Vísir - 22.05.1963, Page 2

Vísir - 22.05.1963, Page 2
2 V í S IR . Miövikudagur 22. maí 1963. ,t’ ^ i__________________ "jTÖ ll--1 I-J T [-* T £ Ársþing íþróttabanda- lag Akraness 18. ársþing íþróttabandalags Akraness var haldið í íþróttahús- inu 7. april s.I. Formaður l.A. Guðmundur Sveinsbjörnsson setti þingið og flutti skýrslu stjórnar- innar. Forseti þingsins var kjörinn Lárus Ámason og varaforseti Ól- afur I. Jónssonö Ritarar voru kjörnir Helgi Danielsson og Einar J. Ólafsson. Hér á eftir fer útdráttur úr skýrslum stjórnar Í.A. og þeirra sérráða er starfa á vegum banda- lagsins: I KNATTSPYRNA. Akurnesingar tóku þátt í Iands- mótum allra flokka. Meistaraflokk- ur varð nr. 3 í keppni I. deildar, en alls lék flokkurinn 18 leiki á árinu og unnust 6 þeirra, 6 end- uðu með jafntefli og 6 töpuðust. Markatalan 36—46 Í.A. í óhag. Enginn yngri flokkanna komst I úrslit í landsmóti. I landsliðinu léku þrír Akurnesingar, þeir Ríkharður Jónsson, Helgi Daníels- son og Þórður Jónsson. 1 B-lands- liðinu léku einnig þrír Akurnesing- ar, þeir Bogi Sigurðsson, Ingvar Elísson og Þórður Jónsson, 3. flokkur fór í keppnisferðalag til vinabæjar Akraness í Noregi og Svíþjóð. Tókst sú ferð í alla staði mjög vel. Bæjarkeppni við Reykja- vík fór engin fram á árinu, en leikin var bæjarkeppni við Kefla- vík og Hafnarfjörð, hin svo kallaða Litla bikarkeppni. Lauk þeirri orustu þannig að öll liðin urðu jöfn að stigum. HANDKNATTLEIKUR. Handknattleikur á frekar erfitt uppdráttar á Akransei og er það fyrst og fremst óhentugt húsnæði, sem þar um veldur. Meistaraflokk- ur tók þátt í landsmóti II. deildar 1962 og varð flokkurinn I 4. sæti með 4 stig. Nokkrir handknatt- leiksflokkar frá Reykjavík og ná- grenni komu I heimsókn til Akra- ness og léku við heimamenn. Þá fór fram hin árlega hraðkeppni liða utan Reykjavíkur og lauk þeirri keppni með sigri Hafnfirðinga, í öðru sæti urðu Keflvíkingar. SUND. Sundmenn tóku þátt í einni bæj- arkeppni á árinu og var það við Hafnfirðinga. Keppnin var mjög jöfn, en henni lauk með sigri Hafn- firðinga, 45 stigum gegn 43. Akur- nesingar tóku þátt í nokkrum mót- um I Reykjavík og nágrenni. Eitt Akranesmet var sett á árinu, en það var Sigrún Jóhannsdóttir, er synti 50 m. skriðsund á 34.1 sek. Síðastliðið ár var eitt erfiðasta í sögu sundíþróttarinnar á Akra- nesi. Margar helztu sundstjörnurn- ar eins og Sigurður Sigurðsson, Guðm. Samúelsson o. fl. hættu æfingum og keppni og eftir voru aðeins unglingar, margir að vísu efnilegir, svo minna varð um þátttöku 1 mótinu, en á undanförn- um árum. Einnig hefur þjálfara- skortur mjög háð eðlilegum fram- gangi sundiþróttarinnar. STJÓRNARKJÖR. Guðmundur Sveinbjörnsson baðst eindregið undan endurkjöri sem formaður, og var formaður kjörinn Lárus Árnason. Aðrir I stjórn Í.A. eru Garðar Óskarsson varaformað- ur, Ólafur I. Jónsson ritari. Eiríkur Þorvaldsson gjaldkeri og með- stjórnendur þeir Björgvin Hjalta- son og Ársæll Jónsson. í lok þingsins voru Guðm. Svein- björnssyni sérstaklega þökkuð störf hans í þágu l.A. og íþrótta- mála á Akranesi, en Guðm. hefur manna lengst og bezt starfað að íþróttamálum í bænum, en hann var m. a. einn af stofnendum knattspyrnufélagsins Kára áríð 1922 og sat í stjórn l.A. frá stofnun þess og mörg hin síðari ár formaður. Mark Stanley Matthews innsiglaði sigur Stoke STANLEY MATTHEWS — hinn 48 ára gamli snillingur ensku knatt- spyrnunnar innsiglaði sigur Stoke City I 2. deild með fyrsta mark- inu, sem hann hefur skorað i deilda keppninni á þessu keppnistímabili, er hann skoraði fyrsta mark Stoke Mikill var að vonum fönguður áhangenda Vals eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu, en hámarki náði fögn- urinn, er þeir tóku kappann Árna Njálsson og tolleruðu hann, og eftir myndinni að dæma Iætur hann sér það vel Iíka. Ósmekkíesar móttökur áhangenda Tottei i Voru í líki Jesú Krists og sun^u „súlmu#/ um Geikmenn Áhangendur TOTTENHAM, fór við ráðhúsið i Tottenham er hinna nýbökuðu bikarmelstara \ liðið kom heim frá sigurleiknum i bikarliða í