meira að segja. 1 seinna skiptið klöppuðu þeir. Þeim datt ekki I hug að erfa þetta við Þjóðleikhúsið. Og hin langþráða sýning hófst kl. 8.40. Allt gekk prýðilega, stemmningin var tilhiýðilega dulmögnuð, og kontrabassamir tveir voru hetjur kvöldsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.