Vísir - 18.07.1963, Qupperneq 7
V1S IR . Fimmtudagur 18. júlí 1963.
isacimBBMaMMitiilBMMtf 'WmiBliMiflH'WI*ilillT*irffnB
Gísli Indriðason og Tjaldbúðir i baksýn, þ. e. svæðið sem hann hyggst nota til sjóeldisstöðvarinnar. Má sjá lónið og stífluna í því efst á
nwndinni.
þess, því hefur þessi fi'-kur lif
að af eldgos og kulda í ám o;:
ósum þessa lands? t>að sýnir
hve hann er harðger.
Með sjóeldisstöð sem þessari.
vil ég meina, að verið sé að
vinna að eflingu landbúnðarin
þvi ekki veitir að að auka fjöl
breytni og afkastagetu landbvin
Vr
— En hvað kom þér til þes-
Gísli að ráðast í þetta?
— Ég hef alla tíð verið áhuga-
maður um fiskeldi. Gekk ég
reyndar lengi með þetta í mag-
anum að setja á fót svonanokkra
sjóeldisstöð, og var ég búinn að
leita lengi, þegar ég fann þettn
land hér. Fékk ég það keypt árið
1957, af ekkju Bjarna heitiiv
Finnbogasonar, og þau 7 ár, sem
liðin eru síðan hef ég verið að
skoða iandið, kanna möguleik-
ana, og „leggja plönin",.
I fyrra fékk hlutafélag það,
sem stendur að þessu íyrirtæki,
hingað norskan arkitekt, sem sér
fróður er um slíka hluti, og
gerði hann uppkast að fram-
kvæmdum hér. I Noregi hefur
fengizt mikil og góð reynsla af
svona klakstöðvum
— Og hér hafið þið byggt
hús?
— Já, hér hefur verið reist
íbúðarhús, klakstöð o. fl.
— Er ekki erfitt um allar fram
kvæmdir hér?
— Jú. Hér háir okkur féleysi,
því peningar eru af skornum
skammti, og allt verður að mið
ast við það. Auk þess er vand-
farið með alla hluti í sam
bandi við klakstöðina, því þetta
er hálfgerð fæðingarstofnun.
— Og hvað ef allt mistekst
nú?
— Ja, það verður þá ekki
verra en þegar einn togari er
gerður út með halla. Við getum
þá alla vega selt seiðin — og
það sem meira er — dýrmæt
reynsla hefur fengizt, ný leið
hefur verið könnuð.
„Það er enginn vafi á
því, að ef þessi tilraun
heppnast, ef verkið geng
ur eins og vonir mínar
standa til, þá er hér í upp
siglingu þriðji síærsti
atvinnuvegur íslendinga
Indriðason, sá er undir-
býr nú risamikla sjóeldis
stöð vesíur á Snæfells-
nesi, og augljóst er að
þar fylgir hugur ináli,
ur stórhugur ríkjum.
Eins og menn minnast og mik
ið var umtalað í blöðum á sín-
um tíma, hugðist lilutafélag
nokkurt undir stjórn Gísla Ind-
því slík er sannfæring af smmismsi
Gísla og slíkar eru fram
hvorki meira né minna“.
Þessi orð mælti Gísli
kvæmdirnar, að hver
hálfviti sæi, að hér ræð-
ARIN-OFNAR
1500 og 2000 wött
ARIN-GLOÐIR
án hita
fást á eftirtöldum stöðum:
Véla- og raftækjaverzlun-
in h.f. Bankastræti 10
Raftækjastöðin, Laugaveg
64
Jóh. Jóhannesson, Siglu-
firði
Rafver h.f., Sauðárkróki
Véla- og raftækjasölunni
h.f., Akureyri
KEA, Akureyri.
Einkaumboð: G. MARTEINSSON H.F.
Bankastræti 10 . Sími 15896
riðasonar koma á fót sjóeldis-
stöð að Tjaldbúðum á Snæfells-
nesi. Var ætlunin að hefja fram-
kvæmdir í fyrra haust, en af þvi
varð ekki vegna skyndilegra
veikinda Gísla. í vor var fyrst
hafizt handa, og hafa nú nær
40 hektarar lands verið lagðir
undir fyrirhugaða sjóeldisstöð.
„Betra land er vart fáanlegt
til þessa, enda hafði ég leitað
lengi hér á Iandi að hentugum
stað. Ég vissi við fyrstu sýn, að
þetta var ákjósanlegasti stað-
urinn“, segir Gísli.
★
Hann var nýkominn inn að
loknu löngu dagsverki, þegar
fréttamenn guðuðu á glugga og
inntu hann frétta.
Fórust Gísla svo orð um
framkvæmdirnar á staðnum:
„Hér myndast mikið og stórt
Ión í stórflóði, og við stíflum
það af. 1 lónið setjum við síð-
an sjóbirting, sem við kaupum,
því enginn fiskur er í lóninu eins
og er. Við tökum fiskinn ýmist
úr sjó eða vatni, og venjum
hann síðan við aðstæður, með
því að veita ýmist fersku vatni
eða sjó í lónið. Þegar þar að
kemur, tökum við fiskinn,
kreistum úr honum hrognin og
ölum seiðin upp í klakstöðvum
hér innanhúss. Að nokkrum
tíma liðnum sleppum við seið-
unum f þar til gerða „damma“,
þar sem sjóbirtingurinn er ým-
ist vaninn við ferskt vatn eða
sjó, eftir því úr hverju hann
hefur upphaflega verið tekinn.
Af þessum sökum verðum
við að grafa langa skurði til
að veita vatninu í hina ýmsu
„damma“, bæði í og úr sjó og
í og úr ám og uppsprettum".
★
— Og hvenær gerir þú ráð
fyrir að hægt verði fyrst að
setja fisk í lónið?
— Væntanlega í ágúst. Miðum
við þá fyrsta áfanga við 100
tonn, en fullbúin á sjóeldisstöð-
in að geta Iátið frá sér fara um
lOOO tonn af sjóbirtingi. Héðan
verðúr hann fíuttur í frysti á
markaðinn. Annars hef ég engar
áhyggjur af sölumöguleikum,
þeir eru meir en nógir, og engin
hætta á því að það bregðist.
Hins vegar verður að hafa
hugfast, að þetta er tilraun, sú
fyrsta sinnar tegundar hér á
landi, og engan veginn fullvíst
um árangur. Ég t. d. Iegg ein-
göngu upp úr því að hafa hér
sjóeldi, en ekki lax, þvi það er
mín skoðun, að það sé vænlegra
til árangurs. Enginn veit þó
hvort sú skoðun er rétt. Ríkið
hefur t. d. alla tíð verið frekar
fráhverft því að styðja þessa
tilraun, enda menn þess ekki
alveg dús við mfnar kenningar.
En ég segi: Hvers vegna ekki
að reyna að nýta þá möguleika,
sem náttúran færir upp í hend-
urnar á okkur. Sjórinn hefur ver
ið svo gjöfull við okkur, að við
íslendingar höfum lítið hugsað
um þessa hlið fiskiræktar, en
því má ekki ala upp fisk alveg
eins og önnur dýr. Reynslan
sýnir okkur líka, að sjóbirting-
urinn er ekki síður fallinn til
Sjálfvirk stillitæki
Segullokar eru notaSir
við hitaveitu. Opna
eða loka fyrir rennsli,
með rafmagni.
Stjórnast af hitastilli,
þrýstirofa o.s.frv.
* Talið við HÉÐINN og
leitiá frekari upplýsinga
m