Vísir - 06.07.1963, Síða 16

Vísir - 06.07.1963, Síða 16
ISIR Laugardagur 6. júlí 1963. Dorade farinn Seyðisfirði í gærkveldi. Brezki togarinn Dorade, sem tekinn var fyrir rúmri viku í Lónsbug fór i kvöld frá Seyðis- firði eftir rúmlega 9 sólarhringa dvöl þar. Ástæðan fyrir þessari löngu dvöl togarans er sú að tryggingarfé fyrir sekt og afla og veiðarfærum fékkst ekki greitt af hálfu eigenda skipsins fyrr en kl. 8 í kvöld að það barst. Á s ömu stundu bjóst togarinn til að halda burt og var í þann veginn að leggja frá landi kl. 9 kvöld. tekin / notkun Feröamannastraumurinn til lslands virðist fara stöðugt vax andi, og eru það sífellt fleiri, sem hingað flykkjast til þess að skpða landið. Vísir hafði f gær samband við nokkur hótelanna, til þess að fregna þar, hvernig aðsóknin væri. Hótel Saga hefur tekið í notkun eina hæð í viðbót, 7. hæðina. Var hún opnuð 1. júlí, og eru þar með öll hótelher- bergin, 90 að tölu. komin f notkun. 7. hæðin var tekin í notkun á hádegi, og um kvöldið var hvert einasta herbergi upp tekið. Sömu sögu er að segja um Hótel Borg og Hótel Garð. Á Hótel Borg eru 46 herbergi, og rúma þau 73. Herbergin eru öll upptekin og mikið pantað. Á Hótel Garði eru 88 her- bergi, sem rúma um 160 manns. Einnig þar er mikið pantað og svo til fullt nú, meira en 80 prósent nýting. Það virðist hafa verið um miðjan júnf, að fyrstu hóparnir fóru að koma, og voru Vestur-lslendingarnir meðal Framh. á bls. 5 Lfkan af nýju sundlauginni f Laugardalnum. Sunéhugin í Lnugardni veriur tilbúin eftir tvö ár Á næstunni verður Ieitað eftir tilboðum í fullnaðarfrágang nýju sundlaugarinnar á íþróttasvæðin;' 1 Laugardal. Er um að ræða s* /ti 4* og fullkomnustu sundlaug lftnísirjs með tilheyrandi áhorfendapöllum, búningsherbergjum, böðum o. s. frv. Eftir er að steypa botninn f laug ina, sem er í tvennu lagi, ferhyrnd laug, 50 metra löng 21 meter á breidd og vaðlaug með bogadregn- um línum, sem er fyrir börn. Alis er laugin um 2000 fermetrar. Þá verða einnig reistir yfirbyggðir á- horfendapallar fyrir 2000 'manns f sætum og munu þeir standa á húsi, tveggja hæða. í kjallara hússins Norræn Dagana 4.—7. júlf stendur yfir norræn póstmálaráðstefna f Reykja vík. Mæta þar alls 19 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, þar af 5 frá Islandi. Þátttakendur í póstmálaráðstefn- unni eru: Frá Danmörku: Gunnar Peder- sen, póst- og símamálastjóri Arne Krog, forstjóri, J. M. S. Andersen, skrifstofustjóri. Frá Finnlandi: Oiva Saloila, póst. og símamálastjóri, Harras Kolinen, forstjóri, Tauno Puol- anne, forstjóri. Frá Noregi: Karl Johannessen, póstmálastjóri, William M. Sjö- gren, forstjóri, Einar Döving, skrifstofustjóri. Frá Svfþjóð: Erik Swartling, póstmálastjóri, Helge Jader, aðal- forstjóri, Karl Axel Löfgren, for- stjóri, Torbjörn Seiden, skrifstofu- stjóri, Ture Nylund, fv. skrifstofu- stjóri. Frá íslandi: G. Briem, póst- og símamálastjóri, Bragi Kristjánsson, forstjóri rekstursdeildar, Páll