Vísir - 02.07.1963, Blaðsíða 11
V1SIR . Þriðjudagur 2. júlí 1963.
■'l
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 2. júlí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.00 Við vinnuna, tónleikar.
18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum.
20.00 Einsöngur: Rita Streich syng
ur þjóðlög frá ýmsum lönd-
um.
20.20 Frá Mexíkó, III. erindi: Bar-
áttan um valdið.
(Magnús Á. Árnason listm.)
20.45 Manuel de Falla: „Amor
galdrakarl" — Hljómsveitin
Philharmonia leikur. Ein-
söngvari: Oralia Dominguez.
André Vandernoot stjórnar.
21.10 Upplestur: Geir Kristjánsson
les eigin þýðingar á ljóðum
eftir Boris Pasternak.
21.20 Píanótónleikar: Leon Fleish-
er leikur valsa op. 39 eftir
Brahms.
21.40 Upplestur: Úr endurminning-
um Kristínar Dahlstedt (Haf-
liði Jónsson frá Eyrum).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Jón Þór
Hannesson).
23.00 Dagskrárlok.
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur 2. júlí:
17.00 Mr. Wizard
17.30. Salute to the States
18.00 Afrts news
18.15 The Merv Griffin show
19.00 Let Freedom ring
19.55 Afrts news.
20.00 The Real Mc Coys
20.30 The U.S. Steel hour.
21.30 Stump the stars
22.00 Steve Canyon
22.30 To tell the truth
23.00 Lawrence Welk dance party.
IBIEIíM
Mér er alveg sama hvernig lag- !
ið er, ég er enginn twistandi í
póstmaður,
BLÖÐ & TIMAR/T
Fyrir nokkru sendi Æskulýðs-
ráð Kópavogs frá sér blað, sem
nefnist „Unga fólkið“. Hér er um
að ræða einstaklega skemmtilegt
og vel ritað blað, þegar tekið er
tiílit til þess að blaðið er allt ritað
af unglingum innan tvítugs.
Tilgangur blaðsins er aðallega
tvenns konar: Að kynna starfsemi
Æskulýðsráðs og að gefa ungu
fólki tækifæri til að setja fram á
prent skoðanir sínar svo og ritsmíð
ar ýmiss konar.
Meðal efni blaðsins, er grein er
nefnist Kópavogur, bærinn okkar,
viðtöl við æskufólk í Kópavogi,
Barnaopna, íþróttir og tónlist.
Alls er blaðið 32 síður að stærð
og að frágangi hið smekklegasta.
Ægir, rit Fiskifélags íslands er
nýkomið út. Meðal efni ritsins er
grein um útgerð og aflabrögð, þá
er og gren sem nefnist „Skyggnzt
inn í framtíð fiskveiðanna. Skýrsl-
ur eru um fsfisksölur í mafmánuði,
fiskafla Norðmanna, útfluttar sjáv
arafurðir til 28 .febrúar, fiskafl-
ann í marz. Einnig eru í ritinu er-
lendar fréttir.
Minnisvarði að Núpi
stjörnuspá M ^
morgundagsins
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Það eru meiri líkur til
þess að þér verði mistök á ef
þú fylgir ráðum annarra fremur
en áætlunum sjálfs þín. Yfirsjón
ir eru afleiðingar óþarfa flýtis.
Nautið, 21. apríl tii 21. maí:
Þú ættir ekki að draga það að
gera áætlanir um, á hvern hátt
bezt væri að skipuieggja morg-
undaginn ef þú vilt ekki eiga
það á hættu að verða fyrir von-
brigðum. Gerðu ekki of lítið úr
hæfileikum sjálfs þín.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júnf: Segðu öðrum hvaða skil-
yrði þú setur og reyndu að kom
ast eftir hvað þeir höfðu hugsað
sér um málin. Þú þarft að taka
til greina óskir fjölskyldunnar
áður en lokaákvörðun er tekin.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Undirbúningurinn gæti reynzt
erfiður og gert þig þreyttan áð-
ur en raunverulega tímabært er.
Skapaðu þér reglulegri starfs-
hætti, það leiðir til meiri af-
kasta.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Gerðu ekki opinskátt um raun-
verulegar tilfinningar þínar, ef
það hefur truflandi áhrif á ást-
vini þína. Hættu þér ekki út í
tvfsýnu.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept:
Hugmyndir þær, sem þú hefur
gert þér um sumarfríið, gætu
stangazt á við óskir fjölskyldu
þinnar.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Gakktu úr skugga um að enginn
sé á hnotskóg eftir upplýsing-
um, sem þú vilt ekki að fari
lengra. Reyndu að leiðrétta það,
sem lengi hefur aflaga farið.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Ef þú álítur að of kostnaðar-
samt sé að dvelja meðal vina
þinna í dag, þá ættirðu sem
mest að leita einveru. Þú getur
alltaf fundið upp á einhverjum
afsökunum.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Þrátt fyrir að þú kunnir
að freistast til að sýna vald þitt,
þá ættirðu að beita öllu slíku
með varfærni.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan:
Þú ert ekki vel fyrir kallaður
til ferðalaga eða til að vera mik
ið út á við í dag. Kvöldstund-
unum bezt varið heima í róleg-
heitum.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Ef þér finnst þú bera of
þunga byrði á baki, þá ættirðu
ekki að syrgja slíkt, því í sveita
þíns andlits skaltu njóta brauðs
þíns.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Atvinnulegar skyldur eða
aðrar kvaðir gætu reynzt þér
erfiðar núna. Vera má að þú
þurfir að sleppa hendi af ein-
hverjum af aðalskyldum þínum.
