Vísir - 18.07.1963, Blaðsíða 10
1C
V í S IR . Fimmtudagur 18. júlí 1963.
' '—l"' ■rmmnvn* JBBHmilfl
BIFREIÐASALAN
Slmar 1025 og 12640
Dýrir, ódýrir, nýir, gamlir. RÖST hefur þá alla til sölu.
í dag og næstu daga seljum við: Wolsby ’63, Wolvo ’58.
glæsilegur bíll, Ford Zoliac '58, Ford Prefeckt '55,
Commer sendibifreið, Chevrolet ’54, Pick-up gerð, og
Moskwitsch ’59.
Vi8 bendum viðskiptavinum okkar á að með því að láta
bifreiðina vera til sýnis hjá okkur, er salan sem tryggð.
HÖ$T S.F.
Laugavegi 146 — Símar 1102-5 op 12640
Vauxhall Victor ’57, ^ord '51, góður 8
cyl., beinskiptur. Skipti á eldri bfl. NSL)
Prinz ’62. Austin 7 ’62 ekinn 15 pús.
Ford Prefect 56. skipti á 6 manna.
Commer Cob ’63. 130 þús. staðgreitt.
HHfi' Sodiak ’55, 75 þús. Fiat bOC '62, 75 þús
Staðgreitt. Scoda St. ’61. Skipti á eldri.
Viðskiptin beinast ávallt þangað sem
þjónustan er bezt. Gjörið svo vel að hafa
samband við okkur strax.
23900 - SÍMI - 23900
Bílasala Matthíasar
VW ’62, gott verð. — Opel Record, ’58—’63 — Opel
Caravan ’59—62 — Chevrolet ’59 á góðu verði —
Chevrolet ‘55 og ’56, góðir bílar — Commer Cob ’63
Taunus ’58 og ’59 — Moskwitch ’59 — Ckoda St. ’61.
Einnig tnikið úrval af vörubílum, sendiferða- og jeppabflum.
BÍLLINN ER HJÁ OKKUR.
BIFREIÐASALA MATTHÍASAR,
Höfðatúni 2 Simi 24540.
„Tengdamamma
Frh at bls 9:
að skoða. Hingað eru allir vel-
komnir, hvort sem þeir koma
eingöngu til þess að verzla eða
skoða.
— Hverjir eru beztu viðskipta
vinirnir?
— Það er lítill vafi á því, að
það eru veiðimennimir, sem eru
á leið f bæinn. Við getum f mörg
um tilfellum séð, hvort þeir hafi
veitt vel eða illa, því eftir því
sem þeir hafa veitt ver, því
meira kaupa þeir af blómum.
Mér er það t. d. minnisstætt, að
fyrir nokkuð löngu síðan, þegar
að kaktusar voru ekki komnir í
tízku, kom hingað veiðimaður,
sem gengið hafði illa og keypti
hjá okkur fimm kaktusa. Ég öf-
unda manninn ekkert af þeim
viðtökum, sem hann hefur fe>ig-
ið þegar hann kom heim.
BETRA vrr
A BLÓMUM.
— Höfum við fslendingar al-
mennt ekki ósköp lítið vit á
blómum?
— Þekking almennings á blóm
um er alltaf að aukast og það
er alltaf að færast í vöxt, að
fólk gefi blóm og prýði hfbýli
sfn með þeim.
— Nú eru blóm rándýr?
— Nei, alls ekki f dag. Hugs-
um okkur t. d. að þið ætlið að
gefa afmælisgjöf fyrir 100 kr.
Þið fengiuð engan hlut fyrir
þetta verð, sem þið gætuð gefið
án þess að skammast ykkar fyr-
ir. En aftur á móti gætuð þið
fengið snotran blómvönd fyrir
100 krónur, sem er góð og gild
afmælisgjöf.
— Er mikið um það, að hús-
mæður drepi blóm af dekri, ef
svo mætti orða það?
— Já, það eru alltaf nokkur
brögð að því. Margar húsmæður
vökva blómin allt of mikið, enn
aðrar eru til, sem alltaf eru
með blómin á ferðinni úr einum
glugganum í annan, síðan toga
þær þau og teygja og þannig
mætti lengi telja.
— Hvað vekur mesta furðu
útlendinga, sem sækja þig heim?
— Á sumrin er hingað stöð-
ugur straumur útlendinga, senni
lega koma hingað 70—80% af
öllum útlendingum, sem dvelja
eitthvað á Islandi. Margir þeirra
eru undrandi yfir því, að við
ræktum inni í húsi blóm, sem
vaxa f garðinum hjá þeim eða
jafnvel villt.
★ * Rauðu bókinni, leyniskýrslum SlA, segja komm-
únistar frá hinni hörðu valdabaráttu, sem stöðugt geis-
ar innan flokks þeirra.
★ I Rauðu bókinni, leyniskýrslum SlA, lýsa komm-
únistar ástandinu i kommúnistarikjunum — þeim þjóð-
félagsháttum, sem þeir vilja koma á hér á landi.
★ Aðeins hluti skýrslnanna hefur áður birzt.
★ Nákvæm nafnaskrá fylglr bókinni.
★ Lesið Rtuðu bókina, og þér munuð skilja, hvers
vegna Einar Olgeirsson krafðist þess að leyniskýrsl-
urnar yrðu brenndar.
★ Rauða bókin er 275 bls., en kostar aðeins 92.70 kr.
Bókin fæst hjá bóksölum um land allt.
