Vísir - 06.07.1963, Side 9
V í S IR . Laugardagur 6. júlí 1963.
,V inátta og gagnkvæm virðing ein
kennir andrúmsloftið hjá SÞ‘
„Bomm! Bomm! Upp
með hendur!“ Indíáni og
kúreki, báðir miða byss-
um sínum og eru hinir
vígalegustu. Þetta eru
Brjánn og Brúsi eða Bri-
an og Bruce, synir ívars
Guðmundssonar, forstj.
upplýsingaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í
Pakistan og fyrrverandi
fréttastjóra Morgunbl.,
er sá um hina vinsælu
dálka „Víkverja“ um
margra ára skeið.
Þeir standa fyrir utan hús
Þorvaldar Thoroddsen og varna
öllum óviðkomandi inngöngu.
Það þýðir ekkert að segja, að
maður ætli að hafa fréttaviðtal
við pabba þeirra — þeir skilja
ekki svo undarlegt orð. Ne-hei,
hér fer engiiwi inn nema með
þeirra leyfi, og þeir eru vel
vopnum búnir.
En von bráðar staðnæmist bíll
á götunni, og ívar hoppar út.
„Strákar mfnir, ekki láta svona,
verið þið nú þægir og góðir —
ja, hvað haldið þið eiginlega,
að hún mamma ykkar segði, ef
hún sæi útganginn á ykkur?“
En það er stundum gaman,
þegar mamma sér ekki til, og
miklu hægara að óþekktast svo
Iítið við pabba. ívar hastar á
þá og heldur víst, að hann sé
byrstur á svipinn, en þeir láta
ekki blekkjast. „Ég skil ekkert
í drengjunum", andvarpar hann
og hristir höfuðið. „í Pakistan
voru þeir mestu reglupiltar og
fóru að hátta kl. 7 á hverju
kvöldi. Hér ólátast þeir allan
daginn og ekki nokkur leið að
koma þeim í bælið á kvöldin".
í sömu svifum kemur frú Ing-
unn Thoroddsen eins og
frelsandi engill, og stríðskapp
amir spekjast. Hún kann á
stráka, enda á hún hvorki meira
né minna en fimm dóttursyni á
ærslafyllsta aldrinum. „Þeir eru
blessuð ljós, þegar pabbi þeirra
er hvergi nærri“, segir hún og
töfrar þá með sér inn f húsið.
„En þegar hann kemur, þurfa
þeir að sýna, hver ræður f fjöl-
skyldunni!"
Brjánn er 5 ára og Brúsi 4,
og báðir eru þeir fæddir í Dan-
mörku. En þeir eru þaulvanir
ferðagarpar og kunna alls stað-
ar vel við sig.
„Hvernig er loftslagið f Pak-
istan, ívar? Eruð þið ekki að
soðna lifandi f hitanum þar?“
„Nei, nei, blessuð vertu. A.
m. k. virðast Pakistanimir
kvarta miklu meira yfir hitan-
um en við. Ég kann ágætlega
við loftslagið og líður prýðilega,
þó að stundum verði nokkuð
heitt".
' ,Og hvað er ,nokkuð heitt‘?“
„Ja, um og yfir 40 stig á
Celsfus f skugganum. Maf, júnf
og október era heitustu mánuð-
irnir".
„Það þætti nú sumum nóg.
Hvernig gangið þið eiginlega til
fara? í sundfötum?“
„1 hvftum léreftsflíkum og
stuttbuxum. En það er alls stað
ar loftkæling í íbúðarhúsunum
og á skrifstofunum, svo að mað
ur verður ekki svo mjög var við
hitann".
„Hvernig er með eiturslöng-
ur, skordýr, flugur og það allt
saman? Sofið þið ekki undir
moskítóunetum?"
„Nei, þess þarf ekki, af þvf
að svefnherbergin eru loftkæld,
svo að ekki þarf neitt að opna
gluggana. En við höfum net fyr
ir svölunúm og hurðum og
gluggum. Satt að segja eru einu
eiturkvikindin, sem ég hef séð
í Pakistan, slöngurnar hjá temj
urunum. Aðalbölvaldurinn þar
um slóðir er malarían, en henni
er verið að útrýma. Við tökum
pillur, sem eiga að varna henni
ög halda henni niðri, ef maður
fær einhvern snert. Svo fær
maður sprautur við öllum
skrambanum nú til dags, eins
og þú veizt. Það ar aðallega
kúabólan, sem er landlæg í Pak-
istan. Hollustuhættirnir gætu
verið betri þarna, skal ég raunar
viðurkenna".
Tjú kannt vel við þig f land-
” inu?“
„Já, alveg ágætlega. Við er-
um búin að vera þar tvö ár og
vonumst til að verða 2 ár í við-
bót. Ég hef ekki kunnað öllu
betur við mig í nokkru öðru
Ræít víð ívðr Guð-
mundsson forstjóra
upplýsingaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna
í Pakistan
Bamfóstrustarfið hefur aldrei verið neitt grín! ívar með synina
tvo, Brján og Brúsa.
landi. Fólkið er indælt og elsku
legt, og við eigum marga góð
vini meðal Pakistana".
„Tala ekki flestir ensku?“
„Jú, þ. e. a. s. menntað fólk.
Annars er töluð úrdú í Vestur-
Pakistan og bengalska f Austur
Pakistan, en enska er nokkurs
konar .lingua franca'. Auk þess
erti aðalmállýzkurnar 46 talsins.