Á sl. ári voru liðin 100 ár frá
fæðingu sr. Sigtryggs Guðlaugsson
ar ,stofnanda Núpsskóla. Af því til
efni hafa nokkrir netaoaáei hans
haft forgöngu um, að reistur verði
í gróðurreitnum Skrúð á Núpi minn
isvarði um hann og konu hans, frú
Hjaltalínu Guðjónsdóttur. Minnis-
varðinn verður afhjúpaður við há-
tíðlega athöfn sunnud. 4. ágúst n.k.
Með því að gera má ráð fyrir,
að nemendur Núpsskóla, ungir sem
gamlir, og aðrir unnendur skólans
fjölmenni þar við þetta tækifæri,
hefur verið ákveðið að efna til sam
eiginlegrar ferðar þangað vestur
frá Reykjavík fyrir þá, er þess
kunna að óska, og verður fargjaldi
mjög í hóf stillt. Þá er ráðgert að
fara frá Reykjavík bæði á föstu-
dag 2. ágúst og Iaugard.'3. ág., en
suður verður haldið á mánudag 5.
ág„ sem er frídagur verzlunar-
manna. Skólastjóri Núpsskóla hef-
ur heitið fyrirgreiðslu með mat
og húsaskjól fyrir samkomugesti.
Þátttöku í förinni vestur þarf að
tilkynna fyrir 10. júlí til Jóns I.
Bjarnason, Langholtsvegi 131, sfmi
33406 eða í verzluninni Ciro, sfmi
19118, Kristjáni Brynjólfssyni,
Gnoðarvogi 48, sími 37374 og Krist
inn Gíslason, Hofteigi 52, sími
34456, taka við tilkynningum um
þátttöku og veita nánari upplýs-
ingar.
Mýtízkuleg rakurnstofa
Páll Sigurðsson rakarameist-
ari sem rekið hefur og rekur
rakarastofu í Eimskipafélagshús
inu, bauð fréttamönnum á sinn
fund í síðustu viku. Tilefnið var,
að Páll hefur látið endurnýja
innréttingu og tæki stofunnar í
samræmi við auknar kröfur. Er
rakarastofuna nú að öllum bún-
aði ein hin glæsilegasta og vand
aðasta,
Rakarastofa þessi er hin elzta
hér í Reykjavík, stofnsett árið
1907 af föður Páls, Sigurði
Ólafssyni og Kjartani heitnum
Óiafssyni. Það samstarf hélzt
til ársins 1919, og lét Páil svo
ummælt um Kjartan „að hann
hefði verið einstakt snyrtimenni,
dæmigerður rakarameistari og
stolt stéttar sinnar. Hefur Ólaf-
ur sonur hans fetað dyggilega í
spor föður sfns“.
Stofan hefur verið til húsa í
Eimskipafélagshúsinu frá 1921, J
að húsið var byggt. Lét Páll í [
ljós þakklæti til stjómar E. {. (
fyrr og síðar og framkvæmda-
stjóra Eimskips, fyrir vinsemd i
og velvilja í garð fyrirtækisins.
Á rakarastofu Páls starfa nú J
5 menn, enda mega þeir ekki (
færri vera, ef fuilnægja á af- ]
greiðslunni. Störf rakarastofunn,
ar hafa vaxið og aukizt allt frá<
því faðir Páls rak stofuna. Páll *
sjálfur tók við stjórn fyrir átta (
árum sfðan.
Er þetta í fyrsta skipti sem '
Páll hefur látið gera gagngerar (
endurbætur á stofunni, en sfðast <
var innrétting og tæki endurnýj'
uð fyrir tuttugu árum síðan.
Guðmundur Jónsson
teiknaði innréttinguna
yfirumsjón með verkinu, en
Pétursson húsgagnasmíðameist
ari smíðaði alla innréttinguna.
HÍW1"* fi K-,, Ifci WNÍ
AusIMj
Ming: Skiljið þér herra Iíir- Kirby: Já, hún er að segja að
by, Fan segir sögu með handa- hrískornin hafi aftur verið eyði
tilburðum. lögð af skordýrum. (Þegar King
heyrir að Kirby skilur táknamál
Fan, bregður honum ógurlega
og sprettur á fætur. Við það
hættir Fan „söguflutningnum"
en Kirby segir: Hvað er að herra
Ming???