Vísir - 21.05.1963, Page 9

Vísir - 21.05.1963, Page 9
V1SIR . Þriðjudagur 21. maf 1963. 9 Gunnlaugur Pétursson: Stórleigjandinn og stangavoföin erlendra manna til íslenzkra gæða. Meginefni viðtalsins fjall- ar um kaup Guðmundar á Reyðarvatni og væntanlega leigu þess til veiða. Afsakið, þama er ekki rétt með farið. Samkvæmt íslenzk- um lögum er bannað að selja veiði undan jörðum. Guðmund- ur kaupir því ekki veiðina eða vatnið undan jörðinni. Hann kaupir vitanlega jörðina sjálfa, og öllu réttlæti er fullnægt. Á- búandi jarðarinnar hefir auðvit- að ábúðarrétt áfram, enda er þarna um mikið land að ræða, sem Guðmundur varðar næsta lftið um. Svo lýsir Guðmundur fyrir- ætlunum sínum í sambandi við Reyðarvatn. Við lestur þeirrar lýsingar hlýtur stangaveiði- manninum að hitna um hjarta- rætumar. 1 hans augum verður Guðmundur hálfgerður dýrling- ur, sveipaður helgihjúpi. Hann sýnist þarna vera að vinna beint líknarstarf meðal illa ieikinna stangaveiðimanna. Reyðarvatn er afbragðs gott veiðivatn, en það á að verða miklum mun betra. Guðmundur hefir ekki kynnt sér til hlítar, hvort f vatninu er urriði og bleikja, eða aðeins bleikja. En hann hefir tekizt reisu á hendur út í hinn vfða heim og uppgötv- að þar fáheyrð undur eins og fiskrækt og áburð í veiðivötn. Þessum nýju töfrum á að beita við Reyðarvatn, fslenzkum stangaveiðimönnum til bless- unar og náttúrunni til dýrðar. Að vísu verður ekki um nein- ar framkvæmdir að ræða á sumri komanda. En þetta kem- ur. Fyrst þarf að byggja veit- ingaskála (sjoppu) við veginn að Reyðarvatni, svo að hraktir veiðimenn geti fengið keypt kók og buff. Því næst á að láta stóran bát á vatnið. Hann á að flytja væntanlega veiðimenn yfir það, svo að þeir geti kom- izt á afrétt bænda í Lundar- reykjadal og Reykholtsdal. Þar er indælt land og hlýlegt, kjarr og skjól og í alla staði mun ákjósanlegra til viðlegu en hrjóstur þau, sem Þverfellsbónd inn beitir rolluskjátum sínum á. Þetta er nú einhver munur frá því, sem verið hefir. Þarna hefir ekkert verið gert. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefir haft vatnið á leigu að undan- förnu og vanrækt allt, sem veiðimönnum má til þæginda verða. Það hefir ekki einu sinni séð fyrir flutningi þeirra yfir í undralöndin á afréttum Lundar- reykjadals og Reykholtsdals. Svo á að skipuleggja hópferð- ir frá Reykjavík að Reyðar- vatni, einkum um helgar. Verði verður stillt alveg sérstaklega í hóf. Allt hræódýrt, hrein góð- gerðastarfsemi. Loksins er hugs- að eitthvað um vesalings stangaveiðimennina, bláfátæka og hrjáða, hvað og er fyllilega tímabært. Þeir geta litið björt- um augum á framtíðina. Og til mikils er að vinna. Mörg ævin- týri eiga vafalaust eftir að gerast við Reyðarvatn. Svangan fátækling hefir einhvern tíma fyrr á öldum dreymt 18 punda bleikju úr Reyðarvatni. En þegar gusturinn er hvað mestur í hinni glæstu frásögn blaktir helgihjúpurinn eitthvað til. Fram milli fellinganna gægj- ist eitt andartak vænn guð- mundarvasi, sem leynzt hafði undir hjúpnum. Hrifnum stanga- veiðimanninum hnykkir við. Hann nýr augun og les aftur: „Hins vegar þykir mér rétt að taka fram að útlendingar líta allt öðrum augum á silungs veiðar en við íslendingar ger- um. Þeir telja þær miklu göf- ugri íþrótt heldur en hér er gert.“ Þetta var rétt lesið, það er ekki um að villast. Útlending- Framh. á bls. 6 Frá nýja bamum á Borginni. Hótelstjórinn Pétur Daníelsson lengst til hægri. Hótel Borg opnar nýja og glæsilega vínstúku i. 1 Vísi 30. apríl birtist viðtal við Guðmund Ásgeirsson stór- leigjanda, sem víðfrægur mun orðinn fyrir sköruleg tilboð í laxveiðiár og dugnað við fram- leigu þeirra. Er í viðtalinu m. a. haft eftir Guðmund: „Annars hafa heyrzt raddir um það, að veiðiárnar og veiði- vötnin hér eigi aðeins að vera fyrir íslendinga eins og er- lendir ferðamenn eigi ekki að fá aðgang að þeim. Ég skil ekki þann hugsunarhátt og sízt þar sem Ferðaskrifstofa ríkisins og e. t. v. fleiri aðilar reyna að hæna erlenda ferðamenn til Is- lands, ekki sízt á þeim forsend- um, hvað hér er góð lax- og silungsveiði. Ef við getum ekki boðið útlendingum upp á sæmi- lega þjónustu, er eins gott fyrir okkur að loka landinu fyrir þeim. Þröngsýn sjónarmið í þessu efni sem öðru eiga engan rétt á sér.