Dan- íelsson, forstjóri hagdéildar, Matt- hías Guðmundsson, póstmeistari I Reykjavík, Rafn Júlíusson, póst- málafulltrúi. Framh. á bls. 5. Frá vinstri: Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri Karl Johannessen, póstmálastjóri Noregs, Gunnar Pedersen, póst- og sfmamálastjóri Danmerkur Erik Swartling, póstmálastjóri Svíþjóðar Oiva Saloila, póst- og sfmamálastjóri Finnlands. verða vélar og hreinsitæki, á neðri hæð böð og búningsklefar á efri h»ð aðgöngumiðasala, sölubúð, og ? ay<riiherbergi. Gert er ráð fyrir að gengið verði endanlega frá sundlauginni og byggingum innan tveggja ára. Rr hér um hið glæsilegasta mannvirki að ræða, teiknað á teiknistofu húsa meistara Reykjavíkurborgar, Einars Sveinssonar. Veiddi kóp á færi Seyðisfirði í gærkveldi. Ellefu ára gömul telpa fékk kóp á handfæri, þar sem hún var að veiða við bryggju á Seyðisfirði í gær. Telpan var á bryggju söltunar- stöðvar Haföldunnar á Seyðisfirði og var að renna færi í sjóinn. Allt í einu var bitið á, en „fiskurinn" virtist óeðlilega þungur. Nærstadd- ir fullorðnir menn komu telpunni til hjálpar og brátt kom veiðin f ijós, en það var lítill selskópur. Mennimir náðu kópnum á land, þar sem hann var ljósmyndaður ásamt telpunni, en að þvf búnu var hann látinn f sjóinn aftur og gefið frelsi. Gestir frá 3 heims- álfum viiMývutn Akureyri í gær. Aðsókn að gistihúsunum við Mývatn, Reykjahlíð og Reynihlíð, hefur verið svo mikil undanfarið að oft hefur orðið að koma gestum fyrir á einkaheimilum f sveitinni. Eru þó um eða yfir 80 rúm á þessum tveim hótelum. Auk þeirra sem gista f gisti- húsunum eða á bæjum er fjöldi fólks sem jafnan hefst við í tjöld- um. 1 sumar hefur borizt fjöldi pant- ana um gistingar, ekki aðeins frá Evrópulöndum heldur og frá Ame- ríku og meira að segja einnig frá Ástralfu. Allt bendir til þess að að- sókn að Mývatni hafi aldrei orðið svipað þvf eins mikil og f sumar, a. m. k. ekki hvað útlendinga snertir. Margir hinna útlendu gesta fara í lengri eða skemmri ferðalög frá Mývatni, enda hafa hótelin orðið að útvega leiðsögumenn að stað- aldri í ýmsar áttir, einkum þó að öskju og eins niður með vestan- verðri Jökulsá, um Dettifoss, Hólmatungur og Hljóðakletta. Framh. á bls 5 Klerkar handteknir ■fr Yfir 20 hvftir og blakkir klerkar voru handteknir í Balti- more í gær, þeirra meðal bisk- up frá New York. Þeir tóku þátt í kröfugöngu og kröfðust ,jafnréttis blakkra. Alls voru 400 handteknir. Týndi 43 þás. kr. 1 gærdag kom maður til lög- reglunnar í Reykjavfk og var þá nýbúinn að tapa bankaávísun, út- fylltri, að upphæð rúmlega 43 þúsund krónur. Manninum var að vonum ekki rótt yfir þessu tapi sinu, en meiri líkur þó til að frekar hafist upp á ávísuninni eða minnsta kosti að unnt verði að koma í veg fyrir greiðslu hennar, heldur en ef mað- urinn iiefði týnt bankaseðlum. Ekki var vitað f gærkveldi til að maðurinn hafi fundið hin týndu verðmæti sín. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.