Vísir - 06.07.1963, Page 5

Vísir - 06.07.1963, Page 5
V í SIR . Laugardagur 6. júlí 1963. m Framhald af bls. 16. Sænskir málvísindamenn munu efna til fundar við Mývatn nú um helgina. Leiðsögumaður "þeirra er dr. Jakob Benediktsson. f vor hefur verið komið upp hraðbáti á Mývatni, sem fer með skemmtiferðafólk vítt og breitt um vatnið. Hefur hann mikið verið notaður. Heyskapur í Mývatnssveit hófst almennt upp úr mánaðamótunum. Er spretta ágæt og líkur fyrir nýtingu því dásamlegt veður, hiti og sólskin hefur verið á hverj- um degi undanfarið. Silungsveiði í Mývatni hefur verið sæmileg. Horræn Framhald af bls. 16. Ritarar ráðstefnunnar eru: Kjell Hávered, fulltrúi, Sveinn G. Björnsson, deildarstjóri, Friðný Sigfúsdóttir, fulltrúi. Á dagskrá ráðstefnunnar eru alls 18 mál, sem snerta ýmist oóstsambandið milli Norðurlanda, 'amvinnu Norðurlandanna innan alþjóðapóstsambandsins, aukýmissa annarra mála, sem ofarlega eru á baugi á alþjóðavettvangi póstmál- anna . Framhald -.1 bls. 1. móta, en þá verður hann fluttur héðan burt, sennilega annað hvort til Krýsuvíkur eða suður á Reykjanestá. Hvor staðurinn verður fyrir valinu er ekki end- anlega ákveðið. Hugmyndin er að bora nokkrar rannsóknarhol- ur suður við Reykjanesvita við tækifæri, einkum með til- liti til fyrirhugaðrar hitaveitu fyrir Keflavík. og Keflavíkur- kaupstað. í Krýsuvík verður hins vegar unnið samkvæmt áð- ur gerðri framtíðaráætlun, sem vafalaust á enn langt í land. Á Norðurlandi er verið að bora með Norðurlandsbornum í Bjarnarflagi við Mývatn svo sem áður hefur verið skýrt frá. Ein hola hefur þegar verið bor- uð þar, en ekki er búið að prófa hana ennþá. Nú er verið að flytja borinn til og er ætlun- in að bora þar aðra holu skammt frá áður en borinn verð ur fluttur til Húsavíkur. Þegar til Húsavíkur kemur er bornum ætlað að dýpka holu, sem boruð var í vor, en ekki hægt að ljúka við fyrr en við- bótartæki hafa fengizt til lands- ins. Eru þau væntanleg innan skamms. ☆ Leiðrétting. Af vangá féll niður í gær texti með skopmynd úr brezku blaði, sem birt var með greininni „Leynd- armál þjóða ganga kaupum og sölum“, en í textanum er Mac- millan Iátinn segja um ágengni hinna erlendu njósnara: „Þeir halda víst, að við ráðum yfir ein- hverju leynivopni". HóteB Saga — Framhald af bls. 16. þeirra. Margs konar þjónusta hefur verið tekin upp til þess að laða ferðamenn hingað, og einnig hafa verið gefnir út í sama tilgangi landkynningarpés ar, og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Vestur-íslenzki 40 manna hóp urinn, sem kom hingáð 7. júní er nú á förum vestur, en Vancouver-íslendingarnir fóru í gærkvöldi. Vísir átti í gær viðtal við Lindal dómara, fararstjóra Winnipeg-íslendinga. — Heimsóknin verður okkur öllum ógleymanleg, eins og fram kemur í kveðjuorðum frá okkur, sem ég ætla að biðja Vísi að birta. Margt er það, sem Ijúft verður að minnast, — að taka þátt í þjóðhátíðinni hér 17. júní, heimsókn daginn eftir að Bessastöðum, og ferðir til sögufrægra og fagurra staða. Seinustu vikurnar höfum við farið í smáhópum til að heim- sækja ættingja og vini víða um land og síðan sem einstaki1n/nr Lindal dómari. wmr frá Nimipeg á förum heimsótt skyldmenni, og vini hér í bænum. Ég bað Lindal dómara að segja lesendum Vísis lítið eitt frá ævi sinni og störfum. — Ég fluttist vestur um haf með foreldrum mínum tveggja mánaða gamall og hef ekki til íslands komið fyrr en nú og Anægðir með dvi Fulltrúar Stokkhólmsborgar, sem nú eru í vikuheimsókn í Reykjavík, ræddu stutta stund við blaðamenn í gær. Hér er um að ræða annan varaforseta borg arstjórnar Stokkhólms, Bengt Lind, stjórnmálaritstjóra við Svenska Dagbladet, varafor- mann borgarráðs, fyrrv. borg- arstjóra, Gösta Wennström, borgarráðsfulltrúa, frú Veru Söderström, borgarstjóra menntamála, Gunnar Dalgren og borgarritara, Hans Calmfors. Fulltrúarnir ræddu m. a. um helztu vandamál Stokkhólms- borgar, sem er í síaukinni hús- næðisþörf og kröfur um stærra og betra