Vísir - 18.07.1963, Side 4
4
V í S I R . Fimmtudagur 18. júlí 1963.
☆
Þcgar landbúnaðarsýningin
mlkla var haldln á Selfossi
héraa um árlS kom þar múgur
margmenni, héðan úr höfuðborg
inni og af öllu Suðurlandsundir-
lendl, og margt úr öðrum lands-
hhjtum. Þar var lika margt að
sjá og skoða og fullyrða má, að
þasr nmrfeUt tuttugu þúsundir
raanna, sem komu á sýninguna,
hafl ekki farið hehn vonsviknir.
Aberandi var hve áhuginn var
mfldll fyrir öllu þar, sem heyrir
undir nútfma véltœkni, en sá
áhugi vex með ári hverju. En
allt er breytingum undirorplð,
með nýjum tímum koma nýir
menn og nýjar hugmyndir, og
nú fer það liklega að verða
gamaldags, að stefna fólki hvað-
anteva að af landinu á einn og
sama stað, til dœmis til þess að
skoða búvélar. 1 fyrsta lagi eru
ef til vill ekld sldlyrði fyrir
hendi til stórsýnlnga slíkra sem
á Selfossi nema á nokkurra ára
frelsi, — þótt æskilegt væri að
halda þær áriega — og svo er
þróunin svo ör á okkar tímum
véitæknln svo ör á okkar tímum
að bændur td. þurfa að geta
fylgzt með nýjungunum — öll-
um breytingum sem fram koma
og gagnlegar þykja, og ekki af
fyrirlestrum í útvarpi og rit-
gerðum eingöngu, heldur þannig
að þeir geti séð og sannfærzt
sjállfr. Og það er hugmynd í
þessa átt sem Glóbus h.f. er að
framkvæma um þessar mundir
— með farandsýningu á þeim
tækjum, sem fyrirtækið útvegar
Með
— farandsýningu til þess að
koma með hin nýju teekl heim
til bændanna, fara með þau
um sveitir Iandsins — færandi
nútfma búvélatækni heim í hlað
varpann, ef svo meettl segja,
til þess að bændur almennt
geti fengið tækifæri til að kynn
ast nýjungunum — einnig þeir,
sem sjaldan eða aldrei eiga
heimangengt anna eða heimilis-
ástæðna vegna, — en án tækni
getur enginn búlð á lslandi.
tiet
Þetta kann að vera óvenju-
lega iangur inngangur að rabbi
um farandsýningu ofannefnds-
fyrirtækis, en nauðsynlegur þó,
að ég held, og mætti vera bend-
ing í þessu fyrir forystumenn
búnaðarsamtaka, ræktunarsam-
banda o.s.frv., hvort ekki bæri
að fara út á þessa braut, upp á
eigin spýtur, eða í samvinnu
við þau fyrirtæki, sem útvega
bændum og búnaðarsamböndum
nýtízku vélar.
Tíðindamaður frá Vísi leit inn
í skrifstofur Glóbusar h.f. nú í
vikunni og skýrðu þeir Árni
Gestsson og Ragnar Bernburg
honum frá þvf, að fyrirtækið
hefði nú tekið að sér umboð
fyrir DAVID BROWN traktor-
inn, og til þess að kynna hann
og aðrar nýjungar hefði verið
efnt til farandsýningarinnar.
Þeim sagðist svo frá, að þessi
gerð dráttarvéla væri mjög út-
breidd og vinsæl á Bretlandi,
og einkanlega mikið útbreidd í
norðurhéruðum landsins, en
einnig væri hún mjög vinsæl út
um allt samveldið, sérstaklega
mikið útbreidd í Belgíu, og raun
ar víða um lönd.
Fyrirtækið er mesti framleið-
andi á Bretlandi af þeim, sem
eingöngu starfa með brezku
hlutafé, og eitt af fjórum
stærstu dráttarvéla-framleiðslu
fyrirtækjum í landinu, en hin
starfa með erlendu fjármagni.