VEL BLÓMSTRANDI
BLÓM VINSÆLUST.
— Hvaða blóm eru vinsælust?
— Það er eins með blóma-
ræktina og margt annað,
sumar blómategundirnar eru í
tízku og þá mikið keyptar á
tímabili, en svo fjarar það út.
En öll vel blómstrandi blóm eru
alltaf mikið keypt og svo græn-
ar plöntur. Sennilega eru rós-
imar númer eitt í dag. Sum
bióm renna út fyrir það, hvað
nöfnin eru sniðug, t. d. selst
Tannhvöss tengdamamma alltaf
vel.
— Eru þess mörg dæmi að
fólk geri sér ferð austur ein-
göngu til þess að kaupa blóm?
— Já, það held ég nú. Þó
nokkuð margir koma hingað
austur aðeins til bess að skoða
eða kaupa blóm. Stundum kem-
ur bað fyrir, að frúin sendir
eiginmanninn einan hingað til
okkar og segir honum að kaupa
eitthvert fallegt blóm og þá
þurfum við oft að aðstoða þá
við að velja. Sumir gera það af
skömm sinni að kaupa gúrkur,
til þess að verða ekki sendir
til blómakaupa aftur.
— Er ekki óhemju mikil sam-
keppni milli ykkar garðyrkju-
bændanna hérna í Hveragerði?
— Að mínu áliti er samkeppni
alltaf góð, ef hún er innan
vissra takmarka. Og það er ekki
hægt að segja annað en það sé
töluverð samkeppni hérna á
staðnum.
— Ekki svo mikil að þið grýt-
ið tómötum eða sláizt með gúrk
um?
— Nei, svo hörð er hún ekki.
Þetta er mestallt rólegt og frið-
samt fólk, sem býr hér í Hvera-
gerði.
— Og þú ert bjartsýnn á fram
tíð garðyrkjunnar?
— Já, hvað blómin snertir, þá
erum við íslendingar alltaf að
iæra að meta betur blóm og öll-
um hlutum fleygir áfram, jafnt
garðyrkju sem öðru.
Samtalið verður ekki lengra,
því nokkrir veiðimenn, sem veitt
hafa illa, eru komnir inn í Eden,
og það er mikið að gera við af-
greiðslu.
— p. sv.
HeimdulSur —
Framtiaid al Bls 6
líta á sem það verkefni, sem
sitja skuli í fyrirrúmi fyrir öllu
öðru.
Þegar kemur hins vegar að
fjöldaframleiðslu hinna almenn-
ari og nauðsynlegri hluta, fellur
hið gífurlega sovézka skipulag
í parta.
LAUGAVEGI 90-02
Salan er
örugg
hjó okkur
Charles Gregory, New York
sem til ailrar óhamingju var
tekinn fastur sem vínsmyglari,
var dæmdur í 50.000 króna
sekt. Það gat: hann auðvitað
ekki borgað.
Hann þurfti þó ekki að sitja
sektina af sér — því hann var
settur í að safna 1070 ölflösk-
um, sem ti! trafala fyrir um-
ferðina bafði verið bent víðs-
vegar á vegina. — Þokkalegt
starf það.
*
í hvað ljósi skyldi Leslie
Caron, leikkonan fræga sjá á-
horfendur sína — áhorfendur
sem eru fúsir til að greiða allt
að 30 pund fyrir frumsýningar-
miðana?
Eins og ketti sennilega. Þann
ig lýsir hún þeim a. m. k. í
málverki sem hún hefur málað
fyrir sýningu, „hinna eitt
hundruð stjama“, þ. e. mál-
verkasýning sem éitt hundrað
frægir kai-lar og konur sýna
málverk sem þau hafa gert, og
er sýningin til eflingar Ieiklist
I Englandi.
Málverk Caron verður á for-
sfðu „prógrams“ sýningarinn-
ar. Manngerðirnar í málverki
hennar má vel merkja, allt frá
senumanninum, til slúðurdálka
fréttaritaranna.
Engin á að móðgast, segir
Carol, „kettir eru yndisleg lítil
kríli“. Hún er talin efnilegur
málari, sérstaklega í olfulitum.
Myndina mun hún hafa gert,
á ferð sinni til Ameríku, þar
sem hún var við upptöku
myndarinnar „The L-Shaped
Room“.
Oft er talað um hættuna á
því að hin villtu dýr í Afríku
útrýmist, deyi út — en stund-
um getur það verið öfugt.
Nú hefur t. d. stjómin í
Uganda þurft að talra þá á-
kvöröun, að drepa þurfi þús-
undir flóðhesta á þessu ári.
Þar í Iandi vakti það almenna
ánægju, þegar „Garður Eliza-
betar drottningar“ var afmark-
aður við hátíðlega athöfn, því
í þeim garði fengu flóðhcst-
amir griðastað.
En á skömmum tíma fór svo,
að hestunum fjölgaði svo mjög
að þeir hafa nú gjörsamlega
nýtt alla beitu og offjölgunin
er slík, að aðrir dýrastofnar
em í hættu.
En jafnframt þvi, sem stjórn
in f Uganda gefur úr fyrirskip-
anir um fækkun flóðhesta,
hyggst hún hafa gott af því
f áðra röndina. Kjöt þeirra cr
nefnilega mjög gómsætt og
fellur vel f smekk Evrópubúa.
Líður vart á löngu þar til hvert
sæmilegt veitingahús telur
sóma að því að hafa flóðhesta-
kjöt á boðstólum.