Evrópu, hafa verið á- Rotterdam. sakaðir harðlega fyrir guðlast. Er | Kirkjuhöfðinga staðarins varð ástæðan móttökuathöfn, sem fram ekki um sel er hann sá hvað fór fram. Einn áhangcnda liðsins v Ulæddur eins og Jesú Kristur, c aðrir sem englar. Menn te báru skilti með textum úr b i. unni ,sungu sálrna sem snúið vr upp á leikmennina. Fulltrúi ldrkjunnar segist sjálfr' vera mikill aðdáandi Tottenham, en sýningar sem þessa yrði að for- dæma. í 2:0 sigri yfir Luton, en sigur Stoke dæmir Luton í 3. deild ásamt Walsalleda Charlton. Makið skor- aði Matthews eftir tveggja mín- útna leik af síðari hálfleik og var fagnað ákaflega af áhorfendum. Aðalleikur laugardagsins var þó leikinn f Sunderland, þar sem heimaliðið lék við Chelsea. Liðin hafa undanfarnar vikur háð æðis- gengna baráttu um að komast í 1. deild en sigur Sunderland nú gæfi þeim „aðgöngumiðann", en Chelsea sigraði óvænt með 1—0. Það var enski landsliðsmaðurinn Bobby Tambling, vinstri útherji, sem skoraði fyrir Chelsea og gefur liði sínu þar með tækifæri á að verða Stoke City samferða upp í 1. deild, en Sunderland hefur nú 52 stig og hefur lokið öllum leikj- um sínum, en Chelsea héfur 50 stig og á einn leik eftir, á heima- velli gegn Portsmouth á morgun. í Sunderland voru áhorfendur 55.000 og voru að vonum sáróánægðir yfir úrslitum leiksins. MANCHESTER CITY varð að taka við dauðadómnum eftir 1—6 tap gegn West Ham í London og fer í 2. deild ásamt „júmbó“-liðinu 'rtondttit' frrÉÉir ► Rússneska konan Tamara Press setti nýtt heimsmet i kringlukasti er hún kastaði 59.29 metra, sem er 31 em. betra en fyrra met hennar. — Landi hennar Lazare náði bezta tíma í Evrópu í ár í 3000 metra hindrunarhiaupi á 8.43.8 mín. b Jim Beatty fékk um helgina "'ög nöðan tíma í 5000 rnetra laupi, 13.57.4 og sigraði Halberg frá Ástralíu, en ■'i or OL nÍe'rtari í grein- " ' en liann fékk 13. 59.2. "i'li Halbcrgs. Peter Snell, -in m'luna á 4.00.4. Snell er br'''ðka’!"'feÆnlagi og kcnpn- jalagi um USA. Dyrol Bur- spn, USA, var annar á 4.00.8 i var óheppinn og fékk gadda- kó ofan á ristina 300 metra frá íarki og eyðilagði það vitan- ega endasprett hans og sigur- von í hlaupinu. Var hann flutt- ur á sjúkrahús að loknu hlaupi. Leyton Orient, sem lengi hefur haldið sig á botni 1. deildar, en Leyton tapaði um helgina 1—3 fyr- ir Manch. United, liðinu sem er í úrslitum bikarkeppninnar en var annars á hættusvæðinu í 1. deild. Or 3. deild upp í 2. deild koma Northampton og Swindon. Áhorfendur voru alls 380.000 á deildarleikjum í Englandi á laugar- daginn. Orslit í Englandi: 1. deild. Aston Villa — Liverpool 2—0, Birming- ham — Leicester 3—2, Fullham- West Bromwich 1—2, Manchester O — Leyton Orient 3—1, Notting- ham Forest — Tottenham 1—1, Sheffield W — Arsenal 2—3, West Ham — Manchester City 6—1. 2. deild. Cardiff — Huddersfield 3— 0, Charlton — Southampton 2 —1, Grimsby — Bury 5—1, Leeds — Swansea 5—0, Portsmouth — Middlesbrough 1—1, Preston Oerin 4— 0, Stoke — Luton 2—0, Sunder Iand — Chelsea 0—1. Petrosjan heims- meistari Einvíginu um heimsmeistara- tignina í skák er lokið og bar Tigran Petrosjan sigurorð af Mikael Botvinnik. Siðustu skákinni. þeirri 22., lauk með jafntefli og hafði Petrosjan þar með hlotið 12j/2 vinning gegn 9y2. Þeir áttu að tefla 24 skákir, en þar sem 12j4 nægir til sigurs, var viður- eigninni þar með lokið. Botvinnik varð heimsmeistari árið 1948 og hefur verið það síð- an, utan þau tvö skipti, er hann tapaði tigninni gegn Smyslov og Tal, en endurheimti hana aftur jafnoft. í þetta sinn á Botvinnik ekki rétt á rtýju einvígi við Petro- sjan, nema því aðeins að hann sigri á næsta kandidatamóti. Tigran Petrosjan fæddist árið 1929 í Tiblis í Georgíu. Hann ólst upp í Armeníu og er oftast talinn Armeníumaður. Petrosjan varð snernma góður skákmaður og um 1950 var hann kominn í fremstu röð rússneskra skákmeistara. Hann hefur tvisvar orðið skák- meistari Sovétríkjanna, tefit á fjórum kandidatamótum og fjölda ólympíuskákmóta. antrrc-r.g

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.