húsnæði. Þá eru skipu- lagsmálin erfiðustu framtíðar- viðfangsefni þeirra. Gerður var skipulagsuppdráttur af Stokk- hólmsborg kringum miðborgina áríð 1945 og er hann nú til end- urskoðunar, sem væntanlega lýk ur f haust. Hefur mikið verið rætt og ritað um það flókna og þýðingarmikla verkefni. Hér hafa fulltrúarnir dvalizt síðan á mánudag, en halda utan í dag. Hafa þeir þá fengið tæki- færi til að kynnast starfsemi borgarinnar, heimsækja forseta íslands og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar, m. a. Heilsu verndarstöðina, Árbæ, Bæjarút- gerðina, farið til Þingvalla o. fl. Á blaðamannafundinum kváð- ust sænsku fulltrúarnir sérstak- lega vilja lýsa ánægju sinni með þá miklu gestrisni, er þeir hefðu orðið aðnjótandi. Einnig lögðu þeir áherzlu á að ferðin hingað hefði verið bæði fróðleg og Iærdómsrík. Á blaðamannafundinum voru ásamt sænsku fulltrúunum, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Páll Líndal skrifstofustjóri borgar- stjóra og Knútur Bruun, full- trúi borgarstjóra. rættist þá óskadraumur. Guðný, kona mín, sem kom með mér, er fædd vestra. Foreldrar mínir settust fyrst að í Winnipeg en tóku svo land vestan Manitoba, en það landsvæði var þá kallað Northwest Territories, þar sem síðar varð Saskatchewanfylki, og lifði ég mína æsku þar. Ég gekk menntaveginn eins og það er kallað og er lögfræðingur frá háskólunum í Saskatoon, Sask og Manitoba, hafði lokið þvf fyrir fyrri heimsstyrjöld, en ég gerðist sjálfboðal. og bræður mínir tveir. Ég minntist á það í ræðu hvers vegna ég og aðrir gerðust sjálfboðaliðar, til þess að verja lýðræðið, lýðræðishúg sjónina, að við hugðum, og stríð ið vannst, en friðurinn ekki, sem kunnugt er. Ég tók þátt í orrust unni við Passchandeale, og fékk gaseitrun. Bræður mfnir féllu. Svo tók ég til við lögfræði- störfin, þar til ég var skipaður dómari 1942 og gegndi dómara- starfi í 20 ár. — Þér hafið allla tíð starfað mikið fyrir ritið The Ieelandic- Canadian. — Já, við stofnuðum það rit til þess að ná til æskunnar en það gengur ekki nægilega nema með því að nota enskuna, en þar fyrir getur slíkt rit verið íslenzkt í anda, og náð sínum góða til- gangi, að treysta ætternis- og menningarbönd og kynni íslend inga beggja vegna hafsins, Ég vil þakka Vísi, sem oft hefur minnzt á þetta rit okkar og vak ið á því athygli. Ég vildi svo biðja Vísi, að birta nokkur kveðjuorð frá okk- ur, sem lýsa því hvernig okkur er innanbrjósts, er við nú búum st til heimferðar og blað yðar biðjum við að skila hjartkærum kveðjum til allra. Lindal dómari bað þessa getið sérstaklega: Vestur-íslendingam ir, sem fara annaðkvöld á veg- um Pan-American eru beðnir að koma að Hótel Borg kl. 9,15 e.h. en þeir, sem fara beint til Kefla vfkur verða að vera komnir þangað kl. 10,30. i KVEÐJUORÐ í Ijóðabréfi til vestur-íslenzka skáldsins, Guttarms J. Guttorms- sonar, kvað Örn skáld Arnar- son á þessa leið: „Þú siglir úr Vesturvegi og vitjar þíns ættarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því ísland var ætfð þitt drauma land frá æsku í huga þér brennt. Nú rís það úr draumahafs djúpi. Og draumar og vaka er tvennt. Þótt draumar okkar hafi ver ið skýrir og ætíð vakið undrun, er það okkur Vestur-íslending um mjög ljóst, eftir nokkurra vikna dvöl hér á íslandi, að draumar og vaka eru ekki hið sama. Nú höfum við litið nátt- úrufcgurð íslands og séð í starf! allra, þær óskiljanlegu fram- farir sem eiga sér stað hér 1 Reykjavík og víðar, og hefui hvort tveggja vakið undrun mikla, en það, sem meir en nokk uð annað hefur gripið okkur er fólkið — hin íslenzka þjóð. Nú vitum við að hinir ágætu íslendingar, sem hafa komið til okkar í Vesturheim, eru ekki undantekningar, heldur erindrek ar, sem spegla þjóðina eins og hún er. Nú hafa riraumar og vaka sameinazt og það er myndin, sem við tökum til baka í hjört- um okkar og hún er ógleyman- leg. Valdimar Líndal. Sænsku borgarfulltrúarnir.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.