Vísir - 18.07.1963, Síða 8

Vísir - 18.07.1963, Síða 8
8 V í S IR . Fimmtudagur 18. júlf 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). T1'-<»ntsmiði3 'Acis. — Edda h.f. Efni íslenzka sjónvarpsins Umræður um íslenzka sjónvarpið hafa aftur haf- izt eftir að útvarpsstjóri kom heim af aðalfundi sam- bands útvarpsstöðva í Evrópu. í ávarpi sínu í Ríkis- útvarpinu drap hann á nokkra þætti sjónvarpsins hér á landi, eins og þeir koma forráðamönnum Ríkisút- varpsins fyrir sjónir. Enn hefir löggjafarsamkundan ekki tekið ákvörð- un um stofnun íslenzks sjónvarps, og lög um það bíða samþykktar. En útvarpinu hefir verið heimilað með ráðherrabréfi að hefja rannsóknir og undirbúning að stofnun íslenzks sjónvarps. Með því bréfi hefir sú mikilvæga ákvörðun verið tekin að, sjónvarpið verði hluti af útvarpinu, a. m. k. þar til annað verður ákveð- ið af Alþingi. Ótvírætt er, að það er vilji Alþingis og þjóðar- innar að íslenzkt sjónvarp verði stofnað, og má bú- ast við að það verði formlega samþykkt eftir að þing kemur saman. En mörg vandamál eru enn óleyst, sem vel þarf að hyggja að og ítarlegar rannsóknir og und- irbúning þarf enn að framkvæma áður en á vaðið er riðið og byrjað að sjónvarpa. Það væri illa farið, ef sjónvarpið hæfist með miklum viðvaningsblæ og sem hálfgert skrípi. Það er betra að bíða lengur, en hafa dagskrána vandaðri og betri. Mun það og fullur vilji ráðamanna útvarpsins, sem að þessum málum hafa starfað af miklum áhuga og framsýni. Auglýsingar eru annað vandamál. Eru menn ásátt- ir að hafa þær í íslenzka sjónvarpinu, og ef svo er, í hvaða mynd? Hér þarf að hafa góða gát á öllum hlut- um, því sjónvarpið er ekki leikfang lífsþreyttum held- ur mikilvægasta útbreiðslu- og hugmótunartæki nú- tímans. Mikilhæfrar konu minnzt Margar góðar gjafir hefir danski leikjöfurinn Poul Reumert gefið fslendingum, en einna minnisstæðust mun sú gjöf, er hann færði Þjóðleikhúsinu í fyrradag: málverk af konu sinni, frú Önnu Borg. Minningin um frú Önnu Borg er greypt í huga allra þeirra, sem eitt sinn sáu hana á sviðinu. Hún var í senn mikilhæf listakona og mikil kona; gædd næmgeðja listgáfu en jafnframt voldugum styrk og þrautseigju. Þessir óvenjulegu kostir gerðu hana að mikilhæfustu Ieikkonu frændþjóðanna Dana og fs- lendinga. Þess vegna munu íslendingar allir taka undir þau orð Þjóðleikhússtjóra, er hann veitti gjöfinni viðtöku: Anna Borg hafði heiðurssess í Iífinu sem listakona, hún skipar heiðurssess í hugum okkar og ber því heið- urssess í Þjóðleikhúsinu. Hvert Afríkulandið af öðru slítur nú stjórn- málaleg og viðskiptaleg tengsl við Suður-Afríku og Portúgal, í samræmi við samþykktir gerðar á ráðstefnum hinna dökku þjóða svörtu heimsálf- unnar. Og Kongó hefir veitt viðurkenningu ang ólsku útlagastjórninni, en þar átti Portúgal mót leik, sem kann að reyn- ast Kongó hættulegur. Fyrir nokkrum dögum birtu erlend blöð þessa frétt: Portú- gal hefir slitiö stjórnmálasam- bandið við Kongó og kallað heim settan sendiherra (charge d’affaires) sinn í Leopoldville, vegna þess að Kongó hefir op- inberlega viðurkennt angólsku útlagastjómina, en leiðtogi henn ar er Holden Roberto. 1 orðsendingunni um þetta frá stjóm Portúgals er ekki minnzt á afstöðu „kongólskrar stjóm- ar", heldur „hóp, sem stjórnað sé af útlendingum, og veittur fjárhagsstuðningur erlendis frá, en ekki frá Afríkulöndum — af þeim, sem telja sér hag 1 því“, — og virðist þar ekki fyrst og fremst átt við sóvézka hags- muni, heldur bandarlska.1 Innan langs tfma ræðir Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna við Portúgal á nýjan leik og hættu- ástand 1 sambúð Portúgals og Kongó og Portúgals og margra annarra landa, og eru þeirra meðal Alsír og Egyptaland, sem eru aðilar að samþykktum þeim, sem