Saga David Brown fyrirtækis
ins hefst með svipuðu móti og
mörg gömul og gróin fyrirtæki
á Bretlandi og víðar. Það var
maður að nafni David Brown —
afi þess David Brown sem nú
er aðalmaður fyrirtækisins —
sem stofnaði það. Starfsmennim
ir voru tveir og eingöngu fram-
leidd vagnhjól úr tré. Verk-
smiðjur félagsins eru í Hudders-
field í Yorkshire og starfslið
yfir 10.000 manns.
Dráttarvélar þessar eru ein-
faldar að gerð og mikill kost-
ur, að varahlutir eru hinir sömu
í allar gerðirnar, en þær eru
þrjár: Gerð 850, verð 87 þús.
kr., gerð 880 verð 92.700 og
gerð 990, verð 97.6 þús. kr. Er
hér miðað við grunnverð með
Ungu bændasynirnir voru ekki síður áhugasamir en feðurnir. Myndin tekin á Hvanneyri, er Þorgeir
Elíasson fræðir menn um/vélarnar.
Fyrir sýningunni er búvéla-
ráðunautur fyrirtækisins Þorgeir
Elfasson og hefur hann með sér
tvo aðstoðarmenn.
tkt
Þeir Árni og Ragnar gátu þess
um, að því leyti að hún rótar
til heyinu og þyrlar því upp.
Verkfæri þetta, Fjölfætla, flýtir
heyþurkun um 20—26%. Verð
14 þúsund og 200 kr., þá er
sláttutætarinn (danskur), sem
útu. Getur þetta í mörgum til-
fellum sparað eina yfirferð. Þá
er gnýblásarinn, ný gerð, sem
kom á markaðinn £ vor. Hann
er norskur, frá Kvernelandsverk
smiðjunum. Þeir eru drifknúnir
IjiUH.
hm rjf
mu cnilðæi
venjulegum útbúnaði. Dráttar-
vélar þessar eru byggðar á
grind og auðvelt að taka þær
sundur til viðgerðar. Vökva-
kerfj þessa traktors er eitt hið
fullkomnasta, sem til er. Vél-
arnar eru 36, 42.5 og 52 hest-
afla.
Þeir Árni og Ragnar sögðu
það höfuðmarkmið með farand-
sýningunni að kynna þessa drátt
arvél.
Byrjað var á Hvanneyri 13.
og 14. júlf og dreif að margt
manna, á öllum aldri, til þess
að skoða vélamar. Og frá Hvann
eyri er ekið um sveitir iands-
ins með vélarnar — allt austur
á Hérað. I lestinni eruí Jeppi
með hjóihýsi, tvær dráttarvélar,
hver með einn vagn, með ýms-
um vélum á.
1 dag er sýningin í Varma-
hlfð í Skagafirði, en þaðan verð
ur ekið til Akureyrar, og vél-
amar sýndar í tilraunastöðinni
Lundi 20. og 21. þ.m. þá Ár-
nesi Aðaldal 23. og á Egils-
stöðum 27. og 28. þ.m..
að fyrirtækið David Brown fram
leiddi einnig iðnaðar- og belta-
traktora. Nauðsynlegt þótti, að
fyrirtækið tæki að sér útvegun
hentugra, einfaldra dráttarvéla,
sem hér henta vel og varð þessi
fyrir valinu, en fyrirtækið vildi
ekki leggja út í þetta fyrr en nú,
til þess að geta beðið viðskipta-
vinum sínum upp á nauðsynlega
varahlutaþjónustu. Ef sala reyn
ist mikil eins og vonir standa
til verður séð um að tæknilega
þjálfaðir menn ferðist um land-
ið og annist leiðbeiningar — og
viðgerðir, ef þarf.
th/
Á farandsýningunni eru auk
dráttarvélanna ýmsar aðrar nýj-
ungar. Þeirra meðal er Howard
mykju- og lagardreifarinn. Frá
þeirri nýjung hefir áður verið
sagt hér f blaðinu. Hann kom
á markaðinn f vor. Árni kvað
hafa verið mikla sölu f honum
sfðan og hefði hann þegar náð
miklum vinsældum. Hann kost-
ar 36 þús. Þá er ný gerð snún-
ingsvélar, frábrugðin eldri gerð-
slær, saxar og blæs grasið á
vagni, en einnig má nota hann
til að leggja heyið f múga til
þurkunar og ekki má gleyma
þvf, að það má nota hann til
þess að hreinsa túnin á vorin.