“ Víst er það sjónarmið til, að vötn og ár á fslandi eigi fyrst og fremst að vera fyrir íslend- inga. íslenzk gæði eiga að vera fyrir Islendinga að margra dómi. Og vel má líta svo á, að málið snúi fyrst og fremst að íslend- ingum sjálfum, eða öfugt við það, sem Guðmundur vill vera láta. ' Tala laxeiðiáa á íslandi er takmörkuð. Veiðitími er fyrir- fram ákveðinn og einnig tala þeirra stanga, sem hafa má í án- um samtímis. Af þessu leiðir, að fjöldi stangardaga við lax- veiðiár hvert sumar er takmark- aður. Þeir eru ekki fleiri en svo, að ísl. stangaveiðimenn telja sig hafa þörf fyrir þá alla og vilja þá alla. Séu erlendum mönnum leigð- ar Islenzkar laxveiðiár svo að nokkru nemi, hlýtur af þv, að leiða, að íslenzkir stangaveiði- menn verði að þoka vegna út- lendinganna. Hvaða ástæða er til að leika Islendingana þann- ig i þeirra eigin landi? Væri þá ekki, — svo að notuð séu orð Guðmundar, — „eins gott fyrir okkur að loka landinu fyrir þeim?“ II. Margur guðmundurinn kann að vilja benda á forna reglu og segja, að málið sé sjálfleyst ef íslenzkir menn vilja ekki borga jafn mikið fyrir fslenzkar ár og erlendir menn. Þetta sjónarmið þarf engum að koma á óvart. Hitt er svo annað mál, hvort eðlilegt sé að fallast á það skil- málalaust f því efni, sem hér um ræðir. Ekki er endilega víst, að sanngjarnt þyki að meta hvað eina til óekta myntar, hvað sem segja má um silfur- peningana. Lftum til dæmis á þrjú tilvik: Hugsum okkur, að erlendir menn byðu drjúga leigu fyrir veiðirétt í fslenzkri landhelgi, íslenzkir menn vildu ekki greiða svo mikið og erlendum þá leigð veiðin. Væri sú ráðstöfun eðli- Ieg? Setjum svo, að erlend fþrótta- félög byðu góða leigu fyrir íþróttavelli til æfinga á íslandi. íslenzk fþróttafélög eru sem kunnugt er févana að jafnaði og gætu ekki keppt í verði. Ætti þá skilyrðislaust að láta fs- lenzka æsku þoka fyrir útlend- ingunum? Og gerum ráð fyrir, að öllum leiguliðum á fslenzkum bújörð- um sé sagt upp jarðnæðinu og jarðimar leigðar erlendum mönnum, sem bjóða hærri Ieigu en íslendingarnir sjá sér fært að greiða. Væri ekki eðlilegt, að upp kæmi kurr nokkur meðal hinna burtreknu bænda? Þessum dæmum mætti halda lengi áfram. En ef til vill er tómt mál að tala um þetta. Lfk- ur benda til, að Guðmundur hafi í raun og veru engan sér- stakan áhuga á rétti erlendra manna umfram innlendra til íslenzkra gæða. Hann greiðir fyrir þeim, sem kaupa af hon- um veiðileyfin, útvegar þeim eitt og annað, og þiggur auð- vitað þóknun fyrir. Erlendir menn þurfa meiri fyrirgreiðslu en innlendir. Þeir skilja því eftir meira fé í vösum Guð- mundar fyrir hvern leigðan stangardag. Af þvf kann að stafa áhugi hans fyrir þeim umfram Islendingana. Engum blandast hugur um, að Guðmundi er eðlilega kær- ara að 100 krónum meira verði eftir f vösum hans fyrir hvem framleigðan stangardag. En rétt kann að vera að Iíta á fleira en vasa Guðmundar, þegar heildarstefnan er ákveðin í þessum málum öllum. III. Viðtalið í Vfsi, sem vitnað er til hér að framan, snýst aðeins að litlu leyti um samanburð Guðmundar á rétti íslenzkra og Eigendur Hótel Borgar boð- uðu fréttamenn á sinn fund fyrir helgina, og sýndu þeim breytingar þær sem gerðar hafa verið á vínbar hússins. Er bar- inn nú mun stærri og setur hin vandaða innrétting glæsilegan svip á salarkynnin. Snyrtibergi hafa og verið endurbætt í hólf og gólf, gagn- ger breyting hefur verið gerð á gistiherbergjunum og eru þau nú sem ný væru. öli herbergin eru nýmáluð, svo og baðherbergi. Þá hafa gangar verið málaðir og ný teppi með merki hótelsins eru í vefnaði og verða sett á bráð- lega. Veitingarsalir hafa einnig verið málaðir. Á s.l. ári var sett upp ný lyfta. Efsta hæð gistihússins var innréttuð að nýju og eru þar gistiherbergi og lítill funda- og samkomusaiur í turni. Alls eru gistiherbergi 46 og rúma 73 gesti. Eins og sjá má af þessari upptalningu hafa víðtækar við- gerðir og endurnýjanir átt sér stað á Hótel Borg, bæði að utan og innan. Hafa þessar breyt- ingar verið gerðar með tilliti til breyttra aðstæðna og breyttra tíma frá því hótelið var byggt, en „Borgin" var byggð árið 1930. Mesta athygli vekur vfnbar- inn f suðurendanum, og þá einkum vegna hinnar sérlegu smekklegu innréttingar. Veggir og borð eru úr palesander Framhald á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.