í upphafi var getið, og eru þessi tvö lönd meðal þeirra, sem slitið hafa stjórnmálasamband- ið við Portúgal, og auk þess Ghana, Guinea og fleiri. Kongóstjórnin (sambands- stjómin f Leopoldville) dró lengi að slást í þennan hóp. Uppreistin í Kongó hefir stað- ið I tvö ár, en þrátt fyrir viður- kenningu Kongó á hinni nýju afrísku þjóðemisstefnu hefir Kongóstjórn þar til nýlega hamlað verulega gegn uppreist- arhreyfingunni í Angóla, og af- Holden Roberto. Kongó hefur viðurkennt útlagastjórn hans. hent portúgölsku yfirvöldunum í Angola mikinn fjölda flótta- manna, sem leitað höfðu inn yfir landamærin frá Angola. Þegar athugað er hvað það getur kostað Kongó að stíga þetta skref, er augljóst hvers vegna sambandsstjórnin hikaði svo lengi. í orðsendingunni seg- ir portúgalska stjórnin, að hún sé til neydd nú, að breyta um afstöðu að því er mörg mál áhrærir, mál, sem séu sameig- inleg hagsmunamál, og enginn þarf að efast um hvað hér er átt við. 1 þessu virðist felast hótun um að stöðva umferð á Kongó- fljóti til Kongó, og sennilega einnig að gera sambandsstjóm- inni ókleift að flytja koparmálm I járnbrautinni um Angola til sjávar. Af hvomtveggja gæti leltt stórkostleg efnahagsvand- ræði fyrir Kongó. Holden Roberto er leiðtogi út- Iagastjómarinnar, sem fyrr var getið, eða forseti, og varafor- seti Emmanuel Kunzika. Útlaga- stjómin var stofnuð fyrir einu ári. Bók um Hvítu-Níl Alan Moorehead: Hvíta Nil- Almenna bókafélagið. Reykjavík 1963. Bókin um Hvítu Níl segir frá rannsóknarleiðöngrum sem gerð ir voru inn í miðja Afríku á öldinni sem leið. Meiri hluti þeirra manna sem skipulögðu og stjómuðu leiðöngrunum voru Bretar og gæddir mörgum þeirra beztu kostum, ekki sfzt þraut- seigju, þolinmæði og viljafestu. Þessir menn áttu allir sameigin- legt áhugamál: það að leita að upptökum Hvftu-Nílar, hins mikla fljóts sem kom einhvers staðar lengst innan úr hinni leyndardómsfullu og þá lítt könnuðu Afríku. Ferðir þessara manna voru í flestum tilfellum sannkallaðar hetjudáðir og sum- ir guldu lff sitt fyrir. Alan Moorehead dregur í stór- um dráttum upp mynd af öllum þessum áhættusömu og ævin- týralegu ferðum og hann lýsir á ágætan hátt einkennum og skap gerð hvers einstaks leiðangurs- stjóra. Þær persónulýsingar eru í sumum tilfellum svo sterkar að þær verða lesendanum ógleym- anlegar. í mörgum tilfellum er þarna um mikla og átakanlega harmleiki að ræða og þá kemur ljósast fram hvílíka manndáð menn þessir höfðu að geyma Höfundurinn skiptir bókinni í fjóra meginþætti: Landkönnun, Hagnýting, Úppreisn Islamíta og Sigur Kristninnar. Fyrsti þátt- urinn er óneitanlega bragðmest- ur, ævintýralegastur og kemur hinum fslenzka lesanda mest á óvart. Þar segir frá hinum furðu legustu atvikum sem. hentu leið- angursfarana og sumt er þar jafnspennandi og áhrifaríkt og í æsilegustu reyfurum. Þá er og __________________ þriðji meginþáttur bókarinnar, þar sem segir frá viðskiptum Gordons við Islamita, harmleik-^ Brezka flugfélagið BOAC hefir ur frá upphafi og verður ÞvLkka8 flugfa jöld milll Bretlands atakanlegri sem lengra liður á at b Ef hægt er að telja einhvern galla á frásögn höfundar, er hann helzt sá að bókin er hvað áhrifamest og skemmtilegust til að byrja með, en dregur úr stíg andanum þegar fram f sækir. Fróðleik er þar að vísu ekkisíður að finna en í upphafi bókarinn- ar, en hann er næsta tætingsleg ur og án hinna skemmtilegu til- þrifa sem annars einkennir frá sögnina í heild. Hjörtur Halldórs son hefur íslenzkað bókina og verður ekki annað séð en vel hafi tekizt. Uppdrættir og ljós- myndir eru til fróðleiks og skýr- ingar. Prófarkalestur er góður og frágangur f heild sómasamleg ur. Þ. J. burðarásina. og Brezku Vestur-Indfa.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.