Vísir - 17.07.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1963, Blaðsíða 2
VÍSIR . Miðvikudagur 17. júlí 1963. pi 0=1 n1.. = r 5 i i Li VY///A J W///////A W//////Æ Norðurlönd„bursta Bulkun I frjálsum Norðurlönd 124,5 stig gegn 73,5 stigum Bulkun Norðurlandaliðið í frjáls- um íþróttum aflaði sér tryggrar forystu á fyrra deginum gegn Balkanlönd- unum í keppninni í Hels- inki í gærkvöldi. NL hafa nú 41 stig yfir, 124.5 stig gegn 73.5 stigum Balkan- landanna. ísland á sem kunnugt er einn mann í liðinu, Valbjörn Þorláks- son, sem er efstur í tug- þraut eftir fyrri daginn. Um 15.000 ðhorfendur voru á OL-vellinum í gærkvöldi. Hápunkt- ur keppninnar í gær var hið stór- kostiega spjótkast Finnans Nevala. Hann setti nýtt Norðurlandamet, kastaði 86.33 metra, sem er finnskt met og Norðurlandamet, aðeins 55 sm. lakara en heimsmet Italans Lievore. Balkanmenn unnu aðeins einn einasta sigur í gærkvöldi, 110 metra grindahlaup, en Norður- Iönd unnu tvo þrefalda sigra og fjóra tvöfalda sigra. 100 metra hlaupið sem búizt var við sem mjög sterku hlaupi var lé- legt. Aðeins Finninn Pauli var undir 11 sek. en brautin var slæm. I 1500 metrunum náði Olavi Sal- onen bezta tíma ársins á 3.42.7 eftir stórkostlegan endasprett gegn hinum hættulega Rúmena Vamos. Svíinn „Esso“ Larson varð að láta Myndin var tekin um helgina I London. Pað er verið að mæla metstökk John Pennel f stangar stökkl. Stökkið reyndist ná- kvæmlega 5.098 metrar. Eins og sjá má er notaður sérstakur lyftuútbúnaður til að mæla stangarstökk. Á miðri mynd- inni sést Pennel sjálfur vinna við mælinguna. sér nægja 3. sætið í þessari miklu viðureign. 1 400 metra hlaupi varð „stór- slemm“ fyrir Norðurlöndin, mjög góður tími hjá Fernström 47.4, því hin þunga og regnvota braut eyöi- lagði mjög einkum styttri hlaupin. Sömuleiðis i langstökkinu, þar voru það 3 Finnar sem sáu um þrefaldan sigur. Eskola 7.73, Sten- ius 7.62 og Hartikainen 7.42. Búlg- arinn Tsonev stökk einnig 7.42, en næstbezta stökk Finnans var betra og þar með var „fullt hús“ tryggt fyrir Norðurlönd. 10.000 metra hlaupið var bragð- Valbjörn efstur Valbjörn Þoriáksson náði forystu f tugþraut Balkan— Norðurlönd f Helsingfors f gær- kvöldi að afloknu 400 metra hlaupinu, sfðustu grein fyrri dags keppninnar. Hann leiðir með 3787 stig, 2. er Kolnik, Júgóslavíu með 3765 stig, 3. Kahna, Finnlandi með 3710 stig og 4. Sokol, Rúmenfu 3585 stig. Valbjörn varð 2. í 100 metra hlaupi á 11.3 sek., 2. i lang- stökki með 6.71, 3. í kúluvarpi 13.11, 2. í hástökki með 1.82, aHt mjög góðir árangrar. Met Valbjarnar í tugþraut er 6983 stig sett í fyrra. Að þessu sinni á Valbjörn möguleika á að hnekkja metinu, einkum ef honum tekst upp í stönginni, en róðurinn verður eflaust þungur en allavega verður hér um gott afrek að ræða hjá Valbirni. Valbjörn Þorláksson dauf sýning og Finninn Kuha og Norðmaðurinn Benum leiddu mest- allt hlaupið. Endasprettur Norð- mannsins færði honum öruggan sigur á 29.47.6 en Finninn gat ekki varðveitt annað sætið, Rúmeninn Lupu komst inn á milli og fékk 29.48.8,4 brotum betra en hjí Kuha. Sleggjukast var sýning hjí Norðmanninum Strandli, öll kös' „réttu megin“ við 60 metrana. Petterson, Svíþjóð vann hástökl 2.09 og var öruggur sigurvegari ' þeirri grein. Frnm — Drumchapel 1:1 Mótmælundo vísuð át uf er Frum þfnuði Harður leikur i 2. flokki í gær í gærkvöldi kepptu á Melavell-mistekin, hún lenti of nærri inum skozka Iiðlð DRUMCHAPEL og lið Fram, sem er íslandsmeist- ari f 2. flokki. Leiknum lauk með jafntefli 1:1, eftir að Fram skoraði jöfnunarmarkið á síðustu mínútu leiksins við gífurleg mótmæli Skotanna ungu, sem oft komu kjánalega fram við dómara og létu æsa sig óþarflega upp. Leikurinn í gær var allskemmti- legur og snoturlega leikinn af beggja hálfu, ekki síður Fram, en báðir áttu góð færi á að skora mark. Fyrsta mark leiksins kom þó ekki fyrr en eftir 15 mínútna leik í seinni hálfleiks. Það kom eftir hornspyrnu frá Wilie hægri úth. Hornspyrnan hefði undir venjuleg- um kringumstæðum átt að vera marki og markvörðurinn átti að grípa örugglega. Hallkeli mark- verði urðu þarna á mistök, sneri inn að marki með boltann, missti hann frá sér og inn fyrir línuna. Fram skoraði sitt mark er að- eins var rúm mínúta eftir af leik. Skot gegnum varnarvegg Skota, strandaði á skozkum fæti og hrökk fyrir fætur Hinriks Einarssonar h. innherja Fram, sem skaut örugg- 'ega f netið framhjá atvinnumanns efninu Logan. Þesstl laglega og jafnframt lög- lega marki var ákaft mótmælt af skozku piltunum, en vissulega var þarna um löglegt mark að ræða, boltinn kom til Hinriks frá Skota, sem útilokar að hann hafi verið rangstæður. Daníel Benjamínsson, idómari, neyddist ti lað vísa einum mótmælendanna út af leikvelli, það var Hope, efnilegur leikmaður, sem á m. a. eftir að ná taumhaldi á skapi sínu, því f eitt skipti braut hann mjög fölskulega af sér, þann- ig að allir sáu nema dómarinn. Beztu menn voru þeir Logan markvörður, innherjarnir Aird og Gemmel, en sá síðasttaldi er til- vonandi atvinnumaður hjá St. Mirren, en kornungur og hefur ekki aldur til að skrifa upp á samning ennþá. Af liðsmönnum Fram má hæla vörninni í heild með Sigurð Frið- riksson miðvörð langsterkastan. Framverðir ágætir og framlínan allsterk en ristir ekki nógu djúpt enn sem komið er. Er hér um gott lið að ræða hjá Fram. Dómari var Daníel Benjamíns- son og dæmdi allvel en hefði mátt vera strangari á köflum. — jbp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.