Vísir - 15.07.1963, Blaðsíða 5
V í S IR Mánudagur 15. júlí 1963
5
ans, kvikrr. .dahúsið, hefir próf.
Alexander stutt ötullega og lengi
verið i stjórn þess, en kvikmynda-
húsið hefir einnig reynzt Háskól-
anum drjúg tekjulind.
Um þessi ómetanlegu fram-
kvæmdastörf próf. Alexanders
nætti rita langt mál. Það verður
hó ekki gert hér. en hins skal get-
ið, að á háskólahátíð 7. okt. 1961
sæmdi lagadeild Háskólans próf.
\lexander doktorsnafnbót í lög-
fræði fyrir einstæða atorku hans
í stjórnsýslumálum. Sú viðurkenn-
ing talar sinu skýra máli og mun
naumast eiga sinn líka á Norður-
'öndum. Sakir þessara starfa ei;
nafn próf. Alexanders órjúfanlega
tengt sögu Háskóla fslands og
hans verður ávallt minnzt sem eins
nesta velvetðarmanns skólans.
Próf. Ale::ander beitti sér ekki
einungis fyrir verklegum fram-
kvæmdum í þágu Háskólans --
hann átti einnig mikinn þátt í
hvf. að auka starfssvið skólans.
lann var t. d. forvigismaður þess,
að stofnað var til kennslu til B.A.-
orófa og studdi með ráðum og
láð að því að hafizt var handa um
ærkfræðikennslu og að viðskipta-
'ræðikennsla var tengd Háskólan-
im Þá átti henn og frumkvæðið
að því, að Orðabók Háskólans
var sett á laggirnar sem stofhun,
en verk það, sem þar er unnið. er
meðal helztu rannsóknarefna, sem
Háskólinn hefir beitt sér fyrir frá
upphafi. Munaði miklu um framlag
próf. Alexanders til þessa máls,
bótt það verði ekki rakið hér gerr.
Próf. Alexander er mikill og
beillandi persónuleiki. Hann er
maður heill og hreinn, góðgjarn
og glaðlyndur, hlýr og trygglynd-
ur. Hann er aðsópsmikill maður,
fyrirmannlegur og virðurlegur.
Hann er mannúðar- og dreng-
skaparmaður og einstakt ljúf-
menni. Að eðlisfari er hann bjart-
sýnn, áræðinn, þrekmikill og þol-
góður. Lífsviðhorf hans hafa á-
vallt verið skýrt mótuð af trú
í Guð og trú á landið og óbif-
andi sannfæringu um, að vfsind-
in efli alla dáð landsmanna Hann
er einn hinn mesti hugsiónamaður,
er land vort hefir alið. Hann hef-
ir verið laginn við að vinna hug-
sjónum sínum fyigi og haft ó-
trúlega orku til að leggja góðum
málum lið. Hann hefir ávallt
verið djarfur maður, hik og hálf-
velgja eru honum þvert um geð
og hann hefir verið óragur að
balda fram máli sínu hvem sem
var við að eiga. Hann er mað-
ur „integer vitae“ og yfir lífi
bans hvílir einstök heiðríkja.
ÆIvi=tarf nrðf \'evanders er
svo stórkostlegt, að undrum sætir,
hverju hann heíir fengið áorkað.
Framli. á bls. 3.
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
FERÐIZT í VOLKSWA3EN
■pUNN atk/æðamesti og kunnasti
menntamaður íslenzkrar þjóðar,
dr. Alexander Jóhannesson er hálf-
áttræður í dag. Þegar próf. Alex-
ander varð sextugur gat hann bess
í blaðaviðtali, að ekki væri ástæða
til að geta sfn nema svo sem með
tfu lfnum. Þessi orð lýsa dr. Al-
e-ænder vel, og þau bjóða jafn-
framt nokkurn vamað um mála-
lengingu, er minnast skal hans
hálfáttræðs f dag.
