Vísir - 02.07.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 02.07.1963, Blaðsíða 13
VÍSIR . Þriðjudagur 2. júlí 1963. Í3 SVEFNSÓFAR - TIL SÖLU Eins manns svefnsófi, 9 gerðir. Verð frá kr. 2750.00. Einnig stakir stólar og sófasett. Sími 18830. ÖKUKENNSLA ökukennsla — hæfnisvottorð. Útvega .öli gögn varðandi bílpróf Ávallt nýjar Volkswagen bifreiðar. Sími 19896. i SÍLDARSTÚLKUR ÓSKAST Síldarstúlkur óskast á söltunarstöð Sigfúsar Baldvinssonar Siglufirði um lengri eða skemmri tíma. Kauptrygging, fríar ferðir og húsnæði. Símar 243 Siglufirði og 1812 Keflavík. ÖKUKENNSLA Kenni á nýjan Volkswagen. Sími 10884. SKRÚÐGARÐAÚÐUN Get tekið að mér skrúðgarðaúðun strax. Sími 35106. Valgarð Runólfs- son, garðyrkjumaður. AUKAVINNA Óska eftir aukavinnu. Get unnið að meðaltali annan hvern dag. Tilboð merkt „Aukavinna 350“ sendist afgreiðslu blaðsins. Ú T B O Ð Tilboð óskast í smíði glugga og hurða í 15 húseiningar í raðhúsahverfi í Ytri-Njarðvík. Tilboðsgagna skal vitja á teiknistofunni Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Skilafrestur er til 12. júlí kl. 13. STÚLKA - ÓSKAST Stúlka óskast í sælgætissölu Tónabíós. Uppl. í bíóinu milli kl. 9—10 í kvöld. VATNABÁTUR - ÓSKAST Vatnabátur óskast. Sími 19062 og 17212. AUGLÝSINGATEIKNARI óskar eftir rúmgóðu plássi fyrir vinnustofu. Sími 36078 eftir kl. 18. AUGLÝSINGATEIKNARI óskar eftir tveggja herbergja íbúð strax. Sími 36078 eftir kl. 18. AUGLÝSINGATEIKNARI óskar eftir rúmgóðu plássi fyrir vinnustofu. Sími 36078 eftir kl. 18. — AUGLÝSINGATEIKNARI óskar eftir tveggja herbergja íbúð strax. Sími 36078 eftir kl. 18.00. STÚLKA - SVEIT Stúlka óskast í sveit f sumar. Sími 35998. SJÓNVARPSTÆKI - TIL SÖLU Notað sjónvarpstæki selst ódýrt. Til sýnis á radíóverkstæðinu Flóka- götu 1. RAFMAGNSRAKVÉL - TIL SÖLU Remington (Roll-A-Matic) rafmagnsrakvél sem ný til sölu. Sími 3 71 71 kl. 9—10 f kvöld. TAPAÐ - ÚTVARP Lítið Grundig ferðaútvarp tapaðist s. I. sunnudag um kl. 5.30 á nýja veginum frá Þingvöllum að Laugarvatni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 35493. TRÉSMÍÐAVÉLAR - TIL SÖLU Hjólsög, hulsubor, bandsög, afréttari með þykktarhefli og smá pússn- ingavél. Hefilbekkur 2 m. og 63 cm. SímJ 36208. Leiddist skólaganga Framhald at bls. 7 „Hvað er síðari hlutinn langt nám?“ „Hann tekur yfirleitt 2 y2 ár ef allt gengur að óskum. Þá lýk ég líklega prófi um miðjan vetur 1966“. „Og hvað tekur þá við?“ „Ætli ég reyni ekki að vinna eitthvað að verkfræðistörfum. Annars planlegg ég aldrei langt fram í tímann — hingað til hafa plönin aðeins náð fram að næsta prófi. Það hefur reynzt bezt“. „Þú vinnur hér í Kópavogin- um í sumar?" „Já, ég vinn hjá bæjarverk- fræðingi". „Við hvaða störf?“ „Ég vinn að mæla inn lóðir og hús út frá götu. Þetta er bæði úti og innivinna, ég vinn úti að mælingum og inni við korta- gerð. Ég á að heita fullnuma í þessu, sem ég er að gera, því að í fyrri hluta er lokið við land- mælingar og kortagerð". „Hefurðu unnið eitthvað að verkfræðistörfum undanfarin sumur — eða er þetta kannski eins og með læknisfræðina að Iesa verður allan ársins hring?