Vísir - 06.07.1963, Blaðsíða 3
Um eitt hundrað unglingar vinna vlð humarinn. Á myndinni sést yfir hluta af vinnusalnum. (Ljósm. Vísis: B.G.)
I HUMAR I HAFNARFIRÐI
Sjaldan eða aldrei hefur eins
mikill humar borizt á land i
Hafnarfirði eins og nú í vor
og sumar.
Humarveiðar frá Hafnarfirði
hófust um miðjan maimánuð f
vor og stimda hana nú átta bát-
ar. Afii hefur verið mjög góður
og þvi mikil atvinna við hum-
arinn i Iandi. Um eitt hundrað
unglingar vinna við humarinn
hjá Fiskiðjuveri Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar. — Þegar ljós-
myndari og blaðamaður Visis
skruppu suður í Hafnarfjörð í
gærdag Iitu þeir við í Fiskiðju-
verinu og hittu þar að máli verk
stjórann Karl Magnússon. Sagði
Karl að ef unglinganna nyti
ekki við væri alls ekki mögulegt
að taka á móti öllum þessum
humar, sem á land berst. Ungl-
ingarnir sem við humarinn
vinna eru flestir á aldrinum 13
til 15 ára, þó eru sumir allt
niður í 10 ára. Það virtist vera
mikið kapp í krökkunum við
vinnuna og leit ekki út fyrir að
neinn væri búinn að læra að
slæpast.
Öll voru bömin hin á-
nægðustu með vinnuna og vinnu
gleðin skein úr hverju andliti.
Ljósmyndarinn hafði fram úr
miklu vandamáli að ráða, þvi
allir vildu komast á mynd og til
þess að gera sem flesta ánægða
þurfti hann að taka margar
myndir fram yfir það sem nauð
synlegt var. Krökkunum er
greitt kaup eftir taxta Hlífar og
hafa þau yngstu rúmar tíu krón
ur á tímann í dagvinnu, en
þau elztu rúmar 20 krónur.
Það var sama hvem við
spurðum, öll sögðust þau Ieggja
vinnulaunin í banka eða Iáta
pabba og mömmu geyma þau og
siðan á að kaupa einhvern góð-
an hlut.
Þegar kaffltíminn kemur, setjast strákamir út fyrir, drekka mjólk og borða rúgbrauð.