Alexander Jóhannesson lauk
doktorsprófi árið 1915, þá 27 ára
að aldri. Þegar að loknu þvf prófi
settist hann að hér á landi og
gerðist einkakennari við Háskóla
Islands. Var hann embættislaus,
unz hann var skipaður dósent
1925. Mér finnst þessi viðbrögð
Alexanders vera næsta táknræn
fyrir hann — þau sýna hinn brenn-
andi áhuga hans á að helga sig
fræðistörfum og jafnframt þann
ásetning hans að starfa hér heima
landi sínu til sæmdar og heilla, en
geta má þess nærri, hvort slíkur
lærdómsmaður sem hann var hafi
hafi ekki átt kost á vel launuð-
um störfum erlendis. Próf Alex-
ander var síðan kennari við Há-
skóla íslands óslitið frá 1915 til
1958, er hann Iét af embætti sakir
ákvæða laga um aldurshámark op-
inberra starfsmanna.
Enginn maður hefur starfað jafn
lengi að kennslu við Háskóla ís-
lands sem próf. Alexander og að
öllum öðrum ólöstuðum hefur eng-
inn háskólakennari helgað háskól-
anum sem stofnun jafn mikinn
hluta af starfskröftum sínum sem
hann. Hann hefur alla ævi verið
einstakur vinnuvíkingur, atorka og
elja hafa mótað starf hans allt.
Próf Alexander er mikill áhuga-
og fjörmaður og hamhleypa til
allra verka. Áhugamál hans hafa
verið óvenju víðfeðm. Hann er einn
beirra manna, sem hefði getað
fengizt við margs konar störf eða
starfsgreinar og sinnt þeim hverri
um sig með miklum sóma. Greind
hans er skörp og alhliða og hann
hefur fágæta hæfileika til félags-
legrar aðlögunar og samstarfs við
menn úr ýmsum stéttum og með
mismunandi lffsviðhorf.
I Störf próf. Alexanders skiptast
í tvo meginþætti, annars vegar eru
fræði- og kennslustörf og hins
' vegar störf að framkvæmdastjórn
Háskólans og að ýmsum félags-
Iegum verkefnum.
; Próf. Alexander stundaði kennslu-
I störf af kostgæfni. Hann nýtur
; mikilla vinsælda og óskiptrar
| virðingar nemenda sinna, svo sem
m.a. kom fram, er þeir helguðu
honum afmælisrit á 65 ára afmæli
hans. Einn nem hans próf. Hall-
dór Halldórsson, hefur lýst próf.
Alexander sem kennara með þess-
um orðum: „Dr. Alexander er
skemmtilegur kennari, fjörugur,
lífmikill. Það grúfir engin logn-
molla yfir kennslustundum hans.
Þar er hreyfing og kraftur".
Á fræðisviði liggia eftir próf. Al-
exander rit, sem eru geysimikil
að vöxtum, og er próf. Alexander
í hópi þeirra háskólakennara hér
á Iandi, sem mest hafa ritað í
fræðigrein sinni. Fræðirit hans
fjalla einkum um germanska sam-
anburðarmálfræði, en hann er mik-
ill lærdómsmaður f beim fræðum.
Hann hefur enn fremur samið
mörg rit um einstakar greinir ís-
lenzkrar málfræði, sérstaklega um
orðmyndanir og hljóðbreytingar.
Þá hefur hann samið málfræði
frumnnorrænnar tungu, sem þýdd
var á þýzku og er enn talið höfuð-
rit um þetta efni. Veigamesta rit
hans mun þó vera hin mikla upp-
runaorðabók, sem nú er fullsamin
og út gefin. röskar 1400 bls. —
hin fyrsta, er tekur yfir íslenzkt
mál frá upphafi til nútímans. Það
rit er stórvirki, sem kostað hefur
óhemjulega vinnu, og ber rann-
sóknargleði höfundar og rannsókn-
arþoli fagurt vitni. Erlendir og inn-
lendir lærdómsmenn hafa borið
mikið lof á próf. Alexander fyrir
þetta verk, sem ávallt mun verða
talið höfuðrit á sínu sviði.