Verð 21 þús. kr.
S&S vökvaknúða sláttuvélin
er á sýningunni ‘(þýzk) og er
hún hliðartengd, einfaldari að
gerð en hér hefur áður þekkzt.
Hún var þrautreynd áður en
fjöldaframleiðsla á henni hófst
fyrir 2 árum. Hún er að vísu
heldur dýrari en eldri gerðir, en
skemmtilegri í notkun, og við-
hald hennar ætti að reynast ó-
dýrara en á eldri gerðum.
Ámoksturstæki frá Lien-verk-
smiðjunum norsku er á sýning-
unni. Við útvegum það fyrir
David Brown dráttarvélarnar.
Þá er Howard jarðtætarinn með
taki má breyta hraðastillingunni
taki má breyta hraðastilingunni
úr 120 snúningum á mínútu upp
í allt að 245, Þetta er gert með
því að skipta um tannhjól í
gírkassa, en það tekur eina mfn-
frá aflúttaki öxulsins. Þeir eru
með þrítengi, hafa selzt hér f
hundraðatali, og njóta mikilla
vinsælda. Þá er votheysblásari
með sama þrítengikerfi frásömu
verksmiðju. Loks er dráttar-
vagn með vökvasturtum og hin
landkunna Kvernelands hey-
kvísl. Hún er sett á ámoksturs-
tækin — hún er notuð til þess
að lyfta heyi af vellinum upp
í vagna og einnig má nota hana
til þess að flytja galta.
tkt
Árni Gestsson sagði að þeir
væru hinir áhugasömustu fyrir
nýtækninni f landbúnaði, sem
þeir hefðu tileinkað sér almennt,
enda hefði framleiðslan f land-
búnaðinum stóraukizt þrátt fyr-
ir vaxandi fólksfæð f mörgum
sveitum, og ef þær ættu eftir
að fyllast á ný, yrði það áreiðan-
lega tækninni að þakka að veru-
legu leyti, nýtæknin væri megin
stoð landbúnaðarins nú á tím-
um, — hér á landi sem f öðr-
ufn löndum þar sem búskapur
er einn höfuðatvinnuvega. — a.
Móðir okkar,
GEIRLAUG SIGURÐARDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
lézt að morgni 17. júlf.
Sigríður Ólafsdóttir,
Guðjón Ólafsson,
Óiafur Erlendsson.
Ritgerð um Helga Valtýs-
son í norsku blaði
1 norska tímaritinu SYN OG
SEGN er birt ritgerð, sem nefn
ist „Ein norsk islending“, og
fjallar um Helga Valtýsson, ævi
hans og starf.
Höfundur ritgerðarinnar, sem
var sendikennari Noregs í Há-
skóla íslands 1949—52, og nú
docent við Oslóar-háskóla, er
Hallvard Mageröy, og er ritgerð
in að stofni til útvarpsfyrirlestur
sem hann flutti um H. V. 20.
marz 1961. SYN OG SEGN er
gefið út af „Det norske sam-
laget“, og hefir komið út í 69 ár
(frá dögum Henriks Krohn og
annarra norskra vina Jóns Sig-
urðssonar).
Eftir að Hallvard Mageröy fór
héðan hefir hann haldið áfram
rannsóknum sfnum á Banda-
manna- og Ljósvetningasögu og
tók á þeim vettvangi dr. phil.
gráðuna 1958, eftir að hafa verið
vísindalegur starfsmaður og
ráðunautur við Diplomatarium
Norwegicum síðan 1946.
► Samningur hefir verið gerður
um aukið samstarf brezkra og
sovézkra geimvísindamanna.