Vísir - 13.07.1963, Side 1

Vísir - 13.07.1963, Side 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 13. júlí 1963. 158 tbl. Ný, ungfrú klukka1 Kl. 24 sl. nótt átti að tengja nýja simaklukku. Ef ekkert reynist athugavert mun framvegis heyrast ný rödd „Ungfrú Klukku“, scm er rödd frú Sigríðar Hagalfn leikkonu. Vísir frétti af þessu og hringdi í Bjarna Forberg, borgarsímstjóra. Gamla símaklukkan er búin að ’j.þjóna Reykjavík og nágrenni síðan il937 sagði Bjarni. Það, var frú Halidóra Briem, sem talaði inn á hana. Hún hefur fram til þessa dags sent stanzlaust út tímamerki, 80 milljón talsins og svarað 38 milljón hringingum. Klukkan sem stjórnaði útsendingunum var sænsk að gerð. Tal Halldóru var tekið upp á filmu. Hin nýja klukka er þýzk en fylgi tæki frá L. M. Ericsson. Upp- lýsingar „Ungfrú Klukku“ eru tekn ar upp á segulband hjá Ríkisútvarp inu en greyptar í hljómplötu hjá þýzkum aðila, Assman, Bad Hom burg. Platan þarfnast endurnýjunar annað hvert ár. „Ungfrú Klukka" er ein vinsæl- asta ungfrú borgarinnar, og er ekki að efa að hún verður það áfram. FLUGBÍ LLINN: UppfínningamaSurinn starf'■ ar hjá HITA V í S I R birti fyrir skemmstu frétt þess efn ir, að íslendingur hefði fengið einkaleyfi í Banda ríkjunum á „bifreið sem flýgur“. Vakti frétt þessi sem tekin var úr banda- ríska tímaritinu Science News Letter að vonum mikla athygli. í fyrirsögn tímaritsins um flugbílinn var sagt, að hér væri um bifreið að ræða, sem á skjótri stund megi breyta i flug- vél, og sé sama orka notuð til þess að knýja bæði skrúfurnar og hjól bifreiðarinnar. Uppfinn- ingamaðurinn var í fréttinni sagður Einar Einarsson og ætti hann heima í Farmingdale, New York ríki. Framh. á bls. 5 . Sigríður Hagalín. biskupar í Skálho/ts- kirkju við vígsluna 21. þ.m. Sögulegur atburður er fram- undan, vígsla hinnar nýju Skál holtskirkju um aðra helgi, eða sunnudaginn 21. þessa mánaðar. Má búast við miklu fjölmenni í Skálholti þann dag, ef ekki verð ur því óhagstæðara veður, suni ir gizka á 10—20 þúsund, aðrir minna og enn aðrir meira. Bisk Mikið brunatjón aðHeiðargerðifíó 1 gær urðu mikiar bruna- skemwdir á Iitlu ibúðarhúsi og innanstokksmunum þess að Heið- argerði 80. Þetta er einnar hæðar hús með lágu risi. t því býr ein kona og var hún heima þegar eldurinn kom upp. Slökkviliðið var kvatt á vettvang laust fyrir kl. hálffimm í gærdag, og þegar það kom á staðinn var mikill eldur í tveimur stofum í norðurenda hússins. Þær voru klæddar með trétexi og urðu þarna verulegar skemmdir. Innrétt- ingin brann að mestu og eyðilagð- ist og allir innanstokkmunir sem í sfofunni voru gjöreyðilögðust. Aftur á móti tókst slökkviliðinu að verja risið og suðurenda húss- ins fyrir eldinum, en í þeim enda var forstofa, eldhús og snyrtiher- bergi og urðu þar engar eld- skemmdir. Óvíst var í gær um eldsupp- tök, því i stofunum þar sem eldur- inn kviknaði voru engin eldfæri né hitunartæki af neinu tagi. Þar var og enginn inni, og konan sem f húsinu býr varð eldsins þá fyrst vör er hún heyrði rúðurnar springa i stofunum. Leikur helzt grunur á að kviknað hafi f út frá útvarpstæki. Húseigandinn hefur orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, ekki aðeins vegna skemmda á húsinu heldur og líka vegna þeirra verðmæta sem i stofunum voru geymd. upinn yfir Islandi, herra Sigur- björn Einarsson, framkvæmir vígsluna, en auk hans verða 8 biskupsvígðir menn við þessa sögulegu athöfn og aðstoða við vfgsluna. Það er fyrrverandi biskup Islands, herra Ásmund- ur Guðmundsson, vígsiubiskup- arnir Bjarni Jónsson og Sigur'3- ur Stefánsson, einn biskup frá hverju hinna Norðurlandanna, auk hins nývígða Færeyjabisk- ups, og loks verður dr. Valdi- mar J. Eylands, fulltrúi Vestur- fslendinga, meðal vígsluvott- anna. Dr. Páll ísólfsson leikur á hið nýja pípuorgel Skálholts- kirkju, dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóri stýrir söng og hefur æft sérstakan kór, er nefn ist Skálholtskórinn. Að sjálfri vígsluathöfninni lokinni, flytur forsetj fslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, ávarp f kirkjunni, svo og einn hinna erlendu biskupa og Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, sem afhendir Þjóð , kirkju íslands Skálholtsstað til eignar og umráða. Biskup ís- lands flytur þakkarorð. Meðal | gesta við vígsluna verða forseta- hjónin, rikisstjórn, fulltrúar er- lendra kirkna og sendiherrar, prestar landsins og konur þeirra og ýmsir aðrir. Kirkjan getur Framh. á bls. 5 SkiSdu vélina eftir vegna krapahríðar Frá fréttaritara Vísis á Húsavík. Flugvél Sandgræðslu ríkisins, sem notuð er til dreifingar á áburði í Þingeyjarsýslu þessa dagana var skilin eftir bundin við jörðu 1 landi Þeistarreykja I fyrradag. Var ný- lokið við að dreifa áburði á sand græðslusvæði f landinu, þegar skall á krapabylur og dimmviðri. Fljúga átti flugvélinni á lítinn flugvöll í Aðaldal, þegar veðrið/ skall á. Var þá ekki um annað að ræða en skilja hana eftir og binda niður. Flugmaðurinn hélt ásamt að- stoðarmönnum sinum til Húsavík- ur. Var þá komin öskrandi krapa- hríð. í gær fór hann svo og sótti vél- ina og lenti henni á Aðaldals-flug- vellinum. Þá hafði fennt yfir allar slóðir. Síðan kom mikið dimm- viðri svo að ekki sást nema upp að fjallsrótum. Talsverður rekís út af Horni Allmikill ís sást í gær á reki upp að Horni og Síðumúlabjargi, sem er Húnaflóamegin við Hornbjarg. Skipstjórninni á DfsarfeHi virtist ísinn Iandfastur við Síðumúlabjarg. Hins vegar kvað vitavörðurinn á Horni ísinn vera á reki upp að Iandi. Skeyti skipstjórans á Dísarfelli til Veðurstofunnar var á þá leið að fjórar og hálfa sjómflu austur af Horni vær; allþétt rekfsbelti, sem lægi frá norðri til suðurs, og virt- ist ná að Iandi við Smiðjuvfkur bjarg, og eins langt norður og séð varð. Beltið var talið um eina og hálfa sjómílu á breidö en út frá beltinu voru strjálir jakar á reki á siglingaleið allt austur á móts við Óðinsboða. Þetta skeyti var sent klukkan 16,45. En klukkan 13 barst Veðurstof- unni skeyti frá vitaverðinum á Horni er tilkynnti að ísinn væri á reki aö ianriL

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.