Starf próf. Alexanders við upp-
runaorðabókina mun hafa beint
hug hans að því heillandi viðfangs-
efni málfræði, hver sé uppruni
mannlegs máls. Á síðari árum
hefur hann ritað margar bækur og
ritgerðir um þetta efni, sem honum
hefur verið næsta hugfólgið. Er
hann einn af helztu talsmönnum
látæðiskenningarinnar, svo sem
kunnugt er. Hefur hann hlotið
mikla viðurkenningu fyrir hið
geysimikla starf sitt að þessu við-
fangsefni, en vitaskuld hljóta skoð-
anir manna að vera næsta skiptar
um þessa miklu mannlegu ráðgátu.
í sambandi við fræðistörf próf.
Alexanders er vert að benda 'á, að
Dr. Alexander Jóhannesson
prófessor.
allmikill hluti af ritum hans eru
rituð á tungumál stórþjóða, ensku
eða þýzku. Er það til fyrirmynd-
ar, þvf að rannsóknir og kenning-
ar íslenzkra fræðimanna verða eigi
kunnar erlendis að neinu ráði,
nema rit þeirra birtist á tungumál-
um stórþjóða. Hefur það komið sér
vel fyrir próf. Alexander að þessu
leyti, að hann er einn hinn mesti
málagarpur í hópi íslenzkra fræði-
manna.
Þótt kennslu- og fræðistörf próf.
Alexanders séu mikilsháttuð og
myndu vissulega ein sér halda
lengj á lofti orðstír hans, er þó
ekki síður ástæða til að minnast
f dag starfa hans að stjórn Há-
skóla íslands og ýmsum öðrum
félagslegum efnum. Hann var
fyrst kjörinn rektor 1933 ,og alls
gegndi hann því embætti í 12 ár,
miklu lengur en nokkur maður
annar. Að því starfi gekk hann
með eldmóði. snerpu og ósér-
hlífni og með þeim frábæra ár-
angri, sem alkunnugt er Er vöxt-
ur og efling Háskólans vissulega
fremur honum að þakka en nokkr-
um öðrum einstökum manni, og
hafa þó margir liðtækir atorku-
menn lagt þar hönd að. Próf. AI-
exander hefur unnið það einstaka
afrek, að heilt hverfi bæjarins, há-
skólahverfið, hefur mótazt að veru-
'egu leyti fyrir forgöngu hans og
hlverknað Hann var forv'gismaður
og helzti framkvæmdamaðurinn
um smíði háskólahúss á árunum
1936 til 1940 og lagði þar á sig
brotlaust erfiði, einnig við fjárút-
vegun til hússins. Hann var mikill
talsmaður þess, að atvinnudeild
Háskólans var stofnuð og ól von-
ir um, að hún yrði tengd skólan-
um traustari böndum en raun
hefur á orðið. Þá var hann einn
af frumkvöðlum þess, að stúdenta
garðarnir báðir væru reistir og var
íbreyjandi að Ieggja þeim málum
lið.
Þá var smíði íþróttahúss mjög
að hans frumkvæði, en hann hefir
ávallt verið mikill áhugamaður um
íþróttir og lagt fast að stúdentum
að stunda þær. Skipulagning há-
skólalóðarinnar eldri og fram-
kvæmdir við fegrun hennar komu
og mjög f hans hlut. Þá var hann
I formaður byggingarnefndar Þjóð
J minjasafnshúss á sínum tíma og
I vann þar geysimikið starf. Sfðasta
j stórframkvæmd er hann hafði
| forystu um, var hið mikla kvik
mynda- og hljómleikahús H" ;kól
ans, Háskólabíó, er vfgt var á 50
ára afmæli Háskólans, hinn 6. okt
1961. Var próf. Alexander formað-
ur byggingarnefnda flestra þessara
stórbygginga og hlífði sér hvergi.
Enn ber þess að minnast, að próf
Alexander átti mestan hlut að því.
að Háskóli íslands fékk leyfi til
happdrættisrekstrar, en hann hef-
ir verið f stjórn happdrættisins ó-
slitið frá því er það hóf starfsemi
árið 1934. Hefir happdrættið verið
hin mesta lyftistöng fyrir Háskól-
ann og reynzt því mikill búhnykk-
ur. Hitt fjármálafyrirtæki Háskól-
75 ára í dag
Dr. Alexander Jóliannesson
prófessor, fyrrv. háskólarektor