“ „Við sleppum þvf alveg að lesa á sumrin. Sumarið eftir fyrsta veturinn vann ég bara heima, í fyrrasumar var ég á landmælinganámskeiði og vann því ekkert“. „Hvað er „heima“? Hvaðan ertu ættuð?" „Ég er fædd og uppalin að Tröðum f Hraunhreppi í Mýra- sýslu og þar búa foreldrar mínir og systur". „Hverjir eru foreldrar þínir?“ „Þau heita Katrín Guðmunds dóttir og Helgi Gíslason". „Hvernig var með skólagöngu á Mýrunum?" „Hún var nú svona upp og of an hjá mér. Þegar ég var á barnaskólaaldri var skólinn að Varmalandi ekki, kominn, en þangað fara nú öll börn úr sýsl unni. Þá var kennt á bæjunum og voru tveir hreppar, Hraun- hreppur og Álftaneshreppur sam an um kennara. Það var kennt á tveim bæjum yfir veturinn, öðr- um fyrir áramót og hinum eft- ir“. „Dvöldust nemendur þá alveg á þessum bæjum?“ „Já, þann tíma, sem þeir voru í skólanum. Hópnum var skipt í eldri og yngri deildir og voru þær til skiptis, hvor deild einn mánuð í einu. Á þessum árum var ég lítt hrifin af skólagöngu og reyndi eftir beztu getu að komast hjá henni. Stundum fór svo að ég var bara einn mánuð í skóla yfir veturinn og var ég harla ánægð með það“. „Þú hefur lokið barnaprófi þarna?“ „Já, og ætlaði mér alls ekki að halda áfram námi. Tvo næstu vetur var ég ekkert í skóla og vann bara heima — en þá fór mig að langa til að læra eitt hvað meira og fór að Iesa. Ég fór í bréfaskóla SIS og las þar allt það, sem kennt var af þeim greinum, sem teknar eru fyrir landspróf". Neitað um að taka próf. „Hvaðan tókstu svo lands- próf?“ „Það lá nú við, að illa færi fyrir mér. Ég skrifaði suður t:l gagnfræðaskóla í Reykjavík og sótti um að fá að taka próf, en fékk þau svör, að ég fengi ekki að taka landspróf án þess að taka fyrst unglingapróf. Þá skrif aði ég til miðskólans í Borgar- nesi og þar var mér velkomið að taka prófið — ekki var minnzt á unglingaprófið“. „Og prófið hefur strax gengið vel?“ „Já, alveg nógu vel. Annars var ég ákveðin í að fara í raf- virkjun ef ég félli. Ég held að það hljóti að vera nokkuð skemmtilegt". „En nú náðirðu — fórstu strax í menntaskóla?” „Já. Haustið eftir settist ég í * 1. bekk á Laugarvatni og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1960. Um haustið innritaðist ég í verk fræðideildina". „Úr því að þú fórst í verk- fræði hefurðu verið í stærðfræði deild — hvers vegna valdirðu hana?“ „Ég byrjaði í máladeild og var þar þrjár vikur, en ég sá brátt, að ég myndi ekki hafa á- huga á latínu lengi. Við vorum síðan tvær stúlkur í stærðfræði deild í mfnum árgangi — hin er að læra innanhússarkitektúr í Þýzkalandi". Framh. af 8. síðu hús, bjart og fagurt, með garð- brekkumi rósabeðum og gras- völlum — með útsýn yfir Ask- erbyggð, eyjarnar og fjörðinn, og þar bjó prinsessan manni sínum og börnum hið yndisleg- asta heimili. Og engan skugga bar á, þar til Maud drottning andaðist 20. nóvember 1938. Fimm löng ár. í fimm löng ár varð Ólafur, þá ríkisarfi að dveljast í öðru landi en kona hans og börn. Það var á síðari heimsstyrjald- arárunum, er Marthe prinsessa var með börnin í Bandaríkjun- um, en Ólafur stóð við hlið föð- ur síns og útlagastjórnarinnar á Bretlandi, meðan nazistar höfðu Noreg á sínu valdi og Kvisling var verkfæri í hendi þeirra. Ég stóð á Karl Johan (aðal- götu Oslóar) ásamt tugþúsund- um annarra tötralegra og hálf- soltinna fagnandi „jössinga" (andstæðinga nazista), þegar Ó1 afur hélt innr'eið sfna í höfuð- borgina — innan viku eftir að Noregur var frelsaður. Um var- ir hans lék hið góða, gamla, allt sigrandi unglingsbros, er hann „kjörte frem gennem strale- fryd“, svo að vitnað sé í Björn son. Hann var yfirmaður land- varna okkar, maðurinn í orustu búningnum, og með húfuna með H-7 merkinu dálítið á ská og fór vel. Og hið fyrsta, sem hann gerði, þegar mannfjöldinn hafði hrópað sig hásan af fögn- uði, var að kalla fréttamenn á fund, erlenda og innlenda, og svaraði svo skýrt og djarflega öllum fyrirspurnum, að einn bandarísku fréttamannanna sagði lágt með aðdáun í rödd- inni: Hann gefur Roosevelt ekk ert eftir. Þessi fundur var f konungs- höllinni við enda Karls Johans götunnar. Þar var allt á rúi og stúi — V erkf ræðideild in kvenmannslaus? „Nú þegar þú hefur lokið þess um áfanga verkfræðinnar, mynd irðu hvetja ungar stúlkur til að leggja fyrir sig verkfræði?" „Ég myndi að minnsta kosti hvetja allar þær stúlkur, sem eru í vafa um hvort þær e'gi að velja stærðfræðideild eða máladeild í menntaskóla, til að velja stærðfræðideild. Stærð- fræðideildarpróf 'veitir aðgang að fleiri greinum en máladeildar próf og ég þekk margar, sem hafa iðrazt þess að velja ekki stærðfræðideild. En nú vantar mig arftaka í verkfræðideildina. Ég var sú eina í vetur því að það var engin á fyrsta eða örðu ári. Það verður hreinasta skömm ef kvenfólkið fær ekki sinn fuli- trúa í verkfræðideildinni eins og í öðrum deldum — netna e. t. v. guðfræði, þar þekki ég ekki til“. Enn er tími til stefnu og við skulum vona að að minnsta kosti ein stúlka feti í fótspor Sigrúnar og setjist í verkfræði- deildina á komandi hausti. — Þ.Á. eftir viðskilnað Kvislings, sem hafði haft skrifstofu í konungs- íbúðinni. Gert hafði verið ráð fyrir, að Ólafur ríkisarfi byggi fyrst í stað á Bogstad, hjá góz- eiganda nokkrum. — Ég verð hér, sagði kon- ungur. — En hér er ekki einu sinni rúm uppbúið, sagði Broch hirð- marskálkur. — Ég hef svefnpoka. Hann dugar mér. Hann bjó í höllinni. 7. jum. Svo stóð hann 7. júní á heið- ursbryggjunni og fagnaði ást- vinum sínum, föður sínum, konu og börnum. Fyrsta handtakið á norskri grund við heimkomuna fékk konungurinn frá syni sín- um. Ólafur ríkisarfi varð fyrir þeirri sorg að missa konu sína, Marthe krónprinsessu, 1954, og síðar föður sinn, sem í 52 ár hafði lifað og starfað fyrir Noreg. Það var 1957. Og Ólafur varð konungur Norðmanna — tók merkið í hönd sér, sem fað- ir hans hafði borið. Og hann hefur verið farsæll konungur og farsæll heimilisfaðir. Dætur hans báðar eru farsællega gift- ar mönnum úr borgarastétt og aldrei er konungur sagður glað- ari en þegar hann leikur sér við barnabörn sín. Allir íslendingar óska honum allrar farsældar og hamingju á þessum tímamötum í lífi hans. Húsnviðgerðir & gler isetningnr Húseigendur, í borg, bæ og sveit, látið ókkur annast við- gerðir og viðhald á fasteignum yðar. — Einnig tökum við að okkur ræktun lóða, girðingar og skild störf. Ef þér þurfið á AÐSTOÐ að halda, þá hringið i „AÐSTOГ. — Síminn er 3-81-94. AÐST0Ð Stopul skólaganga. Og engan skugga bar á. Noregskonungur —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.