Austur- og Vestur-Pakistan eru
gerólíkar þjóðir, það eina sam
eiginlega er trúin“.
„Og hún er Islam, er það
ekki?“
„Jú. Hún er þeirra sameining
artákn".
„Hefur fólk þarna austur fráV
nokkra hugmynd um Island?
Eða veit það kannske ekki, að til
sé land með því nafni?"
„Ja, það er tvennt, sem flestir
vita eitthvað um, og það er
Iandhelgisdeilan við Breta og
svo Loftleiðir. Og fólkinu finnst
merkilegt, að jafnfámenn þjóð
og íslendingar haldi uppi sam-
keppni á alþjóðamælikvarða og
standi sig svona vel“.
„JJvernig fellur þér starfið?"
„Alveg prýðilega. Þetta
er lifandi og Iærdómsríkt, nóg
að gera, og maður kynnist mörg
um hliðum á mönnum og mál-
efnum“.
„Hvað hefurðu unnið í mörg-
um löndum?“
„Bíddu nú við — 4 ár í New
York, 4 f Kaupmannahöfn, 2 í
Pakistan, svo sem blaðafulltrúi
hingað og þangað, t. d. í Sviss,
Ítalíu og Egyptalandi. Ég er
búinn að vera 12 ár í þessu".
„Og í hverju er starfið aðal-
lega fólgið?"
„Að kynna tilgang og starf-
semi Sameinuðu þjóðanna og
gera almenningi skiljanlega þörf
ina á þeirri starfsemi. Sumir
halda, að hún felist mestmegnis
f endalausu rifrildi og stjórn-
máladeilum á allsherjarþinginu.
en þó að sá þátturinn sé einna
mest auglýstur og útbásúnaður
í blöðum og útvarpi, er hann
ekki nema lítill hluti af öllu sam
an. Innan SÞ starfa margar sér-
stofnanir að alls kyns mannúð-
ar- og menningarmálum, t. d.
Unesco, FAO, WHO, UPU og
ýmsar aðrar, og það er hlutverk
okkar f upplýsingaþjónustunni
að veita fræðslu um starfsemi
allra þessara greina, útbúa rit
og bæklinga um hana, svara fyr
irspumum o. s. frv.“.
„Hvað myndirðu segja, að
væri einkennandi fyrir andrúms
loftið hjá SÞ?“
„Ja .. þetta er góð spurning,
en henni er ekki auðsvarað. Ég
held, að ég myndi segja, að
það væri vinátta og gagnkvæm
virðing. Mér finnst andrúmsloft
ið mjög gott og þægilegt, og
það er einmitt virðingin, sem
menn sýna hver öðram, og vin-
áttan milli þeirra, sem mér fell-
ur svo vel. Eftir dálítinn tíma
hjá SÞ gleymir maður alveg að
hugsa um þjóðemi fólks, það
skiptir engu máli lengur. Aldrei
heyrist hnjátað í neinn fyrir
þjóðemi hans eða litarhátt, allir
eru jafnréttháir, og enginn grein
armunur er gerður á einni þjóð
og annarri. Enda er fólk alls
staðar eins, þó að eitthvað
kunni að vera ólíkt á yfirborð-
inu: siðir, venjur og þess hátt-
ar“.
fjú tekur enga þjóð fram
”^ yfir aðra?“
„Nei, ég er svo heppinn
að hitta gott fóik, hvar sem ég
kem, og ég kann alls staðar
vel við mig. Ja, annars ....
jú, ég verð að viðurkenna, að
mér þykir vænna um íslendinga
en nokkra aðra þjóð. Hvað fólk
ið getur verið gott við mann
hérna heima! Hvað það man eft
ir manni og er hlýlegt og vin-
gjarnlegt. Betra fólk getur ekki
verið til á jörðunni".
„Þú ert þá ekki orðinn svo
alþjóðlegur f hugsunarhætti, að
þér finnist þú ekki lengur vera
íslendingur?"
„Nei, hamingjan góða, ekki
aldeilis. íslendingur verð ég allt
af, hvað sem öðru líður. Og þeg
ar ég kem aftur heim og labba
hér um borgina, finnst mér eins
og ég hafi aldrei farið neitt burt.
Um leið og ég er kominn til
Reykjavíkur, er ég aftur orðinn
sami götustrákurinn og í gamla
daga!“ —SSB
Gengur skár að
f á menn á togara
Þetta var svar Þorsteins Am-
alds hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur við fyrirspurn fréttamanns
Vísis.
Allir íslenzku togararnir eru
nú á veiðum fyrir heimamark-
að, að einum undanteknum. —
Þeir eru á ýmsum miðum og
uppistaðan í aflanum karfi.
Flestir togaranna eru á heima
miðum, nokkrir á miðum úti
fyrir Austur-Grænlandi og fá-
einir á miðum við Vestur-Græn-
land. Aflinn er nokkuð misjafn,
en sum skip fengið góðan afla.
Þessir togarar hafa landað hér:
Egill Skallagrímsson 189 1/7,
Hvalfell 219 2/7, og í gær kom
Ingólfur Amarson með full-
fermí 260—270 tonn og Jón
Þorláksson beið löndunar. Hann
var með 210—220 tonn. Geir
og Fylkir eru væntanlegir bráð-
lega.
Einn togari er á saltfiskveið-
um. Er það Þormóður goði og
er hann á veiðum við Vestur-
Grænland og var búinn að fá
325 tonn fyrir nokkrum dögum
Framh. á bls. 13
. . t